Fréttablaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS Heldur þú að Vinstri-grænir gangi til liðs við R-listann? Já. Ég tel hins vegar að það skipti ekki máli hvaða flokkar eru við stjórn þar sem svo virðist sem að þegar hægri stjórn tekur við af vinstri stjórn eða öfugt, þá brýtur sú stjórn sem tekur við niður allt starf fyrri stjórnar. Ég tel því að það eigi að lengja kjörtímabilið í átta ár. Hinrik Auðunsson er 32 ára Reykvíkingur. Hann hefur unnið í söluturninum Svarta svaninum í 17 ár. Hann segist vera mikið borgarbarn enda hafi hann búið í höfuðborginni alla sína ævi. Góðar fréttir fyrir íslenska netheima? Fleiri tákn leyfð í netslóðir new york. ap .Enska er aðaltungumál netsins og ekki er hægt að skrá nöfn sem rituð eru með séríslenskum stöf- um sem netslóðir. Bandaríska fyrir- tækið VeriSign sem ræður meðal annars yfir skráningu á netslóðum sem enda á ,,.com,“ ,,.net,“ og ,,.org,“ gæti bætt úr þessu áður en langt um líður. Fyrirtækið hefur nú hafið skráningu á yfir 180 tungumálum í Asíu og hyggur á enn fleiri á næst- unni. Ef að líkum lætur munu þeir sem tala Hindu eða Tælensku því eiga þess kost að kalla aðsetur sín á netinu réttum nöfnum og nota til þess viðeigandi tákn. Ekki kemur fram hvort eða hvenær íslenska bætist í þennan hóp. ■ SKIPSTJÓRI USS GREENEVILLE „Skoðar mörg góð atvinnutilboð," segir lögfræðingur hans Japan-Bandaríkin Kafbátaskip- stjórinn hættir honolulu. ap Skipstjóra kafbátsins sem sökkti japanska skólaskipinu í mars sl. verður ekki refsað að öðru leyti en því að hann verður leystur frá störfum fyrir bandaríska sjóherinn. Ákvörðun- in hefur valdið nokkurri hneykslun í Japan. Waddle, sem hefur lýst því yfir að hann beri fulla ábyrgð á slysinu og beðist afsökunar, hyggst fara til Japan til að hitta fjölskyldur þeirra níu sem létust í slysinu. Lögræðingur Waddle segir að kafbátastjórinn fyrrverandi sé einnig að skoða nokkur „mjög góð atvinnutilboð." ■ 1 ERLENT | Atta af sextán indverskum her- mönnum, sem voru drepnir í rimmu við landamæri Bangladesh nýlega, voru pyntaðir gróflega áður en þeir voru drepnir. „Þetta er óhugnanlegt fjöldamorð," er haft eftir Kamal Pandey, innanríkisráð- herra Bangladesh. Hann sagði morð- in væru á ábyrgð hermannanna sem hlut áttu að máli. | LÖGREGLUFRÉTTIR j Ráðist var á ellefu ára gamlan dreng í skólabíl í Mosfellsbæ fyr- ir klukkan tta í morgun. Drengurinn vankaðist og meiddist í andliti og var kallað á lögreglu og sjúkrabíl. Dreng- urinn var fluttur á siysadeild til frek- ari skoðunar, en lil ryskinga kom milli tveggja drengja vegna sæta- skipunar með þessum afleiðingum. 6 FRÉTTABLAÐIÐ 25. apríl 2001 IVIIÐVIKUPAGUR Rannsókn á músum Rtuforðinn óþarfur new york Genabreyttar tilraunamýs sem eru mun grennri en venjulegar mýs geta borðað allt að helmingi meira án þess að fitna, að því er HealthScout fréttastofan greinir frá. Vísindamönnum í Texas hefur tekist að fjarlægja úr dýrunum gen sem býr til efni sem stjórnar því hvernig fita breytist í orku. Telja þeir að nið- urstaðan geti leitt til þess að hægt verði í framtíðinni að búa til lyf til að stjórna virkni sama efnis í mönnum. Vísindamennirnir benda á að á með- an flest megrunarlyf virki einungis í takmarkaðan tíma gæti hin nýja leið MÝS SEM BREYTA