Alþýðublaðið - 09.04.1960, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 09.04.1960, Qupperneq 2
'á Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal_____ Fulltrúar ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. ■— Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14900 — 14902 — 14903. Auglýsingasimi: 14906. — Aösetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- gata 8—10. — Áskriftargjaid: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Alþingi í páskaleyfi ALÞINGI er nú farið í páskaleyfi. Varð það samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu, að hafa leyfið svo rúmt, að þingmenn geti farið Iheim til sín, enda eðlilegt að þeir, sem f jarst búa, geti heimsótt kjördæmi sín, þegar þing er langt. Ríkisstjórnin er enn ekki misseris gömul. Þó 'Jhefur hún komið fram mörgum og-veigamiklum málum, þannig að alþingi hefur verið athafna- samt, þegar miðað er við fyrri þing. Alls hafa tæplega 130 mál verið flutt á þinginu og mörg þteirra þegar afgreidd. Veigamestu mál þingsins hafa verið þessi: Efnahagsmálin, Fjárlög 1960, Almannatryggingar, Tekjuskattur, Jöfnunarsjóður sveitárfélaga, Lánasjóður námsmanna, Útsvör, Ferskfiskmat, f Vernd fiskistofna á úthafinu, Framleiðsluráð landbúnaðar ofl, ofl. 1 I heild mun stefna stjórnarinnar, sem fram jkemur í þessum frumvörpum og fleirum, valda miklum breytingum á háttum þjóðarinnar. Nái stefnan tilgangi sínum munu efnahagsmál komast á.fastan kjöl og áframhaldandi verðbólguþróun verða áfstýrt. Skilyrði eiga að skapast fyrir heil- brigðari atvinnurekstri, minni skriffinnsku og 'Spillingu, þannig að þjóðin geti — eins og nágrann ar hennar — gert sér vonir um batnandi lífskjör og aukið frelsi einstaklinganna. Ekki gerist þetta án mikilla erfiðleika og fórna í svipinn. Ef hin nýja stefna nær árangri þeim, sem vonir standa til, munu þær fórnir fljótt gleymast og þjóðin eiga betri og farsælli framtíð. Aðalfundur Félags Samelnuðu Þjóðanna á íslandi verður haldinn í I. kennslustofu Háskóla íslands, laugardaginn 9. apríl kl. 2.1,00 e. h. Dagskrá: 1. Erindi; UNESCO, flytjandi: Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri. I 2, Aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Áhugamenn um starfsemi S. Þ. eru velkom’nir á fundinn. S t j ó r n í n . ■ H R _ _ _ __ ae g H H H H H | í þúsundafali H H B H | Glœsilegt úrval - £ verð við allra hœfi H HBHHHHHHHHHKHHHHBHHHHHHHHiaaHHHHHHHHHHHHHHHHHSIISHHESI Hannes 'fo Skaðleg skrif á hættustund. Ú' Gefa brezkum blöð- um tilefni til getsaka og árása. Uppbætur og stjórn- arfarið. ENN ER ATHYGLI almenn- ings vakin á siðleysi íslenzkra síjórnmála, og enn er það í sam- bandi við takmarkalaust á- byrgðarleysi stjórnarandstöðunn ar. Það er svo sem ekki nýtt fyr- irbrigði. Meðan íslenzka sendi- nefndin situr suður í Genf, um- kringd óvinum, sem gæta fyrst og fremst sinna eigin hagsmuna, láta sér fátt um finnast þó að bjargræðið sé tekið frá munnin- um á eyþjóðinni í norðurhöfum, skrifa blöð Framsóknar og kom- múnista um svik forustumamta nefndarinnar. ÞAU GEFA í SKYN að nefnd in sé klofin í afstöðu sinni, að forustumenn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins fari sínu fram gegn mótmælum forustu- manna hinna flokkanna. Hvað á svona framkoma að þýða? Vitan- lega berast fréttir af þessum skrifum á ráðstefnuna, enda hvíla augu heimsins á íslandi út af þessum deilumálum, sem fyrst og fremst hafa risið af tilefni þess að við höfum krafizt óskor- aðs réttar okkar. Og vitanlega er leikur óvinanna léttari ef þeir á- líta að þjóðin sé sundruð í af- stöðu sinni, j ÓMINN AF ÞESSU máttl heyra í leiðara brezka blaðsins Daily Telegraph, sem birtur var útdráttur úr eitt kvöldið. Þar var talað um að efnahags- og stjórnmála-ástandið á Íslandí mundi þróast í þá átt á næstu árum, að íslendingar myndui telja heppilegra að koma sér vél við Breta. — Skrifin í Þjóðvilj- anum og Tímanum eru undirrót in að þessum skrifum. LEIKURINN ER ILLUR. Til- gangurinn er slæmur. Skrifin eru skaðleg. Mennirnir, sem standa að þeim, ættu að vera óalandi og óferjandi. Þeir fara með staðlausa stafi, enda hefur utanríkisráðherra lýst yfir a3 nefndin starfi saman í ein- drægni. — Og skrifin eru alls ekki til annars og geta ekki orð- ið til annars en að skaða þjóðina á hættustund. GAMALL BÓNDI skrifar: „Það er nú kannski ekki rétt af Framhald á 10, síðu. , ^ 9, apríþ 1960 — AJþýðuhlaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.