Fréttablaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTABLAÐIÐ 25. apríl 2001 MiÐVIKUPACUR HVERNIC FER? Landsleikur íslands og Möltu? ÓLAFUR ÞÓRÐARSON, ÞJÁLFARI ÍA Það verða Eiður Smári Cuðjohnsen og Rúnar Kristinsson sem skora mörkin. leikurinn fer 2-1 fyrir fslandi. PÉTUR ORMSLEV, FYRRUM LAND- SLIÐSMAÐUR Ég spái því að leikurinn fari 2-o fyrir Islandi. Andri Sigþórsson og Brynjar B. Cunnarsson skora mörkin. FÓTBOLTI úgóslavía mætir Rússlandi í undankeppni HM í dag. írland og Andorra takast einnig á sem og Holland og Kýpur. Þá tekur Lett- land á móti San Marínó og Austur- ríki á móti Lichtenstein. llefu vináttulandsleikir fara fram út um alla Evrópu í dag. Spennan verður þó vart meiri en þegar heimsmeistarar Frakka mæta Portúgölum í Frakklandi. Af fleiri leikjum má nefna Sviss-Sví- þjóð, Danmörk-Slóvenía, Tékkland- Belgía og Ítalía-Suður Afríka. Ivináttulandsleik Ítalíu og Suður Afríku í dag hveður við nýjan tón í ítalska liðinu. Fabio Liverani, sem er í byrjunarlið- inu í dag, er fyrsti svarti leikmaðurinn sem hefur hlotn- ast sá heiður að spila með lands- liðinu. Liverani á ítalskan föður og sómalíska móð- ur. Kynþáttahatur í kringum ítalsk- an fótbolta hefur aukist undanfarin ár og hefur sú hefð skapast að baula sérstaklega á litaða leik- menn. Suður Afríka er að spila sinn fyrsta landsleik síðan óhappið varð á Ellis Park-fótboltavellinum fyrir skömmu þar sem 43 dóu í troðn- ingi. Roberto Baggio fær ekki að leika með ítalska landsliðinu í dag. Þjálfari liðsins, Giovanni TVapattoni, hefur þó lýst yfir því að hann hafi áhuga á að skella Baggio, sem er orðinn 34 ára, í landsliðs- treyjuna á næstunni. Charles Rexach, sem tók við Barcelona liðinu í gær ætlar sér að vinna alla tólf leikina sem eftir eru af leiktíð- inni. „Þetta er frábært lið og ég ætla að fríska upp á það. Menn þurfa að hætta þessarri kata- lónísku svart- sýni“ sagði Rexach. Fyrrum þjálf- ari liðsins, Serra Ferrer, var rekinn vegna slaks gengis upp á síðkastið. Cresencio Mercado, 19 ára gam- all mexíkóskur boxari, lést af áverkum á heila sl. laugardags- kvöld, skömmu eftir að hafa haft sigur í Golden Glove-keppninni. Þetta var í fyrsta sinn sem Mercado steig í hringinn sem atvinnumaður í fjaðurvigt og hann fagnaði með því að klifra upp á böndin í hringnum og baða út öllum öngum. Hann hné niður skömmu síðar og var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést nokkrum dögum seinna. Karlmaður á þrítugsaldri lést eft- ir að hann hné niður í miðju London-maraþoninu á sunnudaginn. Þetta er sjöunda dauðsfallið í maraþoninu síð- an það var fyrst haldið árið 1981. Flest dauðsföllin eru í kjölfar hjartaáfalla. Alls luku 30 þúsund manns hlaupinu örugglega. Sigur- vegari var Marokkóbúinn Abdelkader E1 Mouaziz sem hljóp á 2:07:11. 