Alþýðublaðið - 24.04.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.04.1960, Blaðsíða 3
HAB — Volksvvagenbílarnir eru ennþá sex og í næsta drætti boðstólum í ALÞÝÐUHÚSINU og BÓKABÚÐ OLIVERS verður dregið um tvo. — Aðeins nokkrar sölumiðar enn á í Hafnarfirði. — HAB. Sérstöðuríkin GENF, 23. apríl. Allar tillögur eru nú komnar fram á Land- helgisráðstefnunni í Genf og hefur verið skýrt frá þeim flest um í blaðinu. Til viðbótar skal greint frá breytingartillögu Ghana við USA—Kanadatillög- una. Þar segir, að milli land- helgi ríkja skuli ætíð vera Þriggja mílna belti, sem sé frjáls siglingaleið. Ekkert ríki hefur rétt til þess að fara með herskipum inn í fiskveiðibelti annarra ríkja eða fljúga yfir það nema gera viðvart áður. Þá eru ákvæði um það, að ef vís- indalega sannist að nauðsyn- legt sé að vernda fiskistofn á ytra beltinu skuli fiskveiðiríki Jf semja um það sérstaklega. Brasilía, Kúba, Uruguay og ísland bera öll fram tillögur um sérstöðu ríkja, sem að miklu leyti eru háðar fiskveiðum. Eins og áður er getið flytja nú tíu ríki tillögu um að fresta ákvörðunum um landhelgi í fimm ár. Þessi ríki eru Indó- nesía, írak, Líbanon, Mexíkó, Marokkó, Saudi Arabía, Arab- íska sambandslýðveldið, Vene- zúela og Jemen, en fluttu áður ásamt átta öðrum ríkjum til- lögu um að landhelgi skuli vera 12 sjómílur. Ríkin, sem heltust úr lestinni, eru Eþíópía, Ghana, Guinea, íran, Jórdanía, Líbýa og Túnis. Samkvæmt fundarreglum verður tillaga USA—Kanada borin undir atkvæði á eftir tíu- ríkjatillögunni. SIGGA VIGGA MYNDIN er af Eiði við Geldinganes. Þarna v'ar það sem fólk skemmti sér á björtum sumarkvöldum á árunum fyrir stríð. Nú eru líkur til að húsnæðis- lausir sakamenn á íslandi fái þarna þak yfir höfuðið. Þéir hafa verið á hálfgerð- um vergangi að undan- förnu. Verður að segjast eins og er, að það hefur verið mikill mannvinur, sem lét sér til hugar koma að byggja fangahús á svo friðsælum stað sem þess- um. Og þarna verður að líkindum hægt í fyrsta sinn að hýsa sakakonur með sæmilegu móti. í GÆR fékk Alþýðublaðiö staðfesta þá frétt, að atvinnu- þjófar þeir, sem herjað hafa að undanförnu, hafi verið hand- teknir síðastliðinn miðvikudag. Þá höfðu þeir framið milli þrjá- tíu og fjörutíu innbrot. Höfðu mannaveiðarnar staðið yfi'r í einar þrjár vikur og marg ir búnir að taka þátt í þeim, og margt verið rannsakað, áður en leitin bar árangur á miðviku- dagsmorguninn. Mun þar með loki'ð einni dýrustu þjófaleit, sem gerð hefur verið á íslandi. Þjófarnir eru þrír og bifreiða síjórar að atvinnu. Náðist sá fyrsti þeirra á miðvikudags- morguninn, en hinir tveir um kvöldið. Þeir eru sakaðir um fjölda innbrota bæði í Hafnar- firði og Reykjavík, eða 30—40. Enginn þeira hefur gerzt brot- legur við landslög áður. Tveir Framhald á 5. síðu. IWWWWMWWWWMWWWWM Yaldimar Stefánsson, sakadómari, hefur fengið þriggja mánaða frí frá störfum til að kynna sér fangelsismál á Norður- löndum. Síðan mun hann gefa skýrslu til dóms- málaráðuneytisins. Mun ætlunin að gera ýmsar endurhætur í fangelsis- málum okkar, sem m. a. verða byggðar á skýrslu sakadómara. Valdimar er nú farinn utan fyrr- greindra erinda. Fyrirhugað mun að reisa nýtt fangelsi í nágrenni Reykjavík- ur. Ekki mun þessu fangelsi hafa verið ákvarðaður staður endanlega, en miklar líkur eru ti'l að Eiði við Geldinganes verði fyrir valinu. Fyrir stríð var þarna útiskemmtistaður Sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Undanfarið hefur verið unnið að því, að gera skrá yfi'r þá, sem hafa verið dæmdir síðastliðin fimm ár. Skrásetning þessi nær yfir- allt landið, en eftir niður- stöðum hennar á að reikna út hve nýjia fangelsisibyggingin á að vera stór. Þótt þetta nýja fangelsishús komi til sögunnar er ekki hug- myndin að leggja Litla-Hraun niður. Nýja fangelsið á að vera fyrir þá, sem dæmdir eru til stuttrar fangelsisvistar. Þá heyrir það til nýlundu, að í þessu nýjia fangelsi er hugsað fyrir sérstakri deild fyrir konur. Er það í fyrsta sinn, sem sakakonum er gert svo hátt undir höfði. Þetta nýja fangahús mun ó- efað leysa það mikla vandamál, sem refsivist sakamanna hefur verið hér á landi í lengri tíma. Hefur húsnæðisleysi fyrst og fremst valdið því, að stundum hafa allt að tvö hundruð dæmd- ir menn verið á biðlista, og er það stór hópur hjá ekki stærri þjóð. Hefur þetta átt mikinn þátt í að gera allt löggæzlustarf erfitt og dóma stundum haldlitla, þar sem ekki hefur verið hægt að framfylgja þeim vegna þakleys- is. Ekki hefur áður verið farið í það af slíkum krafti, að lagfæra fangelsismálin. Skýrsla saka- dómara mun áreiðanlgea liggja fyrir í lok orlofsins, og sú skrá- setning, sem þegar hefur farið fram yfir dæmda menn síðast- liðin fimm ár auðveldar mjög að ákvarða, hver húsnæðisnauð synin er á næstu áratugum. Sýningunni lýkur í dag SÝNINGUNNI Húsgögn 1960 lýkur í dag. Sýninign er til húsa að Pósthússtræti 9 og er opin kl. 10—10 í dag. Á 4. þúsund manns hafa skoðað sýninguna. Meðal gesta í fyrradag voru for setahjónin. Húsgögnin á sýningunni eru teiknuð af félögum í Félagi' hús gagnaarkitekta. Þarna eru einn ig allmörg- olíumálverk eftir Jón Stefánsson listmálara, er ekki ihafa verið sýnd hérlendis áður. Nokkur þei'rra hafa selzt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.