Fréttablaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.04.2001, Blaðsíða 18
HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? Bergþóra Valsdóttir Framkvæmdastjóri SAMFOK Nemendur í 10. bekk grunnskólans eru að ' Ijúka síðasta samræmda prófinu í dag. Ég mæli með að foreldrar þeirra verji deginum og kvöldinu með börnum sinum eða hvetji þau til að taka þátt í skipulögðum ferðum sem famar eru i flestum skólum i Reykjavik. Mikilvægt er að hafa f huga að 16 ára ung- lingar eru ekki fullorðið fólk þvi þurfa þeir á nærveru og stuðningi foreldra sinna að halda. Rannsóknarstofa í kvennafræðum: Karlmanna- ritið Njálu kvennafræði Ármann Jakobsson bók- menntafræðingur ætlar að flytja nú í hádeginu erindi þar sem hann veltir því fyrir sér hvort Njála sé fyrst og fremst „karlmannarit". Á síðasta ári birtíst eftir Ármann grein í Skírni um Njálu þar sem hann skoðaði bókina út frá hugmyndum um kynferði. Hann hélt því meðal annars fram að hugmyndir sem þar birtust um kynferði væru alls ekki íhaldssamar né heldur væri þar á ferðinni kvenhatur. Þvert á móti megi greina í Njálu róttæka afbygg- ingu á ýmsum hugmyndum um kyn- ferði. í erindinu, sem flutt verður kl. 12 í stofu 101 í Ódda, mun Ármann fjal- la um Skírnisgrein sína, viðtökur hennar og um það sem hann lét ósagt í greininni. Sérstaklega ætlar hann að koma inn á þann hluta greinarinnar sem mest viðbrögð hefur fengið, þ.e. vin- áttu Gunnars og Njáls og hvernig beri að túlka viðbrögð annarra í sög- unni við henni. ¦ Málþing Siðfræðistofn- unar Háskóla Islands: Litningagallar á fósturstigi málþinc Klukkan fjögur nú siödegis hefst málþing Siðfræðistofnunar Há- skóla íslands um nýjar aðferðir við greiningu litningagalla á fósturstigi. Um alllangt skeið hefur konum, 35 ára og eldri, verið boðið uppá legvatnsástungu á meðgöngu til að greina litningagalla fósturs, einkum Downs heilkenni. Legvatnsástungan sem slík getur hins vegar valdið fóst- urláti og því eru margir verðandi foreldrar hikandí að taka slíka áhættu. Á síðustu árum hefur verið þróuð ný tækni, svo kölluð hnakka- þykktarmæling og ætlar Hildur Harðardóttir, læknir á Kvennadeild Landspítalans, að skýra frá þessari nýju aðferð í sínum fyrirlestri. Sigurður Kristinsson, lektor við Háskólann á Akureyri, mun hins vegar velta fyrir sér siðferðilegum spurningum sem greining erfðagalla á fósturstigi vekja, og velta fyrir sér hvort ávinningurinn sem af henni hljótist sé meiri en sú áhætta sem greiningunni fylgir. Að lokinni framsögu verða umræður sem Vilhjálmur Árnason heimspekingur við Háskóla íslands stýrir. Málþingið verður haldið í stofu 101 í Lögbergi og er öllum opið. ¦ 18 FRÉTTABLAÐIÐ 26. apríí 2001 FIMMTUPACUR Rauðir tónleikar Sinfóníunnar í kvöld: Rómatíski tíðar- andinn beislaður frA æfingu sinfóniuhuómsveitarinnar Tsuyoshi Tsutsumi sellóleikari og Adele Anthony fiðluleikari ásamt stjórnanda hljómsveitarinnar, Rolf Cupta. tónleikar Von er á góðum gestum á rauðu áskriftartónleikana í kvöld: Sellóleikaranum Tsuyoshi Tsutsumi og fiðluleikaranum Adele Anthony. Tsutsumi er einn þekktasti sellóleik- ari heims og stjarna Adele Anthony fer óðum rísandi í tónlistarheimin- um. Hún bar sigur úr býtum í alþjó- legu Carl Nielsen fiðlusamkeppninni árið 1996 og sömu sögu er að segja af fleiri keppnum þar sem hún hefur verið þátttakandi. Tsutsumi vann sögufrægan sigur í upphafi ferils síns í Casals-keppninni í Budapest 1963 og líktu f jölmiðlar því við annál- aðan sigur Davids Oistrakhs í Brus- sel 1930. Öll efnisskrá tónleikanna kemur úr smiðju Jóhannesar Brahms: Til- brigði við stef eftir Haydn, Konsert fyrir fiðlu, selló og hljómsveit og 1. sinfónían. Hljómsveitarstjóri er