Fréttablaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 23. maí2001 MIÐVIKUDAGUR HRAÐSOÐIÐ MÁR CUÐMUNDSSON hagfræðingur Ekki endilega komin á endastöð HVERS vegna segir þú að framtíð krónunnar kunni að vera óviss? Ég geri það vegna þess að það er ekki hægt að fullyrða það með óyggjandi hætti að það fyrirkomulag sem við tókum upp undir lok mars, að láta krónuna fljóta á markaði og miða peningastefnuna við bein verð- bólgumarkmið, sé endanleg lokastöð í þróun peninga- og gengismála á ís- landi þó þetta henti okkur langbest af öllum mögulegum valkostum í augnablikinu. HVERJU byggirðu það á? Það byggir á því mati að það er viss kostnaður af því fyrir litla efnahags- heild að hafa eigin mynt og þann kostnað þarf alltaf að vega og meta á móti ávinningnum. Það mat er háð tíma og þeim kostum sem eru í boði. Það sem kann að vera best á einum tíma kann að vera breytt síðar. Það er hugsanlegt að gengissveiflur reynist okkur óþægilegri og kostn- aðarsamari en við teljum nú. Þar af leiðandi getum við ekki fullyrt um það nákvæmlega hvernig verður í framtíðinni. HVERJIR kynnu valkostirnir að vera? Þeir valkostir sem við höfum eru fyrst og fremst tvennir. Annars veg- ar sú skipan sem við höfum og hins vegar að fara alveg í hina áttina og festa gengið algjörlega, annað hvort með myntráði eða með því að taka upp aðra mynt. Ég bendi hins vegar á það í grein minni að þeir kostir í því efni sem ekki fela í sér aðild að myntbandalagi Evrópu eru verri en slík aðild af ýmsum orsökum. Form- lega séð eru þó þessir valkostir að taka upp myntráð gagnvart evru eða Bandaríkjadal, einhliða evrutenging eða þátttaka í efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu. Þriðji kosturinn er langbestur en stendur ekki opinn meðan við erum ekki í Evrópusam- bandinu. HVAÐA breytingar sérðu fyrír þér við núverandi aðstæður? Ég sé engar breytingar fyrir mér við núverandi aðstæður. Við erum nýbúin að skipta um kerfi og það voru mjög sterk rök fyrir því. Ég held að við verðum að gefa því kerfi mjög góðan tíma áður en við getum kveðið upp úr um hvernig það hent- ar okkur. Það sem ég er að fara inn á núna er fremur almenn framtíðar- músík og uppstilling á möguleikum frekar en eitthvað sem stendur fyrir hér og nú. Már Guðmundsson er 46 ára hagfræðingur. Hann starfar sem aðalhagfræðingur Seðlabanka Islands og rrtar grein um valkosti i gengismál- um f nýjasta tölublaði Hagmála. Kosningaslagurinn í Bretlandi: Vissu fjölmiðlar fyrir- fram af eggjakastinu? stjóiinmAl Ritari Verkamannaflokks- ins, Margaret Donagh, hefur skrifað bréf til nokkurra fjölmiðla í Bretlandi þar sem hún kvartar fyrir hönd flokks- ins undan fréttaflutningi af mótmæl- um sem truflað hafa nokkra kosninga- fundi. Lætur hún einnig að því liggja að fjölmiðlar ýti beinlínis undir mót- mælin. Dagblaðið Times greindi frá því að John Prescott, aðstoðarforsæt- isráðherrann hvatvísi, telji að sjón- varpsstöðvar hafi vitað fyrirfram af eggjakastinu sem beindist að honum í Wales. Mótmælendurnir hafi látið fréttamenn vita, og því hafi margir FRÉTTIR AF FÓLKI þeirra verið tilbúnir að mynda atburð- inn. Þá hafa heimildarmenn Times inn- an Verkamannaflokksins einnig haldið því fram að sjónvarpstökufólk hafi „ýtt mannfjöldanum í rétta átt,“ og þannig átt þátt í að skapa ringulreiðina sem myndaðist í kringum Tony Blair þegar hann heimsótti sjúkrahús í Birmingham í vikunni. í bréfinu, sem meðal annars