Alþýðublaðið - 28.04.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 28.04.1960, Blaðsíða 13
Leikfélag Selfoss: Ærsladraugurinn LEXKFÉLAG Selfoss fram- sýndi „Ærsladrauginn“ í Iðnskólanum á 'Selfossi s.l. sunnudag 24. þ. m. Höfundur leiksins er hinn heimsþekkti Noel Coward. Leikur þessi er kallaður gamanleikur, og er það, en í- vafið er þó alvöruþrunginn undirtónn. Þetta er 4. verk- efni hins unga félags á öðru leikári, og tvímælalaust stærsta, og um margt örðug- astá viðfangsefni félagsins. En undir stjórn hins vel- þekkta leikstjóra Haraldar Björnssonar, og fyrir árvekni og mikinn vilja skilaði félag- ið þessu verkefni á leiksvið, með þeim sóma, sem verðugt er að dást að og þakka fé- laginu. Hlutverkaskipun var þessi: Edith hina dulrænu vinnu- konu, leikur frú Kristín Helga dóttir. Frúin skilaði hlutverk- inu með sóma og sýndi fvlli- lega í síðasta þætti að hún muni fær um ag gera stærra hlutverki sómasamleg skil. Ruth er leikin af frú Erlu Ja- kobsdóttir. Hún er lítið vön leik, og ekki haft með hönd- um fyrr stórt hlutverk. En frúnni skilaði hún svo að telj- ast má að hún hafi unnið stór an leiksigur. Mann frú Ruthar, Charles, leikur Axel Magnússon. Hann er áður að góðu kunnur aust- anfjalls m. a. úr Jóni bónda í „Gullna hliðinu". Hann brást heldur ekki að þessu sinni, og er hlutverkið þó erfitt, m. a. fyrir þá sök að hann er alltaf á sviðinu allan leikinn til esjda. ” Elvíu hina framliðnu fyrri konu Charlesar leikur fröken Elín Arnaldsdóttir. Elín er leikfélagsins örugg- asta leikkona, og sýndi það nú að hún er söm við sig, hlut- verkið er þó um margt erfitt, enda er þarna um „anda“ a3 ræða, sem fyrir slysni lendir aftur inn í þessa veröld. En Elínu tókst að sýna það sem í hlutverkinu býr, og sýndi enn að hún er vaxandi leikkona. Doktor Bradman leikur Sverrir Guðmundsson, lítið hlutverk, og ekki viðamikið í fljótu bragði en gegnir þó að sjálfsögðu sínum nauðsynlega tilgangi í leiknum. Sverrir fór svo með sitt hlutverk, að honum var sómi að, enda er hann nokkuð reyndur á sviði bæði austan fjalls og vestan. Frú Bradman lék frú Lovísa Þórðardóttir. Frú Bradman er einföld og hrekklaus sál frá hendi höfundar, og skorti ekki á að frú Lovísu tækist að ná fram því sem til er ætlast af frú Bradman. Madömu Arcati lék frú Ólöf Österby. Frú Österby er velþekkt á leiksviði hér aust- an heiðar, m. a. úr „Kerlingu Jóns“ í „Gullna hliðinu“. Madama Arcati er erfitt hlutverk og krefst átaka og Framhald á 10. síðu. Plöntusafn fyrir TOGOLAND í Afríku verður sjálfstsett lýðveldi um þessar mundir. Forsætisráðherra, Ól- afi Thors, hefur verið boðið að vera viðstaddi'jr hátíðahöld í . sambandi við lýðveldisstofnun- ina 25.—28. þ.m., sem hann hef- . ur eigi getað komið við að þiggja. IJefur hann sent svofelldar árnaðaróskir í símskeyti til for- ’ sætisráðherra hins nýja lýð- veldis: ,,Mér er það hei'ður og ánægja að senda yður, herra forsætis- ráðherra, og þjóð yðar alúðar- kveðjur og árnaðaróskir ís- lenzku ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnarinnar allrar í tilefni lýðveldisstofnunar í Togolandi. Aðeins hin mikla fjarlægð milli landa okkar og óvenju miklar embættisannir hindra mig í því að sækja heim land yðar og flytja persónulega heillaóskir hins unga íslenzka lýðveldis.