Fréttablaðið - 23.07.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.07.2001, Blaðsíða 22
22 FRETTABLAÐIÐ 23. júlí 2001 MÁNUACUR Bræður í Mecca: Hálshöggnir með sverði Úrkaína: 35000 fangar látnir lausir kiev. UKRAÍNU.flP Leonid Kuchma, forseti Ukraínu, hefur með til- skipun veitt 35000 föngum í land- inu sakaruppgjöf, sem kemur til framkvæmda í september. Síbrotamenn, þeim sem gefn- ar hafa verið upp sakir á síðustu 10 árum, þeim sem gerst hafa sekir um manndráp af ásetningi eða hafa framið brot gegn ríkinu eiga enga miskunn í vændum en aðrir sakamenn munu njóta góðs af. Almenningur í landinu óttast að sakaruppgjöfin muni stuðla að úbreiðslu berkla í landinu, en FRÉTTIRAFFÓLKll sjúkdómurinn herjar mjög í fangelsum landsins, þar sem að- búnaður þykir slæmur og þrengsli mikil. ■ FORSETINN OG VINUR HANS Leonid Kuchma, forseti Úkraínu, skrifaði undir vináttusamning við Jiang Zemin, for- seta Kína, í Kiev í fyrradag og fengu þeir sér kampavín í tilefni þess. RIYADH, SAUPI ARABIU.AP Tveir bræður voru hálshöggnir í Mecca á föstudag fyrir að rán, mannrán og nauðgun. Saud og Musaid bin Abdul-Ra- hman al-Auliani ginntu konu inn í bíl sinn, fóru með hana á afvik- inn stað þar sem þeir nauðguðu henni og stálu frá henni pening- um og skartgripum. f opinberum upplýsingum kemur ekki fram hvar eða í hvaða ástandi þeir skildu við fórnarlamb sitt. Opinberar aftökur eru tíðkað- ar í Saudi-Arabíu og hafa sextíu og fjórir dæmdir glæpamenn verið hálshöggnir á almannafæri með sverði það sem af er árinu. í fyrra hlutu 125 sömu örlög eftir að hafa verið dæmdir fyrir alvarlega glæpi. í landinu er fylgt strangri túlkun á kennisetningum íslams- trúar og lögð dauðarefsing við morðum, nauðgunum, eiturlyfja- sölu og vopnuðum ránum. ■ Stjórn Stúdentaráðs hefur ákveðið að ráða Bjarka Val- týsson £ stöðu ritstjóra Stúdenta- blaðsins fyrir veturinn 2001- 2002. Umsækjendur um stöðu rit- stjóra voru fjórir. Bjarki Valtýs- son er 25 ára og hefur lokið BA. prófi í bókmenntafræði og ís- lensku frá Háskóla íslands. Hann er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri þar sem hann ritstýrði tímaritinu Muninn skólaárið 1996 -1997. Bjarki starfar nú sem textasmiður á markaðsdeild Stöðvar 2 en hefur áður starfað m.a. sem prófarkalesari fyrir bókaforlagið Bjart og Sölku. Hann mun hefja störf 15. ágúst n.k. Aári hverju hefur Árni John- sen haldið veglega veislu fyr- ir þingflokk Sjálfstæðisflokksins á heimili sínu í Breiðholti. Þetta hafa verið hinar skemmtilegustu samkomur og ekkert til sparað svo að samþing- menn hans og makar ættu eftir- minnilega kvöld- stund. Nú munu margir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins vera uggandi yfir því að veislukostnaðurinn hafi verið skrifaður á Þjóðleikhúsið og sé ef til vill skýringin á nótunni upp á 170 þúsund fyrir veitingar á tveggja manna stjórnarfundum byggingarnefndar Þjóðleikhúss- ins. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins kunna það nefnilega úr frjáls- hyggjufræðunum að það er ekk- ert svoleiðis til sem heitir ókeyp- is hádegisverður. IVestmannaeyjum eru menn hnípnir yfir því að hafa misst pólitískan foringja á þingi, en A ^5 j nokkrir eru farn- ir að svipast um eftir nýju þing- mannsefni. Kjartan Ólafsson garðyrkjubóndi og steypustöðvar- stjóri verður seint talin fulltrúi Vestmannaeyinga og kemur af sama svæði á Suðurlandi og Drífa Hjartardóttir, sem nú tek- ur við forystu sjálfstæðismanna kjördæmisins á þingi. í Vest- mannaeyjum er þegar tekið að 0 -—. nefna nafn Guð- jóns Hjörleifs- ■ sonar bæjarstjóra sem er bæði skel- eggur, duglegur og geðþekkur fulltrúi Eyjamanna, og hefur gengið næst Árna Johnsen í þeim efnum á síðustu árum. Sólarplús í tvær vikur Mallorca 20. ág. nýtt 3 • sept -------------------- miðað við ferð fyrir 2 fullorðna og 2 börn 2ja -11 ára. Mnifalið er flug, gisting (staðfestur gististaður viku fyrir brottför), ferðir til oo frá flugvelli erlendis, íslenskir fararstjórar og allir flugvallarskattar. ! ? 