Fréttablaðið - 18.06.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.06.2001, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 18. júní 2001 MÁNUPACUR SVONA ERUM VIÐ FJÖLDI NÝSKRÁÐRA BÍLA A MÁNUÐI 1999-2001 I stað 15-20% samdrætti I fjölda nýskráðra bifreiða á milli ára, eins og sumir bjuggust við, virðist hann ætla að verða nær 50%. Tryggvi Eiríksson hjá Þjóðhagsstofnun segir að bílarnír séu þó að jafnaði dýrari; þannig gæti verðmætissamdráttur verið um 40% þó fjöldasamdrátturinn sé nálægt 50% á milli fyrstu mánaða 2000 og 2001. | INNLENT~| Erill var hjá lögreglu aðfaranótt sunnudagsins 17. júní. Tvo menn þurfti að flytja á slysadeild eftir að á þá hafði verið ráðist af ofurefli liðs. Annar mannanna varð fyrir árás þriggja manna undir morgun en þeir börðu hann í jörð- ina og spörkuðu í hann þar sem hann lá. Maðurinn var fluttur á slysadeild en árásarmennirnir í fangageymslur. Tveir til viðbótar voru handteknir eftir að hafa ráð- ist á mann snemma morguns þan- nig að flytja þurfti hann á sjúkra- hús. Hvorugur mannanna er alvar- lega slasaður. —♦— Sprengingin í Oklahoma: Fær Nichols einnig dauðadóm? penver. ap. Skömmu áður en Timothy McVeigh var tekinn af lífi í síðustu viku, bað hann lögfræð- inga sína um að hjálpa vini sínum Terry Nichols, sem átti þátt í að skipuleggja sprengingu alríkis- byggingarinnar í Oklahoma, að komast hjá því að fá dauðadóm. Nichols afplánar nú lífstíðardóm fyrir aðild sína í hryðjuverkinu, þar sem alls létust 168 manns. Var hann dæmdur fyrir morð af óyfir- lögðu ráði og fyrir að eiga þátt í dauða átta lögreglumanna. Sækj- endur í málinu hafa nú lagt fram 160 morðákærur gegn honum og krefjast dauðarefsingar eftir að ný gögn komu fram í málinu þann 11. júní. ■ KREFJAST DAUÐADÓMS Terry Nichols á mynd sem tekin var af honum á lögreglustöð í Oklahoma I lok janúar á síðasta ári. Líkur eru á því að eins fari fyrir honum og fór fyrir félaga hans, Timothy McVeigh, í síðustu viku. Bretland: Ruslpósturinn fer beint í ruslið neytendawAl Næstum því helmingur alls ruslpósts sem kemur inn um lúgu bresks almennings fer beint í rusla- körfuna án þess að hann sé nokkurn tímann skoðaður, að því er kemur fram í nýlegri könnun. Þar segir að 41% neytenda hendi öllum tilboðum sem komi til þeirra með tölvupósti auk auglýsinga um leið og þeir sjái þau. Næstum átta af hverjum tíu sögðu að ruslpóstur og símasölumenn eigi alls ekki upp á pallborðið hjá þeim. Sex af hverjum tíu sögðu hins vegar að þeir yrðu móttækilegri fyrt tilboðum af ýmsu tagi ef þeir fengju sjálfir að ráða hvernig þau kæmu til þeirra. ■ Davíð segir Islendinga styðj a eldflaugavarnir Mikill árangur næst á leidtogafundi NATO. Davíð telur að eldflaugakerfi Bandaríkjanna skuli byggt sé það hægt. Fundur utanríkisráðherra bandalagsins í Reykjavík í maí ræðir frekari stækkun NATO til austurs. Tjarnarskóli í Reykjavík, eini einkarekni grúnnskólinn þar sem nemendur tóku samræmd próf 10. bekkjar, er með þriðju lökustu útkomuna af 22 grunnskólum höf- uðborgarinnar. Það vekur athygli að útkoma prófa tíunda bekkjar í skólanum er slök en talsverðar deilur urðu meðal skólafólks þegar Tjarnarskóli var stofnaður fyrir sextán árum og töldu andstæðingar hans að með stofnuninni yrði hætta á að nemendum yrði mismunað. Þangað færu börn efnameiri for- eldra og í krafti skólagjalda væri hægt að bjóða upp á skólastarf sem væri ekki á færi annarra skóla. Margrét Theódórsdóttir, annar skólastjóra skólans, segir skýringuna að hluta til samsetn- ingu tíunda bekkjar skólans í ár og bendir á að á starfstímanum hafi Tjarnarskóli yfirleitt verið meðal tíu efstu skóla í Reykjavík á sam- ræmdum prófum. Þá ítrekar hún að samræmd próf séu ekki algildur mælikvarði á gæði skólastarfs. Að sögn Sigríðar Dúnu Krist- mundsóttur var litið á íslend- inga sem forystuþjóð á ráðstefn- unni Konur og lýðræði sem fram fór í Vilníus í Litháen um helgina. Sigríður segir gífurlegan áhuga hafa verið á málefnum kvenna á ráðstefnunni og að greinilegur ár- angur hafi orðið af verkefnunum sem sett voru af stað í Reykjavík og það svo að húsnæði fyrir vinnu- hópana dugði ekki til. Að sögn Sig- ríðar Dúnu var forsetahöllin opnuð og vinnuhópunumm útveguð að- staða þar. Þátttakendur á ráðstefn- unni voru um 500. leiðtogafundur Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, er ánægður með ár- angur leiðtogafund Atlantshafs- bandalagsins, NATO. Hann sagði að fundurinn hefði verið árangursríkur og að nú væri einsýnt að af stækkun NATO til austurs yrði. „Það mun þó betur koma í Ijós á