Fréttablaðið - 18.06.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.06.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN 18. júní 2001 MÁNUDAGUR TIMOTHY MCVEIGH Hefði ekki verið tekinn af lífi hér á landi ef meirihluti netverja hefði fengið að ráða. Ertu fylgjandi dauðarefsingum? Niðurstöður gærdagsins á wyvw.visir.i; Nei 31% 69% Á að stytta opnunartíma skemmtistaða á ný? Farðu inn á vísi.is og segðu | þína skoðun I Sigur Rós heimsfræg Erlend tímarit sýna íslenskum hljómsveitum mikinn áhuga. Greinar hafa birst um þær víða um heim og þá beinast sjónir einna helst að Sigur Rós. tónlist Hróður íslenskra hljómsveita berst víða og í kanadíska tónlistar- blaðinu Earshot eru þrjár opnur undirlagðar íslenskum listamönn- um. Þar má finna viðtöl við nokkrar af þessum sveitum, þar á meðal við Sigur Rós. Sveitin hefur verið að gera það gott erlendis og birtist m.a. grein um hana í nýjasta hefti The Economist. Hvaða þýðingu skildi grein svo virtu tímariti hafa fyrir sveitina? „Ég bara veit það ekki. Ég hef ekki séð þessa grein“ sagði Ge- org Hólm, meðlimur hljómsveitar- innar í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ætli þetta sé ekki bara enn ein greinin." Sigur Rós er talin vera á barmi heimsfrægðar og ýta greinar í er- lendum tímaritum undir það. „Já, já ætli við séum ekki bara heimsfrægir. Þetta er aðallega fynd- ið því þetta er svo íslenskt að vera á barmi heimsfrægðar. Það gengur annars bara mjög vel hjá okkur og okkur líður vel,“ sagði Georg. Hann segist ekki vita hve mörg eintök af fyrstu plötu þeirra Ágætis byrjun hafi verið seld en síðast þeg- ar hann vissi voru það eitthvað um 200.000 eintök. Hann segir hljóm- sveitina samt ekki vera græða neina peninga á þessu. „Nei, það er það fyndna við þetta. Það eru bara hrís- grjón í matinn á hverjum degi.“ í báðum blöðunum er sagt frá því að Sigur Rós syngi annaðhvort á ís- lensku eða á svokölluðu Hoplandic- tungumáli. „Það er eiginlega bara bull tungu- mál. Það er hægt að líkja þessu við það þegar hljómsveitir hafa ekki samið textana og syngja bara eitt- hvað með. Það er alltaf jafn fyndið þegar við erum að spila á tónleikum í EARSHOT Þrjár opnur eru lagðar undir íslenska tón- list í Earshot. Mikill éhugi virðist vera á ís- lenskum sveitum ytra. og fólk syngur með. Maður hugsar bara hvað er fólk að syngja?" sagði Georg. ■ TOLLAR AFNUMDIR Engir tollar verða lagðir á tegundir eins og lauk og jöklasalat eftri að reglugerðabreyt- ing kom frá landbúanaðrráðuneytinu. Það hefur samt ekki umtalsverð áhrif á kaup- mátt neytenda. Afnám tolla á nokkrum grænmetistegundum: Vegur ekki þungt grænmeti Landbúnaðarráðuneytið sendi frá sér reglugerðabreytingu á föstudag þar sem tollar af nokkrum tegundum grænmetis voru afnumdir. Margar af þessum tegundum skipta neytendur engu stórmáli sökum þess hversu lítið magn er keypt af þeim og einnig hve lágar þær eru í verði fyr- ir. „Það er eitthvað af þessu sem við höfum verið að láta flytja inn fyrir okkur og kemur til með að lækka í næstu sendingu," sagði Þórður Þóris- son framkvæmdastjóri 10-11 versl- ananna í gær. Einar Þór Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Ávaxtahússin, sagði þessar reglugerðabreytinga hafa lækkun í för með sér í þeim tegund- um sem reglugerðin tilgreindi. Þar vegur þyngst lækkun á lauk og jökla- salati, sem fólk kaupir þó nokkuð af. Einar segir þessa reglugerð frá- brugðna því sem verið hefur undan- farin ár. Stefnubreytingin nú felur í sér afnám hafta sem notaðar voru til tekjuöflunar fyrir ríkisvaldið en ekki til að vernda innlenda framleiðendur. Það mun koma neytendum að ein- hverju leyti til góða þó þessar teg- undir vegi ekki þungt í dag í innkaup- um almennings. ■ Hagurinn batnaði við aukið frelsi Stofnun Háskóla Islands dirfskufullt skref. Framkvæmdavaldið hlýtur að tryggja Háskóla íslands sem bestan aðbúnað. Fjáls viðskipti þýðingarmesta forsenda framfara og velsældar. Hæfileikar Jóns Sigurðssonar hefðu leitt hann til forystu á hvaða tíma sem er. pióðhAtíð Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, sagði í hátíðarræðu sinni á Hrafnseyri í gær að fram- kvæmda- og fjárveitingavaldið gæti ekki setið hjá á hliðarh'nunni ef við vildum standa hér undir burðugum þjóðarháskóla. Það hlyti að kosta kapps um að tryggja skól- anum sem bestan aðbúnað og skil- yrði til að efla sig á alla lund. Davíð sagði stofndag Háskóla ís- lands hafi verið látinn bera upp á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, í virðingar- og þakklætisskyni við hann. Nú nítíu árum síðar hefur betur tekist til með Háskólann en bjartsýnustu menn gátu gert sér vonir um enda var