Fréttablaðið - 30.04.2001, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.04.2001, Blaðsíða 19
4 MÁNUDAGUR 30. apríl 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 19 Vortónleikar Stefnis Syngja lög úr ýmsum áttum tónleikar Karlakórinn Stefnir er nú að ljúka annasömu vetrarstarfi á hefðbundinn hátt með tónleikahaldi sem verður í Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 1. maí kl. 17, Samkomu- húsinu Hvammstanga föstudaginn 4. maí kl. 20.30 og í Miðgarði, Varma- hlíð á Sæluviku með Karlakórnum Heimi og fleirum laugardaginn 5. maí. Stjórnandi Karlakórsins Stefnis er Atli Guðlaugsson. Undirleikari kórsins er Sigurður Marteinsson, pí- anóleikari, en að þessu sinni verður auk hans Yuri Federov harmonikku- leikari með í nokkrum lögum. Jean Posocco sýnír í Sverrissal, Hafn- arborg. Yfirskrift sýníngarinnar er Stemming eða „Ambiance". Á sýning- unni eru vatnslitamyndir, flestar unnar á þessu ári. Posocco stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1985-1989 og er þetta 5. einkasýning hans. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 11-17 og henni lýkur 14. maí. i Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík stendur yfir samsýning á verkum Páls Guðmundssonar og Asmundar Jóns- sonar. Safnið er opið 13-16. Sesselja Tómasdóttir sýnir „portrait" af dóttur sinni og vinum hennar, sem öll eru á fjórða ári í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg. Hún hefur fylgst með þessum börnum frá fæðingu og reynir að láta persónutöfra þeirra njóta sín í myndunum. í Listasafninu á Akureyri stendur yfir sýning á Ijósmyndum eftir hinn þekkta franska Ijósmyndara Henri Cartier- Bresson, en líklega hefur enginn átt Víkingarnir í Hafnarfirði: Hversdagslíf og vígaferli sýning Hvernig var lífið í víkinga- þorpinu Jórvík á Englandi árið 948? Þeir sem leggja leið sína í Hafnar- fjörðinn gætu orðið nokkru nær um það. Á bak við Fjörukrána hefur verið sett upp ótrúlega nákvæm eftirlíking af götu með mannlífi eins og talið er að það gæti hafa verið á þessum tíma. Hin sýningin er heldur óhugnan- legri, en ekki síður athyglisverð. Þar má sjá raunverulegar h'kamsleifar, beinagrind og hauskúpur með greini- legum áverkum eftir vígaferli. Sýningarnar koma báðar frá hinu þekkta víkingasafni í York á Englandi (Jorvik Viking Center). ■ KARLAKÓRINN STEFNIR Syngja rússnesk lög við svellandi harmonikuleik. Efnisskrá er fjölbreytt og syng- ur kórinn m.a. rússnesk lög við svellandi harmonikuleik ásamt pí- anóundirleik. Þá er á efnisskránni að finna lög eftir innlend og erlend tónskáld svo sem Atla Guðlaugsson, Árna Thorsteinsson, Eirík Bóasson, Björgvin Þ. Valdimarsson, Pál ís- ólfsson, Andrew Lloyd Webber, Herman Palm, Gavin Sutherland, auk rússneskra þjóðlaga. Þrír félagar úr röðum kórmanna, Ármann Ó. Sig- urösson, Ásgeir Eiríksson og Birgir Hólm Ólafsson, syngja einsöng og tvísöng með kórnum í nokkrum lög- um Miðar verða seldir við innganginn og kosta 1.500 kr. ■ meiri þátt í því að gera Ijósmyndun að viðurkenndri listgrein. Opið 14-18. Myndir 370 barna af mömmum í spari- fötum eru á sýningu í Galleríi Sævars Karls við Bankastræti í Reykjavík. Opið á verslunartíma. „Drasl 2000" nefnir rithöfundurinn Sjón sýningu í Menningarmið- stöðínni Gerðubergi í sýningarröðinni „Þetta vil ég sjá". Þar hefur Sjón valið til sýningar verk eftir Erró, Magnús Páls- son, Magnús Kjart- ansson, Hrein Frið- finnsson, Friðrik Þór Friðriksson og fleiri. Menningar- miðstöðin er opin frá 9 að morgni til 21 að kvöldi. í gallerí@hlemmur.ís stendur yfir sýn- ing Erlu Haraldsdóttur og Bo Melín „Here, there and everywhere". Á sýn- ingunni leika þau Erla og Bo sér að því að breyta Reykjavík í fjölþjóðlega borg með aðstoð stafrænt breyttra Ijós- mynda. Opið 14-18. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning norska listmálarans Odds Nerdrums, sem baðst nýverið afsökunar á því að hafa siglt undir fölsku flaggi með því að kalla sig listamann. Sýningin er opin 10-17 en til kl. 19 miðvikudaga. „Heimskautalöndin unaðslegu" er heiti sýningar sem lýsir með myndrænum hætti lífi, starfi og hugsjónum Vestur-ís- lendingsins Vilhjálms Stefánssonar. Sýningin er um leið kynning á umhverfi, menningarheimum og málefnum norð- urslóða, en hún er í Listasafni Reykja- víkur - Hafnarhúsinu og er opin 10-17. í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni stendur yfír sýningin Carnegie Art Award 2000, þar sem sýnd eru verk eftir 21 norrænan