Fréttablaðið - 23.07.2001, Síða 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
23. júlí 2001 MÁNUAGUR
SVONA ERUM VID
LOSUN KOLTVfOXÍÐS VECNA SICLINCA
Losun koltvíoxið við brennslu jarðefnaelds-
neytis frá samgöngum á Islandi er 30% af
heildarlosun á landinu. Árið 1990 var þetta
hlutfall 35%. Mest kemur vegna brennslu
frá bifreiðum en hlutfall siglinga hefur
minnkað mikið. Hér sjáum við þróunina
síðustu tíu ár og er losunin mæld í þús.
tonna.
SMOKKAR
Þó svo að smokkar séu góð vörn við kyn-
sjúkdómum er ekki víst að þeir séu eins
öruggir og stjórnvöld hafa oft haldið fram.
Fjölmargir starfsmenn innan bandaríska
heilbrigðisgeirans sem unnu að rannsókn-
inni kvörtuðu einmitt yfir þvl að pólitíkusar
hefðu tafið framgang rannsóknarinnar.
Eru smokkar eins öruggir
heilsa. Nýleg rannsókn bandarísku
heilbrigðisstofnunarinnar hefur leitt
í ljós að þrátt fyrir að smokkar séu ár-
angursrík aðferð til að koma í veg
fyrir þunganir og HlV-smit, þá eru
líkur á því að þeir geti ekki komið í
veg fyrir flesta aðra kynsjúkdóma. í
niðurstöðum rannsóknarinnar er
mælt með því að rannsakað verði
frekar hversu öruggt sé að nota
smokka og fleiri varnir gegn kyn-
sjúkdómum. Þar kemur fram að
ónægar sannanir hefðu komið fram
sem sýna fram á hversu öruggir
smokkar væru gegn kynsjúkdómum.
Að því er kemur fram á fréttavef
Reuters var það fyrir ári síðan sem
Tom Coburn, sem þá var þingmaður í
fulltrúadeild Bandaríkjaþings, óskaði
eftir að rannsóknin yrði framkvæmd.
Segir hann niðurstöður rannsóknar-
innar sanna að hugtakið „öruggt kyn-
líf“ sé goðsögn. „í áratugi hefur ríkis-
stjórnin eytt hundruð milljónum doll-
ara í baráttu fyrir þeirri ótraustu full-
yrðingu að lauslæti geti verið ör-
uggt,“ sagði Coburn, sem einnig er
læknir, í viðtali við dagblaðið Was-
hington Post. „Öll vitum við fyrir víst
að sú fyllyrðing er lygi.“ ■
—+—
Aströlsk rannsókn:
Smjörlíki
gæti aukið
líkur á astma
heilsa. Matur sem inniheldur
fjölómettaðar fitusýrur, sem
finna má í ýmisskonar smjörlíki
og jurtaolíum gæti aukið líkurnar
á að börn fái astma. Þetta kemur
fram í nýlegri ástralskri rann-
sókn þar sem kannaðir voru
áhættuþættir astma-sjúkdómsins
hjá börnum á aldrinum 3-5 ára.
Um 1000 foreldrar tóku þátt í
könnuninni, sem sagt er frá á
fréttavef BBC. Þar kemur einnig
fram að börn sem fá brjóstamjólk
og eiga þrjú eða fleiri eldri systk-
ini eiga síður á hættu á að astma
heldur en önnur börn. ■
■ höfuð-
borgarsvæð'ísins:
FRÁ MÓTMÆLUM ALDRAÐRA VIÐ ALÞINGISHÚSIÐ
Búast má við að kröfum aldraða um betri kjör muni setja æ meiri svip á þjóðmálaum-
ræðuna samfara hlutfallslegri fjölgun þeirra á höfuðborgarsvæðinu
Fólki yfir sex-
tugt fjölgar
um 105%
skipulac Á skipulagstíma sameigin-
legs svæðisskipulags á höfuðborg-
arsvæðinu, eða á næstu 23 árum er
talið að aldursamsetning íbúa muni
breytast mikið. Meðal annars er
áætlað að eldra fólki fjölga mun
meira en yngri aldurshópum.
