Íslendingur - 26.07.1875, Blaðsíða 8

Íslendingur - 26.07.1875, Blaðsíða 8
kaupmanninn ærna peninga. I’egar nú skip hans loksins er komið til lieykjavíkiir úr þessum leiðangri, þá er fiskiuum skipaðupp, og hann er allur sorleraður, og sólað af hon- um það, sem sóla þarf, og er það opt mikið. því íiskur þaðan að sunnan úr Strandar- hreppi er að öllum vanda i talsvert verri verkun, en fiskur bænda hjer á Innnesjum. Kaupmenn munu að liltö’u fá miklu minna af Spánarfiski úr sunnanfiskinum, en úr Inn- nesjafiskinum. Það, sem þeir hafa fyrir sunn- anfiskinum frarn yfir það, sem þeir hafa fyrir fiski Jleykvíkingsins, sem leggur sinn fisk inn á skálina hjá þeim kaupmanni alveg kostnaðarlaust, er: skipaleigan, uppskipun lijer, erfiði við að sóla fiskinn, og þar af leiðandi undirvigt undir Reykvíkingsins. Fær þá ekki Reykvík'mgurinn meir fyrir sína vöru, en Vogamaðurinn? Nei, það bíður og lælur síg; gott ef hann fær eins. I'ó kemur Álpt- nesingurinn með fisk sinn til kaupmannsins. Ilann hefur þó góða vöru að bjóða, en hann fær svo og svo mikið á skpd í flutningshaup, svo sern 12, 16, 20, 24 sk., allt eplir þvi, hvað ríkur hann er, því sá ríki fær náttúr- lega mest, sem von er, því hann þarf þess helzt við. En er nú rjelt af kaupmanninum að ætla sjer að telja nokkrum manni trú uin, að hann borgi þetta i flutningskaup? Nei, segi hann lieldur hreinan sannleikann, og hann er, að hann haupir Álptnesinga til að leggja inn fislcinn hjá sjer, Á KOSTNAÐ REYKVÍKINGA OG SELTJERNINGA. Vjer skulum skoða þetta nákvæmar. Ef þelta svokallaða flutningskaup vœri fiulnings- kaup, »þá hefði kaupmaðurinn borgað skip- leiguna, og mætti því láta í það vörur fyrir sjálfan sig aptur suður á Álptanes; en ætli Álptnesingurinn þakkaði ekki fyrirþað? Ilann parf sjálfur að gjöra ferðina til að nálgast nauðsynjar sínar úr kaupstaðnum. Ilvaðan tekur þá kaupmaðurinn þennan kostnað, sem flýtur af því, að halda úti skipi lil að sækja sunnanpóstinn, af öllu því erfiði og kostn- aðarauka, sem sunnanpósturinn bakar hon- um, og til að borga hinum þetta svokallaða «flutningskaup»? Allt þetta verður kanpmað- urinn eðlilega að leggja á «umsetninguna« (eða á hinar úllendu vörur), og verður þvf Reykvíkingurinn að sínu hlutfalli að borga fyrir það, að sunnanmönnum sjeu fluttar vörur þeirra heim í hiaðið; fyrir það, hversu illa vandaður fiskur þeirra er, og fyrir það, að Álptnesingar verði áunnir til að skipta við Reykjavíkurkaupmenn. Er þetta sann- gjarnt? Nohkrir skiptavinir. DÁCÐA-MERKI. [Eptír «Harper’s Monthlyn. Af J. Ól.] «Dr. Hugo Magnus, aðstoðarlæknir við «spítalann í Breslau, fer því fram, að eigi «þurfi annað, en að binda fast með streng- «snúru um einhvern fingurinn, til að sjá, «hvort maður, sem menn ætla dauðann, sje «örendur í raun og veru.— Ef líf leynist með amanninum, tekur brátt að roðna sá liluti «fingursins, er fyrir framan bandið er, og «eykst liturinn smám saman og verður dökk- • rauður og síðast fjólu-blár (helblár); aptur «á móti heldur skinnið fyrir ofan umbind- «inguna sjer hvítt og breytir eigi lit. þetta «er auðskilið, því að ef nokkur umrás er á «blóðinu, þá hindrar umbandið blóðið frá «að streyma til baka aptur gegnum blóðæð- «arnar, þar sem þó slagæðarnar samtíða «færa það fram til blóðkeranna». Ráð þetta er svo auðvelt, að því má á- vallt viðkoma; enda virðist það all-óbrigðult. l’orvarður Kjerúlff er settur læknir I Húnavatnssýslu. AUGLÝSING. — 17. þ. m. hefur týnst á götum Reykja- víkur 1 eyrnalokkur úr gulli, kræktur en ekki á hjörum; finnandi er beðinn að afhenda hann ritst. þessa blaðs, mót sanngjörnum fundarlaunum. Ritstj. geymir þann vísa lokk til samanburðar. — Leiðrjetting : Stúlkan, sem var nefnd Guðríður í næsta blaði hjer á undan og sem druknaði á Leiruskipinu, hjet Guðný frá Garðhúsum í Leiru. Eigandi og Ábyrgðarm.: Páll Eyúlfsson. Prcntaður í prentsmiöju íslands. E. þúrðareon.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.