Fréttablaðið - 23.07.2001, Blaðsíða 14
14
FRETTABLAÐIÐ
25. júlí 2001 MÁNUACUR
Heimsmeistaramótið í sundi:
Norðurlcindamet hjá Erni
í GÓÐUFORMI
Örn Arnarson tvíbætti íslandsmetið í 100 metra baksundi á Heimsmeistaramótinu i Fuku-
oka í gær. Hann syndir í úrslitum í dag
Bikarkeppnin:
KA áfram
knattspyrna KA lagði úrvalsdeildar-
lið Keflavíkur í átta liða úrslitum bik-
arkeppninnar í knattspyrnu í gær-
kvöld með tveimur mörkum gegn
einu. Haukur Ingi Guðnason kom
ÍBK yfir á 78. mínútu en Elmar Sig-
þórsson jafnaði fyrir KA þremur
mínútum síðar og Þorvaldur Makan
Sigbjörnsson tryggði norðanmönnum
sætan sigur á 87. mínútu. KA er þar
með komið í fjögurra liða úrslit eitt 1.
deildar liða. I Hafnarfirði báru
heimamenn í FH sigurorð af ÍBV með
marki Atla Viðars Björnssonar.
Á Laugardalsvelli sigraði í A Fram
6-5 eftir vítaspyrnukeppni.
Markalaust var eftir framlengingu.
Á morgun mætast Grindavík og
Fylkir í lokaleik átta liða úrslitanna. ■
sund Örn Arnarson, sundmaður
úr Hafnarfirði, tvíbætti fslands-
metið í 100 metra baksundi í gær
á Heimsmeistaramótinu í sundi,
sem nú fer fram í Fukuoka í Jap-
an. Örn var með fimmta besta
tímann í undanrásum og í undan-
úrslitum fékk hann annan besta
tímann, þegar hann synti á 55,21
sekúndu, sem er nýtt Norður-
landamet.
Benedikt Sigurðarson, for-
maður Sundsambands íslands,
sagði að þetta væri stórglæsileg-
ur árangur hjá Erni. Hann hefði
bætt sinn eigin árangur um 0,78
sekúndur og væri því greinilega
í góðu formi. Úrslitasundið fer
fram í dag og verður sýnt beint
frá því í Sjónvarpinu og hefst út-
sending klukkan 8.55.
Láru Hrund Bjargardóttur
gekk ekki jafnvel og Erni, en hún
keppti í 400 metra fjórsundi um
helgina og varð í 21. sæti í und-
anúrslitum.
Benedikt sagði að hún hefði
verið töluvert frá sínum besta
árangri. Lára Hrund mun á
næstu dögum keppa í 200 metra
fjórsundi og 100 metra skrið-
sundi.
Auk þess að keppa í 100 metra
baksundi mun Örn keppa í 200
metra baksundi á mótinu, en í
þeirri grein á hann 4. besta tím-
ann. Einnig mun hann keppa í
400 metra fjórsundi, en þar á
hann 21. besta tímann af 39 kepp-
endum.
Jakob Jóhann Sveinsson kepp-
ir í 50, 100 og 200 m bringusundi
á mótinu og hefur keppni á
morgun. ■
| MOLAR |
Það tók Ruud van Nistelrooy að-
eins sjö mínútur að opna marka-
reikning sinn hjá Man. Utd, en hann
skoraði tvö mörk í 6-0 sigri liðsins
gegn stjörnuliði
Malasíu. Fyrsta
markið skoraði
hann á 7. mínútu,
eins og áður sagði,
eftir góðan undir-
búning Dwight Yor-
ke og Roy Keane.
Van Nistelrooy, sem
í leiknum, skoraði
annað mark sitt á 36. mínútu með
fallegu skoti. Argentínumaðurinn
Juan Veron, sem nýlega var keyptur
til liðsins frá Lazio, lék einnig vel í
leiknum og virtist ná vel saman með
Roy Keane á miðjunni. Alex Fergu-
son, framkvæmdastjóri Man. Utd.
var mjög sáttur við leik sinna manna
og sagði að nýju leikmennirnir hefðu
strax sýnt hvers þeir væru megnug-
ir.
