Fréttablaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
25. apríl 2001 MIÐVIKUPAGUR
LÖCREGLUFRÉTTIRj
Isamtali við Fréttablaðið sagðist
lögreglan á Borgarnesi vera inikið
á ferðinni í umdæminu við hraða-
mælingar. Að hennar sögn hefur
hraði lækkað í kjölfarið, en lögregl-
an hafði orðið vör við að menn ækju
hraðar með hækkandi sól og sumar-
dekkjum.
—♦—
Drengurinn sem varð fyrir bíl á
Akureyri í gær var ekki alvar-
lega slasaður og fékk fljótt að fara
heim að lokinni læknisskoðun á
bráðamóttöku sjúkrahúss Akureyr-
ar. „Þetta fór betur en leit út í byrj-
un,“ sagði lögreglan.
Umbótasinninn Koizumi næsti forsætisráðhen-a Japans
Áfall fyrir elítuna
TOKYO.AP. Umbótasinninn Junichiro
Koizumi var kosinn formaður Frjáls-
lynda lýðræðisflokksins í gær. Sigur
hans þykir gefa vísbendingu um það
að Japanir séu að fá sig fullsadda af
valdastéttinni í japanskri pólitík en
Koizumi sigraði fyrrum forsætisráð-
herra Japans, Ryutaro Hashimoto ör-
ugglega. Koizumi tekur við embætt-
inu af forsætisráðherranum, Yoshiro
Mori, og mun líklega verða sam-
þykktur sem arftaki hans í því starfi
n.k. fimmtudag. „Ég lofaði að breyta
flokknum og að breyta Japan, og sem
betur fer, voru margir flokksfélagar
mér sammála um að breytinga væri
þörf,“ sagði Koizumi eftir að sigur
hans var vís. Hann hlaut 298 atkvæði,
Hashimoto hlaut 155 atkvæði og
þriðji frambjóðandinn, viðskiptaráð-
herrann, Taro Aso, rak lestina og
fékk aðeins 31 atkvæði flokksfélaga
sinna. Koizumi er fyrrverandi heil-
brigðisráðherra Japans og hefur
barist fyrir umbótum á efnahagslífi
og stjórnkerfi Japans, þ.á.m. einka-
væðingu á hinu umfangsmikla póst-
kerfi Japans. ■
SIGRI FAGNAÐ
Koizumi er þekktur fyrir mælsku sína
ERLENT
Verið er að loka bresku FFH-skrif-
stofunni þar sem geimverur virð-
ast farnar að forðast jörðina. Skrif-
stofan hefur skráð frásagnir af fljúg-
andi furðuhlutum í hálfa öld. Félagi,
sem að skrifstofunni stendur, hafði
eitt sinn 1.500 manns á skrá víðsveg-
ar um heiminn og bárust skirfstof-
unni 30 tilkynningar á viku um fljúg-
andi furðuhluti, hið minnsta. Þetta er
liðin tíð, að því er kemur fram í
Times. „Ég er alveg jafn áhugasamur
um fljúgandi furðuhluti og alltaf, en
vandamálið er að nú stendur yfir
afar langdregin fréttaþurrð," sagði
hinn sjötugi Denis Plunkett í samtali
við blaðið. Hann stofnaði skrifstofuna
árið 1953 í félagi við sálugan föður
sinn. Hann telur hugsanlegt að eðli-
legar skýringar sé að finna á því að
tilvikum, þar sem sést til fljjúgandi
furðuhluta, hefur fækkað.
Stórfyrirtækin Ericsson og Sony til-
kynntu í gærmorgun um samein-
ingu farsímasviða fyrirtækjanna í
nýju fyrirtæki sem verður í helmings
eigu hvors aðila um sig. Nýja fyrir-
tækið, Sony-Ericsson Mobile Comm-
unication, verður með höfuðstöðvar í
London og mun hefja starfsemi 1.
október næstkomandi. Starfsmenn
þess verða 3.500 víðsvegar um ver-
öldina. Hugmyndin er að sameina
sérþekkingu Ericsson á farsímum og
Sony á raftækjamarkaði og verður
hlutverk fyrirtækisins að sjá um
rannsóknir og þróun, hönnun, fram-
leiðslu markaðssetningu og dreifingu
farsíma. Á dögunum tilkynnti Erics-
son um mjög versnandi afkomu fyrir-
tækisins og væntanlegar uppsagnir
13.000 starfsmanna. Á sama tíma
skánaði afkoma helsta keppinautar-
ins, Nokia.
moGEsronE
Dekkin frá Bridgestone, sem þér bjóðast undir
bílinn þinn, eru byggð á sömu formúlu og dekkin
undir kappakstursbílum meistaranna í Formúlu 1.
