Fréttablaðið - 22.06.2001, Side 18

Fréttablaðið - 22.06.2001, Side 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 22. júní 2001 FÖSTUPAGUR Kirkjudagar á Jónsmessu: Ævintýraheimur barnanna á vegum þjóðkirkjunnar Grasagarðunnn: Sjötíu reyni- tegundir CRójpuR í safni Grasagarðsins í Laugar- dal eru um 70 mismunandi reyniteg- undir af rúmlega 100 tegundum sem finnast í heiminum. Reynitegundir geta verið bæði tré og runnar og berin eru ýmist rauð, hvít, bleik eóa appel- sínugul. Hér á landi vex ein tegund eóa ilmrevnir, og telst hann því til íslensku Flórunnar. Hér áður fyrr hvíldi mikil helgi yfir ilmreyni og talið var að hon- um fylgdu bæði góðar og vondar nátt- úrur. Klukkan tíu í fyrramálið verða reynitegundir í Grasagarðinum skoð- aðar í fylgd Ingunnar J. Óskarsdóttur garðyrkjufræðings og Evu G. Þor- valdsdóttur forstöðumanns. Mæting er í lystihúsinu sem stendur gegnt garðskálanum. ■ kirkjudacar Meðan kirkjudagar þjóð- kirkjunnar á jónsmessu standa yfir, með málstofum, guðsþjónustum og tónlistardagskrám, er boðið upp á viðamikla dagskrá fyrir börn og ung- linga þar sem allir aldurshópar eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Þetta er ekki bara barnagæsla á meðan mamma og pabbi eru að gera eitthvað annaó heldur er verið að bjóða krökkunum upp á virkilega spennandi hluti,“ segir Guðlaug Björgvinsdóttir sem hefur undirbúið barnastarfið ásamt Magneu Sverris- dóttur og Guðnýju Hallgrímsdóttur. Barnastarfið fer fram í Vörðu- skóla, sem er við hliðina á Austur- bæjarskóla. Þar verður starfinu skipt upp í nokkra hópa þar sem miðað er við ákveðna aldurshópa. Sex til átta ára börnum verður til dæmis boðið í kennslustofu sem hefur verið breytt í neðansjávarheim þar sem börnin búa til og hengja upp fiska og annað líf í sjónum. Hver hópur byrjar á eins konar innlögn þar sem sögð er saga úr Bibl- íunni eða á annan hátt minnt á trúna, en „síðan er þetta annað hvort leikur eins og í Ljónagryfjunni og Örkinni hans Nóa eða vinna í höndunum, að föndra, búa til og skapa,“ segir Guð- laug. Á morgun verður jafnframt sér- stök unglingadagskrá þar sem kenndur verður Afródans og hljóm- sveitin Godspeed leikur, svo nokkuð sé nefnt. ■ TRÚÐACAMAN Börnum á öllum aldri verður m.a. boðið til trúðaveislu þar sem þau læra að mála sig og leika eins og trúðar einir gera. Sumartónleikar Jómfrúrinnar: Ungir jazzmenn jazz Á fjórðu tónleikum sumartón- leikaraðar veitingahússins Jómfrú- rinnar við Lækjargötu, laugardaginn 23. júní, kemur fram kvartett trommuleikarans Kára Árnasonar. Með Kára leika bassaleikarinn Valdi- mar K. Sigurjónsson og gítarleikar- arnir Andrés Þór Gunnlaugsson og Ómar Guðjónsson. Allir hafa meðlim- ir kvartettsins stundað nám við Tón- listarskóla FÍH en Andrés Þór er nú við framhaldsnám í Hollandi.Tón- leikarnir hefjast kl. 16 og standa til kl. 18. Tónleikarnir fara fram ut- andyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. ■ —♦— Hafnarhúsið: Tuttugu orð myndlist Á morgun klukkan fjögur opnar Stella Sigurgeirsdóttir sýningu í Hafnarhúsinu hafnarmegin, í sýn- ingarsal íslenskrar grafíkar TVyggvagötu 17. Sýningin ber yfirskriftina „Por- trett landslag - tuttugu orð“. Verkin sem eru tvívíð, eru unnin í Imageon filmur og býflugnavax. Þau innihalda orð, tuttugu og átta ólíkra einstak- linga sem fengu beiðni um að senda listakonunni tuttugu orð með rafræn- um pósti. Orðin máttu vera af ýmsu tagi, helst þau orð sem komu upp í hugann hverju sinni eða einhver upp- áhaldsorð. Verkin innihalda orðin og heiti verkanna bera nafn viðkomandi einstaklings, dagsetningu og tíma. Vegna eiginleika vefsins er auðveld- lega hægt að tímasetja textann sem berst þannig. Niðurstaðan er því „portrett-mynd“ af viðkomandi per- sónu, eða af því sem fer í gegnum huga hennar þá stundina. Hugmynd Stellu er helst sú að sýna fram á að orð og hugsanir eru hluti af manneskjunni og eru nánast jafngild andlitsljósmynd eða por- trettmálverki, þar sem persónuleiki hvers og eins kemur fram. ■ —«— Johnny on the Northpole: Vinsælir fyrir vestan og í Eyjum rokk Reykvíska rokkhljómsveitin Johnny on the