Fréttablaðið - 18.06.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.06.2001, Blaðsíða 16
FRÉTTABLAÐIÐ BESTA PLATAN 16 18. júní 2001 MÁNUPAGUR PÁLL ARNAR SVEINBJÖRNSSON hljómsveitarmeðlimur Súrefni Grípandi og skemmtileg lög „Þessa daganna er ég að hlusta á nýju plötuna með nigerisku söngkonunni Sade, Lovers Rock. Þetta er frábær plata í alla staði, framúrskarandi spilamennska. Svo spillir það ekki fyr- ir að lögin eru bæði grípandi og skemmtileg." ■ ENNÞA HEITUR? Siðasta plata sem skartaði aðeins nýjum lögum frá Jackson var Dangerous árið 1991. Siðast gaf hann út Blood on the Dance floor árið 1997. Jackson með nýja plötu: Ut í lok sumars TÓNUST Konungur poppsins, Michael Jackson, er að leggja lokahönd á nýj- ustu plötu sína, Invincible. Hann #r búinn að vera í þrjá mánuði í Miami ásamt upptökustjóranum Teddy Riley. Útgáfufyrirtækið Epic Records hefur ekki sent neinar upp- lýsingar frá sér um plötuna en yfir- menn þar fengu víst að heyra hana fyrir helgi. Talið er að hún komi út fyrir 25. september til að ná Grammy-tilnefningum næsta ár. Jackson tók upp 50 lög en leyfði yfirmönnunum aðeins að heyra 15. Talið er að fyrsta smáskífan verði lag með Method Man úr Wu-Tang Clan. Þá er Jackson er að skipuleggja risatónleika til heiðurs sjálfum sér í september. Hann ætlar að fá popp- arana Britney Spears, Whitney Hou- ston, ‘NSYNC og fleiri til að syngja með sér í Madison Square Garden í New York. ■ Gabriel höggdeyfar QSvarahlutir Stórhöfða 15 S. 567 6744 • Fax 567 3703 borgariimar tnger StetnsöfC’^Otðfur 0, Fétursson s, 691 0919 S. 896 6544 Bárugöiu 4, 101 Reykjavík. s. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta HÁSKÓLABÍÓ THE MUMMY RETURNS kl. 5.30, 8 og 10.301 't'he mexican kl. 5.30, 8 og 10.301 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 FILÍVtUNDLIR SOME VOICES kl. 6, 8 og 10 .. Till Lindemann söngvari Rammstein var f feiknastuði á tónleikunum. Tónleikar hljómsveitarinnar snúast ekki einungis um tónlistina heldur eru þeir ein stór sýning. Sprengjur og eldvörpur Rammstein hélt tvenna tónleika í Laugardalshöll fyrir fullu húsi. Hljómsveitin notaðist við sprengjur og eldvörpur. Onnur eins sýning hefur ekki sést á íslandi. tónlist Þýska hljómsveitin Ramm- stein hélt tvenna tónleika í Laugar- dalshöll um helgin. Um 12.000 manns komu og sáu sveitina spila og hefur Höllin sjaldan eða aldrei ver- ið eins troðin. Hin eilífa hljómsveit Ham sá um að hita upp lýðinn á fyrri tónleikun- um og tókst bærilega til. Hljóm- sveitin sem var eitt sinn kölluð há- værasta hljómsveit landsins var þó langt frá því að vera hávær og virt- ist sem hljóðmenn væru að spara kerfið fram að aðalnúmeri kvölds- ins. Stemmningin byrjaði að magn- ast þegar klukkan fór að slá níu. Einstaka sinnum tóku áhorfendur sig til og reyndu að klappa upp hljómsveitina. „Rammstein! Ramm- i stein! Rammstein!" Hljómsveitin i lét þó áhorfendur bíða eftir sér í ! fimmtán mínútur eða svo. Skyndi- lega slokknuðu öll ljós nema öriítil ! glæta á sviðinu sem minnti einna ] helst á tilraunastofu doktors Frankensteins. Sýningin var hafin. Liðsmenn hljómsveitarinnar týnd- ust hver af öðrum inná sviðið og hófu svo leikinn af miklum krafti. Rammstein er þekkt fyrir mikla sýningu á meðan tónleikum þeirra stendur og sama var uppá teningn- um nú um helgina. Hver sviðs- sprengjan sprakk af fætur annarri, eldtungur teygðu sig hátt til lofts og