14 Landsliðið mætir Möltu í dag: U21 landsliðið gerði jafntefli við Möltu í gær: Fimm mörk gegn engu? landsleikur Klukkan 17 að íslenskum tíma stígur landsliðið inn á völlinn í Ta’qali á Möltu og mætir heimamönnum. Þetta er í níunda skipti sem liðin mæt- ast. Síðast heimsóttu Möltubúar Laugar- dalsvöllinn í ágúst í fyrra og töpuðu 5-0. Það þýðir ekki að leikurinn sé gefinn, Möltubúar gerðu t.d. jafntefli við Tékka, 0-0, í október síðastliðnum. Æfingarnar á Möltu hafa gengið ágætlega. Rúnar Kristinsson og Her- mann Hreiðarsson hafa þó ekki tekið fullan þátt í þeim sökum eymsla í ökkl- um en þeir verða með í kvöld. Leikurinn verður ekki sýndur beint í sjónvarpi sökum kostnaðar við gervi- hnattasamband. Hann fer í loftið á næstu dögum. ■ Á LAUGARDALSVELLI í FYRRA Þá vann landsliðið Möltubúa með fimm mörkum gegn engu. Misstu tökin í seinni hálfleik landsleikur Landslið íslands, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, lagði úr höfn í 25 stiga hita út á eyjuna Gozo, sem er næst stærsta eyja Möltu, í eft- irmiðdaginn í gær. Þar hittu þeir fyr- ir U21 landslið Möltubúa. Á vellinum voru u.þ.b. 500 áhorfendur, þar af sjö íslendingar, í stórglæsilegu umhver- fi. Strákarnir voru vel stemmdir og byrjuðu leikinn ágætlega. Strax á fimmtu mínútu skoraði Helgi Valur Daníelsson mark. Það sem eftir leið af fyrri hálfleik virtist sem íslendingar væru að taka völdin. En eitthvað fór úrskeðis í seinni hálfleik. Þeir misstu tökin á leiknum og Möltubúar skoruðu mark á 70. mínútu. Það sem eftir leið af leiknum gerðist fátt og íslendingar voru heppnir að fá ekki fleiri mörk á sig. Liðin tvö eru því enn jöfn í riðlinum með tvö stig hvort. í byrjunarliðinu voru Ómar Jó- hannsson, Árni Kristinn Gunn- arsson, Indriði Sigurðsson, Reynir Leósson, Grétar Rafn Steinarsson, Baldur Aðalsteinsson, Helgi Valur Daníelsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Þórarinn Kristjáns- son, Veigar Páll Gunnarsson og Guð- mundur Steinarsson ■ EKKI LENGI AÐ ÞVf Helgi Valur Daníels- son kom boltanum i net Möltubúa strax á fimmtu mínútu. n i r Kalt stríð á Olafsfirði Eina snjósleðamótið þar sem Rússar og Bandaríkjamenn mætast. Rússnesku snjósleðarnir lenda í herflutninga- vél ásamt viðgerðarmönnum á Akureyri á morgun. sniósleðar Ef snjórinn er ekki til staðar verður hann sóttur. Næstkomandi laugardag kl. 13 verður haldið alþjóðlegt snjósleða- mót í miðþæ Ólafsfjarðar. Þetta er í annað sinn sem Ólafsfjörður heldur slíkt mót. Á mótið koma nokkrir af bestu ökumönnum heimsins. Sigur- vegarinn í fyrra var Geir Jöran Sara og var Alexander Kárason; fulltrúi fslendinga, í þriðja sæti. f ár má búast við enn harðari keppni þar sem Bandaríkjamenn eru búnir að boða komu sína. „Við eigum von á sex Rússum, Edda Blöndal í fyrsta sæti Þriðja mót vetrarins í Uti- lífsdeildinni í karate var haldið í gær. KARATE Karatefélögin Þórshamar, Fylkir, Karatefélag Akraness og Karatefélag Reykjavíkur hittust í gærkvöldi á þriðja bikarmóti vetrar- ins, í Útilífsdeildinni, og kepptu í fimm flokkum, kumite karla léttari og þyngri en 74 kg, kumite kvenna, kata karla og kata kvenna. Karatefé- lögin auglýsa ekki mót í bikarkeppn- inni þannig að lítið var um áhorfend- ur. í kumite karla léttari en 74 kg sigraði Jón Viðar Arnþórsson, Þórs- hamri. í kumite karla þyngri en 74 kg sigraði Ingólfur Snorrason, Fylki. í kumite kvenna sigraði Edda Blöndal úr Þórshamri en hún sigraði einnig kata kvenna. Jón Ingi Þorvaldsson bar sigur úr býtum í kata karla. Fyrri mót vetrarins í Útilífsdeild- inni voru haldin í Fylkishöllinni í þremur Norðmönnum, einum Finna og fimm