Northpole ætlar að leggja land undir fót um helgina og spilar á Eyrinni á ísafirði í kvöld en á Hópinu á Tálknafirði á laugardags- kvöld. Meðlimir hljómsveitarinnar eru þeir Kiddi rokk gítarleikari, Steini söngvari, en þeir eru báðir Reykvík- ingar, Jörgen bassaleikari sem er Færeyingur og Gísli trommuleikari sem er Vestmannaeyingur. Johnny on the Northpole er orðin nokkuð gömul hljómsveit sem mun njóta nokkurra vinsælda og þá sér- staklega á Vestfjörðum og í Vest- mannaeyjum. ■ FÖSTU DAGUR 22. JÚNr LEIKHÚS______________________________ 20.00 írska verðlaunaleikrltið Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones er sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhúss- ins. Þeir Hilmir Snær Guðnason og Stefán Hrafn Stefánsson fara á kostum í þessari sýningu. 20.00 Stórfarsinn Með vífið í lúkunum er sýndur í Borgarleikhúsinu. Höfundurinn er Ray Cooney og með hlutverk fara helstu gaman- leikarar landsins. SKEiyUVITANIR_______________________ Hljómsveitin Stuðmenn verða á Cauki á Stöngí kvöld vegna mikill eftirspurnar. Þetta kvöld er upphaf kvölda sem hald- in verða á föstudagskvöldum á Gaukn- um I sumar með yfirskrifitnni Svona er sumarið og er í samstarfi Skífunnar, FM-957, Popp Tí Ví og Vísis.is. Strákarnir í Svörtum fötum ætla að leika fyrir gesti PlayeFs í Kópavogií kvöld. Þeir sem ætlar að bregða sér til Vest- mannaeyjar ættu að kikja við á bal! með hljómsveitinni Sóldögg sem haldið verður i Skvísusundi í kvöld. Hann Doddi litli verður í góðu glensi í diskóbúrinu á Club 22 í kvöld. Hann ætlar að leika fyrir dansi bæði gamalt og nýtt efni fram undir morgun. Doddi byrj- ar á miðnætti og er frítt inn til kl. 3. Handhafar stúdentaskrírteina frá frítt inn alla nóttina. SÝNINGAR____________________________ íslenskar þjóðsögur og ævintýri er þema sumarsýningarinnar sem opnuð hefur verið í Safni Ásgríms Jónssonar við Bergsstaðastræti 74 í Reykjavík. Á sýningunni sem stendur til 1. september eru margar af frægustu þjóðsagnamynd- um listamannsins. Þar má einnig sjá vinnustofu, heimili og innbú hans. Önnur af sumarsýningum Listasafns Reykjavíkur - Kjarvalsstaða ber nafnið Flogið yfir Heklu. Sýningarstjóri er Ein- ar Garibaldi Eiríksson myndlistarmaður og prófessor við Listaháskóla íslands. Á sýningunni getur að líta mismunandi myndir Heklu sem sýndar verða hlið við hlið. Sýningin stendur til 2. september. Hin sumarsýningin er [ miðrými Kjar- valsstaða og ber hún yfirskriftina 1461 dagur. Þar sýnir Cretar Reynisson verk- efni sem hann hefur unnið að frá 1. jan- úar 1997 og sér ekki fyrir endann á enn. Þetta er vaxtarverkefni af þeirri tegund sem á ensku væri kallað „work in progress." Sýningin stendur til 19. ágúst I Stöðlakoti við Bókhlöðustíg 6 stendur yfir sýning á útsaumsverkum Kristínar Schmidhauser. Sýningin er opin dag- lega kl. 14-18 og lýkur 24. júní. Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur opn- að sýninguna Henri Cartier-Bresson í Opnunarsýning Errósafnsins: Myndirnar verða sífellt flóknari myndlist Erró er kominn til landsins með fríðu föruneyti þekktra lista- manna, fræðimanna og athafna- manna á sviði lista sem mun ferðast með honum vítt og breitt um landið næstu daga. Tilefnið er yfirlitssýn- ing á verkum Errós allt frá sjötta áratugnum til síðustu ára sem jafn- framt er opnunarsýning Errósafns- ins. Erró segir að þetta sé stærsta yf- irlitssýningin á verkum hans til þessa, enda fæst þarna góð yfirsýn yfir allan feril listamannsins. „Það hafa verið þematískar sýningar, eins og stóra sýningin í París sem er núna í Helsinki en var í Riga áður og Brussel. En þetta er sú stærsta, já,“ segir hann. „Ég er sérstaklega ánægður með að þeir samþykktu að taka nýjustu myndirnar með tii að sýna þær hérna. Þær hafa aldrei verið sýndar áður og aldrei verið strekktar upp. Við strekktum þær upp í París rétt áður en ég fór heim þannig að ég hef aldrei séð þær strekktar sjálfur,11 segir Erró. „Fyrsta myndin er svona fimm til sex ára gömul, en það tók mörg ár að ákveða að fara í þessa syrpu. Þetta var orðið svo mikið, ég var kominn með heilt tonn af teiknimyndabók- um og þurfti bara að ákveða að fara í að gera klippimyndir upp úr því.