myndlist- armann, en þar á meðal eru þeir Hreinn Friðfinns- son og Tumi Magn- ússon. Opið 11-17. „Á meðan eitthvað er að gerast hér, er eitthvað annað að gerast þar" nefnist sýning á vekum Bandaríkjamannsins John Baldessari sem stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Hann er eitt af stóru nöfnunum í sam- tímalistasögunni og hefur verið nefnd- ur Ijóðskáld hinnar öfugsnúnu fagur- fræði og húmoristi hversdagsleikans. Sýningin er opin 11-18 og fimmtudaga til kl. 19. Sænska listakonan Anna Hallin sýnir málverk og teikningar í Gryfju Lista- safns ASf og heitir sýning hennar „Soft Plumbing". Olga Bergmann sýnir I Ásmundarsal safn verka sem unnin eru með blandaðri tækni. Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar Leika lög úr sjónvarps- þáttum tónleikar Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Hafn- arborg, Hafnarfirði, í kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni verður meðal annars að finna lög úr sjónvarpsþáttum, dægurlög og sólóstykki. Auk þess verður dagskrá tónleikanna brotin upp, þar sem nokkrir félagar úr lúðrasveitinni spiia saman í smærri hópum. í lúðrasveitinni eru u.þ.b. 30 hljóðfæraleikarar á aldrinum 13-50 ára. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Stefán Ómar Jakobsson. Aðgangs- eyri verður stillt í hóf, en miðinn kostar 500 krónur. ■ Sumarmálahátíð Bergmáls: Langveikum og blindum boðið til sum- ardvala liknarmal Líknar- og vinafélagið Bergmál heldur sumarmálahátíð sína á rnorgun kl. 16 í Hamrahlíð 17, 2. hæð. Kammersveit Skagfirsku söngsveitarinnar syngur. Eins og undanfarin ár býður Bergmál langveikum, blindum og krabbameinssjúkum til einnar viku dvalar að Sólheimum í Grímsnesi þeim að kostnaðarlausu. Fyrri vikan verður haldin 31. maí til 7. júní en sú síðari 23.-30. ágúst. Skráning er hafin í fyrri vikuna. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Bergmáli. ■ VÍGAFERLI VÍKINGA Áþreifanlegar minjar um lífshætti vlkinga á tíundu öld. GEISLADISKUR Nýr brœðíngur Jakob Frímann Magnússon bræddi saman djass og rokk fyrir 20 árum undir nafninu Jack The Magnet en nú kallar hann sig JFM og bræðir saman djass og teknó. Þannig vill hann líklega sá fræjum djassgeggjunar í hjarta nýrrar kynslóðar og sætta hina eldri við nýja strauma. Yfirleitt er „grúvið“ í fyrir- rúmi í tónlistinni. Það er ekki af verra taginu en oft er laglínan borin ofurliði. JFM leikur sér inn á milli að því að bródera og sýna að hann er í fremstu röð á hljóm- borð og orgel. Hrynsveitin er skipuð snillingum úr ýmsum heimshornum og blásararnir Guy Barker, Sigurður Flosason, Simon Made In Revkiavik Flytjandi: JFM, ásamt Steve White, Tim Rennick, Bob Roberts, Jóhanni Ásmundssyni og fleirum. Tónlist og upptökustjórn: JFM, Steve Sidelnyk og Kenny Campbell. Taylor og Jóel Pálsson skreyta tónlistina. Hljóðfæraleikaraplata. Heiðar- leg tilraun til að leiða saman gamla strauma og nýja en huga hefði mátt betur að lag- línu og heildarsýn. petur@frettabladid.is GARÐABÆR www.gardabaer.is Grunnskólar Garðabæjar Garðabær auglýsir laus til umsóknar eftirtalin störf yið Flataskóla • íþróttakennari 100% starf • Smíðakennari 70-100% starl' • Einnig vantar starfsmann í starf skólaliða (hægt að semja um starfshlutfall) í Flataskóla eru nemendur 1.-6. bekkjar. Árlega er varið miklu fjármagni til endurmenntunar og umbóta á faglega sterku skólastarfi. Góð starfsaðstaða og mikil samvinna. Umsóknum skal skila til Sigrúnar Gísladóttur, skólastjóra Flataskóla v/ Vífilsstaðaveg 210 Garðabæ sem jafnframt veitir upplýsingai um störfin í síma 565 8560, 565 8484 og netfang: sigrun@gardabaer.is Hofsstaðaskóli • Bekkjarkennari, yngsta stig, 100% starl' • Listgreinakennari 100% starf • Einnig vantar starfsmann í Tómstundaheimili skólans (lengd viðvera) 75% starf í Hofsstaðaskóla eru nemendur 1.-6. bekkjar. Árlega er varið miklu fjármagni til endurmenntunar og umbóta á faglega sterku skólastarfi. Góð starfsaðstaða og mikil samvinna. Umsóknum skal skila til Hilmars Ingólfssonar, skólastjóra Hofsstaðaskóla v/ Skólabraut, 210 Garðabæ sem jafnframt veitir upplýsingar um störfin í síma 565-7033, 565-6087 og netfang: hilmari@gardabaer.is Umsóknarfrestur er til 11. maí 2001. Einnig eru upplýsingar um störfin á vefsvæði Garðabæjar www.gardabaer.is. Laun em samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands íslands. J! Grunnskólafulltrúi Fræðslu- og menningarsvið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.