Þannig er gert ráð fyrir að ungu
fólki á skólaaldri, 5-24 ára muni fjöl-
ga um 16% fram til ársins 2024 en
fólki yfir sextugu fjölgi um 105%.
Þetta kemur m.a. fram í skýrslu
um svæðaskipulag höfuðborgar-
svæðisins. Þar kemur einnig fram
að íbúum í hverri íbúð muni fækka í
framtíðinni. Gert er ráð fyrir að
meðalfjöldi í hverri íbúð muni
lækka úr 2,67 árið 1998 í 2,4 íbúa á
íbúð árið 2024. Þörf fyrir nýjar
íbúðir, eða 31.700 á skipulagstíman-
um er þannig að hluta til vegna
fólksfjölgunar og einnig að hluta til
vegna fækkunar í heimili. Það þýðir
að heildarfjöldi íbúða er talin
aukast úr 62.900 íbúðum 1998 í um
94.600 íbúðir við lok skipulagstíma-
bilsins. ■
Slökkviliðið:
Stækkun í
Skógahlíð
byccincar Áform er um það að
byggja eitt þúsund fermetra við-
bótarbyggingu við höfuðstöðvar
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
við Skógahlíð. Samkvæmt þeim
hugmyndum verður húsnæði
Neyðarlínunnar stækkað og byggt
ofan á það húsnæði sem fyrir er.
Samfara þessari stækkun er ætl-
unin að Almannavarnir ríkisins
flyti þangað úr Hverfisgötunni.
Með því kemst stjórnstöðin í betri
tengsl við Neyðarlínuna og fjar-
skiptamiðstöð lögreglu. Þá verður
lokið byggingu nýrrar slökkvi-
stöðvar í Hafnarfirði 1. apríl á
næsta ári. ■
Landsíminn hækkar
gjaldskrána afitur
Landssíminn hefur ákveðið að hækka gjaldskrá sína í bæði almenna- og farsímakerfinu. Erum að mæta
hækkun á rekstrarkostnaði, segir Landssíminn. Kemur á óvart, segir formaður Neytendasamtakanna.
sImacjöld Landssíminn hefur
ákveðið að hækka verðskrá sína í
farsímaþjónustu.
Samkvæmt upp-
lýsingum frá sím-
anum er þetta
gert í kjölfar
„hækkunar á
rekstrarkostnaði
sem að stórum
hluta stafar af
lækkun á gengi
jóhannes íslensku krónunn-
fastlmu og
gunnarsson ar.“ Þann 9. júlí sl.
óvænt því Símmn hækkaði Síminn
hefur talað ornfarsjmagjgj(j
m"rnharnan a,vegna símtala til
þjónustunm. útl|nda um g6 pró.
sent og var hækkunin að sögn til-
komin vegna svokallaðara „sam-
tengigjalda" íslenskra farsíma í
útlöndum.
Samkvæmt út-
reikningum Sím-
ans mun meðal-
símreikningur
heimila fyrir tal-
símaþjónustu
hækka um 102
krónur á mánuði -
úr 4.333 krónum í
4.435 krónur með
þessari nýjustu
hækkun. I út-
reikning sinn not-
ar Síminn m.a.
sparnaðarleiðina
Vinir & vanda-
menn innanlands
og Vinir & vanda-
menn Internet og
því gengið út frá
því að meðalnotandi símtækja
hjá Landsímanum sé skráður not-
andi í viðkomandi þjónustum.
Þá hækkar meðalsímreikning-
ur GSM-notandans um 110 krón-
I útreikning sinn
notar Síminn
m.a. sparnaðar-
leiðina Vinir &
vandamenn inn-
anlands og Vinir
& vandamenn
Internet og því
gengið út frá því
að meðalnot-
andi símtækja
hjá Landsíman-
um sé skráður
notandi í við-
komandi þjón-
ustum.
