Fréttablaðið - 30.04.2001, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 30.04.2001, Blaðsíða 23
MÁNUPflCUR 30. apríl 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 23 Fjöldi dómsmála vofir yfir höfði ríkasta viðskiptajöfurs Ítalíu Berlusconi líklegur forsætisráðherra spiuinc Silvio Berlusconi, ríkasti viðskiptajöfur Ítalíu, verður líkíega forsætisráðherra á Ítalíu eftir kosn- ingarnar þar í næsta mánuði. Samt sem áður er hann flæktur í fjölda málaferla þar sem fyrirtæki í hans eigu, m.a. eignarhaldsfélagið Finin- vest, eru sökuð um allt frá því að styrkja ólöglega pólitíska flokka í það að múta dómurum og skattalög- reglu. Að ekki sé talað um falsaðar endurskoðanir, fölsuð framtöl til skatts og skattsvik. Fyrirtæki hans hafa jafnvel verið sökuð um tengsl við Mafíuna og fyrir að hafa tekið við fé sem ekki fást neinar skýring- ar á. Telja má vafalítið að í flestum MÁLAEFERLI GEGN BERLUSCONI Á ITAUU Mál Tími Ákæra Niðurstaða All Iberian 1996-99 Ólögleg fjármögnun stjórnmálaflokks Sekur. Vísað frá. Fininvest og fl. 1996-2000 Fjögur spillingamál, mútur til skattalögreglu Sekur. Áfrýjað. Medusa 1997-2000 Fölsuð endurskoðun Sekur. Áfrýjað. Villa Macherio 1998-1999 Skattsvik Vísað frá. Mondadori 2000 Spilling dómara mútað Vísað frá en vakið upp á ný. SME 2000 Spilling; dómara mútað Málið í gangi Fininvest grúppan 2001 Fölsuð endurskoðun Telecino á Spáni 2001 Skattsvik, brot á einokunarlögum Rannsókn hafin. HEIMILD: ECONOMIST öðrum löndum en Ítalíu yrði maður sem er eins flæktur í dómsmál og Berlusconi að bíða með framboð þar til greiddist úr málaflækjum hans. Á Ítalíu er annað uppi vegna þess að þar var spilling landlæg á tímurn kalda stríðsins þar sem allt var rétt- lætanlegt undir stjórn Kristilegra demókratra, til þess að halda vinsti mönnum frá völdurn. Enda þótt miklar hreinsanir og hvítþvottur hafi átt sér stað í ítölsk- um stjórnmálum er þar þó allt við sama heygarðshornið. Margir ftalir líta svo á að raunir Berlusconis séu runnar undan rifjum vinstri manna sem allt geri til þess að koma höggi á viðskiptajöfurinn. Stefnumál Berlusconis eru ekki skýr en því meir leggur hann upp úr stílnum og boðskap hans er komið á framfæri í sjónvarpsveldi hans. Mörgum líst ekki á það að þegar hann verður orðinn forsætisráð- BERLUSCONI f KOSNINGAHAM Líklega myndi maður sem er flæktur í jafn- mörg dómsmál og Berlusconi hvergi annars staðar í Evrópu en á ítaliu vera tal- inn efni i forsætisráðherra. herra að nýju þá ræður hann yfir 90% allra sjónvarpsstöðva á Ítalíu, þ.e.a.s. ríkisstöðvunum og sínum eigin. ■ inu sem leiddi til þess að Samfylk- ingin varð til. Við skulum ekki gleyma þessu, sagði Margrét og við ' skulum fagna því að okkur hefur tek- ist að mynda hreyfingu sem horfir fram á veginn og hefur fangið fullt af spennandi verkefnum. Ný flokksskrifstofa Samfylkingar- innar var tekin í notkun sl. laugar- dag og héldu flokksstjórnarmenn þangað til fagnaðar að loknum fundi. Hér er um tilitölulega lítið pláss að ræða í Austurstræti 14 í sama húsi og þingmenn