Alþýðublaðið - 24.04.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.04.1960, Blaðsíða 2
■Öígefandi: Alþýðuflokkurinn. '•— Framkvæmdastjóri: Ingólfur Klristjánsson. — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar Titstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: XJjörgvin Guðmundsson. — Símar: 14900 — 14902 — 14 903. Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- £ata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45.00 á mánuði í lausasölu kr. 3.00 eint. Framhald af forsíðu Þetta er furðuleg afstaða. 12-mílna þjóðirnár ísvonefndu eru að berjast fyrir 12 mílna almennri Slandhelgi, aðallega af hernaðarástæðum. ÞæT eru h miklum minnihluta á ráðstefnunni, hafa í bezta Slagi rúman þriðjung atkvæða. Þessar þjóðir berj- ast ekki sérstaklega fyrir 12 mílna fiskveiðimörk- uain. Vera má, að einhvern tíma í framtíðinni verði itmeirihluti allra þjóða fylgjandi 12 mílna almennri llandhelgi. í dag virðast hins vegar rúmlega tveir jþriðju hinna 88 þjóða, sem fulltrúa eiga í Genf, vilja 6 mílna almenna landhelgi, 6 mílna fiskveiði- Ibelti þar fyrir utan og meiri eða minni undanþág- uir. Eftir að ljóst varð í fyrradag, að tillaga Banda- iríkjanna og Kanada hafði vaxandi líkur á að ná Æilskildum meirihluta, tveim þriðju atkvæða, áttu ítullírúar oklíar um tvennt að velja. Annað var að freista þess, að láta undanþáguákvæði með 6 plús (5 mílunum ekki ná til þjóða eins og Islendinga, sem byggja afkomu sína á fiskveiðum. Ef það iíengist, sem er óvíst, væri sigur unninn fyrir Is- llendinga. Þeir hefðu undansláttarlausa 12 mílna íiskveiðilandhelgi. Hin stefnan er sú, að reyna ekki einu sinni að tryggja íslandi þennan sigur, heldur falla með þjóðum, sem eru að berjast fyrir allt öðru en fisk- yeiðilandhelgi. Þá mundi verða ófriður og deilur um íslenzku 12-mílurnar um ófyrirsjáanlegan ííma. Þetta síðara virðast Lúðvík og Hermann vilja. Það eru furðulegir ógæfumenn, sem kljúfa einingu íslendinga í landhelgisbaráttunni við þessar aðstæður. Þjóðin fordæmir afstöðu þeirra. Hún stendur einhuga á bak við ríkisstjórnina og jmeirihluta nefndarinnar, og vonar, að íslenzká við- aukatillagan verði samþykkt. Þá væri sigur unn- inn. Sextugur: (IMMtMMMttHMtmtMtMMI Auglýslngaslml [ Alþyðuhlaðsins í er 1490® ■3 24 apríl 1S60 — Alþýðublaðið í GÆR vaið Ingólfur Bjarna- son, Silfurteig 2 hér í bæ, sext ugur að aldri. Hann .er fædd- ur 23. apríl árið 1900 á Breiða- bólstað á Síðu. Foreldrar hans voru Bjarni Jensson, héraðs- læknir, og kona hans, Sigríð- ur Jónsdóttir. Standa að Ing- ólfi göfugar ættir. Þannig er Jón Sigurðsson forseti afa- bróðir og Björn Gunnlaugs- son, hinn djúpvitri stjörnu- fræðingur og stærðfræðingur langafi hans. Ingólfur fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur árið 1914. Stund- aði hann þar ýmiss konar störf, meðal annars verzlun- astörf, og á árunum 1917— 1919 gekk hann á verzlunar- skólann. Árið 1937 stofnaði hann raftækjaverzlunina „Ljósafoss“, ásamt Jóni Sveinssyni og rak háan hana um margra ára skeið, eða til 1956. — Ingólfur kvæntist 1932 Sigríði Guðmundsdóttur, hinni ágætustu konu, sem reynzt