Fréttablaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 12
12 25. apríl 2001 IVIIÐVIKUPAGUR Of lítill og grannur ventill settur í hreyfil flugvélar Aminning fyrir mistök flugörycci Flugmenn lítillar flugvél- ar urðu varir við titring í hreyfli flug- vélar í aðflugi að Reykjavíkurflug- velli og létu yfirfara vélina eftir lend- ingu. I Ijós kom að ventill, sem hafði verið settur í vélinna, var bæði of stuttur og grannur. Samkvæmt við- haldsdagbók vélarinnar hafði flug- verkstæði Guðjóns V. Sigurgeirsson- ar séð um viðhald vélarinnar á þeim tíma sem skipt var um ventil. Heimir Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir að verið sé að rannsaka viðhaldssögu mótorsins. Búið er að líta á hreyfilinn og segir Heimir að þessi ventill hafi verið orsök bilunarinnar. Hann vildi ekki staðfesta að verkstæði Guðjóns hefði séð um viðhaldið á umræddum tíma. Heimir telur að um mannleg mis- stök hafi verið að ræða. Flugmála- stjórn hefur eftirlit með flugverk- stæðum á sinni könnu og veitir leyfi til viðhalds véla. Hann segir að við svona atvik séu menn áminntir en líklegt sé að ekki komi til leyfis- sviptingar. ■ Verðmyndun á grænmeti SVÞ ekki í starfshópi ráðherra verslun Samtök verslunar og þjón- ustu sendu landbúnaðarráðherra bréf í gær þar sem mótmælt var að sam- tökin eigi ekki fulltrúa í starfshópi sem fjallar um verðmyndun á græn- meti. Forsvarsmenn samtakanna telja eðlilegt að rekstraraðilar versl- ana á íslandi komi að þessu máli. Til að leggja áherslur stefnu SVÞ hefur verið lögð fram aðgerðaráætlun í fimm liðum til að laga verðmyndun- arkerfi á grænmeti. Að sögn Sigurðar Jónssonar, framkvæmdarstjóra SVÞ, er fyrsti liðurinn mikilvægastur og forsenda fyrir því að hin atriðin nái fram að ganga. Þar segir að til úrbóta þurfi að afnema öll gjöld og viðskiptahindran- ir sem nú eru í gildi og stuðli þannig að lægra vöruverði og heilbrigðari samkeppni. Þetta á einnig við um inn- flutning á afskornum blómum. ■ AÐGERÐAÁÆTLUN SVÞ Sigurður Jónsson hjá SVÞ segist tilbúinn að aðstoða landbúnaðarráðuneytið á allan hátt við að gera kerfið gagnsætt og benda á leiðir til úrbóta. Skýrsla OECD jákvæð Minnkið út- blástur flotans umhverfismál ísland fær jákvæða um- sögn í skýrslu OECD um umhverfis- mál. Samspil hagrænna þátta og nátt- úruverndar nauðsyniegt. Fiskveiði- kerfi íslendinga stuðlar að verndun og hagkvæmri nýtingu auðlindarinnar. Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra, kynnti nýja skýrslu OECD um stöðu umhverfismála á íslandi í gær. Skýrslan gefur umhverfismálum á ís- landi jákvæða umsögn en leggur til nokkrar leiðir til frekari framfara í umhverfisstjórnun. OECD hefur í auknum mæli ein- blínt á hagrænar aðferðir til að ná fram markmiðum í verndun náttúrunn- ar og umhverfismálum. Fiskveiðikerfi íslendinga er dæmi um slíkt hagstjórn- artæki þar sem saman fer verndun auðlindarinnar og hagkvæm nýting. í skýrslunni segir að auk sjávarútvegs sé stefna stjórnvalda varðandi vatns- nýtingu heimila og fyrirtækja, stöðvun jarðvegseyðingar og þróun ferðaþjón- ustu með tilliti til náttúruverndar í ágætum farvegi. Lögð er áhersla á að farið sé eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar um heildarafia og strangt fyrirkomulag um hámarksafla verði viðhaldið. Veik- leikar fiskveiðistjórnunarkerfisins eru, að mati OECD, að smábátar undir 6 tonnum séu ekki innan aflamarks- kerfisins. Þetta er talið draga úr hag- kvæmni kvótakerfisins og lagt er til að allir fiskibátar verði settir undir afla- mark. Stjórnvöld eru hvatt til að kanna betur áhrif fiskveiða á vistkerfi sjávar og áhrif m.a. á sjávarspendýr. Bent er á að lítið hefur verið gert til að sporna gegn útblástursmengun fiskiskipa sem hafi aukist um 40% síðasta áratuginn. Hvatt er til að mengunarmálum flotans verði veitt meiri athygli í framtíðinni. { skýrslunni er fjallað um samspil umhverfismála, stefnu stjórnvalda og félagslegra þátta. Sagt er að fiskveiði- stjórnunarkerfið hafi stuðlað að sölu kvóta, vinnsla er ekki eins staðbundin og hátt hlutfall erlends vinnuafls hafi skorið á tengsl sjávarútvegs og