var sent til BBC og Sky, lýsti flokkurinn áhyggjum af „öryggi starfsmanna flokksins, stjórnmála- manna og almennings." Eins og búast mátti var nokkuð um harkaleg viðbrögð liðsmanna annarra BLAIR Á FERÐ OG FLUGI Áhrifamenn innan Verkamannaflokksins telja að glundroðinn sem skapaðist þegar Blair heimsótti sjúkrahús í vikunni hafi að hluta til verið skapaður af fjölmiðlum. flokka vegna bréfsins. Tim Collins, að- stoðarformaður íhaldsflokksins, sagði Verkamannaflokkinn með ásökunun- um hafa „farið algjörlega yfir strikið," og sagði hann flokkinn hafa tilhneig- ingu til að reyna að koma í veg fyrir alla pólitíska andstöðu. Malcolm Bruce, þingmaður Frjálslyndra Demókrata, sagði að án öruggra sann- ana fyrir aðild fjölmiðla að skrílslát- um væri „aumingjaháttur" Verka- mannaflokksins „alveg út í bláinn." ■ Hasarinn mikli á Alþingi, dagana fyrir sumarfrí þingsins, vakti athygli almennings. Þar voru ein- staka þingmenn meira áberandi en aðrir. Svo er að heyra að Guðjón A. Kristjánsson, helm- ingur þingflokks Frjálslynda flokks- ins, hafi náð að heilla marga með framgöngu sinni. Meðal sjómanna er mikil hrifning með frammistöðu gamla skipstjór- ans að vestan og í þeirra herbúðum er sagður sterkur vilji til að tryggja að Guðjón nái að halda starfi sínu áfram eftir næstu kosningar, en það eru nú tvö ár í þær. Ekki eru menn sammála um það hvemig kaupin gerðust á eyr- inni, þegar ákveðið var að fresta ekki gildistöku kvótasetningar á ýsu og steinbít á síðustu andköfum vorþingsins. Frá ráðherrum heyrist þeirri skýringu haldið stíft fram að ríkisstjórnin hafi viljað freista þess að milda höggið fyrir trillukarla með því að bæta í kvótann fyrir ýsu og steinbít, eins og Fréttablaðið hef- ur skýrt frá, en einungis gegn því að órofa samstaða væri um málið með- al stjórnarliða. Enginn mátti skera sig úr, hvort sem viðkomandi var með eða móti eða í milli. Ástæðan var sú að hvernig sem á hnútinn væri skorið yrði málið óvinsælt, og þess vegna glatað fyrir stjórnarliðið að láta það leysast upp í deilur um niðurstöðuna. En Kristinn stóð einn, segir þessi söguskýring, og stjórnar- liði segir um andstöðu hans: „Hann beit sig í þóftuna eins og steinbítur og þar er hann fastur." NÝJUNG f NÁMI Kristján Arí Arason, sem hér er í tölvuveri Borgarholtsskóla ásamt Hlyn Helgasyni kennara og nemendum, segir skólann vel í stakk búinn til þess að hefja kennslu í fjölmiðla- og veftækni Borgarholtsskóli með nýja námsbraut: Viltu verða veftæknir? starfsnám Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á námsskrá fyrir nýtt starfsnám í upplýsinga- og fjöl- miðlagreinum sem Borgarholts- skóli mun bjóða upp á næsta skóla- ár. „Þetta er nýjung sem byggir á gömlum merg iðngreina prentiðn- aðarins", segir Kristján Ari Arason verkefnisstjóri og fyrrv. blaðamað- ur, sem hefur haft veg og vanda að uppbyggingu þessarar námsbraut- ar. Námstíminn er 3 námsár, þar af 4 annir í skóla og 12 mánaða starfs- þjálfun á vinnustað. Skólanámið skiptist í 58 einingar, sameiginlegt grunnnám og 20 eininga sérnám. Með próf af upplýsinga- og fjöl- miðlabraut, sem þreytt er við lok sérnáms í skóla, getur nemandi far- ið í starfsþjálfun hjá viðurkenndu fyrirtæki og lokið starfsnámi á sínu sérsviði eða haldið áfram skólanámi á framhaldsskólastigi, t.d. til stúd- entsprófs eða lokaprófs í margmiðl- un á listnámsbraut. Að lokinni starfsþjálfun gangast nemendur undir sveinspróf eða fagpróf í