Líttu við á næsta alvöru dekkjaverkstæði og fáðu
þér meistaradekk undir bílinn þinn.
JlllUUESTUIIE
-DEKKAR ALLAR AÐSTÆÐUR
BRÆÐURNIR
IðOKMSSÖK
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
Söluaðilar
mu5v>p
Þjónustumiðstöð
vlð Vegmúla
s/mi 553 0440
SMUR & DEKKJAÞJÓNUSTA
BREIDHOLTS
Jafnaseli 6 • sfmi 587 4700
KEPPNISBÍLAR
Kleppsmýrarvegi
sími 588-6531
GfSLI
STEFÁN
JÓNSSON
Dalbraut 20
Akranesi
sfmi 431-3480
BHS,
Allt á einum stað
■jj'iJUJb JJIJj'Já
ÍHÍW
tatiBl 4, tfal 56i isil
Austurvegi 69, Selfossi
RÍS MIÐASALA HÉR?
Gjaldtaka í þjóðgörðum er ein þeirra tillagna sem OECD gerir til íslenskra stjórnvalda.
Aðgangseyrir að
þjóðgörðum?
þióðcarðar Aðgangseyrir að ferða-
mannastöðum er leið í umhverfis-
stjórnun að mati OECD. Siv Friðleifs-
dóttir jákvæð fyrir gjaldtöku. Upp-
bygging ferðaþjónustunnar kallar á
meira fjármagn.
Joke Waller-Hunter, yfirmaður
umhverfisdeildar Efnahags- og fram-
farastofnunar Evrópu (OECD), kyn-
nti nýútkomna skýrslu um þróun um-
hverfismála á íslandi í gær. í skýrsl-
unni eru lagt til að íslensk stjórnvöld
noti efnahagslegar úrlausnir við
stjórnun umhverfismála eins og
skattkerfið, gjaldtöku fyrir þjónustu
og niðurgreiðslur.
„Ein tillagan, sem viðkemur
ferðamannaþjónustu, er að taka gjald
af gestum þjóðgarða," sagði Waller-
Hunter þegar Fréttablaðið spurði
hvaða leiðir hún mælti með til að ná
markmiðum í stjórnun umhverfis-
mála.
Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráð-
herra, sagði að það vantaði mikið
fjármagn í friðlýst svæði, þjóðgarða
Grétar Mar Jónsson
um sjómannadeiluna:
Allt er pikkfast
verkfall. Það er ekkert að gerast.
Það var fundur í gær, þriðjudag, og
það gerðist ekkert. Það er allt pikk-
fast og allt er við það sama, því mið-
ur. Ég get ekki verið bjartsýnn,"
sagði Grétar Mar Jónsson, forseti
Farmanna- og fiskimannasambands
íslands, að ioknum fundi hjá ríkis-
sáttasemjara í gær.
Ríkissáttasemjari sleit fundi eftir
að samninganefndir höfðu verið í
húsinu í nokkrar klukkustundir án
þess að ræðast við.
og uppbyggingu á fjölsóttum ferða-
mannasvæðum. Búið er að margfalda
framlög til þessara mála á síðasta ári
og þessu en meiri peninga vantar eigi
að síður.
„Ekki hefur verið ákveðið að taka
það skref en það kemur mjög vel'til
greina í framtíðinni ,“ sagði Siv að-
spurð um hvort stjórnvöld hafi í hyg-
gju að taka upp gjald fyrir aðgang að
þjóðgörðum á íslandi. Siv sagði al-
mennt vilja að þeir sem nýta ein-
hverra gæða greiði fyrir það en ekki
hafi náðst samstaða við aðila í ferða-
mannaþjónustu að taka upp slíkar
greiðslur.
Siv segir að stóraukinn straumur
ferðamanna hafi kallað á meiri upp-
byggingu svo umhverfið hljóti ekki
skaða af. Byggja þarf upp aðstöðu,
leggja göngustíga og merkja helstu
kennileiti og leiðir. Til að standa und-
ir kostnaði við þessar framkvæmdir
sagðist Siv vera mjög jákvæð að
skoða aðgangseyri að ferðamanna-
stöðum. ■