Fréttablaðið - 30.04.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.04.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 30. apríl 2001 IVIÁNUPAGUR 1 ERLENT KANSLARINN FLYTUR Gerhard Schröder ætlar að flytja ráðuneyti sitt í nýja byggingu á næstu dögum. Nýtt í Þýskalandi: Siðfræðiráð kanslarans Gerhard Schröder kanslari Þýska- lands ætlar sér ekki að standa ráð- þrota gagnvart siðfræðilegum spurn- ingum. Hann hyggst stofna sérstakt siðfræðiráð tuttugu sérfræðinga sem hann á að hafa sér til stuðnings í sið- fræðilegum álitamálum, ekki síðst varðandi framfarir í lífvísindum, erfðatækni og skyldum greinum. Ríkisstjórn Þýskalands samþykkti þessa hugmynd kanslarans síðastlið- inn föstudag. Frankfurter All- gemeine Zeitung skýrði frá þessu. VINSÆLL LEIÐTOGI Rúmlega 900 Japanir tóku þátt í könnun- inni. Japanir hrifnir af nýja forsætisráðherranum 87% styðja Koizumi tokyo (flpjilinn nýkjörni forsætisráð- herra Japans, Junichiro Koizumi, er gífurlega vinsæll í Japan ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem birt var í gær. Stærsta dagblað Japans, Yomiuri, lét gera könnunina en samkvæmt henni nýtur Koizumi stuðnings 87,1% kjósenda, sem er met fyrir nýkjörinn forsætisráð- herra í Japan. Einungis 6,1% sögðust ekki hiynntir forsætisráðherranum. Niðurstöður könnunar þykja enn meira sljáandi en ella vegna þess að Koizumi er í sama flokki og fyrir- rennari hans, Yoshiro Mori, sem ein- nig er lærifaðir Koizumi. Innan við 10% kjósenda sögðust styðja Mori áður en hann lét af embætti. Sjávarútvegsráðherra um endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar Þrýsti ekki á nefndina fiskveiðistiórnun. „Við höfum verið að kanna hvort það er grundvöllur til að gera sérstakar breytingar á smá- bátakerfinu í vor til auðvelda aðlög- un að þeim breytingum sem taka gildi 1. september í haust. Þetta hef ég gert í samstarfi við formann nefndarinnar og forystumenn í stjórnarflokkunum. Það er ekki víst að niðurstaða náist,“ sagði Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra um þá gagnrýni sem hefur komið fram á hversu illa gengur í nefnd þeirri sem á að vinna að sáttum um sjávarút- vegsstefnuna. Árni Steinar Jóhanns- son, alþingismaður sem á sæti í nefndinni, segir að mikið beri á milli manna og ekkert samkomulag sé sýnilegt og segir nefndina reyndar bíða tillagna ráðherrans. „Ég hefði viljað að nefndin kæm- ist að niðurstöðu um smábátana fyr- ir vorið - en mér finnst ólíklegt að það náist samstaða um heildarbreyt- ingarnar í vor. Ég ætla ekki að úti- loka það og ég mun ekki pressa á nefndina um það. Mér þykir ásætt- anlegt að bið verði á því.“ Mest umræða hefur verið um smábátana og möguleika þeirra að fiska ýsu, steinbít og fleiri tegundir utan kvóta. „Það eru miklir hags- munir í húfi með smábátana og þar er frekar fámennur hópur sem er að veiða meira en þeir ættu að geta. Þeir berjast hart fyrir sínum hags- munum og þeim hefur orðið nokkuð ágengt." Að óbreyttu munu smábátar ekki geta fiskað aðrar tegundir en þorsk utan kvóta eftir 1. september. Hart er tekist á um þetta atriði og margir hafa bent á að atvinna nokkurra byggðarlaga sé bundin því