við- komandi iðn. Til að byrja með verða tvö sérsvið kennd í Borgarholts- skóla, fjölmiðlatækni og veftækni. í fjölmiðlatækni er lögð áhersla á margmiðlun, textaframsetningu, og tæknilega úrvinnslu fjölmiðlaefnis. í veftækni er hins vegar lögð áher- sla á vefhönnun og vinnubrögð við vefmiðlun. Eftir fagpróf er starfs- heitið fjö>iiðlatæknir og veftæknir. Kristján Ari segir að Borgar- holtsskóli við Mosaveg sé afar vel í stakk búinn til þess að taka að sér kennslu á þessu sviði: „Skólinn hefur í tvö ár starfrækt listnámsbraut á sviði margmiðlunar og hönnunar. Færri hafa komist að en vildu í þetta nám en í tengslum við það hefur tölvu- og tækjakostur skólans verið endurnýjaður." ■ Mikill titringur er meðal sjó- manna vegna þess að flestir þeirra vildu ekki hlusta á Árna M. Mathiesen á sjó- mannadaginn. Guð- mundur Hallvarðs- son var settur í erf- iða stöðu. Hann er jú þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, rit- ari Sjómannafélags Reykjavíkur eftir að hafa verið for- maður félagsins um árabil og for- maður sjómannadagsráðs. Það kom því í hlut Guðmundar að tilkynna samstarfsmanni sínum í þingflokki sjálfstæðismanna að félagar Guð- mundar í félagsmálunum vildu ekki ráðherrann. Vitað er að Guðmundi þótti þetta óljúft og bar meðal ann- ars fyrir sig að sjómannadagurinn hafi aldrei verið notaður í kjarabar- áttu. Andstæðingar hans meðal sjó- manna segja að tvenn lög frá Al- þingi á fáum vikum hafi verið meira en nóg til þess að þeim þætti ekki við hæfi að fá fulltrúa ríkisvaldsins til að ávarpa sjómenn á þeirra hátíð- isdegi. Prófessor doktor Hannes Hólm- steinn Gissurarson er nú sestur í seðlabankaráð fyrir hönd Sjálfstæð- isflokksins og er þess því að vænta að gjaldeyrisóróa linni senn. Nú rifja margir upp sögu sem Hannes Hólmsteinn sagði öllum sem heyra vildu og það oft. Það var þegar hann kynnti Birgi ísleif Gunnarsson seðlabankastjóra og formann bankastjórnar fyrir Milton Friedman, Nóbelsverðlauna- hafanum í hagfræði, með þessum orðum: „Hér er maðurinn sem þú myndir gera atvinnulausan ef kenn- ingar þínar fengju að ráða ríkjum á íslandi." Friedman, sem telur seðla- banka vera óþarft þmg. svaraði að bragði: „Nei, hann yrði ekki atvinnu- laus. Hann myndi snúa sér að arð- bæru starfi." Igær var haldinn í ráðhúsi Reykja- víkur fundur með fréttamönnum þar sem kynnt var úttekt á jafnrétt- isáætlun Reykja- víkurborgar. Segir af því annars stað- ar í blaðinu. En það bar til tíðinda að Ingibjörg Sóirún Gísladóttir borgar- stjóri þurfti að víkja af fundi vegna siglingar út á Sundin blá. Fylgdi sögu að ætlunin væri að stíga á land í Engey og þangað hefði hún aldrei komið áður. Varð þá einhverjum að orði að lík- lega myndi koma fram loppa ein stór, bæði grá og loðin, af ætt Eng- eyinga, þegar borgarstjóri legði að, og rödd úr eyjunni segði: „Vígðu nú ekki meira, Sólrún borgarstjóri, ein- hvers staðar verða vondir að vera.“ egar Lúðvík Bergvinsson las mola með morgunkaffinu í gær þar sem blandað var saman fyrirspurn hans um kostnað við leigu á húsnæði í Borgartúni fyrir 6 ríkisstofnanir og eignaumsvifum hans, lét hann sér fátt um finnast og sagði: „Ég á engar eign- ir til þess að selja eða leigja ríkinu. Menn bjarga sér ekki frá hneyksli með því að kasta ryki í augu fólks." ÞRUÐA Passaðu þig á þessari eiginkonu þinni. Þetta er einn af „ekki benda á mig"-dögunum hennar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.