Fréttablaðið - 30.04.2001, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 30.04.2001, Blaðsíða 13
MÁNUPAGUR 30. apríl 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 13 SÁ Í5LENSK! Ægisvagninn SÁ ÍSLENSKl tjaldvagn fyrir islenskar aðstæður |GRAFARVOGUR| 400 sjö ára börn búa í Grafarvogi og fengu þau öll reiðhjólahjálm að gjöf frá Kiwanisklúbbnum Höfða í Graf- arvogi í gær. Afnendingin fór fram við skemmtun við Nóatún við Hverfold. ™WH Skrifstofur VÍS eru opnar frá 8-16 alla virka daga í sumar. Skrifstofur VÍS í útibúum Landsbankans á Höfn í Hornafirði og f Ólafsvík eru opnar frá 9:15-16:00. Sími 560 5000 í þjónustuveri Vís er opinn frá 8:00-19:00 alla virka daga. VÁTRYGGINGAFELAGISLANDS HF Netborgarar í Kísildal Ahugalitlir um líknarmál ríkidæmi. Þrátt fyrir að tæknibólan hafi hjaðnað nokkuð í Bandaríkjun- um að undanförnu hafa nýju millj- ónamæringarnir að öllum líkindum breytt bandarísku samfélagi til fram- búðar, samkvæmt fréttamiðlinum ZDNet. Þjóðfélagsspekingar hafa bent á að nýríkir í dag láti hlutfalls- lega minna af hendi rakna til ýmissa líknarmála heldur en milljónamær- ingar gerðu fyrir tæknibyltinguna. „Við erum að tala um milljóna- mæringa á aldrinum 25 til 35 ára. Að gefa til líknarmála er ekki á radar- skjá þeirra vegna þess að þau hafa ekki lifað nægilega lengi,“ segir Shannon Leskin, útgefandi fréttarits SYNILEGUR AUÐUR Biðlistar hafa verið eftir lúxuskerrum í Bandaríkjunum undanfarin ár. um mannúðarmál. Þó að þetta eigi augljóslega ekki við um alla er þetta meginreglan, segir Leskin. Fjöldi heimila í Bandaríkjunum sem eiga meira en 10 milljónir doll- ara (yfir 900 milljónir íslenskra króna) jókst úr 42.000 árið 1992 í 233.000 árið 1998, að sögn Edward Wolff, hagræðiprófessors við New York-háskóla. Framtíðin muni leiða í ljós hvort nýríkir netborgarar halda áfram að kaupa nýja sportbíla eða taka til við að styrkja mannúðarmál í auknum mæli. ■ samráðherra sína, en dró svo reynd- ar í land og sagði það eiga við um þá velflesta. Þar vísar hann væntanlega til Jón Baldvins Hannibalssonar, ut- anríkisráðherra í fyrstu stjórn Dav- íðs. Samstarf þeirra byrjaði reyndar vel en spilltist snemma svo mjög að umtalað varð. Þrátt fyrir að Davíð hafi verið í forystuhlutverki í nær 20 ár hafa menn löngum velt vöngum yfir því hvort hann væri að hverfa á braut. 1996 var hann orðaður við framboð til forsetaembættisins án þess að nokkuð yrði úr því. Undanfarið hafa fjölmargir spekúlantar spáð því að hann væri á förum. Sjálfur segir Davíð fátt en ummæli hans um að hann vilji stuðla að skattalækkun á næstu árum eru vart til marks um að hann hyggist skipta um starfsvett- vang. binni@frettabladid.is MYNDUÐ Á METTÍMA Fyrsta stjórn Davíðs, Viðeyjarstjórnin, var mynduð á aðeins fjórum dögum. Alþj óðaej aldeyris- sjóðurinn Varar við risabönkum washington (ap) Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn (IMF) hvetur til þess að haft verði nánara samstarf um eftir- lit með alþjóðlegum risabönkum. í yfirlýsingu tíu ríkja hópsins svokall- aða, sem í eru þau ellefu ríki sem mest leggja til IMF, er varað við því að nú sú tilhneiging til aukins sam- runa í fjármálastofnunum geti skap- að vandamál á heimsvísu ef siíkt fjármálafyrirtæki kæmist í kröggur. TJALDVAGNALAND er í 2 RISAsölutjöldum við Eyjarslóð 7 í Reykjavík SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJARSLÓÐ 7 107 REYKJAVlK Slmi 511 2203 ÆCIR er þægilegur 4-6 manna tjaldvagn, einfaldur í uppsetningu með góðu geymslurými.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.