Rolf Gupta en hann hleypur í skarðið fyrir Rico Saccani sem ekki á heimangengt sak- ir veikinda. Gupta hefur unnið með flestum stærri hljómsveitum á Norð- urlöndunum, og einnig okkar ágæta Caput-hóp. ¦ FIMMTUDAGURINN 26. APRÍlT FUNDIR______________________ 10.00 mun Bragi Líndal Ólafsson flytja erindið Prótín i mjólk í fundarsal RALA á Keldnaholti 3. hæð. 12.00 flytur Ármann Jakobsson bók- menntafræðingur er- indið Karlmannaritið Njála í Rabbi Rann- sóknastofu í kvennafræðum. Rabb Rannsókna- stofu í kvennafræð- um er haldið í stofu 101 ( Odda. Allir vel- komnir. ¦HjW_ ^^1 12.30 verður haldinn fræðslufundur á bókasafni Keldna en þar flytur Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir á Hólum, erindi er hún nefnir: Spatt í íslenskum hrossum. 14.00 Frjáls Ijóðalestur verður í Gjá- bakka, félagsstarfi Kópavogs, í dag. Allir sem vilja geta tekið þátt og er nóg að hringja í Gjábakka til að vera með og er þetta góð æfing fyrir fólk að koma fram. Við upphaf dagskrárinnar mun Sigrún Egilsdóttir, sellónemandi í Nýja tónlistarskólanum, koma fram. 16.00 Siðfræðistofnun stendur fyrir málþingi um nýjar aðferðir við greiningu litningagalla á fóstur- stigi, í dag. Á málþinginu heldur Hildur Harðardóttir, læknir á Kvennadeild Landspítalans, erindi um nýjar aðferðir í fóstur- greiningu og Sigurður Kristins- son, lektor við Háskólann á Akureyri, heldur erindi sem hann nefnir Skimun og skaðleysi. 16.15 Margrét Oddsdóttir, dósent í skurðlækningum, flytur erindi í málstofu læknadeildar Háskóla fslands. Erindið nefnist: Aðgerðir við vélinda bakflæði á Landspítal- anum 1994-2000. Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags (s- lands efstu hæð. 16.15 heldur Amos Carmeli írá Wies- enthal stofnuninni í ísrael kynn- ingarfyrirlestur í stofu M 301 í Kennaraháskóla Islands um alþjó- legt mentorverkefni sem er upp- runnið í ísrael en hefur breíðst út til margra landa. Mentorverkefnið er samstarfsverkefni háskóla og grunnskóla og felst í því að há- skólanemar taka að sér mentor (eða leiðbeiningarstarf) með grunnskólabörnum á aldrinum 6- 12 ára. 20.00 Listasafn Rekjavíkur og Listahá- skóli íslands standa sameigin- Operu- ogVínar- tónleikar söngsveit Hafnarfjarðar er nýstofn- aður kór, tæplega fimmtíu manna hópur karla og kvenna sem ætlar að halda veglega óperu- og Vínartón- leika í kvöld og annað kvöld. Stjórnandi kórsins og stofnandi er Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöng- kona. „Þetta hefur verið draumur minn mjög lengi að stofna svona kór," segir hún. „Þetta er barnið mitt og ég er mjög spennt að sjá það fæð- ast." Söngsveitin var stofnuð í septem- ber síðastliðnum og þetta eru því 'fyrstu tónleikar hennar. Stefna kórs- ins er að syngja eingöngu óperu- og óperettutónlist en láta til að mynda íslensku sönglögin alveg eiga sig. „Þetta er kröftugur hópur sem gefur sig alveg mér á vald," segir Elín Ósk. „Þetta eru bæði lærðir söngvarar og áhugafólk með reynslu af kórstarfi, en það er inntökupróf til að komast inn í hópinn." Söngsveitin er markvisst byggð upp sem óperukór og verður því ann- ar óperukórinn sem starfar hér á landi, og óhætt er að segja að stefnan sé sett hátt. Söngfélagar kórsins mæta til tónleikanna klæddir í við- hafnarföt, konur í galakjólum og karlar í kjól og hvítt. Veitt verður kampavín í hléinu. Sex einsöngvarar koma fram á tónleikunum og píanóleikari er hinn snjalli Peter Maté. „Hann er æðisleg- ur," segir Elín Ósk. „Hann spilar eins og heil hljómsveit."Einsöngvararnir eru þau Þorgeir J. Andrésson, Kjart- an Ölafsson, Steinarr Magnússon, Hanna Bjórk Guðjónsdóttir, Greta Jónsdóttir og svo stjórnandinn Elín Ósk Óskarsdóttir. Auk þess leika tveir slagverksleikarar með söngsveitinni, þeir Smári Eiríksson og Heimir Þór Kjartansson. „Kjartan er maðurinn minn og lega að dagskrá í tengslum við málverkasýningu Odd Nerdrum að Kjarvalsstöðum. LEIKLIST 20.00 Leikritið Fífl í hófi er sýnt í fs- lensku óperunni eftir Francis Veber. Vinahópur Pierre heldur kvöldverðarboð reglulega, þar sem hver meðlimur hópsins býð- ur með sér aðila sem hann telur vera sem „fíflalegastan". 