Fréttablaðið - 18.06.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.06.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 18. júnf 2001 n/lÁNUDAGUR Kópavogur: Stríðstól í Hveragerði 17. júní: Þetta er vanvirða við 17. júní Fimmtán ára ökumaður stöðvaður lögreglumál Lögreglumenn í Kópa- vogi stöðvuðu 15 ára pilt sem var í bíltúr aðfaranótt sunnudags. Pilturinn hafði tekið bíl foreldra sinna í leyfisleysi og haldið í bíltúr þrátt fyrir að enn væri á annað ár í að hann hefði aldur og leyfi til. Að sögn lögreglunnar er nokkuð algengt að unglingar taki bíla for- eldra sinna í leyfisleysi þegar for- eldrarnir eru fjarverandi og fari út að keyra. Til að bæta gráu ofan á svart virð- ist svo vera að þetta sé sífellt að verða algengara og því vaxandi vandamál að börn undir aldri séu úti að aka. ■ norðurvIkingur „Ég er á Selfossi. Ég hef ekki geð í mér að vera á þjóðhá- tíðardegi í Hveragerði að fagna sjálf- stæði Islendinga," sagði Ingibjörg Sigmundsdóttir, fyrrverandi bæjar- fulltrúi, þegar Fréttablaðið spurði um veru hertóla í bæjarfélaginu í gær. Á þriðja tug herbíla er lagt í rað- ir við grunnskólann í Hveragerði þar sem hermenn, sem taka þátt í Norð- urvíkingsæfingu í dag, hafa bæki- stöðvar. Vitað var um komu hermanna og hertóla vegna æfinga Norðurvíkings 2001 en búið var að tilkynna að það hæfist ekki fyrr en 18. júní, eftir þjóðhátíðardaginn. Bílarnir byrjuðu að renna í hlaðið 16. júní um svipað leyti og kvennahlaup ISÍ hófst. Ingibjörg sagði þetta mál hafa verið töluvert rætt innan bæjarfé- lagsins og margir hafi sagst ekki ætla að mæta á hátíðarhöldin sökum þessa. Nokkrir ku hafa farið til Sel- foss og fagnað þjóðhátíðardeginum þar. „Mér finnst hægt að sýna okkur þá virðingu að sleppa þessu á þessum degi.“ ■ HERBÍLAR VIÐ GRUNNSKÓLA „Mér finnst þetta vanvirða" UTANLANDSFERÐ FYRIR TVO TVEGGJA NATTA DVOL A EDDUHOTELI NOKIA 3310 GSM SIMA Gjafabréf ♦ Tjaid * Gönguskrefamæli « Bakpoka *• GPS staðsetningartæki ?: Nestiskörfu ■:» Vinnuljós > Hengirúm » Geisladiskatösku > Vasaverkfærasett > Hitabrúsa > Verkfærasett « Áttavita > Skeiðklukku * Ferðatölvutösku » Regnslá Vasaútvarp * Sjónauka.»Veiðistangasett SJAÐU ÞER LEIK A BORÐI I SUMAR! Njóttu þe$s að borða Engjaþykkní T - og vinningurinn gæti leynst í lokinu! www.rn: Vinmngshafar geta sóít vinninga sína til Mjólkursamsölunnar, Brtruhálsi 1, 110 Ftvk NÚ ER HÆGT AÐ DANSA í JAZZBALLETTSKÓLA BÁRU Á Sl Það er bæði hægt að stunda dar J azzballet færir út DflNS í ár eru 35 ár liðin frá því Jazz- ballettskóli Báru lauk sínu fyrsta starfsári, en hann var sá fyrsti sinn- ar tegundar á íslandi. Starfsemin hefur verið óslitin frá þeim tíma, þegar skólinn var í Alþýðuhúsinu, til dagsins í dag og er því orðin fastur hluti af menningunni í landinu. Nú í sumar er svo í fyrsta sinn boðið upp á sumarnámskeið, sem eru með svo- lítið öðru sniði en starfsemin yfir veturinn. Á sumarnámskeiðunum er að sögn Báru, sem á og rekur skól- ann, „meiri léttleiki yfir því sem ver- ið er að gera, þar sem við fleytum rjómann með áherslu á dansinn Boðið upp á sumarnámskeið sjálfan.“ Með þessu á Bára við það, að á veturna er meiri áhersla á grunnþjálfun og æfingar, sem mikil- vægar eru til að hægt sé að byggja þar ofan á með dansinum. Á sumar- námskeiðum eru þátttakendur frá 9 ára aldri, en allt niður í 7 ára í skól- anum yfir veturinn. Bára segir það vera tímanna tákn að bjóða upp sum- arnámskeið, því svo virðist sem það að börn fari í sveit á sumrin sé að leggjast af, foreldrar horfi nú frekar til ýmiss konar sumarafþreyingar í formi námskeiða fyrir börnin. Aðspurð um hversu lengi fram eftir aldri unglingar stundi dansinn, FÆRANLEGAR RAFSTÖÐVAR EINS OG ÞRIGGJA FASA BENSÍN OG DÍSEL & RAFVER SKEIFUNNI 3E-F ■ SlMI 581 2333 ■ FAX 568 0215 rafver@simnet.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.