hefur honum hollur og öruggur lífsförunautur; hún er híbýlaprúð kona, enda er heimili þeirra hjóna vistlegt, svo að af ber, og dregur að sér „gesti og gangendur“. — Ingólfi og Sigríði varð fjög- urra barna auðið, og eru 3 dætur þeirra á lífi, tvær þeirra giftar. Þetta er nú hinn ytri rammi utan um líf Ingólfs Bjarna- sonar, örlagaramminn, er svo mætti nefna. Um manninn sjálfan hlýt és að fara nokkr- um orðum, því að ég hef haft af honum nokkuð náin kvnni um margra ára skeið, og þvkir mér vænt um að fá tækifæri til að þakka samstarf og sálu.- féiag, sem alitaf hefur verið iafnbiart vfn. Ingólfur er mað ur híartahlýr. en um leið at- hugull og greindur maður. Revnist hann hví .iafnan far- sæll oe traustur starfmaður, hvsr sem hann kvs að beita kröftum sínum og hæfileik- um, o® verður honum vel til vina. Hann er oa snvrtimenni h’ð mesta os höfðingi í lund. Mun hann mörgum hafa lið- sinnt, að lítið har á, bæði með ráðum og dáð, og ekki mun kona h=nc; hafa verið þar n»inn ..Þrándur í Oötu“. —• Ingólfur er að eðlisfari fé- lagslyndur maður og kann vel að „gleðiast með glöðum“ á vinafundnm. Hann heíur í vöeanxdlöf ferg’ð miöc næmt skonciíyn ('..humoristískan sans“). og margan góðan hrandarann h»fur hann sagt lhnoði mói- na nðrum. — En Öllu er hn stillt í hnf. o» aldrei eru neíni.r særandí brod.dar í máli ha”s. enda hetd ég. að Ingólf- ur hafi mestq tiihneigingu til að horfq með vóðíátlegú brosi á hveeti ocf harnaskan mann- anna. Mun hann og fundvís á málsbætur, eins og allir góðir menn eru. Sá, sem þessar línur ritar, hefur árum saman starfað með Ingólfi að félagsmálum (í Guð- spekifélagi íslands). Betri og skemmtilegri samstarfsmann mun vart hægt að kjósa sér. Hann er, eins og áður var sagt, athugull maður, fer sér Ingólfur Bjarnason að engu óðslega og kann vel að aðgreina á milli aðalatriða og aukaatriða í hverju máli. — Og svo á hann til að krydda allt með kímni sinni og gam- ansemi. Ingólfur er hamingjusamur maður, því að hann hefur eign- azt góða og glæsilega konu, fagurt og friðsælt heimili og mannvænleg börn. Skapgerð hans er og þannig, að hún mundi vera hamingjugæf, jafnvel þó að eitthvað blési á móti og ekki léki allt í lyndi. — Hann hefur héilbrigðar lífsskoðanir, er gaumgæfinn um andleg mál, en fjarri því að vera á valdi nokkurrar ofsatrúar eða öfga. — Hið eina, sem ég mundi vilja kjósa, að hann breytti í fari sínu til bróðurlegri áttar, er tómstundagaman, sem margir fleiri góðir menn eru bví mið- ur sekir um; — Ég vildi óska, að hann þyrmdi alveg laxin- um! — Óska ég svo bessum vini mínum allra heilla á þessum tímamótum í Iífi hans, er hann gengur nú hljóðlpga inn fvrir þröskuld hins virðulega sjö- unda áratugs. Gretar Fells. VEGNA páskanna og sumar- dagsins fyrsta reyndist ekki unnt að vinna Sunnudagsblaðið í prentsmiðjimiii og kemur það því ekki út um þessa helgi. — Næsta blað kemur út 1. maí. Ertu búinn ab borga af miðanum b'mum í HAB Næsti drátf- ur er 7. maí Þá verða 2 Voikswagen■ bílar í boði og 3 auka- vinningar sem sam- tals eru 45,000 kr. viroi Mundu: Að- eins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.