20.00 Pjóðleikhúsið. Smíðaverkstæð- ið. Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones. Gamanleikrit um tvo írska náunga sem'taka að sér að leika í alþjóðlegri stórmynd. 20.00 Borgarleikhúsið. Öndvegiskonur í eldhúsi Ernu sítja Erna og Gréta og Maeja. Þær reyna að láta sér líða vel, þó líf þeirra virðist fremur gleðisnautt, fjargviðrast yfir örlög- um sínum og óhamingjunni sem fylgir því að eiga börn er virða ekki vilja mæðranna. 20.00 Þjóðleikhúsið. Laufin í Toskana eftir Lars Norén. Á hverju sumri kemur stórfjölskyldan saman til að treysta böndin, þótt það kosti bæði átök og árekstra. 20.00 Leikfélag íslands. Sýnt í Loftkast- alanum. Sniglaveislan. Geir Thordarsen stórkaupmaður hefur þann árlega sið að halda stór- veislu fyrir sjálfan síg og sparar hvergi veisluföng. Að þessu sinni ber óvæntan gest að garði. TÓNLIST__________________________ 21.00 leikur Kvintett Carls Möllers á jazzkvöldi Múlans í kvöld í Húsi málarans. Carl flytur frumsamið efni ásamt þekktum jazzperlum með Birki Frey trompetleikara, Ólafi Jónssyni tenór, Birgi Braga- syni bassa og Erik Qvik á tromm- 20.30 Vortónleikar Gospelsystra í Langholtskirkju, stjórnandi Mar- grét Pálmadóttir. Tónleikarnir verða endurteknir laugardaginn 28. apríl 14.00 og 17.00. Boðið verður upp á blöndu af gospellögum. Ein- söngvari með kórn- um er Páll Rósin- kranz. Miðinn kostar 1.600 kr. 20.30 Karlakórinn Þrestir iýkur bráð- lega 89. starfsári sínu og heldur tónleika í kvöld í Víðistaðakirkju og einnig á sama stað 28. apríl kl. 16. Stjórnandi er Jón Kristinn Cortez. Á söngskránni kennir ým- issa grasa. MYNDLIST_______________________ Karin Sander sýnir um þessar mundir í galleríi Í8, Klapparstíg 35, þrividda- myndir sem eru eftirmyndir unnar af fólki með nýjustu tölvutækni og allar ( hlutfallinu einn á móti tíu af réttri lík- amsstærð viðkomandi en fyrirmyndir eru vinir og vandamenn listamannsins. Sýningin stendur til 29. apríl. Dagskrá um norska listamanninn Odd Nerdrum: Listamaðurinn ræðir við Edvard Munch FRÁ OPNUN SÝNINGAR ODDS NERDRUMS Hvort þeir Hrafn Gunnlaugsson eru að spjalla um stöðu listarinnar skal ósagt látið, en Nerdrum ræðir þau mál í samtali sínu við Edvard Munch. listasafn Reykjavíkur og Listaháskóli íslands standa sameiginlega að dag- skrá í tengslum við málverkasýningu Odd Nerdrum að Kjarvalsstöðum í kvöld klukkan átta. Dagskráin hefst með leikþættin- um Listveldið eftir Odd Nerdrum sem er samtal Nerdrums við sam- landa sinn Edvard Munch þar sem þeir takast á um stöðu listarinnar al- mennt og eðli og stöðu eigin listar. Leikþátturinn var frumfluttur við opnun sýningarinnar laugardaginn 7. apríl en er nú fluttur öðru sinni. Leík- arar eru Arnar Jónsson og Sigurður Karlsson en leikstjóri er Hávar Sig- urjónsson. Að loknum leikþættinum verður gert stutt hlé og gefst þá gestum kostur á að ganga um sýninguna en að því loknu hefst fyrirlestur Jan Áke Petterson um list Odd Nerdrum. Jan Áke er forstöðumaður Haugar- Vestfold listasafnsins í Tónsberg, Noregi en hann er vel heima í list- sköpun Odd Nerdrum og hefur meðal annars skrifað bækur um listamann- inn. Aðgangseyrir er kr. 400, en frítt er fyrir nerhendur Listaháskólans. ¦

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.