Fréttablaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 16
FRÉTTABLAÐIÐ ALFABAKKA 8, SIMI 587 8900 www.samfilm.i5 HAGATORGI. SÍMI 530 1919 LALLIJOHNS kl. 6 og 8.30 TESS kl. 10.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 THE MEXICAN kl. 5.30, 8 og 10.30 í Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30 FIUVIUNDllR jSTATE AND MAIN kl. 5.45, 8 og 10.15 NABBI BESTA PLATAN Haraidur Freyr Gíslason tónlistarmaður og leiðbeinandi Eitthvað við hana „Ég er búinn að eiga plötuna Software Slump með hljómsveitinni Grand Daddy í tvo mánuði. Hún er mikil snilld. Þó þeir spili „sleazy" rokk þá er eitthvað við það sem grfpur mann. Ég er búinn að hlusta töluvert á hana og hún endist vel." | Hrókeringar í poppinu: Fimm nýjar plötur tónlist Það fer ekki milli mála að nóg var að gerast í plötuútgáfu í Bret- landi í síðustu viku. Á breska listan- um eru fimm af tíu efstu plötunum nýjar. Plata R.E.M. Reveal, nýtur vin- sælda þó að smáskífan Sugar Cane hafi ekki náð hátt á lista. Bon Jovi hefur verið á toppnum í nær tuttugu ár og heiðrar nú feril sinn með tón- leikaupptökum. Engiferkryddið Geri Halliwell er í þriðja sæti með plötuna Scream If You Wanna Go Faster. Smáskífa Geri, It’s Raining Men var á toppnum á breska smáskífulistanum í síðustu viku. Hún vék fyrir S Club 7 með lagið Don’t Stop Moving í þessari viku. Stöllurnar í Destiny’s Child voru á toppnum í síðustu viku en nýjabrumið fór af Survivor. Gömlu kempurnar í Depeche Mode eru með nýja plötu og Missy Elliot er síðust inn á topp tíu listann. Af öðrum og ánægjulegri innkomum á vinsældar- listann má nefna nýjustu plötu hljóm- sveitarinnar Tool. Hún heitir Later- alus og hoppar beint í 16. sæti. ■ 23. maí 2001 MIÐVIKUDAGUR THIRTEEN DAYS ÍNÝISl<LUNNKElSARANS(bLtaÖ~ .Mr,;,|»l«tE5l kl.8|r 1 ÍSWEET NOVEMBER kl. 3M, 5.50,8 og 10.20]H 1 FRÉTTIR AF FÓLK! Upprisuhátíð Hljómalindar heldur áfram með tónleikum hljómsveit- arinnar Fuck. Hún stígur á stokk á Kaffi Reykjavík á morgun, uppstign- ingadag. Þetta er í annað skipti sem hljómsveitin heiðrar Kidda í Hljómalind og litlu plötubúðina hans. Hún spilaði með Sigur Rós á Gauknum í nóvem- ber ‘98. En margir horfa einnig löng- unaraugum til upphitunarinnar á morgun. Hún verður í höndum Gulla Óttars, sem er gamall Þeysari og Kuklari, og Hilmars Arnar Hilmars- sonar. Þegar þeir tveir stíga á stokk er hátíð í bæ. Þar verður haldið upp á 20 ára afmæli Eskvímó, sem er gamla útgáfufyrirtæki þeirra félaga. Phil Collins, fyrrum trommari Gen- isis, hefur ákveðið að koma alkólista til hjálpar og borga fyrir hann krabbameins- aðgerð. Margaret Paulaskas hefur gengið undir sex að- gerðir vegna krabbameins og er nú í meðferð vegna áfengissýki. Hún hafði gefið upp alla von þar til Collins bauðst til að borga reikningana sem hún hafði safnað upp. „Phil hefur gef- ið mér líf á ný“ sagði Margaret í við- tali við blaðamenn. Eftir síðust að- gerð sem konan fór í, vegna lifra- krabba, var Margaret niðurbrotin. Maður hennar og tveir synir yfirgáfu hana. En nú eru bjartari tímar framundan. Ovíst er hvenær myndin K-19: The Widowmaker, sem Ingvar E. Sigurðsson og Harrison Ford leika í, kemur út. Framleið- endur