'srðast saman er verðið 62.555 kr. www.plusferdir. is "wEf Blönduós Borgarnes Isafjörður Sauðárkrókur Akuroyri Egilsstaðir Solfoss Vestmannaeyjar Koflavik Grindavík I S: 452 4168 S: 437 1040 S: 456 5111 S: 453 6262 585 4200 S: 471 2000 S: 462 1666 S: 481 1450__S: 585 4250 S: 426 8060 Söluskrifstofur Plúsferða: Faxafeni Sími 535 2100 • Fax 535 2110 • Netfan % 108 Reykjavík og Hliðasmára 15 • 200 Kópavogi lusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is Gefur sorg- inni forgang Helmut Kohl fellur frá þátttöku í baráttu gegn kommúnistum í Berlín og dregur sig í hlé í kjölfar andláts eiginkonu sinnar. berlín.ap Helmut Kohl, fyrrver- andi kanslari Þýskalands, mun ekki koma fram opinberlega á næstunni í kjölfar fráfalls eigin- konu sinnar, Hannelore, sem stytti sér aldur fyrir skömmu. Kohl, sem er 71 árs, mun gefa sér tíma til að syrgja eiginkonu sína og draga sig í hlé frá opinberu lífi um skeið. Hann dvelst nú á heimili sínu í Ludwigshafen, að sögn Lutz Stroppe, talsmanns hans. Kanslarinn átti m.a. að vera heiðursgestur við athöfn, sem flokkur hans, Kristilegir demókratar, ætla að halda 13. ágúst næstkomandi til að minn- ast þess að fjörutíu ár verða þá liðin frá því að kommúnista- stjórnin í Austur-Þýskalandi hófst handa við að reisa Berlínar- múrinn, sem skipti höfuðborg Þýskalands í tvennt í um 30 ára skeið. Kohl, sem hvarf úr sviðsljósi stjórnmálanna eftir hneykslis- mál tengd fjáröflun Kristilegra demókrata, fór að láta kveða að sér í stjómmálalífi Þýskalands í síðasta mánuði eftir að Jafnaðar- menn, Græningjar og fyrrver- andi kommúnistar úr austurhluta landsins tóku saman höndum um að koma hægri sinnuðum borgar- stjóra Berlínarborgar frá störf- um, binda endi á langvarandi samstarf um stjórn borgarinnar og koma jafnaðarmanninum Klaus Wowereit til valda fram að kosningum í haust. Kohl steig þá fram á sviðið og lýsti því yfir að hann hyggðist leggja sitt af mörkum í baráttu Kristilegra demókrata til að hindra það að HELMUT KOHL Kanslarinn, sem ríkti yfir Þýskalandi í 16 ár, sameinaði það eftir kalda stríðið og var lykilmaður í evrópskum stjórnmálum á nú erfiða tíma. Svo virtist sem rofa væri til eftir að hneykslismál höfðu bundið enda á stjórnartíð hans en þá reið annað áfall yfir. Eiginkona hans styt- ti sér aldur, buguð af sjaldgæfum og ólæknandi sjúkdómi fyrrverandi kommúnistar kæmust til valda í Ráðhúsi Berlínarborgar. Athöfnin vegna múrsins var liður í þeirri baráttu. Það virtist því vera að birta til í lífi Kohl eftir hneyklismálin, sem hrakið höfðu hann frá völd- um, og varpað rýrð á orðstír hans sem mannsins sem sameinaði Þýskaland að loknu kalda stríð- inu og átti ríkan þátt í vexti og viðgangi sameinaðrar Evrópu. En þá dimmdi yfir að nýju. Eiginkonan Hannelore, sem hafði þjáðst af sjaldgæfum sjúkdómi sem lýsti sér í ofnæmi fyrir sól- arljósi, stytti sér aldur. ■ ÞRUÐA E(sk(J ívyaivyrvya 03 þaf>f>í! /»eHa er sióasM itoínn í sotv>aróo<3onoto. Bídííoí t>ara þangað *i( þió sjáið Mjfrf £3 rtazkkaði oiv> 1 f>oMon^a, és er ko(t>rúr)r) os ég hef hvr)9%\ (íka! íakið a Mótí »v>ér oMferáalv)ídl' £3! (/0na aó ió kannist V/(dí ytödíínnb éf s/er<J í raoóköflóttri skyrto 03 í þláoto 3a((at>oxoivy 03 f»v/i>orv» sokkoto - það s/erdíor és-ykkar jonorí Ástarífs/ed[ýa, Crawfor<í xx

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.