Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.07.2001, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 13.07.2001, Qupperneq 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 13. júlí 2001 FÖSTUPAGUR SPURNINC DACSINS Hvers konar sumarieyfi heillar þig mest? Þar sem ég get verið með nánustu fjölskyldu minni og kem endurnærður til nýrra verka á eftir. Staðsetningin er ekki aðalatriðið, ég hef verið í fríi í öllum heimsálfum; en félagsskap- urinn og það að njóta öryggis er mér mikil- vægt Magnús Oddsson er ferðamálastjóri ÁSDÍS HLÖKK THEODÓRSDÓTTIR Skipulagsstofnun hefur tillögu um aðal- skipulag til óformlegrar umsagnar. Aðstoðarskipulagsstjóri um flugvallarskipulag: Unnið sam- kvæmt skoð- anakönnun FLUGVALLARSKIPULAG „Við höfum fengið frá borgarskipulagi drög að aðalskipulagi til óformlegrar umsagnar," segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, aðstoðarskipu- lagsstjóri, en tekur fram að skip- an mála á flugvallarsvæðinu fari einnig eftir svæðisskipulagi höf- uðborgarsvæðisins sem unnið hefur verið nánast samhliða aðal- skipulaginu. „Báðar þessar tillög- ur eru í anda skoðanakönnunar- innar sem gerð var meðal borgar- búa, þá best ég veit. Það síðasta sem ég vissi var að miða ætti við að flugvöllurinn væri farinn árið 2016,“ segir Ásdís Hlökk. Hún segir vinnuna við svæðis- skipulag höfuðborgarsvæðisins vera á svipuðu róli og aðalskipu- lagið og ákvörðun um framtíð flugvallarins, og þar með hvort farið verði eftir skoðanakönnun- inni, verði samtengd ákvörðun þessara aðila. Nefndin fari nú um þessar mundir ásamt stjórnum sveitarfélaganna yfir síðustu drög tillagna sem stefnt er á að verði auglýstar í haust. „Þar verð- ur markaður sá rammi sem aðal- skipulagi borgarinnar er ætlað, samkvæmt reglum, að útfæra nánar,“ segir Ásdís Hlökk. ■ Um helgina: Fínt veður í bænum veður Sigrún Karlsdóttir, veður- fræðingur á Veðurstofunni, segir að veðrið um helgina líti þokka- lega út víðast hvar. Best verður það sunnan- og vestan lands og búast má við síðdegisskúrum á stökum stað inn til landsins á laugardag og sunnudag. Eitthvað þykknar upp á sunnudag. Hlýjast verður sunnanlands og spáð er 10-17 gráðum hita yfir daginn. Sjálf ætlar Sigrún að vera heima yfir helgina enda að vinna. „Það verður líka fínt veður í bæn- um,“ segir Sigrún Karlsdóttir. ■ Ung hjón í Þýskalandi: Handtekin fyrir hrottafengið morð BERLÍN. ÞÝSKALANDI. AP. LÖgreglan í austurhluta Þýskalands handtók í gær ung hjón sem grunuð eru um hrottafengið morð á 33 ára göml- um manni, sem talinn er hafa ver- ið samstarfsfélagi annars hinna ákærðu. Illa leikið lík mannsins fannst fyrr í vikunni í íbúð pars- ins í bænum Witten í vestanverðu Þýskalandi. Alls fundust 66 sár á líkinu og eru þau sögð vera eftir hnífsstungur og hamarshögg. Morðið er talið tengjast djöfla- dýrkun, en í íbúðinni fannst svört líkkista auk krossa sem sneru á hvolf. Hjónin ungu, sem heita Manuela og Daniel Ruda, eru 22 og 25 ára gömul og eru þau nú í yf- irheyrslu í borginni Bochum. Hafði lögreglan leitað að þeim síð- an líkið fannst í íbúðinni og bar leitin loks árangur í borginni Jena í austanverðu Þýskalandi þar sem þau voru handtekin. ■ EKKI FRÝNILEG Morðið er talið tengjast djöfladýrkum og ekki er annað að sjá en að hjónin ungu hneigist meira í átt að hinum myrkari öflum. Erlend Náttúruverndar- samtök: Ahyggjur vegna skil- yrða Islands hvalveiðiráðið Náttúruverndarsam- tök um allan heim hafa lýst yfir áhyggjum sínum yfir væntanlegri inngöngu íslands inn í Alþjóða Hval- veiðiráðið eftir tíu daga. Ahyggjurn- ar beinast að skilyrðum íslands fyrir inngöngunni en þau eru að ísland mun ekki gangast undir ákvarðanir sem teknar voru fyrir inngöngu fs- lands í ráðið. Náttúruverndarsamtök- in segja að ef skilyrðin verði sam- þykkt mun það gera Hvalveiðiráðið valdalaust. Stöð 2 greindi frá. ■ Breyttar adstæður í rekstri tónskóla Einsetning grunnskóla hefur gjörbreytt starfsumhverfi tónskóla. Opnar fyrir ný tækifæri að flét- ta tónlistarnám meira inn í skólastarfið. Skólagjöld munu hækka ef stuðningur við tónskóla dregst saman. tónlistarnám „Við erum þegar farin að finna fyrir því að ein- setning grunnskóla hafi áhrif á starfsemi tón- skóla", segir Edda Borg, skólastjóri Tónlistar skóla Eddu Borg. Starfsumhverfi tónskóla hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Auk þeirra áhrifa sem einsetning grunn- skóla hefur á starfsemi þeirra hefur úrskurður Samkeppnisráðs um að borgaryfir- völd skuli endur- skoða úthlutun styrkja til tón- skóla valdið óvis- su um rekstrar- Þegar einsetn- ingin tók gildi fóru börnin að vera lengur í skólanum á daginn en áður var. Því geta tónlistar- kennarar ekki hafið kennslu fyrr en á milli tvö og þrjú á daginn og þurfa að vera að til níu á kvöldin til að Ijúka fullum vinnudegi —— grundvöll þeirra. „Þegar einsetningin tók gildi fóru börnin að vera lengur í skól- anum á daginn en áður var. Því geta tónlistarkennarar ekki hafið kennslu fyrr en á milli tvö og þrjú á daginn og þurfa að vera að til níu á kvöldin til að ljúka full- um vinnudegi.