Fréttablaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 15
FIIVIMTUPACUR 26. apríl 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 ÉC Á HANN Shawn Bradley úr Dallas Mavericks og Olden Polynice úr Utah Jazz berjast um boltann í fyrrinótt. Dómarinn dæmdi upp- kast. Utah vann leikinn. | MOLAR 7 Rúmlega þúsund manns biðu heila nótt á gangstétt í Singapore til að tryggja sér miða á leik með Manchester United. Liðið fer í júní til að spila við það lið sem vinnur deildina í Singapore. David Beckham og fé- lagar eru gífur- lega vinsælir í Singapore þar sem til er Man Utd. Café. Aðdáendurnir hefðu getað sparað sér ómakið þar sem einungis var búið að selja 7500 af þeim 39500 miðum sem voru í boði þegar miðasalan lokaði seinna um daginn. Leeds hefur gengið frá kaupum á írska landsliðsmanninum Robbie Keane frá Inter Mílan fyrir 11 milj- ónir punda. Keane hefur reyndar verið í láni hjá Leeds síðan í desem- ber en hann var keyptur til Inter frá Coventry fyrir 13 miljónir punda í ágúst sl. Leeds gerði 5 ára samning við Keane sem hefur gert 8 mörk fyrir félagið síðan hann kom til Leeds. ótt freistandi tilboðum hafi rignt yfir Ralf Schumacher segist hann vera mjög sáttur hjá Williams- liðinu og ætla að vera þar um ókomna framtíð. Ralf kom til liðs- ins árið 1999, eft- ir tvö slök ár hjá Jordan. Þó hon- um hafi gengið vel í síðustu keppni segist hann ekki vilja vera of vongóður. „Ég ætla ekki að láta mig dreyma um titilinn. Ég einblíni bara á að standa mig vel í næstu keppni og læt þar við sitja.“ Kimi Raikkonen segist vera tilbú- inn til að krækja sér í fleiri stig um helgina. Finninn ungi þekkir brautina í Katalóníu vel eftir margar æfingar og segist vera fullviss um að sér og sínu liði eigi eftir að ganga vel. Umboðsmaður Lennox Lewis er búinn að vinna hörðum höndum í vikunni til að skipuleggja það að Lewis mæti Ra- hman aftur sem fyrst. Líklegt er að hnefaleika- kapparnir berjist 18. ágúst. Lewis tapaði WBC og IBF heimsmeist- aratitlunum þegar hann féll fyrir hægri hendi Rahmans á sunnudag- inn. Samkvæmt samningi má Ra- hman berjast einu sinni áður en hann mætir Lewis aftur og að sjálf- sögðu er Mike Tyson efst á listanum. Það myndi tryggja honum fleiri milljónum dollara í vasann. Umboðs- maður Tyson segist vera reiðubúinn til samninga en fyrst þarf Tyson að berjast við David Izon í Washington 2. júní. Slúðurblöð heimsins keppast um að gera grín að Lewis. Ein af sög- unum er um þegar hann loksins lenti í Suður-Afríku. Sérstök sendinefnd beið hans þar sem einkavélin lenti, með rauðan dregil og þriggja mán- aða ljónsunga, Nödju. Þegar Lewis sá ungann út um gluggann á vélinni fraus hann og neitaði að fara út fyrr en búið væri að setja þetta „hættu- lega“ dýr í búr. Blazers mæta Lakers í annað skipti í kvöld: Nú er að duga eða drepast nba í kvöld eru tveir leikir á döfinni í NBA-deildinni. New York Knicks taka á móti Toronto Raptors í Madison Squ- are Garden og Los Angeles Lakers taka á móti Portland Trail Blazers. Leikmenn New York hafa margt annað að hugsa um þessa dagana. í fyrradag lenti Marcus Camby í miklum vandræðum þegar brjálæðingur tók móður hans og systur í gíslingu. Þeir eru samt yfir í viðureigninni við Toronto Raptors með einn vinning. Portland þurfa að vanda sig í nótt. Los Angeles er yfir með einn vinning og ef þeir ná að knýja fram sigur í kvöld geta þeir tryggt sér sigurinn í viðureigninni næstkomandi laugardag. „Nú er að duga eða drepast,“ segir þjálfari Portland, Mike Dunleavy. „Okkur mistókst á sunnudaginn en það gerist ekki aftur.