Fréttablaðið - 18.06.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.06.2001, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 18. juní 2001 MÁNUDAGUR HVERNIC FER? KR-Keflavík? ALBERT SÆVARSSON. MARKVÖRÐUR GRINDAVÍKUR „KR-ingar hafa alltaf verið í erfiðleikum með Kefla- vík, en ég held samt að þeir hysji upp um sig buxúrnar núna og vinni leikinn. KR vinnur 2-1." KJARTAN EINARSSON, SÓKNARLEIKMAÐUR BREIÐABLIKS. „Ég er alveg með það á hreinu að KR tapar þess- um leik 2-0. Þeir verða þvl áfram við botn deild- arinnar." MOLAR Jón Arnar Magnússon lenti í fjórða sæti á Opna þýska meistaramótinu í tugþraut, sem haldið var í Ratingen um helgina. Jón Arnar var í fimmta sæti eftir fyrri keppnisdaginn með 4139 stig. Hann end- aði með 7938 stig. Þjóðverjar urðu í efstu þremur sæt- unum. Ólympíu- meistarinn Erki Nool hætti keppni í 400 metra hlaupi. • • / Onnur umferð Islandsmótsins í ralli, ESSO rallinu, fór fram á Höfn í Hornarfirði á laugardaginn. Feðgarnir, Rúnar Jónsson og Jón R. Ragnarsson, sigr- uðu á Subaru Impreza en þeir voru tæpri mínútu á undan Hirti Pálma Jónssyni og fsak Guðjónssyni. Hjör- leifur Hilmarsson og Jón Þ. Jónsson voru í þriðja sæti. Leiðirnar, sem eknar voru á laugar- daginn, voru torfærnar og flestum ökumönnunum ókunnar. Magnús Magnússon keilari vann bronsverðlaun í einstak- lingskeppni á Evrópumeistaramótinu í keilu, sem fram fer í Álaborg þessa dagana. Magnús náði 1402 stigum í sex leikjum og urðu aðeins Finninn Mika Luoto með 1445 stig og Svíinn Anders Öhman með 1432 stig hærri. Alls voru 135 keppendur. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur keilari kemst á verðlaunapall á alþjóðlegu keilumóti. Af afrekum annarra íslenskra kepp- enda á mótinu má nefna 9. til 10. sæti Elínar Óskarsdóttur í einstak- lingskeppni kvenna. Coca-Cola bikarinn: Öll úrvalsdeildar- liðin komust áfram knattspyrna Engin óvænt úrslit litu dagsins ljós í 32- liða úrslitum bikar- keppni karla, Coca-Cola bikarnum um helgina. Víkingur Reykjavík sigraði Nökkva á Ármannsvelli með fjórum mörkum gegn einu. Á Keflavíkurvelli tapaði ung- mennalið Keflavíkur fyrir KA með þremur mörkum gegn engu. Stjarnan fór létt með Árborg á Selfossvelli 4-1, Sindri bar sigurorð af Leiftri fyrir austan, 1-0. Skagamenn virðast vera komnir á skotskóna því þeir unnu sannfær- andi sigur á Þór Akureyri, fyrir norðan, 5-0. Fram 23 ára og yngri tapaði fyrir FH með tveimur mörkum gegn engu og voru unglingarnir óheppnir að fara ekki með sigur af hólmi. FH-ingar lei- ddu leikinn með einu marki og hefðu heimamenn auðveldlega getað jafnað og komist yfir. Lukkudísirnar voru hinsvegar ekki á þeirra bandi í þetta sinn og FH skoraði síðasta markið og er því komið í 16 liða úrslit. GULIR OG GLAÐIR Skagamenn fóru unnu sannfærandi sigur á Þórsurum fyrir norðan. Þór hefur farið mikinn s.l. timabil en þurftu að játa sig sigraða fyrir þeim gulu. Á hádegi í dag verður dregið um hvaða lið mætast í 16- liða úrslitum en eftirfarandi lið hafa tryggt sér þáttöku. Úrvalsdeild: Grindavík, ÍBV, ÍA, FH, Breiðablik, Valur, Keflavík, Fylkir, KR, Fram. 1 deild: KS, KA, Stjarnan, Víkingur R. 2. deild: Sindri, .Víðir ■ Lokaumferð ítalska boltans: Roma meistari knattspyrna AS Roma vann Parma 3-1 í gær í lokaumferð ítölsku knatt- spyrnunnar og tryggði sér ítalska meistaratitilinn, eftir átján ára bið. Francesco Totti, Vincenzo Montella og Gabriel Batistuta skoruðu mörk Rómverja í gær en Maco Di Vaio skoraði fyrir Parma. Það var fyrirliðinn Francesco Totti sem skoraði fyrsta mark leiks- ins í gær á 19. mínútu, en flestir telja að hann verði valinn leikmaður árs- ins á ftalíu enda hefur hann sýnt feik- na góðan leik með meisturunum. „Þetta er sem draumi líkast," sagði Totti eftir leikinn. „Þetta hefur verið draumur alla mína ævi.