Fréttablaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 13
MIÐVIKUPAGUR 25. apríl 2001 FRÉTTABLAÐIÐ u Ritstjóri vefsíðu vegna kærumáls Með opið hús fyrir svín Sjaldgæft krabbamein Drengur fær geimbúning netið „Þetta er hreinlega eins og að vera með opið hús fyrir gesti sem komi vaðandi inn, segi ekki til nafns, hagi sér eins og svín og fari svo,“ segir Hlynur Þór Magnús- son, ritstjóri netútgáfu vikublaðs- ins Bæjarins besta á ísafirði, um níðskrif sem birtust á netspjallrás blaðsins og kærð hafa verið til lög- reglu eins og skýrt var frá hér í Fréttblaðinu á mánudaginn. „Mað- ur fær ekki einu sinni að vita hvað þeir heita.“ „Þegar þetta kom upp í vetur lagði ég mjög að Stebba Dan að kæra þetta og láta reyna á það. Það er ekki nokkur lífsins leið fyr- ir okkur að fá uppgefið hverjir voru að skrifa á netspjallinu," seg- ir Hlynur Þór. Hann segir að lögreglukæra sem barst á sig fyrir nokkrum vik- um út af öðru máli beinist ekki lengur gegn sér. „Enda liggur það Ijóst fyrir að það er ekki að mínum vilja að fólk var með þennan sora þarna. Allt í einu fór að safnast inn á spjallið alls konar klám og kjaftæði og svívirðingar. Við létum strax loka fyrir það og eyddum flestu út sem komið var inn,“ segir Hlynur Þór. ■ TEXfls af Hinn átta ára gamli Texas- búi Cardi Hicks hefur aldrei getað leikið sér úti í sólinni vegna sjald- gæfs húðkrabbameins sem hann hefur haft frá fæðingu. „Hann var orðinn svo pirraður að ég varð að fara með hann til sálfræðings," sagði Samatha móðir hans. Tæknin sem notuð var við gerð búningsins er sú sama og fyrir al- vöru geimfara og verndar hann Cardi gegn 99,9% af öllum útfjólu- bláum geilsum sólarinnar. „Mig langar að spila golf,“ sagði Cardi meðal annars við móður sína og vini þar sem hann var úti að leika sér. Cardi þarf að gangast undir skurðaðgerð á um þriggja mánaða fresti til að láta fjarlægja æxli. Þeg- ar hann var 14 mánaða þurfti að fjarlægja úr honum tvö heilaæxli. Læknir Cardi sagði að erfitt væri að segja til um hversu lengi hann muni lifa. ■ LOKSINS ÚT AÐ LEIKA Cardi Hicks með vinum sínum í nýja „star- wars" búningnum Grímsey og Hrísey Meirihluti mótmælir UNDIRSKRIFTflRSÖFNUN MjÖg mikill þátttaka var í undirskriftarsöfnun íbúa Grímseyjar og Hríseyjar gegn lögum um kvótasetningu á ýsu, ufsa og steinbít. Alls skrifuðu 55 af 90 íbú- um Grímseyjar sig á undirskriftar- listann og sömuleiðis meirihluti íbúa í Hrísey. Sæmundur Ólason smábáta- sjómaður í Grímsey segir að allir íbú- arnir hefðu skrifað sig á ef ekki hefðu komið til ferðalög um páska. Hann segist óttast að lítið verði um nýliðun í smábátastéttinni í eyjunni ef lögin koma til framkvæmda. Stefnt er að því að listarnir verði af- hentir sjávarútvegsráðherra í dag. ■ HEGÐUNARTRUFLANIR ER VANDI í SKÓLUM Dalbrautarskóli þjónar nemendum sem eru innlagðir á barna- og unglingageð- deild. Nýi ráðgjafarskólinn mun þjóna nemendum sem eru útskrifaðir þaðan en ekki færir um að setjast á skólabekk í al- mennum grunnskólum. Ráðgjafarskóli tekur til starfa í Reykjavík í haust: Skóli fyrir atferl- istrufluð börn skólamál Ráðgjafarskóli fyrir nem- endur með alvarlegar geð- og hegðun- artruflanir tekur til starfa í Reykjavík í haust. Gert er ráð fyrir að 15-20 nem- endur sem ekki geta stundað nám í al- mennum grunnskóla verði í skólanum en sá hópur barna sem á við geð- og hegðunartruflanir hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Ráðgjafaskólinn verður einn af grunnskólum Reykjavíkur og er markmiðið hans að gera nemendur færa um að takast á við almennt skólastarf, hegðun og samskipti og veita almennum grunnskólum ráðgjöf vegna nemenda sem stríða við geð- truflanir. ■ Búðu þig undir sumarið j SUPERSER I Gasofn 113.900 kr. þlf illinasen. VERSLUN ATHAFNAMANNSINS Grandagarði 2 | Reykjavik j Sími 580 8512 j Fax S80 8501 [ GAS ISKÁPAR SIBIR i Gas +12 V + 220 W I 55 I. 54. Gasísskápar + 220 105 1. 89.939 1501. 102.422 kr. 2101. 116.055 kr. Opið alla virka daga frá kl. 8:00-18 og laugardaga frá kl 10-14 - flLLTAF NÆG BÍLASTÆBI - m | RENO 2000 z II0.500 kr. MEPEMSA I Gasofnar ' 900 w 12.899 kr. I 1700 w 14.900 kr. ! MEPEMSA I Standur | 950 kr. I tr&ðu Láttu Ijós þitt skína uiyít r iidah HÁti VdWW.U.ul

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.