að áfram verði hægt að fiska þessara tegundir utan kvóta. Aðrir benda hiris vegar á að ekki sé unnt að hafa tvö kerfi í gangi, það er að smábátar geti fiskað frjálst í nokkrum tegundum á sama tíma og önnur veiðiskip geti það ekki. ÁRNI MATHIESEN SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Hann segir að tekist sé á um mikla hags- muni Farsæll en umdeildur leiðtogi Davíð hefur setið lengur samfellt á stóli forsætisráð- herra en nokkur maður annar hér á landi. A þeim tíma hefur íslenskt þjóðfélag tekið stakkaskiptum. Dregið hefur verið úr völdum stjórnmálamanna og frjálsræði í | viðskiptum aukist verulega. Vinsældir Davíðs hafa ver- | ið miklar og óvinsældirnar líka. IÍMAMÓT Davíð Oddsson hefur verið forsætisráðherra íslands lengur samfellt en nokkur maður annar og mun innan þriggja mánuða velta Hermanni Jónassyni af stalli sem þaulsætnasti forsætisráðherra ís- landssögunnar. Á þeim tíu árum sem hann hefur setið á valdastóli hefur ís- lenskt þjóðfélag tekið stakkaskiptum þó menn deili um hversu mikið af breytingunum sé Davíð að þakka. Stuðningsmenn Davíðs segja ástæðuna fyrir breytingum undan- farins áratugar í átt til meira frjáls- ræðis vera þá að Davíð hafi, ólíkt flestum stjórnmálamönnum, keppst við að draga úr valdi sínu og auka frjálsræði. Þannig hafi hann einka- vætt ríkisfyrirtæki og staðið fyrir lagasetningu til að tryggja stöðu einkaframtaksins. Andstæðingar hans eru ófáir á öðru máli og segja að Davíð hafi að miklu leyti notið breytts tíðarfars í stjórnmálum. Þró- unin til frjálsræðis hafi hafist áður en Davíð kom til valda auk þess sem TÍU ÁR í LÍFI DAVÍÐS Það hafa skipst á skin og skúrir á valdaferli Davíðs Oddssonar. 1991 g 12. mars Kjörinn formaður Sjálfstæðis- flokksins. Þriðji maðurinn til að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og sá fyrsti til að sigra. g 30. apríl Myndar stjórn með Alþýðu- flokknum. Þriðja stjórnin undir forsæti Sjálfstæðisflokks á 20 árum. g 14. október Bermúdaskálin. Davíð tekur á móti landsliðinu í bridds eftir að það vinnur heimsmeistaratitilinn. 1992 g 13. febrúar Ólafur Ragnar Grímsson sak- ar Davíð um skítlegt eðli vegna um- mæla hans um auglýsingakostnað fjár- málaráðuneytis í valdatíð þess fyrr- nefnda 1993 H September Harkalega deilt um innflutn- inga á búvörum. Sumir á því að stjórnin kynni að falla. 1994 H 28. maí Reykjavíkurlistinn vinnur Reykja- vík af Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haft sigur I Reykjavík und- ir forystu annars manns en Davíðs frá 1974. H 9. nóvember „[Þjetta gera menn ekki", segir Davíð um hugmyndir fjármála- ráðuneytis um að blaðburðarbörn verði látin greiða tekjuskatt. 1995 H 23. april Wlyndar ríkisstjórn með Fram- sóknarflokki eftir að Sjálfstæðisflokkur hafði tapað einum þingmanni í kosn- ingum. H 17. júní Tekur Evrópumálin af dagskrá I hátíðarræðu á Austurvelli. 1996 H 15. október Endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi með 90% atkvæða. 