hennar eru búnir að standa í málaferlum síðan í janúar. Þá kærði Inna Gotman og fyrirtæki hennar Intermedia fyrir að stela hugmyndinni að myndinni. Got- man hafði samband við skipstjóra kafbátsins, Nikolai Zateyev, þegar gögnin um ferð áhafnarinnar voru gerð ljós árið 1994. Hún hugðist gera mynd um sömu sögu. HÁSKÓLABÍÓ FJOLMIÐLABRÆÐUR Hólmgeir og Birgir Ragnar Baldurssynir eru aðstandendur 101 Reykjavík og Stöðvar 1. Þeir ætla í samkeppni við útvarpssvið Norðurljósa. Ný sjónvarps- og útvarpsstöð í loftið 101 Reykjavík hefur hafið útsendingar. Stöð 1 mun brátt fara í loftið. FJÖLMIDLAR Ný útvarpsstöð hefur lit- ið dagsins ljós. Útvarpsstöðin ber nafnið 101 Reykjavík og er henni ætlað að sinna hlustendum á besta aldri sem hafa gaman af rokki í bland við gamlar og nýjar lummur. Aðstandendur stöðvarinnar eru bræðurnir Hólmgeir og Birgir Ragnar Baldurssynir. „Stöðin er sú fyrsta sem hefur ekki dagskrár- gerðarfólk bak við hljóðnemann, heldur er tónlistin í fyrsta sæti. Þetta er kærkomin nýjung þar sem við spilum lög sem heyrast ekki mikið í dag“ segir Hólmgeir um nýjasta afsprengi sitt en þeir bræð- ur hafa áður komið að fjölmiðla- markaðinum og hyggjast reka sjón- varpsstöðina Stöð 1 samhliða út- varpsstöðinni. „Við teljum áhrifin augljós þar sem við getum boðið birtingar á báðum miðlum, og því sinnt kúnnum okkar betur.“ Að sögn Hólmgeirs hefur auglýsingamark- aðurinn breyst mikið með komu Skjás 1. „Menn eru sífellt að horfa meir og meir í átt að opnum miðl- um, samanber Fréttablaðið sem eru aðgengilegir almenningi án endur- gjalds. Stöð 1 verður slík stöð, og nær til allra heimila á Faxaflóa- svæðinu fyrst um sinn, en unnið er að uppsetningu senda einnig á landsbyggðinni, og er Suðurland fyrsti áfangastaðurinn.“ Stöð 1 mun líklega byrja á helgardagskrá en auka við sig dagskrá þegar fram í sækir. Stöðin mun ekki reka eigin dagskrárdeild en vinna að fram- leiðslu innlends dagskrárefnis í samvinnu við kvikmyndagerðar- menn. „Við vitum að það tekur ákveðin tíma fyrir fólk að stilla sig inn á nýja stöð, og við erum viðbún- ir því að reka stöðina eins hag- kvæmlega og við getum á meðan við byggjum upp áhorf. Þarna kem- ur til sú ómetanlega reynsla og þekking sem skapaðist við upp- byggingu Skjás 1, sem við settum í loftið 1998“ segir Hólmgeir en þeir bræður tóku þátt í að byggja upp Skjá 1 á sínum tíma. En þar með er sagan ekki öll sögð hjá fjölmiðla- bræðrunum. „Við erum einnig að skoða gagnvirkni í sjónvarpi, og erum með nýja deild, Kapalnet, sem er ætlað að sinna þessum nýjung- um. Við munum kynna ýmsar nýj- ungar á næstunni." ■ Taktu smá nspu sikkBns bilalakk á uðabrusum Fáðu litinn þinn á úðabrúsa til að laga grjótbarning og smárispur. Slkkens gefur rétta litlnn á bílinn þlnn. Císy JÓNSSON ehf Bddshöfða 14 • s. 587 6644 BRESKI PLÖTULISTINN 0 Reveal R.E.M. ITTB 0 OneWidNight-Live 1985-2001 Bon Jovi fi; No Angel Dido ▼ 0 Hotshot Shaggy ▲ Scream If You Wanna Go Faster ÍTT> Geri Halliwell 0 Survivor Destiny's Child ▼ 0 Tfie Greatest Hits Eddy Grant ▼ 0 Rise Gabrielle ▼ 0 Exciter Depeche Mode 17TB flji Miss E so Addictive Missy Elliot

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.