Fréttablaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 11
IVHÐVIKUDACUR 25. apríl 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
11
Samræmdum prófum lýkur á fimmtudag:
Foreldrar besta forvörnin
skólamál Unglingadrykkja við lok
samræmdra prófa hefur um árabil
verið vandamái en með samstilltu
átaki hefur tekist að draga mjög úr
henni. í Reykjavík hafa Iþrótta- og
tómstundaráð, ’ Félagsþjónustan,
Fræðslumiðstöð, Lögreglan, SAM-
FOK, Heimili-ög skóli, Samstarfs-
nefnd í afbrota- og fíkniefnavörnum
og ísland án eiturlyfja sent frá sér
fréttatilkynningu um að mörg dæmi
séu um að börn neyti áfengis í fyrs-
ta sinn við þetta tækifæri. Foreldr-
ar eru því hvattir til að verja degin-
um og kvöldinu með börnum sínum
eða hvetja þau til að fara í skipu-
lagðar ferðir. Minnt er á áfengislög
og reglur um útivistartíma ung-
menna og brýnt fyrir foreldrum að
samþykkja ekki eftirlitslaus partý
eðaýerðir.
í langflestum grunnskólum borg-
arinnar og nágrannasveitarfélögum
hafa vérið skipulagðar ferðir eftir
lok stærðfræðiprófsins á fimmtu-
daglrin7 á'nnaó hvort dagsferðir eð.a
ferðir þar sem gist er yfir nótt.
Einnig verður foreldrarölt, og
rölt starfsmanna ÍTR og Félags-
þjónustu um miðbæinn, auk mikils
eftirlits lögreglunnar en í fyrra tók
svo stór hópur þátt í þessu rölti að
nánast voru fleiri fullorðinir en
börn í bænum. ■
PRÓFATÖRN LÝKUR Á FIMMTUDAG
Nemendur 10. bekkjar grunnskóla þreyta samræmd próf þessa daga. Þessir nemendur
voru á leið í enskupróf í Hagaskóla í gærmorgun. í dag þreyta nemendur próf í dönsku og
öðrum norrænum málum og á morgun er síðasta prófið en það er í stærðfræði.
| LÖCREGLUFRÉTTIRj
AAusturlandi hafði lögreglan
góðar gætur á íbúum Reyðar-
fjarðar, sem eru sagðir keyra of
hart og ekki nógu duglegir að
spenna á sig beltin innanbæjar. Að-
stæður bjóða ekki upp á hraðakst-
ur vegna ástands vega og voru
tveir teknir innan bæjarmarka
Reyðarfjaróar á ólöglegum hraða í
gær. .
Selfosslögreglan hefur þessa
dagana sérstakar gætur á ör-
yggisbeltanotkun og öryggi barna í
bílum. í samtali við Fréttabiaöiö
sagði hún að það kæmi fyrir að
fólk spennti börn í bíistóla í frarn-
sæti bíla með loftpúðum, sem
skjótast út ef högg kemur á bílinn.
Það skapar hættu fyrir barnið og
eru dæmi af dauðsföllum erlendis
sökum þessa.
Björgun heppnaðist á Suðurskautslandinu
Réttað yfir Tobin í Rússlandi
Einnig sakaður um njósnir
Beðið færis að bjarga
lífshættulega veikum lækni
Hróarskelduhátíð
Ölvaðir
sjálfboðaliðar
ROKKHÁTÍo. Fjöldi gæslumanna á Hró-
arskelduhátíðum undanfarinna ára
staðfesta að algengt sé að gæslu-
menn neyti áfengis meðan þeir eru á
vakt. Gæslumennirnir halda því
fram að drykkja þeirra hafi verið
með vitund allra aðstandenda hátíð-
arinnar og hefði í raun verið ófram-
kvæmanleg öðruvísi. Stjórnandi há-
tíðarinna Leif Skov heldur því samt
sem áður fram að áfengisstefna há-
tíðarinnar sé ströng. Hann vill ekki
upplýsa hvort gæslumenn hátíðar-
innar í ár muni hljóta þjálfun til star-
fans eða vera launaðir en fram hefur
komið að gæslan hefur verið unnin í
sjálfboðavinnu af algeriega óþjálf-
uðu fólki. ■
voronesh. ap Réttarhöld hófust í
Rússlandi í gær yfir bandaríska há-
skólanemanum John Tobin sem sak-
aður er um fíkniefnasölu, Verði hann
fundinn sekur gæti hann mest fengið
30 ára fangelsisdóm.
Tobin var handtekinn á nætur-
klúbbi þann 26. janúar sl. fyrir að
hafa í fórum sínum lítið magn af
maríjúana en var eftir rannsókn
rússneskrar lögreglu einnig ákærður
fyrir dreifingu á efninu. Eftir að hafa
setiö nokkurn tíma í gæsluvarðhaldi
vegna málsins var Tobin einnig sak-
aður um njósnir fyrir bandarísku
leyniþjónustuna. Formleg ákæra hef-
ur þó ekki verið gefin út varðandi
það.