1997 g 31. október Fyrirskipar samgönguráð- herra að draga til baka að hluta um- deilda hækkun símgjalda Landsímans. Hff Haust Smásagnasafnið „Nokkrir góðir dagar án Guðnýj- ar" gefið út og er meðal sölu- hæstu bóka. 1998 I 17. janúar Davlð fagnar fimmtugsafmæl- inu og býður þjóðinni til veislu í Perlunni. g 16. desember Ríkisstjórnin valin frum- kvöðull ársins af DV, Víðskiptablaðinu og Stöð 2. 1999 H 8. maí Sjálfstæðisflokkurinn fær atkvæði 40,7% kjósenda og hefur ekki fengið meira fylgi í þingkosningum frá 1974, Stjórnarsamstarf við Framsókn endur- nýjað. 2000 g 5. janúar Héraðsdómur Vestfjarða dæmir í Vatneyrarmáli. Davíð segir að ef Hæstiréttur staðfesti dóminn geti íslendingar allt eins flutt til Kanarí- eyja. g 19. desember Hæstiréttur úrskurðar í máli Tryggingarstofnunar gegn Öryrkja- bandalagi (slands. ( kjölfarið setur Davíð met í óvinsældum í skoðanakönnun DV. 2001 m Vor Meðal sterkustu leiðtoga íhaldsmanna f Evrópu. Viðtöl og umfjallanir um Davíð birtast (The Spectator og The Economist. alþjóðlegar skuldbindingar og efna- hagsþróun hafi ráðið miklu um hvernig mál hafa þróast hérlendis á undanförnum árum. Það er þó óumdeilt að Davíð er mjög farsæll stjórnmálamaður. Sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur honum tekist það sem forverum hans mistókst, að tryggja Sjálfstæðis- flokknum forystu- hlutverk í íslensk- um stjórnmálum. Frá því hann tók við formennsku í Sjálfstæðisflokkn- um hefur flokkur- inn verið í ríkis- stjórn í tíu ár sam- fellt. Það er meira en næstu 20 ár á undan þegar flokk- urinn . var ekki nema níu ár í ríkis- stjórn. Flokkurinn hefur líka styrkt stöðu sína í kosn- ingum á þessu tímabili eins og MATTHÍAS BJARNASON Einn þeirra þing- manna sem reyndist Davíð erf- iður fyrstu árin. Sfðan þá hafa tök Davíðs styrkst verulega. sést best á því að í síðustu kosningum fékk flokkurinn sitt mesta fylgi í ald- arfjórðung eða frá því vinstristjórnin féll 1974. Það hefur löngum verið sagt um Davíð að hann ráði því sem hann vilji ráða. Það átti þó síður við þegar hann flutti sig fyrst yfir í landsmálin eftir að hafa verið borgarstjóri um níu ára skeið. Þrátt fyrir að talsverðar breyt- ingar yrðu þá á þingflokknum voru þar áfram til staðar þingmenn sem höfðu vanist því að vera nokkuð sjálf- ráðir og undu forystu Davíðs illa. Þetta breyttist þó skjótt og fátítt að flokksmenn gagnrýni formanninn sem nýtur þess að vera óumdeildur leiðtogi síns flokks. Reyndar svo mjög að andstæðingar segja hann einráðan. Á valdaferli sínum hefur Davíð löngum verið umdeildur. Þannig hef- ur fólk ýmist talið hann meðal frem- stu stjórnmálamanna þjóðarinnar eða til verstu skúrka. Þetta sést ef til vili best á því að hann hefur sett met hvoru tveggja í vali á vinsælustu og óvinsælustu stjórnmálamönnum landsins í könnunum DV. Fjölmargir samstarfsmenn hafa hrósað Davíð fyrir að vera góður samstarfsmaður sem gott sé að eiga við og hægt að treysta á að orð hans standi. Til marks um það eru orð Jó- hönnu Sigurðardóttur og Ingibjargar Pálmadóttur sem báðar létu vel af samstarfi við hann í viðtölum eftir að þær létu af störfum. Sjálfur hefur Davíð sagt að hann telji sig eiga gott með samstarf við annað fólk. f viðtali við Mannlíf fyrr á þessu ári sagðist hann hafa átt gott samstarf við alla

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.