Fréttablaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 26. april 2001 FIMMTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalslmi: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjóm@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINS Atburður í sundlaug Sundlaugargestur skrifar: Agæta Fréttablað: til hamingju með tilveruna. Að gamni mínu sendi ég ykkur eftirfarandi frásögn af atburði sem ég og aðrir gestir í Sundlaug Kópa- vogs urðum vitni að síðdegis í dag. Stokkandarpar kom svífandi og settist á laugina og synti lengi um í djúpu lauginni til ómældrar ánægju fyrir aðra sundlaug- argesti. Eftir nokkra stund fóru þau upp á bakkann og kjöguðu út á græna blettinn. Þá - því miður - voru STOKKÖND Andapar settist á laugína og synti lengi um í djúpu lauginni. þau hrakin burt af hrópandi dreng. Á meðan ég var í lauginni komu þau þrisvar aftur og skelltu sér til sunds í lauginni - en því miður voru þau ætið hrakin burt af gargandi drengjum ef þau fóru á land. Þetta er - held ég hljóti að vera - mjög óvanalegt að endur komi og taki þátt í almennri sundiðkun með fólki. Sundlaugargestur. ..■=!*-. Leggið stein við stein Lesandi Metro og Fréttablaðsins skrifar: Jan Carlzon hét einn af tískufor- stjórum síðastá áratugar. Hann var forstjóri SAS og eftirsóttur fyrirles- arahaldari. Hann notaði gjarnan ákveðna líkingu þegar hann var að lýsa nauðsyn þess að horfa á hlutina í víðara og stærra samhengi. Jan Car- lzon sagði þá frá tveimur steinhöggv- urum sem svöruðu spurningu um það hvað þeir væru að vinna við: Annar svaraði: „Ég hegg þennan skrambans stein svo að hann verði ferkanta." Hinn svaraði: „Ég tek þátt í að byggja dómkirkju.“ Mórallinn í þess- ari sögu er að stein- höggvarinn sem átt- ar sig á að hann er þátttakandi í bygg- ingu stórhýsis ætti að vera ánægðari með sitt hlutskipti og leggja sig meira fram en sá sem bara horfir á stein eftir stein. Um þetta fjallar Monica Lindstedt í sænska Metro en hún er stofnandi samtakanna Heimafriður í Svíþjóð. Hún bendir á að þegar sem mest var í tísku að fjárfesta í Net- og hátækni- fyrirtækjunum hafi bæði fjárfestar og verðbréfasalar ^ingöngu hugsað um dómkirkjurnar en aldrei um steinana. Góðar og stórbrotnar hug- myndir í stíl nýja efnahagslífsins fengu mikið áhættufé. Það nægði jafnvel að koma með hugmynd á pappírsblaði. Monica Lindstedt segir sannleik- ann vera þann, að það taki tíma að byggja upp fyrirtæki: „Hugmyndin er kannski fimm prósent, afgangur- inn er blóð, sviti og tárar. Dómkirkj- an byggist nefnilega stein fyrir stein og það tekur tíma. Þetta er sannleik- urinn sem viðskiptaenglarnir gleym- du.“ Ekki er úr vegi fyrir Fréttablaðið að hafa þetta í huga. Blaðaútgáfa er mikið puð og smáatriðastréð en úr henni getur orðið glæsilegt hús sem hýst getur allan landslýð. ■ JAN CARLZON Fyrrum forstjóri SAS og fyrirlesari. Evrópsk samkeppni í skattalœkkunum Lönd í Evrópu hafa verið nokkuð dugleg að lækka hlutfall skatta af landsframleiðsiu undanfarin ár. Það þarf samt ekkert að þýða að skatttekj- ur þessara landa hafi minnkað því hagvöxtur hefur verið mikill og landsframleiðsla aukist. íslendingar hafa verið þátttakendur í þessari þró- un og beinast sjónir manna að skatt- lagningu á hagnaði fyrirtækja með það fyrir augum að lækka þá „mynd- arlega" eins og Davíð Oddsson sagði á viðskiptaþingi Verslunarráðs nýlega. —^_________ í Evrópu hefur „l’sland fær ekki þessi stefna verið , j ru . kölluð „ég-líka“ erlenda fjarfest- stefnan Qg hafa mgu og hfskjor nogg^,. lönd keppst um að laða til sín fyr- irtæki með lágum sköttum. írar eru munu staðna" þar fremstir í flokki og gáfu tóninn eft- ir að hafa lækkað skatta á fyrirtæki um 28% árið 1999. í kjölfarið fylgdu Þjóð- verjar sem lofa að lækka skatthlutfall fyrirtækja úr 40% í 25% næstu fimm árin. Frakkar, ítalir, Portúgalar og jafn- vel Pólverjar eru að elta skattprósent- una niður úr öllu valdi. En írar eru duglegir og taka aftur forystuna í þessu kapphlaupi eftir að hafa boðað 12,5% skatt á fyrirtæki í ársbyrjun 2003. Nú spyrja menn sig hverjir þora að fylgja í kjölfarið. Þetta kailar á þá spurningu hvar ísland ætlar að staðsetja sig í þessu kapphlaupi. Viljum við vera í fyrsta sæti eða sættum við okkur við það þriðja eða jafnvel að vera enn neðar? Svo virðist sem stjórnmálamenn séu í góðu formi og hafa þegar lækkað tekjuskatt fyrirtækja úr 50% í 30%. MáLmanncL BJÖRCVIN GUÐMUNDSSON spyr Tryggva Þór Herbertsson um niðurtalningu á sköttum. Þetta segir þó lítið um byrðar fyrir- tækja hér á landi þar sem