Alþýðublaðið - 28.04.1960, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.04.1960, Blaðsíða 11
Vormót ÍR KefBavík vann Akranes í sundi 10. BÆJAKEPPNI í sundi milli Keflvíkinga og Akurnes- inga fór fram í Sundhöll Kefla- víkur sunnudaginn 24. apríl s. 1. — Hafsteinn Guðmundsson J' í KVÖLD kl. 8 hefst að Há logal. körfuknattl.keppni milli íslandsmeistaranna Í.R. og úr- valsliðs úr hinum Reykjavík- urfélögunum. ÍR-liðið sýndi nokkra yfirburði á nýafstöðnu íslandsmóti og sigraði örugg- lega. Búast má við því að leik- urinn verði skemmtilegur og fróðlegt ,að sjá hvort úrvalinu tekst að stöðva sigurgöngu ÍR-inganna. Urvalsliðið verð- ur þannig skipað: Birgir Birg- is, Á, Davíð Helgason, Á, Ingvar Sigurþjörnsson, Á, Jón Eysteinsson, ÍS, Kristinn Jó- hannsson, ÍS, Þórir Arinbjarn arson, ÍS, Einar Matthíasson, KFR, Gunnar Sigurðsson, KFR, Ólafur Thorlacius, KFR og Sigurður Helgason, KFR. Á undan þessum leik fer fram keppni í 3. flokki drengja milli ÍR og KR, og hefst sá leikur kl. 20, en aðalleikurinn hefst kl. 20,30 stundvíslega. form. Í.B.K. setti mótið með ræðu og bauð Akurnesinga sér- staklega velkomna til keppm. Urslit f einstökum greinum urðu þessi: 200 m. bringusund karla: mín. Guðm. Samúelsson, A, 2:47,6 Sig. Sigurðsson, A, 2:47,8 Gísli Sighvatsson, K, 3:23,0 Örn Bergsteinsson, K, 3:23,4 100 m. bringusund kvenna: Jónína Guðnadóttir, A, 1:36,0 Jóhanna Sigurþórsd., K, 1:37,0 Stefanía Guðjónsd., K, 1:38,4 Sigrún Jóhannsd., A, 1:44,5 Framhald á 10. síðu. mai VORMÓT ÍR fer fram á í- þróttavellinum á Melunum sjmnudaginn 15. maí n. k. og hefst kl. 14,30. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 100 m., 400 m., 3000 m., 110 m. grinda- hlaup, 4x100 m. boðhalup, 100 m. dxengir (f. 1942 og síðar), 800 m. hlaup unglingar (f. 1940 og síðar), 100 m. kvenna, spjót kast, kringlukast, stangar- stökk, hástökk og langstökk. Undankeppni fer fram í stang- arstökki föstudaginn 13. maí kl. 18 og aðeins þeir sem þá stkkva 3,60 m. eða hærra kom- ast í aðalkeppnina. — Þátttöku- tilkynningar sendist Guð- mundi Þórarinssyni, Bergstaða stræti 50b (sími 17458) í síðasta lagi 10. maí. HER eru þrjár myndir frá æfingum frjálsíþróíta manna í Ilaukadal Um páskana, efst: Að lokinni æfingu fóru ávallt flestir í sundlaugjina. í rniðið: Söngur með gítarundir- leik, frá vinstri Gylfi Gunnarsson, Valbjörn og Gaboir þjálfari. Neðst: Benedikt Jakobsson, þjálf ari og Jón Pétursson ein af okkar stærri stjörnum. Bezta sundfólk jr Dana á IR-mófin SUNDMÓT ÍR fer fram dag- ana 4. og 5. maí næstkomandi og hafa ÍR-ingar ákveðið að vanda mjög til þess. — Bezta sundfólki Dana, sem þeir gera AUUMmMHMMMMmMUW DANSKAR og íslenzk- ;[ ar sundkonur í Rostock í l( fyrra, talið frá vinstri: 11 i> Hrafnhildur, Linde Peter- sen, K. Michaelsen, Krist Michaelsen, ine Strange og Ágústa. sér mestar vonir með á Olymp- íuleikunum, hefur verið boðið hingað til keppni. Er hér um að ræða góðkunningja okkar Lars Larsson, skriðsundsmann, sem hefur náð bezt 58,2 sek. í ár í 100 m. eða 3/10 úr sek. betra en Guðmundur Gíslason. Lars hefur náð bezt 2:10,3 í 200 m. og 4:45,3 í 400 m. Keppni hans og Guðmundar verður vafalaust skemmtileg. Auk Larssons koma einnig tvær beztu sundkonur Dana, Linde Petersen, sem hefur náð 2:54,0 mín. í 200 m bringu- sundi, sem er frábær tími. Hún Hrafnhildur verður að taka á sínum stóra ef hún ætlar að sigra. Bezti tími Hrafnhildar er 2:59,6 mín. Loks er það bezta skriðsunds- kona Danmerkur, Kristine Strange, sem á sama tíma og Ágústa í 100 m. eða 1:05,7 mín. Það segir sig sjálft, að baráttan verður geysihörð. Hér er um stór íþróttavið- ^ burð að ræða. Okkar fólk er nú . í ágætri æfingu vegna vænt- j anlegra úrtökumóta fyrir. Olympíuleikana og Danirnir, eru allir í Evrópuklassa. Má fastlega gera ráð fyrir geysi-- spennandi keppni og bæði ís- lenzkum og dönskum metum. i ÞAÐ er langt síðan jafn- mikill áhugi hefur verið meðal frjálsíþróttamanna. — Á hverjum degi mæta tugir á æfingarnar á Mela- velli og þ. á. m. margir ung ir og óþekktir piltar, sem Iofa góðu. Æfingaafrek, sem unnin hafa verið í vor, 2,02 m. í hástökki hjá Jóni Péturssyni, 45 m. í kringlu- kasti hjá Björgvin Hólm og 14,01 m. í kúluvarpi á inn- anfélagsmóti, 6,60 m. í langstökki hjá Vilhjálmi Einarssyni (hálf atrenna) o. fl., o. fl. — Margir þeirra yngri hafa einnig æft vel, svo sem Úlfar Teitsson, Jón Þ. Ólafsson, Grétar Þorsteinsson, Guðmundur Þorsteinsson o. fl. Að nýr, algjörlega óþekktur hlaup- ari, Agnar J. Leví, skyldi sigra í Drengjahlaupi Ár- manns, sýnir einnig vel hina miklu grózku í frjáls- íþróttunum. Um páskana dvöldu nokkrir af beztu frjálsí- þróttamönnum okkar að Haukadal hjá Sigurði Greipssyni og æfðu undir stjórn Benedikts Jakobs- sonar og Simonyi Gabor. Þessi för tókst sérstakléga vel, skilyrði voru betri en nokkurn hafði grunað og matur og aðbúnaður allur af hálfu Sigurðar var frá- bær. f sambandi við þessa för vaknar sú spurning, hvort ekki væri rétt, að íþrótta- samtökin athuguðu mögu- leika á því að reyna að stofnsetja æfingamiðstöð utanbæjar, þar sem ákveðn ir hópar íþróttamanna gætu æft í ró og næði á- kveðinn tíma. Miðstöð þessi gæti veiið með svip- uðu sniði og Váladalurinn sænski. Sjálfsagt myndi þetta kosta peninga, en er það ekkj þess. virði að at- huga það? iiiimiumiitifiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiimimiiiiiiiiiiimiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiEiiiiiiiiiiiiuiiimtifÍ Alþýðublaðið — 28. apríl 1960 f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.