Fréttablaðið - 30.04.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.04.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 30. apríl 2001 MÁNUPAGUR HRADSOÐIÐ BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR þingflokksformaður Gott hljóð í fólki HVAÐ stendur upp úr að loknum flokkstjórnarfundi? Mér finnst það s:anda upp úr hvað það er gott hljóð í fólk. Það kom fram mikil ánægja með störf for- manns flokksins á þessum fundi og fundarmenn fögnuðu þróttmiklu starfi flokksins á síðustu misserum. Þetta er fyrsti fundurinn þar sem bryddar alls ekki á eftirsjá af gömlu flokkunum. HVER eru þessi verkefni helst? Það er enn verið að stofna Samfylk- ingarfélög og undirbúa vinnu í nýj- um kjördæmum. Við höfum stofnað Stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar og haldið Kvennaþing, þar sem samþykkt var að mynda samskiptanet kvenna. Fundaröð um lýðræðismál hefur heppnast mjög vel og framundan er fundaröð um Evrópumál, sem hefst í vor en verður haldið ífram í haust. Þar verður kynnt niðurstaða af könnun sérfróðra einstaklinga á þeim samningsmarkmiðum sem ís- lendingar ættu að setja fram ef til aðildarviðræðna kæmi við Evrópu- sambandið. Við höfum líka haldið stefnufundi um málefni útlendinga og nýbúa. Þetta eru nokkur dæmi um öfluga málefnavinnu sem er í gangi hjá okkur. HVERNIG hefur þér gengið að fóta þig sem þingflokksformaður? Það hefur verið skemmtilegt verk- efni og talsvert frábrugðið því sem ég hef kynnst áður í þinginu. Ég læt aðra um að dæma hvernig til hefur tekist en þingflokkurinn hefur lagt sig fram um að auðvelda mér verk- ið. Þetta felst mikið í að samræma störf þingmanna og semja við aðra þingflokka, og í formennskunni fel- ast mikil samskipti við fólk úr ýms- um áttum. Það á ágætlega við mig. Biyndfs Hlöðversdóttir er 40 ára lögfræðing- ur og hefur setið á þingi sfðan 1995. Hún tók við formemsku f 17 manna þingflokki Sam- fytkingarinnar f upphafi þings eftir áramót Össur Skarphéðinsson með útspil: Uppstilling verði á framboðslista framboðslistar f umræðum á flokks- stjórnarfundi Samfylkingarinnar sl. laugardag sagði Össur Skarp- héðinsson formaður flokksins að hans persónulega skoöun væri sú að viðhafa ætti uppstillingu við val á lista flokksins í komandi kosning- um. Formaðurinn slær því út af borðinu fyrir sitt leyti allar hug- myndir um meira eða minna opin prófkjör. Hugmynd Birgis Dýr- fjörðs, fastamanns í uppstillinga- nefndum Alþýðuflokksins og Sam- fylkingarinnar í Reykjavík, að taka upp þá aðferð Alþýðubandalagsins að hafa póstkosningu flokksmanna um lista virðist því ekki eiga hljóm- grunn hjá formanninum. Hugmynd Birgis gekk út á það að allir þeir sem fyrir tilsettan tíma gerðust fé- lagar í Samfylkingunni væru á kjörskrá við val á lista og þeim gæfist kostur á að raða á framboðs- lista með póstkjöri. Rök Össurar Skarphéðinssonar fyrir afturhvarfi til uppstillinga- nefnda og samþykktar lista í félög- um og kjördæmisráðum er sú, að engin slík samloðun sé innan nýju kjördæmanna að hættandi sé á prófkjör. Svo geti farið að kjör- dæmin logi stafnana á milli vegna landshluta- og hrepparígs í kjölfar prófkjörs. Því sé betra að semja um uppstillingu á listana milli flokks- félaga á svæðinu og vega saman öll þau sjónarmið sem uppi eru þangað til þolanleg sátt fæst um uppstill- inguna. Kjördæmisráðin ákveða sjálf fyrirkomulag vals á framboðslista og svo getur því farið að þau velji ólíkar leiðir þegar til kastanna kemur. HANDRAÐAÐ Össur Skarphéðinsson vill hverfa aftur til kerfis uppstillinganefnda og telur prófkjör ekki henta nýju kjördæmunum Bush hefur þegar fest í sessi hægri stefnu og stíl Hveitibrauðsdagarnir liðnir FYRSTU 100 DAGARNIR I dag hefur George W. Bush verið 100 daga í embætti forseta Bandaríkjanna. Á mynd- inni veifar hann til fagnandi áhorfenda ásamt konu sinni Láru. BANDARíKiN Bush Bandaríkjaforseti hefur í dag setið 100 daga í emb- ætti. Hann var valinn með minni- hluta atkvæða en meirihluta kjör- manna, en lætur það ekki aftra sér frá því að taka ákveðna stefnu. Hann bakaði sér óvinsæld- ir með því aó afnema ýmsar skyndiákvarðanir til umhverfis- bóta sem Clinton forseti tók á síð- ustu dögum embættistíðar sinnar. Hann hefur dregið í efa að Kyoto bókunina um aðgerðir til þess að sporna gegn útblæstri gróður- húsalofttegunda þjóni hagsmun- um Bandaríkjamanna. í utanríkis- málum virðist tónninn ætla að vera lágmæltur en ákveðinn. Hann þykir hafa dregið