Fréttablaðið - 23.07.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 23.07.2001, Blaðsíða 15
MÁNUPAGUR 25. júlí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Tour de France: Armstrong heldur forystunni hjólreiðar Texasbúinn Lance Armstrong heldur gulu treyjunni eftir síðastu fjallaleiðina í Tour de France keppninni en hann kom fjórði í mark í gær á fjórt- ándu leið af tuttugu. Spánverjanum Roberto Laiseka var vel fagnað af heima- mönnum í Luz Ardidien, í Baska- landi, þegar hann kom fyrstur í mark eftir að hafa hjólað frá Tar- bes. í öðru sæti varð ítalinn Wla- dimir Belli. Armstrong náði fjórða sætinu, rétt á eftir Jan Ul- rich frá Þýskalandi, hans helsta keppinauti. Texasbúinn fékk sama tíma og Ulrich og heldur því forystunni í samanlagðri keppni, en hann leiddi keppnina með fimm mínútum og þrettán sekúndum fyrir mótið í gær. Ul- rich og Armstrong hjóluðu fram- arlega í litlum hópi en þegar minna en kílómetri var eftir gaf Þjóðverjinn í. Armstrong elti hann uppi, en ólíkt fyrri leiðum, náði hann ekki að stela sætinu af Þjóðverjanum. Leiðin á sunnu- Viera áfram hjá Arsenal? Viera mun að öllum líkindum spila áfram hjá Arsenal. Wenger segir að Viera verði um kyrrt. knattspyrna Samkvæmt netmiðl- um ytra hyggst miðvallarleikmað- urinn Patrick Viera gefa út til- kynningu þess efnis að hann ætli að spila áfram með enska úrvals- deildarliðinu Arsenal. Viera hefur oftar en einu sinni lýst því yfir að hann vilji fara frá Lundúnarliðinu og spila með betra liði en hann hefur m.a. verið orðaður við Manchester United og Real Ma- drid. Undanfarna daga hefur hann hinsvegar átt í viðræðum við Arsene Wenger, stjóra liðsins og David Dein, varaformann og búist er við að hann gefi út yfirlýsing- una innan nokkura daga. „Ég vil að þessu rugli linni,“ sagði hinn 25 ára gamli miðvallar- leikmaður í samtali við Sunday People. „Ég vildi aldrei að þetta gengi svona langt. Ég er hungrað- Formúla 1: Fara bílarnir of hratt? kappakstur Helstu vélaframleið- endur heims hittust á fundi eftir Silverstonekappaksturinn, fyrir viku síðan, til að ræða breytingar á vélum í Formúlu kappakstri. Al- þjóðasamtök Formúlunnar, FIA, hafa áhyggjur af því að bílarnir fari hraðar með hverju mótinu sem líður og þótt nýjar reglur um vindmótstöðu hafi verið settar fyrir þetta keppnistímabil fóru bílarnir tveimur sekúndum hrað- ar að meðaltali í kappakstrinum í Ástralíu nú í ár en í fyrra. Ástæð- an fyrir hraðaaukningunni er m.a. vegna betri dekkja frá Michelin og Bridgestone. Samkvæmt Concorde samkomulaginu má ekki hrófla við vélunum fyrr en ur í að spila með Arsenal og í ensku deildinni og ég vil vinna titla með liðinu.“ Wenger hefur alltaf sagt að leikmaðurinn yrði áfram á Hig- hbury. „Patrick er leikmaður með Arsenal og verður það áfram. Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að hann yrði hér áfram og hún hefur ekki breyst. Hann er ekki til sölu, sama hvað yrði boðið í hann.“ Sögusagnir segja að Arsenal hafi boðið Viera nýjan samning eftir að hann lýsti því yfir að vilja hætta. Talsmaður félagsins sagði að allar líkur bentu til þess að Viera yrði kyrr. „Það stefnir allt í að Viera verði kyrr. Þetta er nið- urstaða sem við vonuðumst eftir. Það er eins og sólin sé farin að skína á ný hér á Highbury." ■ HRAÐI Ef allir vélaframleiðendur leggjast á eitt getur farið að Concorde samkomulaginu verði hnekkt. árið 2007 en fari svo að allir véla- framleiðendur leggist á eitt getur verið að FIA láti undan. „Það má ekki breyta vélarstærðinni fyrr en Concorde samningurinn renn- ur út árið 2007. Við ætlum að hitt- ast til að ræða málin frekar til að lausn fáist í málinu," sagði Mario Theissen, yfirmaður tæknimála hjá BMW. ■ Sodexba dag lá yfir þrjár erfiða fjallgarða og var 141,5 kílómetri að lengd. Keppendur fórur yfir Col du To- urmalet, hæsta punkt keppninnar sem er 2,115 metrum fyrir ofan sjávarmál. Þetta er talið hafa verið síðasta tækifæri keppi- nauta Armstrongs til að saxa á forskotið því það er alltaf erfið- FÉLAGAR Lance Armstrong frá Austin, Texas, til vin- stri, og Jan Ulrich frá Þýskalandi heilsast eftir að hafa lokið fjórtándu leið í Tour de France keppninni. ara að vinna tíma á jafnsléttu en í fjallaleiðunum. Keppendur hvíl- ast í dag en á morgun hefst kepp- ni aftur. ■ NBA-deildin: Mutombo semur við Sixers körfubolti Dikembe Mutombo, besti varnarleikmaður NBA- deildarinnar, hefur gert nýjan fjögurra ára samning við Phila- delphia 76ers. Samningurinn er metin á um 650 milljónir króna. Mutombo, sem lék með Atl- anta Hawks, kom til 76ers á síð- asta leiktímabili í skiptum fyrir Theo Ratliff, Toni Kukoc og Nazr Mohammed. Margir efuðust um að Larry Brown, þjálfari 76ers, væri að gera rétt en í dag efast enginn um það því Mutombo átti stóran þátt í að koma liðinu í úr- slitaleik NBA í fyrsta skiptið í 18 ár. Chris Webber hefur framlengt samning sinn við Sacramento Kings, en um helgina undirritaði BESTI VARNARMAÐURINN IVIutombo hefur undirritaði fjögurra ára samning við Philadelphia 76ers, sem met- inn er á um 650 milljónir króna. hann nýjan 7 ára samning, sem metinn er á um 1,3 milljarða króna. Um tíma var talið að Webber myndi fara frá Kings, enda hafði hann sjálfur sagt að hann vildi fara til stærra liðs ,en eftir að Kings buðu honum þenn- an risasamning ákvað hann að vera kyrr í Sacramento. ■ mðn Grlndavík - Fylklr Coca-Cola bikarlnn kl. 19.40 mán 8 llða úrsltt Suður-Ameríku bikarinn Kl. 22.25 mið 4 liða úrsltt Suður-Ameríku blkarinn Kl. 00.40 fim fijax - AC Mllan Amsterdam-mðtið kl. 16.50 fim 4 liða úrslit Suður-Ameríku bikarinn Kl. 00.35 lau AC Mllan - Valencia Amsterdam-mðtlð kl. 16.15 lau fijax - Uverpool Amsterdam-mðtið kl. 19.40 .... au Rov Jones JR-JWio Gonzalez inefaleikar kl. 01.00 sun ÍA-KR Símadeildin kl. 19.40 sun úrslitaleikur Suður-Ameríku bikarinn Kl. 22.00 www.syn.is eðalslma 515 6100 IVIarc O’Polo Kringlunni Útsala 50% aíslattur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.