Fréttablaðið - 23.07.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.07.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 25. júlí 2001 MÁNUAGUR Kópavogsbær vill bera kostnað við lögreglumann: Starfsmaður verji skóla gegn fíkniefnasölum FORVARNIR Bæjarráð Kópavogs hyg- gst leita eftir samvinnu við dóms- málaráðuneytið um ráðningu starfs- manns sem vinna á gegn útbreiðslu og neyslu fíkniefna og að fræða grunnskólabörn í Kópavogi um hætt- ur fíkniefnanna. Ætlunin er að sá sem skipar stöðuna hafi stöðu lög- reglumanns og hafi aðstöðu hjá sýslumanni í Kópavogi. „Besta ráðið til að vinna gegn þessum vágesti er að fræða börn og unglinga um hræðilegar afleiðingar neyslu slíkra efna. Sá sem myndi sinna þessu starfi þyrfti að vera í fullu starfi við fræðslu í grunnskól- um svo og að verja skólana fyrir ágangi fíkniefnasala," segir í greina- gerð sem lögð var fram í bæjarráði. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, segir bæjarráð ekki hafa viljað láta peningaleysi hjá lögregl- unni hindra baráttuna gegn fíkni- efnaneyslu ungmenna og vilji leggja fram fá á móti ríkinu til verkefnis- ins. „Þetta er ekki árennilegt lið og kennarar eru oft í vandræðum. Ef við ætlum að taka þátt í einhverju eftirliti verður það að vera með aðila sem hefur eitthvert vald. Við viljum því samstarf við lögregluna en þegar talað er um lögreglueftirlit kemur gjarnan upp umræða um blankheit. Peningaleysi má ekki vera til fyrir- stöðu í þessu máli og við vonumst SIGURÐUR GEIRDAL „Það eru allir að reyna að klóra i bakkann og gera eitthvað gagn," segir bæjarstjórinn. eftir að geta leyst það í samstarfi við dómsmálaráðuneytið,“ segir Sigurð- ur Geirdal. gar@frettabladid.is San Ekkiha SPflRNflÐUR Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur og háskóla kennari, er formaður Samtakc fjárfesta, almennra sparifjár- 0£ hlutabréfaeigenda. Vilhjálmui segir samtökin hafa starfað í rúmí tvo áratugi og að félagsmenn séi nú um 1500. „Sparnaður er mjög merkilegi hlutur og menn ættu ekki að hæð ast að honum. í fréttatilkynningi Seðlabankans frá 12. júlí 1974, er þá var ég að vinna í bankanum sagði bankastjóri Seðlabankans at réttur sparifjáreigenda hefði alltoi lengi verið fyrir borð borinn. Þettc _____ Innköllun: Rafrsen sknáning hlutabréfa Flugleiöa hf. fná og meö 30. júlí 2001 Mánudaginn 30. júlí 2001 verða hlutabréf í Flugleiðum hf. tekin til raffænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Islands hf. í samræmi við ákvörðun stjómar Flugleiða hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Flugleiðum hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru í þremur flokkum, auðkennd raðnúmemm J300001 - J800000; NOOOOOl - N400000; SOOOOOl - S030000 og gefin út á nafn hluthafa. Utgáfudags er getið á hveiju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkum vafa leika á að eignarhald þein'a sé réttilega fært í hlutaskrá Flugleiða hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Flugleiða hf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík, eða í síma 5050-289, netfang: shares@icelandair.is. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir áðurnefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeirn á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyrirtæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Islands hf., fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sinum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofhun mun i þessu skyni stofha VS-reikning i nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins hefur verið kynnt þetta bréfleiðis. Stjóm Flugleiða hf. ENGAR PREDfKANIR! „Ekki stendur til að messa yfir ungmennum á landsbyggðinni, mun heldur að vekja þau til um hugsunar og fá þau til þess að ræða um skadsenti vímuefna á jafningjagrundvelii," sögðu aðstand endur lafningjafræðslunnar á föstudaginn. Alls inunu 18 starfsmenn Fræðsiunnar heimsækja ungmenni frá 14 stöðum á landsbyggðinni. Ungur nemur Unga fólkið í Jafningjafræðslunni leggur í dag af Til stendur að vekja fólk til umhugsunar um skaðse jflFNiNGJAFRÆÐSLflN Forvarnarverk- efnið Jafningjafræðslan er að leggja í hringferð um landið í dag þar sem til stendur að færa ungu fólki á landsbyggðinni sannleikann um skaðsemi vímuefna. Undanfarin ár hefur Jafningjafræðslan starfað á höfuðborgarsvæðinu við að fræða fólk í Vinnuskólanum um afleiðingar notkunar vímuefna. Fræðslan bygg- ist upp á því að ungur fræðir ungan og segja aðstandendur Fræðslunnar að „best sé að ná til [ungs fólks] ef umræður-fara fram á jafningja- grundvelli." „Það kom upp tvær hugmyndir í byrjun sumars sem við ákváðum að framkvæma af krafti: annars vegar götuhátíð sem við vorum með um miðjan júlí og tókst stórvel, og hins vegar ferð hringin í kringum land- ið,“ sagði Sylvía Kristín Olafsdóttir, starfsmaður Jafningjafræðslunnar, þegar hringferðin var kynnt fyrir fréttamönnum á sl. föstudag. Sylvía segir að þátttaka sveitarfélaga hafi verið mjög góð þó svo að nokkur hafi kosið að fá ekki Jafningjafræðsluna í heimsókn. „Forsvarsmenn Eskifjarðar hafa Bresk rannsókn: Sá sem fæðist á sumrin er líklegri til sjálfsvígs HEiLSfl. Þeir einstaklingar sem fæð- ast á sumrin gætu verið líklegri en aðrir til að fremja sjálfsvíg þegar þeir verða eldri, að því er kemur fram í breskri rannsókn. í rann- sókninni voru 152 sjálfsvíg einstak- linga sem voru 55 ára og eldri borin saman við hóp jafngamalla einstak- linga sem dáið höfðu af eðlilegum orsökum. Að því er kemur fram á heilsuvef Reuters kom í ljós að sterk tengsl voru á milli fæðingar- dags og hverjar líkurnar voru á sjálfsvígi. Flestir þeirra sem fröm- du sjálfsvíg voru fæddir í ágúst og á meðal þeirra karlmanna sem fædd- ir voru í ágúst, september eða janú- ar voru líkur á sjálfsvígi óvenju háar. í rannsókninni kom einnig fram að þeir einstakiingar sem tóku eigið líf á ofbeldisfullan hátt voru líklegri til að hafa fæðst um sumar- tímann. Rannsókn þessi, sem unnin var af vísindamönnum við Hollins Park sjúkrahúsið í Warrington, styður eldri niðurstöður rannsókna um að tengsl séu á milli þess á hvaða tíma ársins fólk fæðist og hversu heilsuhraust það verði þegar það eldist. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.