“ „Annars verður kannski mest gaman fyrir mig að sjá hvernig fólk- ið sem kemur að utan lítur á þetta, margt af því hefur aldrei séð þessar gömlu myndir mínar, ekki eina mynd,“ bætir hann við. Á sýningunni er meðal annars að finna myndverkið „Stríð" sem Erró vann aðeins 14 ára gamall og má þar greinilega sjá rætur þess sem Erró hefur verið að fást við fram á síð- ustu ár, bæði hvað varðar myndefni og efnistök, þótt listsköpun Errós hafi annars tekið margvíslegum breytingum á ferlinum. „Þetta er nú orðið svo mikið af stórum myndum. Ég hugsa að ég fari nú að kippa mig svolítið niður í starfinu, einfalda verkin. Það er erfitt að geyma þessar myndir og erfitt að flytja þær og annað,“ segir hann. „Þetta verður líka alltaf flókn- ara og fióknara með hverju árinu. Ef ,£&é ég mála finnst mér að ég verði að gera þetta eins flókið og hægt er, en að það standist á sama tíma í mynd- byggingu og öðru.“ - Þú vilt hafa þetta sem flóknast? „Já, þetta er nokkurs konar Grófarsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sýnd eru verk þessa franska Ijósmynd- ara sem nú er á tíræðisaldri og hefur oftast verið kenndur við stílinn „hið af- gerandi augnablik". Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-17 og um helgar kl. 13-17 og stendur til 29. júlí. Sænski Ijósmyndarinn Lars Erik Björk sýnir Ijósmyndir frá Færeyjum í anddyri sænska sendiráðsins í Lágmúla 7 sem hann nefnir Leiftur frá Færeyjum. Sýn- ingin verður opin virka daga kl. 9-16 til 22. júní. Ari Magg sýnir Ijósmyndir á Atlantic í Austurstræti og er þetta er fyrsta einka- sýning Ara. Þema sýningarinnar á Atlant- ic er íslenski fáninn. Gengið er inn frá Austurvelli. í Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf víkinganna í York . Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu í víkingaþorpi þar sem hægt er að sjá fólk við vinnu sína og hins vegar sýningu sem heitir „Skullsplitter" á frummálinu, þar má sjá beinagrind og hauskúpur vík- inga sem féllu í bardögum. Á sýningunni eru raunverulegar líkamsleifar sem geta valdið óhug. Sýningin er opin alla daga frá 13-17, kostar 300 krónur, frítt fyrir börn, unglinga og ellilífeyrisþega. Miðinn gildir einnig I hin hús safnsins. Sýning- arnar standa til 1. október. I Sjóminjasafninu í Hafnarfirði stendur handverkssýning Ásgeirs Guðbjartsson- ar. Frá 1. júní til er Sjóminjasafnið opið alla daga frá kl. 13 til 17. Sýningin stend- ur til 22. júlí. Ljósmyndasýning grunnskólanema stendur yfir í Gerðubergi. ( vetur hafa þeir unnið undir handleiðslu hugsjóna- mannsins Marteins Sigurgeirssonar og afraksturinn hangir á veggjum Gerðu- bergs. Sumar myndanna eru Ijóðskreytt- ar aðrar segja sjálfar allt sem segja þarf. Opnunartími sýningar er virka daga frá 12 til 17 og stedur sýningin til 17. ágúst. Handritasýning stendur í Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Á HÝRU TRIPPI Stuðmenn verða á Gauknum í kvöld. Stuðmenn stíga út úr skápnum: Páli Óskari verður refsað skemmtun Stuðmenn hafa verið á landsreisu undanfarið en hyggjast með eftirminnilegum hætti stíga út úr skápnum nú um helgina, bæði sunnan heiða og norðan. Hljómsveitin stendur fyrir Hýru trippi í kvöld á Gauk á Stöng þar sem dj Dagný kemur fram ásamt Stuð- mönnum og hljómsveitinni Hýrafári. Daginn eftir, laugardaginn 23.júní ætlar hljómsveitin að eggja Norð- lendinga og örva með æsilegu Hýr- arki í samvinnu við Pál Óskar. ,4 báðum stöðum munu Stuðmenn draga hvern annan út úr skápnum með valdi, auk þess sem Páli Óskari verður refsað líkamlega fyrir það að vera hálfgerður Drag-bítur á hljóm- sveitinni, þó að hljómsveitarmenn séu vissulega sammála um að hann sé alveg kýrhýr í kollinum. Trommu- leikarinn Geiri Óskars mun koma fram um helgina sem Gayi Óskars, Addi Rokk verður Addi Frock og Bjarni Bö verður Bjarni Budda. Kynnir bæði kvöldin verður hinn kokhrausti Herra Borgarfjarðar- og Hýrasýsla, Bóas Daði, en hann er bæði glæhýr (nýkominn út úr skápn- um) og ránhýr (mjög gay). ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.