fundi utanríkisráðherra NATO sem haldinn verður í maí n.k. - líklega í Reykjavík - en þar verður frekari stækkun bandalagsins rædd. Á fund- inum núna, sem var nokkurs konar óopinber leiðtogafundur, voru engin ákveðin lönd nefnd á nafn vdrðandi stækkun bandalagsins," sagði Davíð. Mál á borð við ástandið í fyrrum ríkj- um Júgóslavíu - einkum Makedóníu - voru í aðalhlutverki á fundinum ásamt því sem leiðtogarnir ræddu hvernig NATO gæti komið að því að nútímavæða heri bandalagsríkjanna. Hann bætti því við að í nóvember 2002 yrði haldinn opinber leiðtoga- fundur leiðtoga NATO-ríkjanna í Prag í Tékklandi og þá yrðu mögu- lega teknar ákvarðanir varðandi frekari stækkun bandalagsins til austurs. Þegar Davíð var spurður hvort honum hefði virst vera sátt um eld- flaugavarnarkerfið sem Bandaríkja- menn hafa vilja koma sér upp sagði Davíð að fslendingar styddu slíkt kerfi „ef það er vísindalega fært að mynda slíka vörn“ og bjóst hann ekki við því að slíkt kerfi myndi raska valdajafnvæginu í heiminum. Davíð sagðist hafa hrifist af Geor- ge W. Bush, forseta Bandaríkjanna, en fjölmiðlar hafa jafnan lýst honum sem „einföldum" manni. „Hann kom mér fyrir sjónir eins og maður sem veit hvað hann er að segja. Hann kemur sér beint að kjar- na málsins og á auðvelt með að greina kjarnann frá hisminu," sagði Davíð. Þetta er fyrsti fundur Davíðs með núverandi Bandaríkjaforseta. omarr@frettabladid.ís STÆKKUN TIL AUSTURS Leiðtogar NATO-ríkjanna telja að orðið geti af frekari stækkun ríkjanna til austurs á næsta fundi leiðtoganna í Prag í nóvember 2002. Davíð telur að búast megi við miklum árangri af viðræðum utanríkisráðherra bandalagsins á islandi í maí n.k. Veðurstofunni óheimilt að hagnast Haf- og lofthjúpsfræðistofan Halo segir Veðurstofu Islands sitja á gögnum sem henni beri að láta af hendi og bjóða stórlega niðurgreidda þjónustu á samkeppnismarkaði og hefur kært Veðurstofuna til Samkeppnisstofnunar. samkeppnismál Björn Erlingsson, stjórnaformaður haf- og lofthjúps- fræðistofunnar Halo ehf., segir al- menning gjalda þess að Veðurstofa íslands hafi reynt að hindra sam- keppni með því að neita Halo um aðgang að veðurgögnum og með að bjóða stórlega niðurgreidda þjón- ustu. Halo hefur kært Veðurstofuna til Samkeppnisstofnunar og þar er málið nú til meðferðar. íslensk Auðlind Lækjartorgi Leigumiðlun Þarft þú að leigja út íbjíð, skrifstofuhúsnæði eða aðra fasteign. Skráðu þá eignina hjá okkur - þér að kostnaðarlausu - í síma 5614000 eða á vef okkar www.audlind.is/skraning. Halo rekur meðal annars vefset- ur á Internetinu þar sem hægt er nálgast ýmis konar veðurfræðileg- ar upplýsingar fyrir Ameríku og Evrópu auk íslands. Fyrirtækiö byggir vinnu sína alfarið á gögnum frá bandarískri veðurfræðistofu, sem Björn segir „að taki hlutverk sitt alvarlega“ gagnstætt Veður- stofu íslands sem ráði yfir sömu gögnum en neiti að láta þau af hendi. Björn segii að afstaða Veðurstof unnar þýði meiri vinnu og kostnað fyrir Halo og tefji eðlilega framþróun í framsetningu veðurupplýsinga. „Notendur líða því framganga Veður- stofunnar er eins og hemill á frekari þróun á tækni- og þjónustustigi í greininni,“ segir hann. Magnús Jónsson veðurstofu- stjóri segist ekki sammála sjónar- miðum Halo. „Við viljum ekki láta þá fá á engu verði, eins og þeir vilja, ís- lensk og erlend veðurgögn, sem Veðurstofan hefur aðgengi að með alþjóðlegum samningum fyrir hönd íslenska ríkisins. Við höfum enga HÖMLUR Á VIÐSKIPTI „Við erum ekki markaðsstofnun" segir Magnús Jónsson veður- stofustjóri GJÖRNINGAVEÐUR Á VEÐURFRÆÐIMARKAÐI Veðurfræðistofan Halo sakar Veðurstofu Islands um brot á samkeppnislögum en veðurstofustjóri segir Veðurstofuna fara að lögum og aðeins vera að sinna skyldu sinni við almenning. heimild til að láta af hendi gögn, sem verða til á öðrum veðurstöðv- um í markaðslegum tilgangi," segir um Magnús. „Þannig að við erum ósammála Halo en að sjálfsögðu verðum við auðvitað að hlýta úr- skurði Samkeppnisstofnunar þegar hann kemur." Auk aðgangsins að veðurfræði- gögnunum telur Halo að Veðurstof- an selji á markaði alls kyns veður- fræðiupplýsingar á stórlega niður- settu verði. Þetta á m.a. um veður- spár til dagblaða og ljósvakamiðla. „Við erum ekki markaðsstofnun og okkur er í raun óheimilt að hagn- ast á þessu en eigum að selja okkar vinnu á ákveðnu tímagjaldi sam- kvæmt samþykki ráðuneytis. Þá má ekki gleyma því að við höfum laga- lega skyldu til að miðla veðurupp- lýsingum til almennings," segir Magnús. gar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.