byggð- arlaga. Alþjóðlegar skuldbindingar eru við- unandi segir í skýrslunni og ísland hef- ur tekið margar tilskipanir Evrópu- sambandsins upp í íslenskri löggjöf undanfarinn áratug. Frekara átaks er þó þörf varðandi framkvæmd þessara skuldbindinga. ■ Islendingar verða að gefa útlendingum tæki * C ♦ í ( Liæn Godson Unyema Anuforo flutti til íslands frá Nígeríu 1999. Hann er endurskoðandi að mennt, með mikla starfsreynslu. Hann hélt að yrði auðvelt að fá vinnu á íslandi. MANNftUÐUR „Mér finnst þekkingu minni vera kastað á glæ núna,“ seg- ir Godson Unyema Anuforo. „Eg myndi vilja leggja miklu meira til þjóðfélagsins en ég geri.“ Það er ekki að ástæðulausu að Godson tek- ur svo til orða. Hann er menntaður endurskoðandi sem fluttist frá Ní- geríu til íslands árið 1999 ásamt ís- lenskri eiginkonu sinni. Þar höfðu þau búið í 21 ár og hefur Godson unnið við enduskoðun, skipulags- tjórnum og umsjón með aðföngum þar í landi. í dag vinnur hann við ræstingar. Fyrst eftir að hann kom til lands- ins þá vann hann í fiski. „Ég hélt að það yrði auðvelt að fá vinnu hér á landi. En annað hefur komið á dag- inn.“ Godson hefur sótt um ótal störf, en alltaf verið hafnað. Stein- inn tók úr að hans mati þegar hann svaraði auglýsingu fyrirtækis sem birt var á ensku. Reynslan sem fal- ast var eftir var nákvæmlega sú sem Godson hefur og vonaðist hann til þess að umsókn bæri árangur. „Ég var í sambandi við atvinnu- miðlun og var starfsmaður hennar mjög jákvæður." Það leið og beið og eftir margar vikur fékk Godson að vita að hann myndi ekki hreppa störfin sem í boði væru. „Ég gafst hálfpartinn upp eftir þetta en ætla að hefjast handa á nýjan leik nú í sumar.“ Godson vill ólmur að starfskraft- ar sínir nýtist betur og ætlar að reyna til þrautar að fá vinnu sem tengist, þó ekki væri nema að litlu leyti, starfsreynslu og menntun hans. „íslendingar verða að gefa út- lendingum tækifæri, þeir segjast ekki vera haldnir kynþáttafordóm- um, en hvers vegna þá ekki að sýna að það sé raunin?" Hræðslan við hið GODSON UNYEIMA ANUFORO Finnst þekkingu sinni vera kastað á glæ. óþekkta er að mati Godson hluti skýringar tregðu íslendinga til að ráða útlendinga í vinnu og í hans til- felli telur hann að það spili inn í að hann er blökkumaður. „Ég þekki nær enga svertingja í góðum stöð- um á íslandi, auðvitað hefur það áhrif.“ En Godson ber ekki bara sinn hag fyrir brjósti, hann er formaður félags Nígeríumanna á íslandi. „Ég vil hjálpa þeim til að aðlagast þjóð- félaginu og vil líka að við séum góð- ir sendiherrar okkar lands,“ segir Godson sem sjálfur hefur farið í grunnskóla í Reykjavík og kynnt menningu heimalandsins. ■ Félagsmálastjóri um þjónustusamninga við Geðhjálp r Urbætur eða rifting velferðaþjónusta Þjónustusamningi við Geðhjálp verður rift verði honum ekki fylgt betur að sögn Láru Björns- dóttur félagsmálastjóra í Reykjavík, m.a. í tilefni af frásögnum Frétta- blaðsins af vanefndum samninganna við ríki og borg. Lára sagði í viðtali við RÚV að fyrri úttektir hefðu ekki leitt neitt óeðlilegt í ljós, en á sl. ári hefðu komið fram vankantar sem hefðu leitt til nýrrar út- tektar, og bréfs til stjórr.ar Geðhjálpar um úrbætur. Meðal annars voru gerð- ar athugasemdir við lélegt húsnæði og við að hluti starfsmanna fengi greitt fyrir önnur störf en þjónustusamning- urinn gerði ráð fyrir, þeas umönnun og liðsinni við 35 geðfatlaða skjólstæð- inga Geðhjálpar. Geðhjálp fær 40 milljónir króna frá ríki og borg vegna tveggja samninga. Lofað hefði verið úrbótum í febrúarbyrjun, en stjórnin beðið um tíma þar til ný stjórn hefði verið kosin. Nú þremur mánuðum síð- an er enn stjórnarlaust í Geðhjálp en úr því fæst væntanlegsa bætt á aðal- fundi nk. laugardag. ■ Meðan verið er að eyða hnökrum á dreifingu Fréttablaðið liggur FRAMMI Fréttablaðsins verður hægt að nálgast blaðið á öllum bensínstöðvum Esso á höfuðborgar- svæðinu. Á BENSÍNSTÖÐVU M Esso í framtíðinni mun blaðið liggja frammi á fyrstu bensínstöð Esso eftir að komið er inn á höfuð- borgarsvæðið, hvaðan sem komið er.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.