Bandaríkjamönnum. Rúss- arnir lenda á Akureyri á morgun,“ segir Birgir Guðnason, einn skipu- leggjenda keppninnar. Rússarnir flytja sleðana sína sex og allan bún- að auk tíu viðgerðarmanna hingað með herflutningavél en keppendurn- ir fljúga í gegnum Kaupmannahöfn. Bandaríkjamennirnir senda sína sleða með Icelandair Cargo. Sleðar þeirra eru allir sérsmíðaðir keppn- issleðar, á topp tíu lista vestanhafs. Norðurlandabúarnir fá uppsetta sleða frá íslenskum umboðum. Það mætti segja að Ólafsfjörð- ur sé á öfugum enda og verði það alla vikuna enda þarf að búa til braut í miðbænum og skipuleggja skemmtiatriði helgarinnar. „Ef snjórinn verður ekki til staðar sækjum við hann. Þetta er hálf- gerð þjóðhátíð," segir Birgir. „Það eru rúmlega 50 manns að vinna við mótið og síðan verða alls kyns skemmtiatriði, grillveisla og flug- eldasýning. Þessi keppni hefur sérstöðu þar sem þetta er eini vett- vangurinn í heiminum þar sem Rússar og Bandaríkjamenn mæt- ast á snjósleðum. Hér verða frem- stu menn af öllum vígstöðvum heimsins sem vekur athygli víða. Það var skrifað mikið um keppnina í fyrra í erlendum fjölmiðlum." Gerður verður sérstakur sjón- varpsþáttur um keppnina sem sýndur verður í Ríkissjónvarpinu í maímánuði. Búist er við því að um 35 íslendingar taki þátt en mótið er einnig lokaumferð í keppninni um íslandsmeist- aratitla í íþróttinni. Sigurvegarar mótsins skipta á milli sín 500.000 kr. verðlaunafé. ■ INNLENT Norska handboltaliðið Stavanger hefur sagt upp þjálfara sínum, Sigurði Gunnarssyni eftir afleitt gengi í vetur. Sigurður var ráðinn síðastliðið haust eftir sameiningu fé- laganna Stavanger og Viking. Miklar vonir voru bundnar við liðið. RÚV greindi frá. Nenad Zvetkovic hefur verið ráð- inn þjálfari meistaraflokks Knattspyrnubandalags Isafjarðar- bæjar og Bolungarvíkur. Zvetkovic hefur leikið fyrir vestan síðastliðið sumar og þar áður eitt tímabil með Bolvíkingum. Reiknað er með að hann leiki einnig með liðinu, en hann hefur leikið í 2. deild í Júgóslavíu yfir vetrartímann. Júlíus Jónasson verður næsti þjálf- ari meistaraflokks karla hjá hand- knattleiksdeild ÍR. Júlíus skrifaði undir tveggja ára samning við for- ráðamenn IR-inga í gær og mun hugsanlega einnig leika með liðinu. RUV greindi frá. Sundsamband Íslands sæmdi 4 menn gullmerki sambandsins um helgina þegar haldið var upp á 50 ára afmæli sambandsins. Þeir eru: Jónas Halldórsson, Ólafur Guð- mundsson, Torfi Tómasson og Guð- mundur Harðarson. - KI-AI! Það voru margar æsispennandi glímur í Austurbergi í gærkvöldi. Árbæ í september og október. í vetur var keppt með öðru fyrirkomulagi en undanfarin ár. Lögð voru saman stig sem keppendur fengu í kata og kumite og gáfu fjögur fyrstu sætin í hverju móti stig til Bikarmeistara- tignar. Stigahæsti einstaklingurinn í kvenna- og karlaflokk voru síðan krýndur bikarmeistari að mótaröð lokinni. Fyrir mótið var Ingólfur Snorra- son, Fylki, stigahæstur í kariaflokki með 17 stig og Sólveig Sigurðardóttir, Þórshamri, í kvennaflokki með 15 stig. Eftir mótið í gær er Ingólfur ennþá öruggur í fyrsta sæti, nú með 24 stig, en Edda Blöndal skaust upp fyrir Sólveigu og er með 20 stig. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.