EKKI FITU í ORKU Hollt mataræði er þó enn besta megrunaraðferðin. gefið fólki færi á að „núllstilla" fitu- forða sinn til frambúðar. Besta vörn- in gegn offitu sé enn að borða skyn- samlega og hreyfa sig en vandamálið sé víða komið á of alvarlegt stig til þess að slíkt dugi til. Búast þeir við að sjá uppgötvun sína þróast enn frekar. ■ paris. ap Air France og British Airways sem saman standa að rannsókn á or- sökum Concord slyssins í júlí á síð- asta ári vonast til þess að vélarnar fari í loftið á ný seinna á þessu ári. Samgönguráðherra Frakka, Jean- Claude Gayssot, var á sama máli en gat ekki gefið nákvæma dagsetningu. Rannsóknaraðilarnir telja flest benda til þess að eitt af dekkjum vél- arinnar hafi skorist í sundur þegar það fór yfir málmbút á flugbrautinni með þeim afleiðingum að hluti þess þeyttist upp í eldsneytistank vélar- innar og kom af stað leka sem olli sprengipgunni. Rannsóknin sem hefur staðið síðan slysið varð hefur nú borið þann ár- angur að ný tegund dekkja frá Michelin sem talin eru henta vélunum betur vei’ða reynd. Binda flugfélögin vonir við að við- komandi flugmálayfirvöld gefi grænt ljós á farþegaflug þegar reynsla verður komin á nýju dekkin. Concord flotinn sem telur nú 12 vélar gæti því hafið sig á loft innan tíðar og haldið áfram að flytja fólk milli Evr- ópu og Bandaríkjanna. ■ Spjótin beinast enn að dekkjunum Concord aftur á loft VIUA BÚA NÁLÆGT VINNUNNI. Rúmlega 70 starfsmenn Marels eru reiðubúnir að flytja nær fyrirtækinu ef hagstæð tilboð berast. Starfsmenn Marels vilja fly tj a með fy rirtækinu Starfsmenn Marels hafa sent bæjarstjórnum Garðabæjar, Hafnaríjarðar og Kópavogs erindi og beðið um tilboð í byggingalóðir. Engin svör hafa enn borist. húsnæðismál Starfsmannafélag Mar- els hefur sent bæjarstjórnum Garða- bæjar, Hafnarfjarðar og Kópavogs erindi og óskað eftir tilboðum í lóðir undir íbúðarhúsnæði fyrir starfs- menn fyrirtækisins. Bygging nýs skrifstofu- og framleiðsluhúsnæðis Marels í Garðabæ hefst í þessum mánuði og á að ljúka á 15 mánuðum. Starfsmannafélagið stóð fyrir könnun meðal starfsmanna og hafa rúmlega 70 þeirra áhuga á að flytja sig með fyrirtækinu. Helgi Már Gunnarsson, fulltrúi starfsmanna, segir að engin viðbrögð hafi enn borist frá bæjarstjórnunum enda sé stuttur tími liðinn frá því erindið var sent. „Við ætlum að gefa þessu mán- uð áður en við förum að ítreka þetta eitthvað," segir Helgi. „Erindið var lagt fram í bæjarráði Hafnarfjarðar, það er í skoðun og verður svarað í þessari viku eða þeir- ri næstu,“ segir Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, þegar Fréttablaðið spurði hvort búið væri að taka afstöðu til erindis starfs- manna Marels. Helgi segir að starfsmennirnir sjálfir hafi haft frumkvæðið að þessu. „Það var verið að spá í hvort starfsmenn gætu í krafti fjöldans fengið Ióðir á hagstæðari verðum og í framhaldi af því ná niður byggingar- kostnaði," segir Helgi. Ekkert bygg- ingarfélag hefur verið stofnað til að koma fram fyrir hönd starfsmanna og mun hver og einn byggja fyrir sig. Ekki hefur verið ákveðið hvort Marel komi sjálft inn í þessa fyrir- ætlan með beinum hætti, en Helgi segi að stjórnendur þess séu hlynntir þessu framtaki og finnist það mjög spennandi. Ársskýrsla CATO: ísland í 