Lazio hefur boðið Valencia fram-
herjann Marcelo Salas í skiptum
fyrir miðvallarleikmanninn Kily
Gonzales. Valencia hefur náð sam-
komulagi við Salas en Jaime Orti,
forseti Valencia, sagði að ekkert yrði
úr leikmannaskiptunum fyrr en
Salas hefði sæst við Lazio, en sam-
skipti hans við félagið hafa ekki ver-
ið góð undanfarin misseri, m.a. neit-
aði hann að fara til Parma á síðustu
leiktíð, þrátt fyrir að félögin hefðu
náð samkomulagi um kaupin. Ef
Salas fer frá Lazio til Valencia verða
það önnur viðskipti félaganna á inn-
an við viku, en á föstudaginn keypti
Lazio Gaizka Mendieta frá Valencia
fyrir 4 milljarða króna. ■
........
Loks sigraði David Duval
David Duval kom sá og sigraði á Opna breska meistarmótinu sem lauk í gær. Þetta er fyrsta stórmótið
sem hann sigrar á og hann er sjötti Bandaríkjamaðurinn sem vinnur elsta golfmót heims á sjö árum.
golf Bandaríkjamaðurinn David
Duval sigraði á Opna breska meist-
armótinu í golfi sem lauk í gær á
Lytham vellinum í Englandi. Duval
hefur verið einn besti golfleikari
heims undanfarin ár en hefur
aldrei unnið á stórmóti. Þegar
keppni hófst í gærmorgun, voru
fjórir kylfingar jafnir en Duval
sýndi það og sannaði að hann getur
unnið slíkt mót. Hann fékk fugl á
öllum þremur, par fimm holunum í
gær og sló hringina fjóra á 274
höggum, tju höggum undir pari
vallarins. í öðru sæti var Niclas
Fasth frá Svíþjóð, sjö höggum und-
ir pari, í þriðja sæti urðu sex
kylfingar, þeir Darren Clarke, Ern-
ie Els, Billy Mafair, Miguel Angel
Jimenez, Ian Woosnam og Bern-
hard Langer, allir sex höggum und-
ir pari.
Ian Woosnam var sá kylfingur
sem hefði getað veitt Duval mestu
keppnina og hann byrjaði daginn
vel og sló næstum því ofan í á
fyrstu holu. Áður en hann sló af
öðrum teig uppgötvaði hann að
hann var með fimmtán kylfur í pok-
anum en samkvæmt reglum Opna
breska er einungis heimilt að spila
með fjórtán kylfur. Hann fékk því
tvö högg í víti og í stað þess að fá
fugl á fyrstu, fékk hann skolla.
Hann endaði í þriðja sæti.
Tiger Woods byrjaði og fékk
fugl á þrjár holur í röð en á 7. holu
missti hann stutt pútt og á þeirri
tólftu fór hann þremur höggum yfir
pari og þar með voru möguleikar
hans taldir.
Skotinn Colin Montgomerie, sem
leiddi mótið eftir fyrsta dag, spilaði
ekki sem skildi og kláraði síðasta
Lokastaða efstu manna
Nafn
Höggafjöldi Heildarskor
David Duval 69-73-65-67 274
Niclas Fasth 69-69-72-67 277
71-71-67-69 278
Darren Clarke 70-69-69-70 278
Míguel A Jimenez69-72-67-70 278
Billy Mayfair 69-72-67-70 278
lan Woosnam 72-68-67-71 278
Bernhard Langer 71-69-67-71 278
Mikko llonen 68-75-70-66 279
Kevin Sutherland 75-69-68-67 279
Sergio Garcia 70-72-67-70 279
Nafn
Höggafjöldi Heildarskor
Jesper Parnevik 69-68-71-71 279
Vijay Singh 70-70-71-69 280
Loren Roberts 70-70-70-70 280
Des Smyth 74-65-70-71 280
Billy Andrade 69-70-70-71 280
Retief Goosen 74-68-67-71 280
C Montgomerie 65-70-73-72 280
R Jacquelin 71-68-69-72 280
Alex Cejka 69-69-69-73 280
Davis Love III 73-67-74-67 281
Nick Price 73-67-68-73 281
mmiM b6nus m
Öryggiskerfi-ISDN og analog
ORYGGISKERFI: Stöð og hnappaborð-Hreyfiskynjari
Hurðaseglar-Fjarstýring-Bjalla og uppsetning.
Kr. 65.00 eða 5.417 x 12 mánuðir.
ISDN tenging: NT box ásamt stofngjaldi símans ISDN
sími með tvo analog útganga uppsetning á NT boxi
og síma.
