Fréttablaðið - 30.04.2001, Blaðsíða 15
MÁNUPAGUR 30. apríl 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
15
BRINGAN FRAM
Johnson vakti athygli fyrir sérkennilegan hlaupastíl og gullkeðjuna sem hann ber um
hálsinn.
Heimsmethafi leggur upp laupana:
Johnson hættir keppni
friAlsar íþróttir Spretthlauparinn
frægi, Michael Johnson hefur til-
kynnt það að hann ætli að hætta
hlaupunum nú í ár. Johnson, sem
ber jafnan gullkeðju um hálsinn
þegar hann hleypur, hefur fimm
sinnum unnið til gullverðlauna á
Ólympíuleikum og á heimsmet í
bæði 200 og 400 metra spretthlaupi.
Hann ætlar að keppa í báðum vega-
lengdum á mótum í Evrópu áður en
hann hættir keppni endanlega í
september á Goodwill-leikunum í
Brisbane. Á laugardaginn keppti
hann í síðasta skipti í Bandaríkjun-
um þegar bandaríska sveitin vann
4x400 metra boðhlaup á frjáls-
íþróttamóti í Philadelphia.
Johnson vakti mikla athygli þeg-
ar hann setti nýtt heimsmet með því
að hlaupa 200 metra á 19.32 sekúnd-
um á Ólympíuleikunum í Atlanta
1996. Þá varð hann einnig fyrsti
maðurinn sem hefur unnið gull í
bæði 200 og 400 metra hlaupi á
sömu Ólympíuleikum. Þremur
árum seinna setti hann nýtt heims-
met í 400 metra hlaupi, 43.18 sek-
úndur á heimsmeistaramóti í
Seville á Spáni. Johnson hefur unn-
ið níu sinnum til gullverðlauna á
heimsmeistaramóti. Hann bætti
tveimur Ólympíugullum í safnið í
Sydney í fyrra þegar hann vann 400
metra hlaupið og 4x400 metra boð-
hlaup karla. ■
RUDDAR
Bandaríkjamaðurinn Eric Weinrich slæst
við Úkraínumanninn Artem Osrousko í
heimsmeistarakeppninni í ísknattleik.
Keppnin var sett í Þýskalandi á laugardag-
inn. Bandaríkin unnu leikinn, 6-3.
Stuðningsmenn Stoke:
Bensínsprengjum kastað á lögreglu
knatt5pyrna Það voru mikil læti fyrir
leik Oldham Athletic og Stoke City í 2.
deild ensku knattspyrnunnar á laug-
ardaginn. Stuðningsmönnum liðanna
lenti saman fyrir leikinn á heimavelli
Oldham og var tveimur bensín-
sprengjum kastað á lögreglumenn
sem reyndu að koma á friði.
Það hafði þó ekki mikil áhrif á
Guðjón Þórðarson og hans menn.
Stoke vann leikinn með tveimur
mörkum gegn einu. Það voru íslend-
ingarnir Brynjar Björn Gunnarsson
og Ríkharður Daðason sem skoruðu
mörkin. Brynjar Björn skoraði fyrra
mark Stoke úr vítaspyrnu og Ríkharð-
ur tryggði Stoke sigurinn sex mínút-
um fyrir leikslok. Stoke er í fimmta
sæti annarar deildar með 74 stig og
lítur út fyrir að liðið muni keppa um
að komast upp í fyrstu deild.
í ensku úrvalsdeildinni tapaði
Chelsea á heimavelli Leeds, Elland
Road, 2-0. Eiður Smári Guðjohnsen
kom inn á sem varamaður á lokamín-
útu leiksins. Bæði mörkin komu undir
lok leiksins en það voru Robbie Keane
og Mark Viduka sem skoruðu. Chel-
sea er í sjötta sæti deildarinnar með
54 stig á meðan Leeds er komið upp í
þriðja sæti með 62 stig. Ipswich er nú
í fjórða sæti, einnig með 62 stig.
Þar sem Leeds hafði borið sigur-
orð af Chelsea var það mikilvægt
fyrir Liverpool að sigra Coventry
seinna um daginn. Coventry þurfti
einnig á stigum að halda í fallbar-
áttunni. Gary McAllister sendi bolt-
ann úr hornspyrnu á Hyypia sem
kom Liverpool yfir á 83. mínútu.