flokksins hafa sínar skrif- stofur. Þar ræður Björgvin Sigurðs- son framkvæmdastjóri flokks og þing- flokks ríkjum, og greinilegt að Sam- fylkingin leggur mikið upp úr nánu samstarfi flokks og þingflokks. Eins og í flestum íslenskum stjórnmála- flokkum er líklegt að þingflokkurinn verði hið ráðandi afl í flokksstarfinu. Sighvatur Björgvinsson síðasti for- maður Alþýðuflokksins og núver- andi framkvæmdastjóri Þróunarsam- vinnustofnunar var hátíðlega kvaddur að loknum flokk- stjórnarfundi Sam- fylkingarinnar á laugardaginn. Þing- J flokkurinn hélt hon- Ifc unl veglegt samsæti Hgjk m í Þjóðmenningar- húsinu. Sighvatur var mjög á léttu nótunum í kveðju- ræðu sinni í hófinu en var einnig í uppgjöri við fortíðina eins og Mar- grét fyrr um daginn. Hann lagði mik- ið að mörkum í sameiningarferlinu en það reyndist honum bæði erfitt og snúið verkefni. Sighvatur minnti meðal annars á þau ummæli Finnboga Rúts Valdi- marssonar, ritstjóra Alþýðublaðsins á stórveldistíma þess, að blaðamennska væri eitruð profession’.. Sighvatur snéri þeim upp á þirigmennskuna og starf sjtórnmálamannsins. Hann sagði að sá sem ekki treysti sér til þess að gefa sig allari í stjórnmálin og helga þeim hverja stund njeðan §tað- ið. væ.ri í stríðinu,. geffýa^ ^æffa .sem stjórnmálamaðui' áðpr en líann byrj- aði. Kröfurnar til stj'órnmalamanna væru sífellt að aukast pg stjöínmálin ætumanninn allan. , ■ Sighvatur sagði að það vséri einn helsti kosturinn við myndun Samfylk- ■ 4ngarinnar-að nú gspku*menn.ha&t$í að- láta sig-(fréýiiiS‘'um sameiningu vin- >,'stri,:maftn^:;S.aihe,þimg'|rd«i!i{mucinri;'> T%.frid$&jlda|t'aTíriri saírieiniriguviri' - r stri manna hefði veikt-gðmÍu tTokk- fcáiia ög.gétt sföðu fófýstumárina þeir- ra afar sntina og erfiða. Tíú væri'‘allt þetta að.haki pg hægt að snúa sér að r .srjófrimaiurium.'sjáifum og það væri 1 ’pjikil Guðs blessún. -í \ Brottkast á fiski héfuf Verið mjkið í umræðunni. Þegar verið var að ræða niðurstöður skoðanakönnunar um brottkastiið voru margar sögur sagðar um það sem ekki má - það er brottkast á fiski. Sú grófasta var saga um að í veiðarfæri togara hafi komið pakkaður og frystur fiskur í neytendaumbúðum. Til skýringa sáu menn ekki annað en að frystitogari hafi verið með fullar lestar, fengið afla sem hægt var að vinna í verð- meiri umbúðir og því gripið til þess að rýma fyrir nýjum birgðum. Fagfólk í lögregluna! Samskipti lögreglu og borgara eru viðkvæm og kalla á lagalega þekkingu og mikla reynslu í mannlegum samskiptum. íslendingar vilja ekki að ófaglærðir lögreglumenn leysi úr þeirra málum. Þjóðin gerir kröfu um fagleg vinnubrögð og hafnar ófaglærðum lögreglumönnum. í könnun sem Gallup gerði fyrir Landssamband lögreglumanna kemur fram að 92% þjóðarinnar finnst það skipta mjög miklu, eða frekar miklu máli að allir lögreglumenn Ijúki námi frá Lögregluskólanum. * :.i ■ i Wip < í'i'-c. *+-Á-y- ■% LANDSSAMBAND LÖGREGLUMANNA heildarfjöldi í úrtaki var 1 200 manns á landinu ölíii. -Nettósvörun var 70.9%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.