kveikt var í hljóðnemastatífum svo fátt eitt sé nefnt. Á tímabili var há- vaðinn frá sviðssprengjunum svo mikill að hann yfirgnæfði tónlistina. Allt ætlaði þó um koll að keyra þeg- ar nokkurs konar rakettur skutust frá sviði í átt að stúkunni og þegar Till Lindemann, hinn vígalegi aust- ur-þýski söngvari, tók upp eldvörpu og beindi henni út í sal. Eldtungan frá vörpunni náði marga metra fram í sal. Þvílíkt og annað eins! Til að toppa allt kom svo hinn áð- urnefndi söngvari fram í lokin og kveikti í sjálfum sér. Áhorfendum til mikillar skemmtunar. Rammstein spilaði mörg af sín- um frægustu lögum líkt og Du Hast, Sonne og Links 2 3 4. Áhorfendur tóku undir líkt og þeir helst máttu. Hitinn var slíkur að það lá við yfir- liði hjá hörðustu rokkhundum sök- um súrefnisskorts. Svo fór líka að í laginu Stripped tóku nokkrar stúlk- ur sig til og sviptu sig klæðum við mikla undrun og ánægju unglings- drengja sem komu í fylgd foreldra sinna. Það var gaman að sjá alla aldurs- hópa samankomna þarna, áður- nefnda unglinga í fylgd með for- eldrum sínum sem og hörðustu rokkara. Maður fékk það jafnvel á tilfinninguna að einhver þessara foreldra hefðu notað börnin sín sem afsökun til að koma og sjá þess vin- sælu hljómsveit. Allt fór samt vel fram og voru tónleikagestir óvenju lítið ölvaðir miðað við hvað gengur og gerist á tónleikum af þessari stærð- argráðu. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Leikarinn Christopher Reeve, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Súperman, hyggur nú á bóka- skrif. Reeve ætlar að skrifa bók um allt það sem hann hefur lært síðan hann lam- aðist fyrir sex árum síðan. Bókin ber nafnið Nothing Is Impossible og verð- ur gefin út á næsta ári. Hann skrifar meðal annars um það hvað stuðningur fjölskyldunnar skipti miklu máli og hvernig þjóðfélagið tekur á móti fötl- uðu fólki. „Bókin fjallar um það að ekkert er ógerlegt og í raun að allt sé mögulegt," sagði Reeves. „Bestu frétt- irnar við þetta eru að það þarf ekki Súperman til að takast á við svona hluti. Við getum það öll.“ Reeves lam- aðist fyrir neðan háls eftir að hann datt af hestbaki árið 1995. Utvarpsmennirnir tveir sem komu sögunni af stað um að Britney Spears væri dáin geta átt von á kæru. Útvarpsmennirnir, Kramer og Twitch, sögðu að Britney og kærastinn hennar Justin Timberlake úr NYSync hefðu lát- ist í bílslysi og nú hefur sagan farið um líkt og eldur í sinu. Jive plötufyrir- tækið hyggst fara í mál við hrekkjaló- manna, en það gefur út plötur Britn- eyjar og segir að þetta geti haft alvar- legar afleiðingar í för meö sér. Maðurinn sem hefur verið kærður fyrir að sitja um Gywenth Pal- trow hefur verið lokaður inni á geð- sjúkrahúsi. Dante Michael Soiu var fundinn sekur í des- ember s.l. fyrir að sitja um leikkonuna íðilfögru. Hann hef- ur m.a. sent henni hundruði bréfa og kíkt fjórum sinnum í heimsókn til for- eldra hennar. Pal- trow sagði fyrir dómstólum að hún hefði verið orðin mjög hrædd við Soiu og var viss um að hann myndi reyna að meiða hana. Siou gekk undir geðrannsókn og í kjöl- farið var hann lokaður inná sjúkrahúsi með hámarks öryggisgæslu. I8g88g»iaB^»iwriir)iiinitiiwiííWiWi»ri'iiaWWi8i88ffii>««<awBs3a«5B«a«saiiiiiiiiiiiiiiii»iww»«MiRaa«MBaMBaaMB«n«Biiii»iiiiir»rii......... Enn annaá fórnarlamb ofnotkunar vorogloss. m ! gp c* 1 : 1 íl íi ít u

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.