Kr. 29.000 eða 4.833 x 6 mánuðir.
RAFLAGNIR ISLANDS ehf.
VERSLUN - HEILDSALA
Hamarshöfða 1-110 Reykjavík - Sími 511 1122 - Fax 511 1123
Verkstæði og vörulager: 511 1124 - ris@simnet.is - www.simnet.is/ris
SÁTTUR
Duval kyssir hér verðlaunagripinn eftir-
sótta. Þetta er fyrsta stórmótið sem Duval
sigrar á.
hringinn á 72 höggum, samtals 280
höggum sem skilaði honum þrett-
ánda sæti. Sömu sögu var að segja
af Svíanum Jesper Parnevik sem
fékk skolla á þriðju og fimmtu holu.
Duval fékk 858,000 dollara fyrir
sigurinn, sem samsvarar um 85
milljónum íslenskra króna en auk
þess fékk hann silfurbikarinn eftir-
sótta. Þetta er langþráður draumur
hjá Duval sem hefur þó nokkrum
sinnum fengið tækifæri til að sigra
á stórmóti, tvisvar á Opna banda-
ríska meistaramótinu og í fyrra á
St. Andrews svo einhver mót séu
nefnd.
„Þetta er mikill léttir fyrir mig,“
sagði Duval að loknu móti. „Það er
mjög mikill þrýstingur á keppend-
BESTUR
Davis Duval sést hér á átjándu og síðustu
holunni. Hann spilaði best allra keppenda
og fór á tiu höggum undir pari vallarins.
um á svona stórmóti. Og á golfvelli
sem þessum, verða smávægileg
mistök risastór og fyrir vikið verð-
ur þrýstingurinn meiri. Maður má
bara ekki láta undan og ég hélt það
út í dag.“ Hann er sjötti Banda-
ríkjamaðurinn á síðustu sjö árum
sem vinnur elsta golfmót heims. ■
SÍMAPEILPIN
Lið Leikir U J T Mörk Stig
Fylkir 10 6 3 1 18 : 5 21
ÍA 10 5 2 3 15 : 9 17
Valur 10 5 2 3 14 : 12 17
ÍBV 10 5 2 3 7 : 8 17
FH 9 4 3 2 9 : 7 15
Keflavík 10 4 2 4 14 : 15 14
Grindavík 8 4 0 4 H : 13 12
KR 9 3 2 4 8 : 10 11
Breiðablik 10 2 1 7 8 : 17 7
Fram 10 1 1 8 10 : 18 4
SIMADEILD KVENNA
Úrslit í 9. umferð
Stjarnan-Þór/KA/KS
Grindavík-FH
KR-Breiðablik
ÍBV-Valur
PEILP KARLA
Næstu leikir:
26. júlí kl. 20.00
Kaplakriki: FH-ÍBV
Grindavíkurvöllur:
Grindavík-Valur
Fylkisvöllur: Fylkir-Keflavík
29. júlí kl. 20.00
Akranesvöllur: ÍA-KR
Laugadalsvöllur:
Fram-Breiðablik
SÍMADEILD KVENNA
Lið Leikir u J T Mörk Stig
KA 10 7 2 i 26 : 9 23
Þór Ak. 10 7 1 2 26 10 22
Stjarnan 10 5 4 1 19 11 19
Þróttur 10 5 2 3 13 10 17
Víkingur 10 3 4 3 16 n 13
|R 10 2 6 2 17 21 12
Tindastól! 10 3 3 4 18 25 12
Leiftur 10 3 1 6 12 17 10
Dalvik 10 2 1 7 10 26 7
KS 10 0 2 8 6 : 23 2
Lið Leikir U J T Mörk Stig
Breiðablik 9 7 1 1 31 :11 22
KR 9 6 0 3 44 : 14 18
Ibv 9 5 3 1 32 : 10 18
Stjarnan 9 4 1 4 12 : 12 13
Grindavik 9 3 2 4 10:26 11
Valur 9 2 3 4 16 : 13 9
FH 9 2 2 5 7 :22 8
Þór/KA/KS 9 1 0 8 5 : 49 3
1. DEILD KARLA
KS-ÍR 1-3
Leiftur-Þór Ak. 0-2
KA-Dalvík 3-1
Víkingur-Þróttur 0-2
Stjarnan-Tindastóll 5-2