LANDStÍMINM
SÍMTÖL VERÐA DÝRARI
Landssíminn hefur ákveðið að hækka enn frekar gjöld I farslmakerfinu, ofan á 86 prósent hækkun frá 9. júll sl. á símtölum til útlanda.
ur á mánuði - út 3.585 krónum í
3.695 krónur. í útreikning sinn á
farsímagjöldum notast Síminn
við Vini og vandamenn GSM.
Hækkunin mun þó ekki hafa
áhrif á viðskiptavini Símans sem
notast við Frelsisþjónustuna.
Jóhannes Gunnarsson, for-
maður Neytendasamtakanna,
segir að hækkunin komi honum á
óvart þegar litið er til sterkrar
stöðu Landssímans á íslenskum
farsímamarkaði.
„Þetta kemur einkum og sér í
lagi á óvart að verið sé að hækka
GSM-þjónustuna. Landssíminn
hefur á síðustu árum kvartað
undan því að hann megi ekki
lækka hana út af fyrirmælum
Samkeppnisstofnunar og hafa
gefið það í skyn að það væri mik-
ill hagnaður á henni,“ sagði Jó-
hannes og bætti því við að stefna
Landssímans væri sú að hver
þjónusta standi undir sér og því
væri einkennilegt að farsíma-
gjöld væru hækkuð - stuttu eftir
yfirlýsingar um mikinn hagnað á
þjónustunni. Jóhannes sagði að
Neytendasamtökin myndu skoða
málið í kjölin á næstu dögum og í
framhaldi af því taka ákvörðun
um það hvort þau telji ástæðu til
þess að beita sér í málinu og þá
hvernig.
omarr@frettabladid.is
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins:
Einkahlutafélag
um fasteignir
slökkvilid í vikunni verður vænt-
anlega gengið frá stofnun einka-
hlutafélags um rekstur fasteigna
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
og verður hlutafé þess um 470
milljónir króna.
Sveitarfélögin sem standa að
slökkviliðnu hafa samþykkt stofn-
un félagsins og búist er við að
borgarráð geri það á fundi sínum
á morgun, þriðjudag. Hrólfur
Jónsson slökkviliðsstjóri segir að
þetta hafi í för með sér að slökkvi-
liðið fer að borga leigu fyrir að-
stöðuna sína í Skógahlíð, Tbngu-
hálsi og í Skútahrauni í Hafnar-
firði.
Hann segir að ýmsir rekstar-
legir kostir séu við þessa breyt-
ingu auk þess sem um næstu ára-
mót gengur í giidi reglugerð sem
gerir sveitarfélögum skylt að taka
upp önnur bókhaldsskil vegna
fasteigna.
Með tilkomu hlutafélagsins
þarf ekki að borga virðisauka-
skatt af byggingarkostnaði nýrra
stöðva heldur aðeins af leigunni.
Þá verður rekstrarformið mun
skýrara með því að aðgreina
rekstur fasteigna frá öryggis-
þættinum. ■
HRÓLFUR JÓNSSON
SLÖKKVILIÐSSTJÓRI
Leiguverð á hvern fermetra á stöðvunum
verður um 900 krónur
Lánasjóður íslenskra
námsmanna:
Greiðslu-
dreifingí
boði
viðskipti Skilvísum greiðendum
námslána býðst nú að borga af lán-
um sínum með fjórum mánaðarleg-
um greiðslum í stað einnar afborg-
unar á gjalddaga með því að senda
LÍN rafræna umsókn þess efnis.
Samningur þess efnis var undirritað-
ur milli LÍN og Form.is á föstudag.
Samkvæmt upplýsingum frá LÍN
er fjöldi lántakenda 33.700 en greið-
endur eru rúmlega 26.000. Afborg-
arnir af námslánum eru í ár 2.700
milljónir króna en útistandandi
námslána í árslok 200 námu 53.565
milljónir króna. Til að senda umsókn
um LÍN-greiðsludreifingu þarf að
skrá sig á www.form.is ■