fingralang- ir alþingismenn eru duglegir að seil- ast í vasa landsmanna eftir öðrum leiðum. „Þau lönd sem ekki eru samkeppn- ishæf hvað varðar skatta munu ekki fá erlenda fjárfestingu og lífskjör munu staðna.,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson forstöðumaður Hag- fræðistofnunar Háskóla íslands. Ætli öll þjóðin verði þá ekki að hlaupa með stjórnmálamönnunum og vinna þetta kapphlaup? ■ SKATTALÆKKANIR BÆTA LÍFSKJÖR Samkeppni um fyrirtæki mun aukast meðal evrópuríkja á næstu árum. Nauðsynlegt er að lækka skatta svo þau sjái hag af því að flytja starfsemi sína. AÐGERÐAÁÆTLUN LÖGÐ FRAM Á FUNDI SVÞ Það eru hagsmunagæslumenn framleiðenda í öllum þingflokkum sem viðhalda búverndarstefnunni á Alþingi Samsetning Alþingis tryggir tollverndina Hagsmunagœslumenn framleiðenda hafa stöðvunarvald í þingflokkunum búvöruvernp „Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) setja grænmetismál- in í réttan fókus þegar þau lýsa ábyrgð á sínar hendur og viður- kenna að enginn er saklaus í græn- metisstríðinu. Eins og í öllum stríð- um er það sannleikurinn sem fellur fyrst, og fyrstu merkin um að frið- vænlegra horfi eru yfirleitt þau að stríðsaðilar viðurkenni staðreyndir. Leggjum spilin á borðið segja SVÞ í vel hugsuðu útspili og koma með tillögur um rót- ii tækar kerfisbreytingar. Það hefur verið leitt í ljós að starfsumhverfið i græn- metisversluninni leiðir til óheilbrigðra viðskipta- hátta. Ástandið mun vart breytast nema með upp- stokkun. Margir spyrja afhverju er ekkert aðhafst í grænmetismál- unum? Afhverju hefur markmiðum GATT samkomulagsins um stig- lækkandi tollvernd ekki verið fram- fylgt eins og lofað var? Það er vegna þess hvernig Alþingi er samsett. Skipting kjördæma í landsbyggðar- kjördæmi og þéttbýliskjördæmi ræður hér nokkru. En mest munar um það að vægi atkvæða eftir því hvar menn búa á landinu er mis- jafnt. Þingmenn sem eru í nánu sam- bandi við framleiðendur í sínum byggðum eru enn fjölmennir á Al- þingi, fjölmennari en þeir ættu að VERÐ- OG MAGN- TOLLUR Á PAPRIKU Súluritið sýnir tolla sem lagðir eru á græna papriku. Gert er ráð fyrir að innflutningsverðið á grænni papriku hald- ist óbreytt, þ.e. 300 kr. allt árið, en sú er vitaskuld ekki raunin, Samkvæmt töflunni er innflutningsverðið með tollum eftirtalið: 15. apríl 390 kr., 23. apríl 544 kr., 30. apríl 666 kr. vera ef hver maður hefði eitt at- kvæði á íslandi. Þingflokkar á íslandi eru tiltölu- lega fámennir og þessvegna geta þeir þingmenn sem taka framleið- endasjónarmið fram yfir hagsmuni neytenda beitt áhrifum sinum í baksölum þingsins, þannig að t.d til- lögum um afnám tollverndar sé frestað, þeim drepið á dreif, þær settar í nefnd og svæfðar. Hags- munagæslumenn framleið- enda hafa því svokallað stöðvunarvald á þingi. Sú staða kemur þá upp að þótt meirihluti sé áreið- anlega á Alþingi fyrir af- námi tollverndar, þar sem frelsi í viðskiptum á meiri- hlutafylgi að fagna í Sjálf- stæðislfokknum, Samfylk- ingunni og Framsóknar- flokknum, þá nær þessi meii'ihluta- vilji ekki fram að ganga. Foringjar flokkanna hafa ekki bolmagn til þess að beygja verndunarsinna undir sig, enda þurfa þeir á stuðningi þeirra að halda í öðrum málum. Þess vegna er hagsmunum neytenda fórnað. Það hefur verið rifjað upp að í kjölfar inngöngu íslands í EFTA, frí- verslunarsamtök Evrópu, 1972, urðu mörg íslensk iðnfyrirtæki, sem áður nutu tollverndar að leggja upp lau- pana. Samt sem áður eru enn öflug iðnfyrirtæki í landi, m.a. á aðallista Verðbréfaþings íslands, og hafa náð HEIMILD SVÞ. HEILBRIGÐARA STARFSUM HVERFI Fimm punkta aðgerðaáætlun Sam- taka verslunar og þjónustu: Gjöld og viðskiptahindranir (verðtollar.magntollar, kvóta- uppboð) verði afnumin í græn- metis- og blómaverslun. Innlent grænmeti fari sem mest á opinn uppboðsmarkað. Reiknuð verði út vísitala heiid- söluverðs eins og vísitala smá- söluverðs og birtar magntölur um innlenda grænmetisfram- leiðslu og innflutt grænmeti. Innkaupamenn verslana og fyrirtæki setji sér siðareglur fyrir viðskiptahætti. Almennrar samstöðu verði leitað um leiðir til úrbóta meðal allra hagsmunaaðila. góðri stöðu á innlendum mörkuðum jafnt sem á útlfutningsmörkuðum. Enginn hefur lagt til að við afnem- um fríverslun með iðnaðarvörur. Búvöruframleiðsla nýtur yfirleitt styrkja í flestum grannríkjum okkar en eigi að skapa heilbrigt starfsum- hverfi og eðlilega samkeppni á því sviði þurfa styrkir að vera uppi á borðinu og greiddir framleiðendum beint. einarkarl@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.