“ Þessu fylgja mörg vandamál að sögn Eddu. Erfiðara verður að setja saman stundaskrár, kennurum gefst síð- ur kostur á yfirvinnu en áður og ekki sé æskilegt að ung börn séu að koma í tónlistarnám á kvöldin. Edda segist þó vonast til þess að í framtíðinni verði hægt að flétta tónlistarnám inn í grunn- skóla í meira mæli en gert hefur verið hingað til. Þegar séu til- EDDA BORG Telur þörf á því að vlnna stefnumótun í tónlistarkennslu til lengri tíma en gert hefur verið hingað til. Stefnuna þarf að móta mörg ár fram I tfmann en á því hefur oft verið brestur. raunaverkefni í gangi í nokkrum skólum þar sem forskólanám í tónlist standi nemendum til boða í aukinni viðveru í skólum. Þetta segir hún að geti auðveldað börn- um að gera upp við sig hvort þau vilji leggja stund á tónlistarnám eða njóta tónlistar einvörðungu sem áheyrendur. Aðspurð um hvaða áhrif úr- skurður Samkeppnisráðs um styrkjaveitingu Reykjavíkur- borgar til tónskóla hafi á starf- semi þeirra segir Edda að því sé erfitt að svara og velti á því hvernig borgin bregst við. „Skólagjöld munu koma til með að hækka verulega ef úrskurður Samkeppnisráðs verður til þess að þeir skólar sem hafa starfað í tíu ár eða lengur fá skert fram- lög“, segir Edda og telur óráðlegt að miklar breytingar verði gerð- ar á stuðningi borgarinnar við tónlistarnám. Slíkt kunni að verða til að tónskólum fjölgi, stuðningur við þá minnki og graf- ið verði undan þeim árangri sem hefur náðst í tónlistarnámi. binni@frettabladid.is Aíturvirk lán nemenda Lögregluskólans: Formlegt erindi berist lögregluskólinn „Það er ekki dóms- málaráðuneytisins að hafa forgöngu um það að námslánin verði afturvirk, þá værum við að fara inn á verksvið menntamálaráðherra," segir Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðarmaður Sól- veigar Pétursdóttur, dómsmálaráð- herra, varðandi kröfu núverandi nema skólans um afturvirk námslán vegna vorannar skólans. Frá mennta- málaráðuneytinu fengust þau svör frá Guðríði Sigurðardóttur að nem- endurnir verði að snúa sér til stjórnar LÍN, en ráðuneytinu hafi ekki borist formlegt erindi vegna málsins. Stein- grímur Ari Arason, framkvæmda- stjóri LÍN, segir að í erindinu sem sjóðnum barst frá dómsmálaráðu- neytinu hafi ekki verið fjallað sér- staklega um núverandi nemendur skólans. „Það liggur fyrir að stjórnin hefur samþykkt að fyrsta önnin í Lögreglu- skólanum sé láns- hæf frá og með næsta námsári," segir Steingrímur, en tekur fram að reglur sjóðsins heimili þeim ekki að svo stöddu máli að veita núverandi nemendum aftur- virk lán. í víðtali við Öldu Baldursdóttur, einn nemendanna, í STEINGRlMUR ari ARASON Ekki hefur verið fjall- að sérstaklega um rétt núverandi nem- enda Lögregluskól- ans til afturvírkra lána. Fréttablaðinu í gær kom fram að þau hafi sjálf komið því í gegnum kerfið að námið verði gert lánshæft. Nýja reglan gengur hinsvegar ekki í gildi fyrr en á næsta skólaári og sitja þeir því eftir með sárt ennið. ■ Skipulags- og byggingarmál: Scimeinuð stofnun undir borgarstjóra borgin Árni Þór Sigurðsson for- maður skipulags- og byggingar- nefndar Reykjavíkurborgar segir að með sameiningu embætta bygg- ingarfulltrúa og Borgarskipulags muni stofnunin heyra beint undir borgastjóra. Á fundi nefndarinnar í fyrradag var frestað afgreiðslu á tillögu meirihlutans um samein- ingu þessara tveggja embætta til næsta fundar vegna kröfu sjálf- stæðismanna sem vildu fá meiri tíma til að skoða málið. Á fundin- um kom m.a. fram af þeirra hálfu að ekki lægju nógu ítarleg rök fyr- ir þessari grundvallarbreytingu. Formaður skipulags- og bygg- ingarnefndar bendir á að eins og nú háttar heyrir embætti bygging- arfulltrúa undir embætti borgar- verkfræðings. Með áformaðri sameiningu sé því verið færa þennan hluta skipulagsþáttarins ofar í stjórnsýslunni en verið hef- ur. Af sökum telur hann að með þessum breytingum sé verið að styrkja þennan hátt, gera hann skilvirkari og efla þessa þjónustu við borgarbúa, arkitekta og hönn- uði. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.