Fréttablaðið - 22.06.2001, Síða 1

Fréttablaðið - 22.06.2001, Síða 1
SYNING BRETLANP Fjórir vilja sœti Hague bls 10 ÞINGKOSNINGAR bls 18 Stjórnmálaflokkur innflytjenda bls 12 Yfirsýn listamannsins FRÉTTABLAÐ ÖRYCGISMIÐSTÖÐ ÍSUNDS HEIMAGÆSLA Sími 530 2400 42. tölublað - 1. árgangur FÖSTUDAGUR Hugað að hugverkum rAðstefna í tilefni 10 ára afmælis einkaleyfastofunnar verður haldin ráðstefna um verndun hugverka á nýrri öld. Ráðstefnan hefst kl. 13.30 og er á Grand Hótel. Kórar í kirkjunni skemmtun Kvöldvaka verður í Hall- grímskirkju í kvöld kl 20. Karl Sig- urbjörnsson setur kirkjudaga með aðstoð ellefu barnakóra. Upplestur, leikur og tónlist. VEÐRIÐ I DAC REYKJAVÍK Hæg suðauslæg átt og skýjað með köflum. Hiti 7 til 14 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI fsafjörður Q 5-8 Skýjað Q 11 Akureyri © Léttskýjað ©13 Egilsstaðir © Léttskýjað © 13 Vestmannaeyjar© 5-8 Skýjað © 13 Hús við ylströnd opnun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun opna nýtt þjónustuhús við yl- ströndina í Nauthólsvík í dag kl. 13.30. Húsið mun þjóna þeim sem spóka sig á sólarströndinni. Stuðmenn út úr skápnum tónlist Gömlu Stuðmennirnir stíga út úr skápnum á Gauk á Stöng í kvöld og standa fyrir Hýru trippi. Hýrafár verður með ásamt dj Dag- ný. Tveir leikir í 1. deild fótbolti í kvöld fara fram tveir leikir í 1. deild karla í knattspyrnu. Leiftur tekur á móti KA á Leiftur- svelli og á Valbjarnarvelli fær Þróttur Reykjavík, Dalvík í heim- sókn. Báðir leikirnir hef jast klukk- an 20.00. IKVÖLDIÐ í KVÖLD! Tónlist 18 Bió 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 19 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hversu lengi staldrar fólk við hverja opnu í bíöðunum? Miðað við þann tíma sem fólk sagðist verja til lestrar blaðanna og stærð þeirra þann tíma sem könnun Gallup stóð í maí 2001. 27,5 sek. 70.000 prentuö eir 70% fótks Í€5 blsc 69,2% IBUA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS A ALDRINUMl 18 TIL 80 ÁRA LESA FRÉTTABLAÐIÐ ALLTAF EÐA OFT SAMKVÆMT KÖNNUN GALLUP FRÁ MAÍ 2001. Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Erlent lán til bj argar krónunni Finnur Ingólfsson segir yfirskot hafa verið í uppsigl- ingu. Dugar varla eitt og sér, segir Margeir Pétursson. efnahacsmál „Aðgerðirnar í gær eru ekki vísbending um stefnubreyt- ingu,“ segir Finnur Ing- ólfsson, seðlabanka- stjóri, um inngrip bank- ans í gengi krónunnar í gærmorgum. Seldar voru 24 milljónir dollara og keyptar krónur í stað- inn, en í kjölfarið hækk- aði gengi krónunnar um 3,28%. „Við höfum sagt það frá því við hurfum frá vikmörkunum yfir í flotgengið að engar efnahagslegar forsend- ur væru fyrir því að gengið færi svona langt niður. Til þess að það gerist ekki með yfirskoti eins og var í uppsiglingu þá komum við inn.“ Finnur segir að þróun gengisins í gær hafi verið sam- kvæmt þeim væntingum sem bankastjórnin gerði. „Við vorum að vonast til að gengið myndi styrkjast ef við kæmum inn og það gerð- ist allverulega.“ Að- spurður um hvort bank- inn muni áfram halda verndarhendi yfir krón- unni segir Finnur að bankinn hafi gott svig- rúm til þess. Geta til að fara út í markaðsaðgerð- ir hafi verið tryggð með erlendri lán- töku. „Reynslan almennt af svona inn- gripum, þegar mönnum finnst gjald- miðlar vera rangt skráðir og lýsa ekki undirliggjandi efnahagsástæð- um, er oftar en ekki góð ef góðar fréttir eru með- fylgjandi. En þegar farið er á móti leitni markað- arins og engar sérstakar fréttir í gangi þá getur inngripið allt eins komið út sem veikleikamerki,1 11 segir Margeir Péturs- son, eigandi M.P. verð- bréfa, um inngrip Seðla- bankans í gær. Segir hann vel geta verið að jákvæð tíðindi muni fyl- gja í kjölfarið, Seðla- bankinn sé ábyrg stofn- un sem hljóti að hafa hugsað málið til enda. „Það er auðvitað mjög gott að þeir hafi komið inn og hjálpað þeim sem komnir voru j vandræði vegna falls krónunnar. Hinsvegar er gengisfall jákvætt fyrir atvinnulíf- ið í heild.