taum bandarískra stórfyrirtækja á fyrstu 100 dögunum eins og búast mátti við. Bush hefur útnefnt rík- isstjórn sem er hvað hugmynda- fræði ráðherra snertir talsvert íhaldssöm. Hann virðist vera á leið með að tryggja meirihluta á þingi fyrir áformum sínum um miklar skattalækkanir, og þykir hafa sýnt lagni við að ná saman sjónarmiðum Republikana og Demókrata á þingi, en mjög jafnt er á með flokkunum í styrkleika. Þá heldur Bush ótrauður áfram með áform sínum um breytingar á menntastefnu og útboð á félags- legri þjónustu til trúarhópa. Stíllinn í Hvíta húsinu hefur breyst og er nú allt með íhaldsbrag, allir í velhnepptum jakkafötum og stundvísi sett ofar öðru. Öll lausung er forboðin og jafnvel myndaúrvalið í Air Force One, flugvél embættis- ins, hefur verið endurskoðað þannig að það falli í íhaldssaman smekk. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI f' Yjað hefur verið að því að ástæðan fyrir sætaskiptum Þorsteins Þor- steinssonar, framkvæmdastjóra verðbréfasviðs Bún- aðarbankans og Yngva Arnar Krist- inssonar fram- kvæmdastjóra Bún- aðarbankans í Lúx- emborg hafi veriö sú slæma ímynd sem verðbréfasvið bankans hefur feng- ið á sig vegna nokkurra vandræða- mála sem hafa verið í fjölmiðlum. Nauðsynlegt hafi þótt að taka málin nýjum tökum og þess vegna hafi Þor- steinn verið sendur utan og Yngvi Örn kallaður heim. Nær mun vera sanni að Alf Muhlig sem ásamt Yngva Erni var framkvæmdastjóri í B.I. International S.A. gafst upp á samstarfinu við hinn síðarnefnda. Þannig háttar til að í Lúxemborg er þess krafist að það séu „fjögur augu“ við bankastjórn, tveir bankastjórar sem séu ábyrgðarmenn bankarekst- ursins. Alf Muhlig og Yngvi Örn voru því báðir framkvæmdastjórar. Muhlig var áður aðstoðarbankastjóri Union Bank of Norway International í Lúxemborg og hefur 12 ára reynslu af bankarekstri þar í landi, og mikil norræn samskipti. Yngvi Örn var áður framkvæmdastjóri peninga- málsviðs Seðla- bankans og þótti þar ráðríkur vel og viss í sinni sök. Þannig fór að Muhlig tilkynnti bankastjórninni að hann vildi fremur hætta en vinna áfram við hlið vík- ingingsins íslenska. Svo dýrmætur var Muhlig talinn bankanum að ákveðið var að senda Þorstein utan með bankastjóratitil. Hann hefur reynslu af bankastörfum hjá Nor- ræna fjárfestingarbankanum og þyk- ir vera diplómat í samskiptum. Muhlig verður svo aðstoðarbanka- stjóri, en Yngvi Örn kallaður heim til þess að aga verðbréfasviðið. Ekki er að efa að það verður agi (hemum. trásarævintýri bankanna á er- lendri grund ganga misvel. Tfmasetningin er allt og Búnaðar- bankinn og íslandsbanki FBA súpa nú seyðið af því að hafa farið of seint á stað og lent inn í niðursveiflunni á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum. Kaupþing situr víst líka í súpunni með útibú sitt í Stokkhólmi sem skil- aði hagnaði á sl. ári en berst nú við taprekstur. í New York þar sem Kaupþingsmenn fóru síðast af stað er verið að fást við fleiri hluti en verðbréfabrask, og þar ku vera ríf- andi gangur. Búnaðarbankinn er ekki að ná ár- angri í Lúxemborg að svo komnu máli vegna aðstæðna á mörkuðum. íslandsbanki FBA hefur verið f tóm- um vandræðagangi með Raphael bankann f Bretlandi sem íslands- banki FBA keypti með húð og hár. Það er talið einkenni fyrir slæmt ástand að öllum yfirmönnum bank- ans hefur verið skipt út. Tómas Sig- urðsson er hættur sem bankastjóri og Ólafur Guðjónsson sem var for- stöðumaður einkabankaþjónustu Raphael bankans sagði upp og hefur ráðið sig til Kaupþings. Samfylkingin hélt flokkstjórnar- fund á laugardag og þar vakti þrumuræða Margrétar Frímanns- dóttur varaformanns flokksins sér- staka athygli. Hún tók á þvf máli að fyrst eftir stofnun Samfylkingarinn- ar hefðu menn verið mjög mótaðir af gömlu flokkunum. Margir hefðu saknað starfsins f Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Kvennalistanum. Enda þótt þar hafi gengið á ýmsu var það þó umhverfi sem menn þekktu og fundu sig heima í. En Margrét sagði að Samfylkingar- menn mættu ekki gleyma því að það hefði ekki bara verið draumurinn um að sameina vinstri menn, félagshyggjufólk og kvenfrelsissinna sem hafi leitt til stofnunar nýs flokks. Ekki mætti gleyma þvf að um hafi verið að ræða hugmyndafræðilega stöðnun gömlu flokkanna. Það hafi verið þessi stöðn- un sem menn vildu komast út úr og hefði ekki sfður verið ráðandi í ferl- trampólín ! 'tó:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.