Þremur mínútum seinna var McAll-
ister aftur að verki þegar hann skor-
aði mark úr aukaspyrnu. Þetta var
fjórða mark McAllister, sem er 36
ára, í fjórum leikjum. Liverpool er í
fimmta sæti með 59 stig.
Arsenal vann Derby með tveimur
mörkum gegn engu. Kanu og Pires
skoruðu fyrir Arsenal en Eranio fyr-
ir Derby. Þórður Guðjónsson kom
inn á fyrir Derby á 86. mínútu.
Arsenal er í öðru sæti með 66 stig.
Arnar Gunnlaugsson kom inn á
völlinn sem varamaður á 61. mínútu
þegar lið hans Leicester tapaði fyrir
Newcastle, 1-0. Leicester er í 13.
sæti með 45 stig.
David Beckham og Phil Neville
skoruðu fyrir Manchester Utd. þeg-
ar liðið lagði Middlesborough.
Manchester Utd. er enn á toppi úr-
valsdeildarinnar með 80 stig þegar
fjórir leikir eru eftir. ■
FÚSA LIGGUR Á
Harry Kewell, leikmaður Leeds,
smeygir sér framhjá Celestine
Babayaro, leikmanni Chelsea, á
laugardaginn. Leeds vann leikinn með
tveimur mörkum gegn engu.
AÐ HÆTTI MILLER
Reggie Miller jafnaði þremur mínútum fyrir leikslok í leik Indiana og Philadelphia á laug-
ardaginn. Philadelphia vann leikinn, 92-87 og eryfir, 2-1, í viðureign liðanna.
NBA um helgina:
Haldið í horfinu
nba Úrslitakeppnin í bandarísku
NBA-deildinni er spennandi eftir leiki
helgarinnar. Þó þrjú lið hefðu getað
dottið út úr keppninni á laugardaginn
gáfust þau ekki upp og unnu leikina.
Á föstudag slógu Charlotte Hornets
Miami Heat út úr keppninni með sigri
94-74, en þá var liðið búið að vinna þá
þrjá leiki sent þarf til sigurs.
Á laugardaginn voru fjórir leikir á
dagskrá. Staðan var jöfn í viðureign
Philadelphia 76ers og Indiana Pacers,
1-1, þegar þau mættust í Philadelphia.
Heimamennirnir í 76ers unnu með 92
stigum gegn 87. Það mátti _þó ekki
miklu muna, Reggie Miller jafnaði
leikinn með þriggja stiga körfu þrem-
ur mínútum fyrir leikslok, 82-82, en
það dugði ekki til. Allen Iversson var
stigahæstur í liði Philadelphia með 32
stig. Liðin mætast aftur á miðviku-
dag.
Dallasbúarnir í Mavericks voru
undir, 2-0, þegar þeir mættu Utah
Jazz í Dallas. Þeir rétt mörðu sigur,
94-91. Staðan er því 2-1 fyrir Utah
þegar liðin mætast aftur í Dallas ann-
að kvöld.
Minneapolis Timberwolves voru
einnig undir, 2-0, þegar liðið mætti
San Antonio Spurs á laugardag.
Timbervolves unnu leikinn, 93-84,
og halda því áfram í undankeppn-
inni. Fjórði leikur liðanna er í kvöld.
Úrslitin urðu ekki ljós fyrr en í
framlengingu í Orlando þar sem
heimamennirnir í Magic unnu
Milwaukee Bucks með 121 stigi
gegn 116. Staðan í viðureign liðanna
er því 2-1 fyrir Milwaukee. Tracy
McGrady kom sterkur inn fyrir
Magic-liðið, skoraði 42 stig, þar af
21 í fjórða leikhluta og framleng-
ingu. McGrady var einmitt heiðrað-
ur sem sá leikmaður sem hefur tek-
ið mestum framförum í NBA-deild-
inni fyrr um daginn. Fyrir leikinn
hafði Orlando tapað ellefu síðustu
leikjum á móti Milwaukee. Á tíma-
bili virtist sem sagan ætlaði að end-
urtaka sig þegar Orlando glutraði
14 stiga forskoti í lok venjulegs
leiktíma. Þeir taka sig væntanlega
saman í andlitinu þegar þeir mæta
Milwaukee aftur í Orlando annað
kvöld. ■