“ Segir Margeir að markaðurinn fari gjarnan fram úr sjálfum sér, eins og raunin varð á síðasta ári. Vísbend- ingar séu um það nú að örvæntingin sé nægi- lega mikil til að botn sé kominn á gegnissigið. „Kannski er botninn ekki langt undan þegar sumir tala óvarlega um að krónan sé ónýtur gjaldmiðill." Sjá nánar bls. 2 matti@frettabladid.is FINNUR INCÓLFSSON Segir gengisþróun verða að vera í samræmi við efnahags- lega forsendur. MARGEIR PÉTURSSON Frjálsi markaðurinn er ekki alltaf dans á rósum, segir Margeir. Grænfriðungar: Kyrrsetja togara sem fer ekki á sjó þorskveiðar Grænfrið- ungar komu í gær í veg fyrir að breskur togari færi úr höfn í Tromsö í Noregi, til að mótmæla veiðiaðferðum hans og stefnu norskra yfir- valda í fiskveiðimál- um. Eigandi togarans segir að ásakanir Grænfriðunga séu byggðar á misskilningi. Togarinn á að fara til þorskveiða á Barentshafi. Ellefu Grænfriðungar fóru um borð og umkringdu togarann með gúmmíbátum. Eigandinn segir þetta hálf tilgangslaust þar sem skipið eigi ekki að fara af stað fyrr en eftir tvær vikur hvort sem er. Grænfriðungar ásaka togarann um að veiða of smáan fisk og ógna þar með þorskstofninum. Eigandi skipsins segir hins vegar að veiðar tog- arans séu fullkomlega löglegar. „Satt best að segja held ég að þeir hljóti að hafa ráðist á rangt skip,“ segir hann. Eigandinn segir jafn- framt að lögregla verði ekki kölluð til fyrst í stað til að fjarlægja mót- mælendurna. „Okkar vegna mega þeir gjarnan vera áfram um borð,“ sagði hann. ■ Föstudagurinn 22. júní 2001 CARÐASTRÆTI Götusteinarnir eru teknir upp og notaðir að Bessastöðum, Viðey eða við Hóladómkirkju. Mikil verðmæti eru í steinunum. Gatnaframkvæmdir í Garðastræti: Götusteinar eru gersemi vecavinna Starfsmenn borgarinnar eru við framkvæmdir í Garðastræti þar sem þeir taka upp tilhöggna brú- steina við götukantinn. Þetta er gert til að bæta malbikun við götuna - þannig að malbikið nái alveg að gangstéttinni. Gömlu til- höggnu steinarnir eru fjarlægðir og þeir geymdir. „Þar til rík ástæða er til að nota þessi verðmæti," segir Sig- urður Skarphéðinsson gatnamála- stjóri. Hann segir steinana vera í misjöfnu ástandi. „Á sumum stöðum eru þeir orðnir mjög slitnir því það er búið að keyra mikið yfir þá og þeir steinar eru því ekki nothæfir. Hinsvegar eru til steinar, sem við erum að grafa upp og hafa fyrir löngu farið undir yfirborð- ið. Malbikið hefur varið þá og þeir eru mjög heillegir. Þeir steinar hafa til að mynda verið notaðir í Viðey, Bessastöðum og Hóladómkirkju. En þegar marga nothæfra steina vantar í hleðslur - þá eru þeir höggnir til úr grágrýti. Þeir eru síðan lagaðir til að með svipuðum hætti og hér áður fyrr.“ ■ 1 ÞETTA HELST | Refsing Engihjallamorðingjans var þyngd í Hæstarétti í gær um tvö ár. bls. 12 — Annars konar afplánun brotafólks en fangelsisvist eykur ekki ít- rekunartíðni og er mun ódýrari kost- ur. bls. 4 —«— Krónan kostar okkur 120 millj- arða á ári að mati Samtaka at- vinnulífsins. Vaxandi stuðningur við að taka upp evru. bls. 2 Borgarstjóri vill stórefla löggæslu í miðborginni. Ætlar að ræða málið við fulltrúa ríkisstjórnarinnar. bls. 11

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.