skrefið dirfsku- fullt og dýrt. Hann sagði íslendinga í mun að forðast persónudýrkun af sér- hverju tagi en þeim væri óhætt að viðurkenna að Jón Sigurðsson væri afburðarmaður og hæfileikar hans hefðu efalítið leitt hann til forystu og metorða á hvaða tíma sem var og undir merkjum sérhverrar þjóðar sem hann hefði fæðst til. Því hljóti hann að standa á veglegri stalli en aðrir menn á íslandi vegna afreka sinna og baráttu. Jón átti kollgátuna þegar kom að verslunar- og viðskiptafrelsi og taldi frjáls viðskipti manna og þjóða á milli eina þýðingarmestu forsendu framfara og almennrar velsældar. „Hagur þjóðarinnar batnaði jafnan í réttu hlutfalli við það aukna frelsi, sem hún öðlaðist. Auð- vitað er það rétt, sem sumir undir- strika í tíma og ótíma, að misskipt- ing lífsins gæða er meiri en þegar fátæktin var eina sameign þjóðar- innar. En sá er vonandi vandfund- inn sem þættist betur staddur ef frelsið væri takmarkaðra og for- ræði íslenskra mála væru fremur í annarra höndum en okkar sjálfra. Þessa er okkur hollt að minnast," sagði Davíð Oddsson. Eiríkur Finnur Greipsson, for- maður Hrafnseyrarnefndar sem sá um skipulagningu hátíðarhaldanna, sagði að gestir hefðu verið á fjórða hundrað í einstakri veðurblíðu. Guðrún Edda Gunnarsdóttir prestur á Þingeyri var með guðþjónustu í kapellunni á Hrafnseyri sem var fjölsótt. Ræðu- höld fóru fram undir berum himni og á eftir var veislukaffi í bursta- bænum, fæðingarstað Jóns Sigurðs- sonar. í föruneyti Davíðs voru tveir Vestur-íslendingar, Eric Stefanson og Kristjan Stefanson, báðir háttsettir emættismenn í Manitoba fylki, sem eiga ættir sínar að rekja vestur á firði. ■ iÓN SIGURÐSSON Jón taldi ekki að einangrun þjóðarinnar og heimóttarskapur væri lausnin sem leita bæri að sagði Davíð Oddsson Islensk Auðlind L æ k j a r t o r g i Hafnarstræti 20. 2h 101 Reykjavík 561-4000 www.audlind.is Hin íslenska Fálkaorða: Blóma og gjafavöruverslun Vorum að fá á söluskrá okkar glæsllega blóma og gjafavöruverslun á frábær- um stað í úthverfi Reykjavíkur. Um er að ræða fyrirtæki með góða viðskipta- vild, smekklega innréttað og fína veltu. Fyrirtækið er rekið í leiguhúsnæði. Öflugur grillstaður Einn af þekktari grillstöðum borgarinnar er til sölu vegna sérstakra aðstæðna. Fyrirtækið er mjög þekkt og með fína viðskiptavild, vel tækjum og búnaði búið og góða veltu. Allar nánari uppl. gefnar á skrifstofu. Innflutningur-Heildsala Erum með á söluskrá okkar þekkt fyrirtæki sem þjónað hefur landanum til margra ára með frábærum íþróttavörum sem slegið hafa í gegn. Matvælaframleiðslufyrirtæki Vorum að fá á söluskrá okkar traust og gott matvælaframleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig m.a. í sallatgerð ásamt öðru. Fyrirtækið er með stóran og traustan viðskiptahóp. Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur allar gerðir af fyrirtækjum a skrá. Erum með mjög öfluga og trausta káupendur sem leita af ákveðnum fyrirtækjum til kaups. 15 Islendingar heiðraðir viÐURKENNiNG Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi 15 íslend- inga riddarakrossi viö hátíðlega at- höfn á Bessastöðum í gær. Ármann Halldórsson fyrrum kennari, riddarakross fyrir störf í þágu mennt- unar og uppeldis. Björn Jónsson fyrrverandi prestur, riddarakross fyrir störf að bindindis- og menningarmálum. Bragi Ásgeirsson listmálari, riddara- kross fyrir störf í þágu lista og menn- ingar. Egill Bjarnason ráðunautur, riddara- kross fyrir störf í þágu landbúnaðar. Guðrún Agnarsdóttir læknir, riddara- kross fyrir störf að heilbrigðismálum. Gyða Stefánsdóttir kennari, riddara- kross fyrir störf í þágu menntunar og fræðslu. Haraldur Sumarliðason húsasmíða- meistari, riddarakross fyrir störf í þágu iðnaðar. Helga Ingólfsdóttir tónlistarmaður, riddarakross fyrir störf í þágu lista og menningar. Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, stórridd- arakross fyrir störf í opinbera þágu. Jón Ásgeirsson tónskáld, riddara- kross fyrir störf í þágu menningar og lista. Kristín Pétursdóttir bókasafnsfræð- ingur, riddarakross fyrir störf í þágu bókasafns- og uppýsingafræða. Stefán Baldursson, þjóðleikhússtjóri, riddarakross fyrir störf í þágu lista og menningar. Svava Jakobsdóttir, rithöfundurr riddarakross fyrir störf í þágu lista og menningar. Svavar Gestsson, sendiherra og fyrr- verandi ráðherra, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu. Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri, riddarakross fyrir störf í þágu menntunar og vís- inda. „sá. I BCSiít* Fyrirtækjasala 1 Fasteignasaía I Leigumiðlun I Lögfræðiþjónusta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.