“ Montella skoraði annað markið, er hann fylgdi eftir þrumuskoti Argent- ínumannsins Gabriels Omars ÆSTIR AÐDÁENDUR Aðdáendur AS Roma rífa hér sundur mark- ið á Ólympíuleikvanginum í Róm eftir að heimamenn höfðu tryggt sér meistaratitil- inn. Átján ára bið eftir meistaratitlinum var loks lokið. Batistuta. Batistuta innsiglaði síðan sigur Rómverja er hann skoraði þrið- ja markið með vinstri fótar skoti, framhjá ítalska landsliðsmarkverðin- um Gianluigi Buffon. Batistuta fagn- aði vel en hann kom frá Fiorentina fyrir þetta tímabil þar sem hann náði ekki að vinna einn einasta titill. Þúsundir aðdáenda ruddust inná völlinn þótt enn væri nokkuð eftir af leik og þurfti að reka þá aftur í sætin enda hætt við að liðið fengi á sig sekt fyrir skrílslætin. Síðustu fimm mínútur leiksins þrengdu þeir svo að lögreglu, sem slegið hafði skjaldborg í kringum völlinn, veifuðu fánum og sungu „Grazie Roma, Grazie Roma“ (Takk SERIA A LEIKIR u J T MÖRK STIC AS Roma 34 22 9 3 68:31 75 Juventus 34 21 10 3 61:27 73 Lazio 34 21 6 7 65:36 69 Parma 34 16 8 10 51:26 56 Inter Milan 34 14 9 11 47:47 51 AC Milan 34 12 13 9 56:47 49 Atalanta 34 10 14 10 38:34 44 Brescia 34 10 14 10 44:41 44 Fiorentina 34 10 13 11 53:52 43 Bologna 34 11 10 13 48:53 43 Perugía 34 10 12 12 49:53 42 Udinese 34 11 5 18 49:59 38 Lecce 34 8 13 13 40:54 37 Reggina 34 10 7 17 32:49 37 Verona 34 10 7 17 40:59 37 Vicenza 34 9 9 16 37:51 36 Napoli 34 8 12 14 35:50 36 Bari 34 5 5 24 30:65 20 BESTUR Francesco Totti, fyrirliði Roma leiddi sína menn til sigurs í deildarkeppninni. Hann verður að öllum líkindum valinn leikmaður ársins á Ítalíu. Róma) sem er stuðningslag liðsins. Það endaði með því að æstir áhan- gendur þustu inn á völlinn og hófu að rífa leikmenn úr treyjum og buxum. Þetta er þriðji deildarmeistaratit- ill Roma sem sigraði árin 1943 og 1983 en hafnaði einungis í sjötta sæti í fyrra. Þetta var hinsvegar fimmti titill þjálfarans Fabio Capellos, en hann vann fjóra titla með hinu sögu- fræga liði AC Milan. „Við sýndum góðan karakter allt tímabilið, frá upphafi til enda,“ sagði Capello. „Aðdáendur okkar hafa ein- staka ástríðu sem hjálpaði okkur mikið í baráttunni." ■ Sölufólk óskast! Blindrafélagið stendur fyrir merkjasölu. Okkur vantar hresst og duglegt sölufólk til starfa. Góð sölulaun í boði. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 525 0000 alla virka daga á milli 8:30 og 16:00. Blindrafélagið Grindavík í Intertotokeppninni: Olafur Örn tryggði sigurinn knattspyran Grindvíking- ar báru sigurorð á FC Vilash frá Azerbaísjan í Intertotokeppninni í gær með einu marki gegn engu. Það var fyrirliðinn, Ólafur Örn Bjarnason sem tryggði Grindvíking- um sigurinn úr víta- spyrnu. Fyrri hálfleikur var nokkuð fjörugur og sóttu Grindvíkingar stíft. Þeir fengu þó nokkur færi en áttu erfitt með að finna réttu leiðina í net- möskvana. Tvö hættuleg- ustu færin sem heima- menn fengu enduðu í hlið- arneti gestana Seinni hálfleik byrj- uðu heimamenn af sama krafti en náðu ekki að nýta sér færin fyrr en á 83. mínútu þegar Sinisa Kekic var felldur innan teigs og dæmd var vítaspyrna. Það var sem fyrr segir Við þurftum bara að skora fleiri mörk,“ sagði Rúnar Sigurjónsson, for- maður meistaraflokks- ráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur í samtali við Fréttablaðið. Seinni leikur liðanna verður háður í Azerbaísjan á sunnudaginn komandi og verður róðurinn eflaust erfiður. „Ég tel okkur eiga mikla möguleika á að komast áfram miðað við hvernig leikurinn þróaðist í dag. Maður veit samt aldrei," sagði Rúnar. Grindvíkingar vígðu í dag áhorfendastúku við nýjan knattspyrnuvöll en stúkan rúmar 1.500 manns í sæti. Rúmlega 1.000 manns komu sér fyrir í nýju stúkunni og var það mál manna að vel hefði tekist til við gerð hennar. ■ FAGNA FYRIRLIÐANUM Leikmenn Grindavíkur fagna hér fyrirliðanum, Ólafi Erni Bjarnasyni. Hann skoraði eina mark leiksins eftir vítaspyrnu Ólafur Örn Bjarnason sem tryggði liðinu sigur úr spyrnunni. „Þetta var bara mjög glæsilegt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.