“ FÉLAG íslenzkra iðnrekenda fór þess á leit við Iðnaðarmála- stofnun íslands á sl. ári, að stofnunin hlutaðist til um, að hingaðAtil lands yrði fenginn sérfræðingur til að gera athug- anir á þörfum iðnaðarins fyrir rannsóknarstarfsemi; IMSÍ hrást vel við málaleitan þessari og 3. apríl kom hingað Sví- inn G. E. Ljungberg frá Svu- þjóð, fyrir milligöngu tækni- aðstoðar Bandaríkjastjórnar. Hr Ljungberg hefur víðtæka menntun og reynslu í rann- sóknamálum, auk þess sem hann hefur gegnt ýmsum mikil- vægum störfum á þessu svúði í Svíþjóð. Hann er verkfræðing- ur, en hefur auk þess hlotið sérmenntun f eðlis- og efna- fræði og skyldum greinum og starfar nú sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri við Ingeniörsvet- • enskapsakademien í Stokk- hólmi. Hérlendis hefur Ljungberg kynnt sér opinberar rannsókna- stofnanir og rannsóknastörf ýmissa iðnfyrirtækja, auk þess STEINDÓR steindórs- SON, yfirkennari við Mennta- skólann á Akureyri, bauð fyr- ir skömmu Akureyrarbæ plöntusafn sitt til kaups. Plöntusafn þetta mun vera eift fullkomnasta safn ísl. plantna, sem nú er til í land- inu. í safninu eru nær allar teg. ísl. plantna ásamt afbrigðum af þeim. Einniig eru í safninu nokkrar erlendar plöntur, og plöntur er Steindór safnaði á Jan Mayen í stuttri ferð, sem hann fór þangað. Safn þetta er drjúgur þáttur af rannsóknar- starfi hans sl. 30 ár. Steindór hefur boðið Akur- eyrarbæ safnið fyrir J5 krón- ur. Það skilyrði fylgir sölunni að seljandinn hafi aðgang að Gafninu meðan hann dvelur á Akureyri, enda skuldbindur hann sig að láta safninu í té sem hann hefur skoðað verk- smiðjur og rætt við forstjóra þeirra til að kynnast aðstæðum ið'naðarins hér á landi í þessu efni. í gærdag hélt hann fyrirlestur á sameiginlegum fundi Félags ísl. iðnrekenda og Verkfræðingafélags íslands um rannsóknarmál. Á fundi með blaðamönnum í gær sagði G.E. Ljundberg m.a., að á sviði tækni- og verkfræði- menntunar væri greinilega of fáir með sérþekkingu, sem krefst styttri námstíma en venjan er um íslenzka verk- fræði. Tilraunastarfsemina kvað hann lofa góðu. Hann kvaðst álíta, að íslenzk fyrirtæki þörfnuðust fyrst og fremst þekkingar á hinni skipu- lagslegu hlið rekstursins, þ.e. verkskipulagningu, meðferð hráefna og almennra athugana á vinnuaðferðum. Slíkt myndi gefa meiri og betri framleiðslu- vöru og gera vinnuna auðveld- ari. Samvinna við erlendar stofnanir og fyrirtæki telur Ljungberg mikilvæga fyrir plöntur, er hann safni fram- vegis. _ Einnig mun Steindór yfirfara safnið árlega og fylgjast með því á líkan hátt og hann hefur igert frá því að hann hóf söfnunna. Nú hefur bæjarstjórn Akur- .eyrar endanlega samþykkt kaupin á safninu, og hefur þá Náttúru'gripasafn Akurleyrar eignast, eins og fyrr segir, eitt mekilegasta — og fullkomm asta plöntusafn á íslandi. Aðalfundur Alþýðflokks- fél. Akureyrar AKUREYRI, 22. apríl. Aðal- fundur Alþýðuflokksfélags Ak- ureyrar var haldinn 6. þ.m. Frá- farandi formaður, Þorsteinn Svanlaugsson, setti fundinn og stjórnaði honum. í upphafi fundarins Voru teknir inn nokkr ir nýir félagar, en að því búnu fóru fram venjuleg aðalfundar- störf. 'S'tjórn og trúnaðarráð félags- ins var endurkjörin, en stjórn- ina skipa: Þorsteinn Svanlaugs- son formaður, Torfi Vilhjálms- son varaformaður, Þorvaldur Jónsson ritari, Stefán Snæ- björnsson gjaldkeri og Bragi Sigurjónsson meðstjórnandi. — G.St. — mörg íslenzk fyrirtæki, enda séu frámleiddar hér af smáfyr- irtækjum vörur, sem erlendis eru framleiddar af stórfyrir- tækjum með mörg þúsund starfsmönnum. Ljungberg mun semja skýrslu —um ástandið hér, eins og það kom honum fyrir sjónir. Einn- ig mun hann ræða við atvinnu- málanefnd, sem hefur í smíðum frumvarp um endurskipulagn- ingu Rannsóknarráðs ríkisins. MYNDIN var tekin á blaðamannafundinum í fyrradag. Talið frá vinstri: Helgi Ólafsson, hagfræð- ingur, Sveinn Björnsson, verkfræðingur, fram- kvæmdastjóri F.Í.I., G. E. Ljundberg og frú, Gunnar J. Friðriksson, varaformaður F.Í.I. Skipulaginu Álþýðublátiið — 28. aþril 1960 * J3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.