Fréttablaðið - 23.07.2001, Side 6
SPURNING DAGSINS
Hefur þú eitthvert prinsipp í
lífinu?
Já, fyrst og fremst það að elska konuna
mína.
Þórhallur Hinriksson
Hann vinnur hjá tryggingafyrirtækinu Alliance og
leikur knattspyrnu með KR.
Höfuðborgarsvæðið:
Hættaá
náttúruvá á
nokkrum
stöðum
SKiPUlAG Á lágsvæðum við
strendur höfuðborgarsvæðisins
getur verið hætta á sjávarflóð-
um. Það er aðallega í vesturbæ
ReYkjavíkur, á Seltjarnarnesi og
á Álftanesi. Hættan er einna
mest þegar saman fer mikið
stórstraumsflóð, hækkun sjáv-
arborðs vegna lágs loftþrýstings
og ölduálag við ströndina. Hætta
af völdum snjóflóða og skriðu-
falla getur verið til staðar á
Kjalarnesi, í Kjós og í Mosfells-
bæ utan þéttbýlis.
Þetta kemur fram í skýrslu
samvinnunefndar sveitarfélaga
um svæðisskipulag til 2024. Þar
kemur fram að jarðskjálfta-
hætta fari minnkandi á svæðinu
frá suðri til norðurs. Þótt byggð-
inni sé ekki talin stafa teljandi
hætta á eldgosum og hraun-
straumum er sú hætta helst til
staðar á svæðum sem liggja lágt
á suður- og suðausturhluta
skipulagssvæðisins. Bent er á að
þótt margar jarðsprungur séu á
höfuðborgarsvæðinu og að þær
hafi ekki bein áhrif á þróun
byggðar, gætu þær skapað
aukna hættu ef byggð þróast
mikið inn á þau svæði. ■
Fíkniefnaneysla unglinga:
Börn ein-
hleypra
feðra lík-
legri
CHICAGO. ap. Bandarísk börn á
aldrinum 11-18 ára sem búa með
einhleypum feðrum sínum eru
líklegri til að neyta fíkniefna
heldur en önnur börn. Þetta
kemur fram í nýrri bandarískri
rannsókn sem framkvæmd var
af bandarískri stofnun í Atlanta
sem berst gegn fíkniefnum.
38,4% nemenda sem aðeins
bjuggu með föður sínum sögðust
nota fíkniefni, en aðeins 20,4%
þeirra sem bjuggu með báðum
foreldrum sínum neyttu fíkni-
efna. í könnuninni kom einnig
fram að nemendum í mennta-
skóla sem nota fíkniefni eins og
heróín, helsælu og hass, hefur
fjölgað, en það hefur ekki gerst í
þrjú ár. Sígarettunotkun og
áfengisneysla dróst hins vegar
saman og er nú sú minnsta í 13
ár. Yfir 75 þúsund nemendur um
gjörvöll Bandaríkin tóku þátt í
könnuninni. ■
6
FRÉTTABLAÐIÐ
23. júlí 2001 MÁNUAGUR
Hafnarfjörður slakar á kröfu til íslensku menntasamtakanna:
Utboðslög brotin segir Samfylking
sveitastiórnir Samfylkingin í
Hafnarfirði telur að meirihluti
bæjarráðs brjóti lög með
kennslu- og þjónustusamningum
við íslensku menntasamtökin.
íslensku menntasamtökin
(IM) var eina félagið sem bauð í
rekstur fyrirhugaðs grunnskóla
í Áslandi. Á fundi bæjarráðs
Hafnarfjarðar 19. júlí sl. voru
samþykktar viðbætur og breyt-
ingar á samningi ÍM og Hafnar-
fjarðarbæjar frá 11. maí. og
Magnúsi Gunnarssyni falið að
undirrita saminginn.
Samfylkingarmenn segja að
nú liggi skýrt fyrir að ÍM geti
ekki staðið við skilyrði sem sett
HAFNARFJÖRÐUR
(slensku menntasamtökin þurfa nú aðeins
að leggja fram tveggja mánaða fjárhags-
lega tryggingu vegna Áslandsskóla í stað
sex mánaða eins og útboðið sagði til um.
voru í útboði vegna verkefnisins
um fjárhagslegar tryggingar
vegna skólahaldsins.