„Njósnamálið er búið til af yfir-
völdum í þeim tilgangi einum að
auka hitann í rnálinu," segir Maxim
Bayev, lögmaður Tobin. Rússar hafa
á undanförnum árum sakað marga
um njósnir, til dæmis fræðimenn,
umhverfisverndarsinna og frétta-
menn.
Fyrir nokkrum vikum var FBI-
maðurinn Robert Philips Hanssen
WELLiNGTON. ap. Leiðangur til að sækja
fjóra alvarlega veika menn á Suður-
skautslandið í gær tókst giftusam-
lega. Nýsjálenskri herflugvél tókst
að lenda á McMurdo-rannsóknarstöð-
inni á Suðurskautslandinu. Skilyrði
til lendingar flugvéla á Suðurskauts-
landínu eru yfirleitt afleit á þessum
tíma árs en veðurguðirnir voru
björgunarmönnum hliðhollir, nánast
heiðskír himinn og vindur hægur.
Ekki hefur enn tekist að bjarga lífs-
hættulega veikum lækni sem er á
Suður-Pólnum.
Alls fóru ellefu Bandaríkjamenn,
allt starfsmenn á McMurdo-rann-
sóknarstöðinni, til baka með vélinni
til Nýja-Sjálands. Björgunarflugvél-
in hafði aðeins klukkutíma viðdvöl á
Suðurskautslandinu og vegna frost-
hörku var hreyflum vélarinnar hald-
ið í gangi meðan vélin staldraði við.
Leiðangurinn tók í allt 15 klukku-
stundir.
„Björgunarmenn lögðu allt í söl-
urnar,“ sagði talsmaður nýsjálenska
flughersins, Darren Bentley. Að hans
sögn gekk flugið samkvæmt áætlun
og eru allir komnir heim heilu og
höldnu.
Enn eru 211 Bandaríkjamenn að
störfum á McMurdo-rannsóknarstöð-
inni, þar sem þeir munu hafa vetur-
setu, en ekkert flug er áætlað þangað
fyrr en í ágúst, þegar vorar á ný á
Suðurskautslandinu.
Enn er beðið færis að bjarga Dr.
Ronald S. Shemenski, lífshættulega
veikum lækni sem er veðurtepptur í
Amundesen Scott-rannsóknarstöð-
inni á Suður-Pólnum. Áætlað hafði
verið að björgunarvél færi frá
FLUTTIR Á SJÚKRAHÚS
Sjúkrabílar biðu þegar lent var
á Nýja-Sjálandi
bresku Rothera-rannsóknarstöðinni á
Suðurskautslandinu sl. miðvikudag
til að sækja lækninn, en enn hafa
ekki skapast skilyrði til fararinnar.
Lending á Suður-Pólnum á þessum
árstíma er mjög áhættusöm og nán-
ast útilokuð þar sem frostið þar fer
niður í -75 gráður á celsíus, -143 gráð-
ur þegar vindur blæs, og svarta-
myrkur grúfir yfir 20 tíma á sólar-
hring.
Flug á Suðurpólinn liggur yfir-
leitt niðri frá því í lok febrúar þang-
að til í nóvember en björgunarmenn
hafa áhyggjur af Dr. Shemenski sem
er í lífshættu og þarf að komast und-
ir læknishendur strax.B
H nKUHK3l\CLUUnHIIU
Fjöldi íslendinga fer ár hvert á Hró-
arskelduhátíð en hún er ein helsta
popptónlistarhátið á Norðurlöndum. Það
er áhyggjuefni ef öryggisgæsla á hátíðinni
er í skötulíki.
Gæsluiiienn á
handtekinn í Bandaríkjunum fyrir að
stunda njósnir fyrir Rússa en eftir
það hafa samskipti milli þjóðanna
verið stirð. ■
ÁKÆRÐUR FYRIR FÍKNIEFNASÖLU
John Tobin biður réttarhalda sinna
i Voronesh
Mosfellsbær
Fræðslu- og menningarsvið
Kennsla
á unglingastigi
Varmárskóli í Mosfellsbæ vill ráða kennara í ensku, dönsku
og stærðfræði á unglingastigi frá og með næsta skólaári.
Unglingadeildin telur um 400 nemendur og boðið er upp
á góða starfsaðstöðu og ágæta tekjumöguleika.
í boði er fagstjórn og vinna við þróunarstarf í þessum
greinum.
Umsóknafrestur er til 8. maí 2001.
Upplýsingar gefur skólastjóri,
Viktor A. Guðlaugsson,
vs. 5666186 og hs. 5668648 eða gsm 8970943.
Laun grunnskólakennara eru skv. kjarasamningum Launanefndar Sambands
íslenskra sveitarfélaga og Kl.
Mosfellsbær er um 6.100 íbúa sveitarfélag. Mikil uppbygging hefur ótt
sér stab i skólum bæjarins á sí&ustu árum og ríkjandi er jákvætt og
metnaðarfullt viðhorf til skólamála. I bænum er rekið öflugt tómstunda- og
íþróttastarf við góðar aðstæður. Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar veitir
skólunum faglega þjónustu og ráðgjöf jafnframt því sem hún aðstoðar við
nýbreytni- og þróunarstarf og stendur fyrir símenntun fyrir kennara
Skólafulltrúi.