“ Scottie Pippen gerir sér líka grein fyrir vandamálinu: „Við þurfum kraftaverk ef við lendum und- ir í 2-0. Það er vonandi að þetta gangi upp í kvöld.“ Karl Malone skoraði 34 stig þegar Utah Jazz unnu Mavericks, 109-98, í fyrrinótt. Utah hafði tögl og hagldir í fyrstu þremur leikhlutunum og komust tuttugu stigum yfir. Fyrstu sex mínút- ur fjórða leikhlutans náðu Mavericks að skora 15 stig á móti 6 sem bætti að- eins stöðuna. Leikurinn endaði 90-87. Þarmeð eru Utah komnir með 2-0 for- rystu í einvíginu á milli liðanna og geta tryggt sér sigur næstkomandi laugar- dag. Philadelphia 76ers jöfnuðu metin á móti Indiana Pacers þegar þeir sigruðu þá 116-98 í fyrrakvöld. Staðan í viður- eign liðanna er 1-1. Liðin mætast aftur á laugardag. Charlotte Hornets unnu Miami Heat 102-76. Charlotte er því yfir 2-0 en liðin mætast aftur á morgun. San Antonio lögðu Minnesota 86-69 og eru einnig komnir i 2-0. Þriðji ieikur lið- anna er á laugardag. ■ KANN AÐ PRJÓNA ítalinn Valentino Rossi fagnar sigri á 500cc Grand Prix í Suður Afríku á sunnudaginn. Þetta er annar sigur Rossi I röð. Á FULLRI FERÐ Landsliðið er á fullri ferð og til alls líklegt. Lentu undir en sneru leiknum við íslendingar unnu Möltubúa 4-1 í undankeppni HM 2002 á Ta’qali í gær. Malta skoraði fyrsta mark leiksins. Island er komið í íjórða sæti riðilsins og Malta er á botninum. landsleikur Þó að íslendingum hafi gengið vel í síðustu leikjum við Möltu og Möltu hafi gengið mjög illa í leikj- um sínum í ár þýddi það þó ekki að leikurinn í gær væri gefinn. Allt get- ur gerst í knattspyrnu eins og sannað- ist þegar Möltubúar gerðu jafntefli við Tékka á vellinum á Ta’qali í fyrra- haust. En allt fór á besta veg. Þó að Möltubúar hafi skorað fyrsta mark leiksins, strax á 14. mínútu, í gær gáfust Islendingar ekki upp. Það er erfitt að lenda undir strax í byrjun leiks en þrátt fyrir það tóku þeir leik- inn í sínar hendur. Á 42. mínútu jafnaði Tryggvi Guð- mundsson eftir skemmtilegt spil. Þá léttist yfir liðinu og strax þremur mínútum seinna skallaði Helgi Sig- urðsson eftir fyrirgjöf frá Eiði Guðjohnsen á vinstri kanti. Seinni hálfleikur byrjaði rólega og lítið gerðist. Atli Eðvaldsson stokkaði liðið aðeins upp og svo á 81. mínútu kom reiðarslagið fyrir Möltubúa. Eið- ur Smári fékk boltann til sín í vinstra hornið, vann sig framhjá varnar- manni og negldi boltanum beint í net- ið. Stuttu seinna skoraði Þórður Guð- jónsson fjórða mark íslendinga og jafnframt síðasta mark leiksins. Þessi leikur var í undankeppni HM 2002 og úrslitin þýða að ísland er í fjórða sæti í riðlinum með 6 stig eftir fimnt leiki og eru í miðjum riðlinum. Malta er á botni riðilsins með eitt stig. Næsti leikur landsliðsins er á móti Möltu og fer fram á Laugardalsvelli 2. júní. Strax fjórum dögum seinna tek- ur landsliðið á móti Búlgaríu. Leikur- inn síðan í gær verður sýndur kl. 14.55 á sunnudaginn á Sýn. ■ TfUNDI LEIKURINN Leikurinn í gær var tíundi leikur landslíðsins undir stjórn Atla Eðvaldssonar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.