„Það vekur sérstaka athygli
að meirihluti bæjarráðs er
reiðubúinn að falla frá þeim skil-
málum sem settir voru þegar
skólahaldið var boðið út fyrr á
þessu ári. Hér er um alvarlegt
brot á lögum og reglum um út-
boð að ræða og öll ábyrgð á slík-
um vinnubrögðum og þeim fjár-
hagslega skaða sem bæjarfélag-
ið getur hugsanlega orðið fyrir
vegna þessa er alfarið meirihlut-
ans,“ segir m.a. bókun minni-
hluta Samfylkingarinnar í bæj-
arráð. ■
Útafakstur undir
Hafnarfjalli:
Farþegi í
jeppa lést
umferðarslys Banaslys varð und-
ir Hafnarfjalli aðfaranótt sunnu-
dagsins.
Karlmaður á sjötugsaldri lést
samstundis er jeppabifreið á
suðurleið sem hann var farþegi í
fór útaf hægra megin og stakkst
ofan í ræsi og hafnaði í moldar-
barði.
Eiginkona mannsins sem ók
bifreiðinni var flutt með sjúkra-
bíl á slysadeild Landspítalans í
Fossvogi en fékk að fara heim að
lokinni skoðun. ■
TOI'B ».\R CUKJ
IKV HI <«i* O.V._
p %f\
' *********
1 * 1
í , : 1
I .1 ii' «'*** *T' , H ItJ tfal
ÚTGERÐARFÉLAG AKUREYRINGA
Víð ákvörðun VÞÍ um að lækka lokagengi bréfa ÚA fyrir 29. júní eftirá úr 4,00 í 3,20 má ætla að skráð afkoma Búnaðarbankans hafi versnað um 170 milljónir. Fyrirtækið á rúmlega
20% í ÚA og er grunað um að hafa átt viðskipti við sjálft sig til að hækka dagslokagengi hlutabréfanna þann 29. júní. Ekki hefur áður verið gripið til sambærilegra aðgerða af hálfu VÞÍ.
Keyptu bréf af sjálfum sér
Búnadarbankinn grunadur um að stuðla að óeðlilegri verðmyndun hlutabréfa ÚA á síðasta degi
uppgjörstímabils. Bankinn er á meðal stærstu hluthafa og hafði verulega hagsmuni af góðu loka-
gengi þann dag. VÞÍ lækkaði lokagengið eftirá um 20% og telur skýringar BÍ ófullnægjandi.
hlutabréf „Þegar sami aðili er
báðum megin við borðið og farið
er að líða að lokum síðasta dags
uppgjörstímabils þá má segja að
líkur séu gegn því að um eðlileg
viðskipti sé að ræða. Það er ljóst
að lokagengi þann 29. júní er mik-
ilvægara en loka-
gengi aðra daga,“
segir Helena
Hilmarsdóttir, hjá
VÞÍ. Þingið tók
ákvörðun þann 13.
júlí sl. að taka við-
skipti Búnaðar-
bankans með hlutabréf Útgerðar-
félags Akureyringa, sem áttu sér
stað undir lok dags 29. júní sl.,
ekki með í dagslokaverð. Grun-
semdirnar vöknuðu vegna þess að
dagurinn markaði lok fyrra upp-
gjörstímabils ársins. Síðdegis
þann dag setti bankinn inn
Verðbréfa-
miðlarinn sem
tók tilboðinu
vissi hver hinn
miðlarinn var.
kauptilboð á genginu 4,00 sem
sjóðurinn ÍS-15, sem er í vörslu
bankans sjálfs, gekk að. Tveimur
vikum síðar ákvað VÞÍ að lækka
lokaverð 29. júní um 20%, eða úr
4,00 krónum í 3,20.