15. sæti á lista yfir frelsi í efnahagsmálum efnahacsmál. íbúar Hong Kong búa við frjálsasta hagkerfi heims sam- kvæmt ársskýrslu CATO stofnunar- innar í Bandaríkjunum um efnahags- legt frelsi þjóða. Stofnunin gefur reglulega út skýrslu þar sem lönd eru flokkuð og þeim gefin einkunn eftir því hvernig umgjörð efnahagslífinu er búið og réttaröryggi borgaranna er háttað. Samkvæmt skýrslu CATO í ár, sem kom út í þessum mánuði, er ís- land í 15. sæti árið 1999 af 123 þjóðum. Landið var í 18. sæti árið 1995 og 22. sætil990. f skýrslunni segir að litið er til sömu þátta í hver- ju landi eins og frelsi borgaranna, skilgreining og varðveisla eignar- réttar og frelsi í viðskíptum. Sam- kvæmt skýrsl- unni búa einstak- lingarnir við efna- hagslegt frelsi að tveimur skilyrð- um uppfylltum; eignarréttur þeir- ra er tryggur og þeir hafa val um að nota, selja eða gefa eignir sínar til annarra svo fremur sem at- hafnir þeirra skaði ekki sömu réttindi annarra. Bent er á í skýrslunni að enginn mælikvarði af þessu tagi er fullkom- inn en hann geti samt gefið vísbend- ingar um þróun hagkerfa víðsvegar um heiminn. Hagfræðistofnun Há- skóla íslands sá um gagnaöflun fyrir skýrsluna á íslandi. ■ 1 HEILSA | ~ New York, AP Vísindamenn við Harvard telja sig hafa fundið gen sem stjórnar því hvernig fólk finnur sætubragð. Að þeirra sögn gæti uppgötvunin til dæmis leitt til betri sykurlausra sætuefna og skilnings á því hvers vegna fólk sækir mismikið í sætindi. bjorgvin@frettabladid.is Israelsmenn útiloka ekki upptöku friðarviðræðna FRJÁLSU STU HAGKERFIN Samkvæmt skýrslu CATO um efnahagslegt frelsi Hong Kong 9.4 Singapúr 9.3 Nýja Sjáland 8.9 Bretland 8.8 Bandaríkin 8.7 Ástralia 8.5 írland Sviss 8.5 Lúxembúrg 8.4 Holland 8.4 Argentína 8.3 Bólivía 8.3 Kanada 8.2 Fínnland 8.1 Austuriki 8.0 Chile 8.0 Danmörk 8.0 Þýskaland 8.0 fsland 8,0 Palestínskur drengur skotinn til bana gaza. ap Leiðtogi hryðjuverkasam- takanna Hisbollah í Líbanon hótaði ísraelsmönnum í gær fleiri óvænt- um árásum í kjölfar skotárásar á palestínska jarðarför á mánudag þar sem tólf ára drengur féll í val- inn og ellefu aðrir særðust. Sjónar- vottar sögðu að skotin hefðu komið frá nálægu hverfi ísraelsmanna sem vaktað er af ísraelsher. Sama dag sprakk einnig heimatilbúin sprengja á götu í byggð ísraels- manna, Or Yehuda. Fjórir særðust lítillega. Samkvæmt lögreglu á staðnum var sprengjunni að líkind- um komið fyrir af palestínskum skæruliðum. Þá hefur íslamski skæruliðahópurinn Hamas lýst ábyrgð á hendur sér vegna sjálfs- morðsárásinnar nálægt Tel Aviv á sunnudag. Auk tilræðismannsins lést einn farþegi í nærstaddri rútu og 50 ísraelsmenn særðust. Friðarviðræðum sem ráðgert var að halda á sunnudag hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ráð- gjafar Sharon segja að enn sé mögu- leiki á viðræðum samkvæmt tillög- um Jórdana og Egypta sem vilja að samkomulagið um vopnahlé frá því í október verði virt. Haft var eftir Raanan Gissin, ráðgjafa forsætis- ráðherrans, að ísraelar vilji trygg- ingu frá Palestínumönnum um að árásirnar hætti áður en gengið verður til viðræðna. ■ SKOTIÐ Á JARÐAFÖR Palestínumenn flýja undan árás frá landnemabyggð gyðinga á Gaza AP/ELIZABETH DALZIEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.