í greinargerð sinni til VÞÍ,
þann 18. júlí, heldur Búnaðar-
bankinn því fram að aðilarnir sem
áttu viðskiptin hafi verið fullkom-
lega aðskildir, svonefndur „kína-
múr“ hafi verið á milli þeirra sem
hafi tryggt að þeir hafi ekki vitað
af nafni hvors annars. Þá nefnir
bankinn sér til varnar að verð-
myndun hlutabréfa á íslenska
markaðinum sé óskilvirk og
skökk. VÞÍ telur ekki efni til að
breyta ákvöðrun sinni vegna þess-
ara útskýringa. „Þeir segjast ekki
hafa vitað fyrir hvern viðskiptin
áttu sér stað, en þeir vissu þó að
um miðlara í Búnaðarbankanum
var að ræða. Verðbréfamiðlarinn
sem tók tilboðinu vissi nákvæm-
lega hver hinn miðlarinn var. Af
þessu leiðir ekki endilega vit-
neskja kaupanda um fyrri eig-
anda bréfanna, en við teljum samt
sem áður tilefni til frekari rann-
sóknar á málinu," segir Helena og
bendir á að í máli af þessum toga
verði sönnun að mótast af rann-
sókn á sérstökum kringumstæð-
um viðskiptanna og líkindarökum.
„VÞÍ hefur nokkrum sinnum
skoðað mál af þessum toga en
þetta er í fyrsta sinn sem loka-
gengi er breytt eftirá. Það má því
segja að þingið sé að beita meiri
hörku en hingað til,“ segir Helena.
Meðal annars þess vegna sé ekki
mögulegt að spá fyrir um endalok
málsins. Ljóst sé þó að úrlausn
þess geti haft fordæmisgildi. Hún
segir ákvörðun hafa verið tekna
fyrir helgi um að Búnaðarbankan-
um yrði gefinn kostur á því að
gefa frekari skýringar og verði
þeim að líkindum send formleg
skilaboð þess efnis í dag.
matti@frettabladid.is
Bæjarstjón fagnar áhuga nýrra aðila:
Það verður alltaf
flug til Eyja
samgöngur Það verður alltaf flug
til Vestmannaeyja og eins og ég
met umræðuna er ekki úr vegi að
stofna sterkt hlutafélag um þenn-
an rekstur,“ sagði Guðjón Hjör-
leifsson, bæjarstjóri í Vestmanna-
eyjum. Guðjón sagðist ekki hafa
rætt við stjórnarmenn Jórvíkur
um hugmyndir þeirra að hefja
flug til Eyja á hausti komandi.
„Við viljum bara fá traustar og
góðar samgöngur og ég tel að
bæði þeir hjá Jórvík og heima-
menn þurfi að skoða þetta mál í
heild sinni og vanda sig við að það
falli í góðan farveg. Tíminn mun
leiða það í ljós hvernig menn
bregðast við þessu en það er mjög
gott að fá svona áhugasama aðila
sem vilja sinna þessari þjónustu.“
Guðjón sagðist hafa heyrt á
mönnum hjá flugfélaginu í Vest-
mannaeyjum að þeir hefðu jafn-
vel áhuga á að skoða þetta mál.
„Það spurning hvort ekki sé hægt
að búa til eitt sterkt afl úr þessum
áhugasömum aðilum."
Guðjón var spurður hvort hann
teldi það hafa einhver áhrif að vél-
arnar tækju ekki nema nítján
manns í sæti. „Það er alltaf spurn-
ing með þessa stóru hópa og hvað
menn eru tilbúnir að leggja á sig til
að sinna þeim. Það er engin laun-
ung að menn hér í Eyjum sem star-
fa við ferðaiðnaðinn eru svolítið
taugatrekktir að Flugleiðir hafi
það góð ítök að þeir séu að selja
ferðamönnum ferðir alla leið bæði
fram og til baka um allt ísland án
þess að hafa viðkomu í Vestmanna-
eyjum. Guðjón sagði það dapurlegt
ef svo yrði þar sem margir starfi
við ferðaþjónustu í Eyjum og að
aðgerðir af slíkum toga gæti haft
áhrif í atvinnumálum.
GUÐJÓN HJÖRLEIFSSON
„Ein af þeim hugmyndum sem upp hafa komið og vert er að skoða nánar er hvort ekki
sé hægt að sameina í áætlunarflugi til Hornafjarðar að millilent verði í Eyjum."
„Menn þurfa að staldra við
þegar staðið er fyrir framan
ákvarðanatöku af þessu tagi og
fara yfir alla þætti, segja minna
en meira og hafa alla valkosti
opna. I málum sem þessum verða
menn að hafa borð fyrir báru þeg-
ar kemur að 1. október,“ sagði
Guðjón að lokum.
kolbrun@frettabladid.is