Fréttablaðið - 23.07.2001, Side 10

Fréttablaðið - 23.07.2001, Side 10
I KI I ! ABI A1 >11 > 10 FRÉTTABLAÐIÐ 23. júlí 2001 MÁNUDAGUR Takmörk á völd ogjjárráð stjórnmálamanna Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Simbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Simbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á IMetinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 é mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins 1 stafrænu formi og 1 gagnabönkum án endurgjalds. siðvendi Ragnar Aðalsteinsson hefur sagt, eftir að Árni Johnsen boðaði afsögn sína sem þingmað- ur, að málið sýni að nauðsynlegt sé að opna bókhald stjórnmálaflokk- anna. Það má vel vera ágæt ábend- ing en umræðan hér á landi hefur verið helst til hræsnisfull á köfl- um. Og það eru ekki síst þeir sem hæst láta sem falla af siðferðisstallin- um í þeim efnum. Fyrrverandi flokksmenn Al- þýðubandalagsins hafa spurt opin- berlega hvernig standi á því að skuldir flokksins voru mun hærri en greint var frá á landsfundi hans. Líka var spurt hvort þáver- andi formaður hefði „notað ávís- anahefti flokksins eins og sitt eig- ið“. Þessum flokksmönnum hefur ekki verið svarað þrátt fyrir hróp um siðavendni í fjármálum stjórn- málaflokkanna. Aðrir flokkar hafa í gegnum tíðina kallað á opið bókhald og viljað sýna gott frumkvæði. Það frumkvæði hefur falist í því að dingla fram einhverjum blöðum með tölum á og það hefur verið skýrt opið bókhald. Þetta er það sama og aðrir flokkar hafa gert, bara mun betur, í áratugi á sínum landsfundum. Og svo er það umræðan um styrki frá fyrirtækjum og hags- munatengsl - það þurfi reglur þar ...Má.l...roanna Björgvin Guðmundsson fjallar um opið bókhald um. En bíðum við! Hverjir voru það sem þáðu styrk frá Islenskri erfðagreining þegar fyrirtækið var mikið til umræðu m.a. á Al- þingi? Allir flokkar þáðu styrk nema annar stjórnarflokkurinn. Erlendis þrífst víða spilling þar sem reglur eru strangar. Lausnin felst ekki í reglunum heldur að fjarlægja freistingarnar. Það verður að takmarka verulega völd og fjárrráð stjórnmálamanna og leyfa fólkinu sjálfu að halda eftir sem mestu af sínum fjármunum. Eins og við vitum öll þá fer fólk betur með eigið fé en annarra. —♦— „Umræðan hér á landi hefur verið helst til hræsnisfull á köflum." —«— VESTMANNAEYJAR Ungir sjálfstæðismenn 1 Vestmannaeyjum fordæma fjölmiðlafárið. Nornaveiðar x fjölmiðlum Linkind við lyjjaeftirlit Lyfjaeftirlit sýndarmennska og sóun. Fjögur lyfjamisnotkunarmál innan KKI skoðuð. lyfjanotkun „Það hefur oft verið ágreiningur, sérstaklega út af lyfjamálum, þegar komið hafa upp erfið mál og hafa margir vilj- að toga í spotta," segir Birgir Guðjónsson, fyrrverandi formað- ur heilbrigðisráðs ÍSÍ, eftir að hann sagði af sér vegna dóma sem féllu vegna lyfjanotkunar íþróttamanna. í dómunum hlutu íþróttamenn væga eða enga refs- ingu fyrir notkun lyfja. Birgir nefnir máli sínu til stuðnings fjögur mál innan Körfuknattleikssambands ís- lands. í einu þeirra var íþrótta- kona staðin að því að nota astma lyf í keppni án þess að hafa und- irritað yfirlýsingu um notkun þeirra fyrirfram, eins og reglur segja til um. „Eftir að búið er að undirrita skjal, sem fer víða um heim, um að menn séu ekki á neinum lyfj- um og það mælist jákvætt í próf- um þá eru menn í helvíti miklum vanda,“ segir Birgir. „Ef hægt er að koma eftir á með læknisfræði- legar afsakanir, sem eru haldlitl- ar í svona máli, og sleppa við all- ar refsingar þá á það að eiga við alla aðra.“ Birgir stóð í bréfaskriftum við Alþjóða ólympíunefndina og KKÍ til að fá blessun fyrir því að leik- maðurinn slyppi mildilega. Heil- brigðisráð ÍSI stóð með honum en átök voru um málið innan fram- kvæmdastjórnar. Dómstóll ÍSÍ dæmdi stúlkuna ekki og segir Birgir að þeim hefur líklega ver- ið gefin góð ráð áður en dómur var upp kveðinn. Niðurstaða dómsins stenst ekki alþjóðar-, ís- lenskar né FIBA reglur. Birgir telur íþróttamenn ekki sitja við sama borð. „Ákveðna hópa hefur ekki átt að prófa, aðra ekki ákæra fyrir brot né fylgja eftir dómum hjá sumum," segir hann í greinagerð til Fram- kvæmdastjórnar ÍSÍ. „ÍSÍ hefur fengið milljónir króna frá stjórn- völdum til lyfjaeftirlits. Um- ræddir dómar sýna að eftirlit er sýndarmennska og útgjöld sóun. Ég tel því rétt að hætta því.“ BIRGIR GUÐJÓNSSON Þetta er spuming um jatnræði eða gefa þessu lausan tauminn. Stjórn Eyverja, ályktar: umræða „Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyj- um, vilja koma eftirfarandi á fram- færi: Eyverjar harma þann mannlega harmleik og það fjölmiðlafár sem einkennt hefur málefni Árna John- sen 1. þingmann Suðurlandskjör- dæmis síðastliðna daga. Eyverjar taka ekki upp hanskann fyrir þing- mannin í málefnum hans við ís- lensku þjóðina og verður hann að gjalda fyrir gjörðir sínar sem hann hefur og gert með afsögn sinni sem þingmaður. Eyverjar fordæma hins vegar það fjölmiðlafár sem einkennt hef- ur málefni þingmannsins síðustu daga sem oft og tíðum hefur ein- kennst af nornaveiðum heldur en fagmannlegum vinnubrögðum. Svo virðist sem umfjöllun um málið hafi miðast við það að hengja þing- manninn áður en sekt er sönnuð og oftar en ekki hefur verið sparkað í liggjandi mann. Er það óafsakan- legt. Við búum í lýðræðisþjóðfélagi og eigum heimtun á réttmætri og gagnrýninni umræðu en ekki um- ræðu sem miðast við að sakfella mann áður en sekt er sönnuð. Árna Johnsen hefur orðið illi- lega á og hefur nú ákveðið að taka ábyrgð á gjörðum sínum með af- sögn. Árni hefur gert margt gott fyrir Eyjarnar á löngum og farsæl- um þingferli og verður að hafa það í huga þegar pólitískt starf hans er skoðað. Að endingu skulum við hafa orð Frelsarans að leiðarljósi því þau eiga svo sannarlega vel við núna. „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Vestmannaeyjum 19.07.01' Tilhæfulausar aðdróttanir Birgis. Dómstóllinn átti ekki að veita undanþágu heldur heilbrigðisráð. lyfjanotkun „Ef hann er að segja að þetta sé sýndarmennska þá er það áfellisdómur yfir honum sjálfum því hann hefur verið aðalmaðurinn i lyfjamálunum og aðalhöfundurinn að þessari reglugerð. Ég vísa því á bug að þetta sé sýndarmennska þvi lyfjaeftirlitið hefur sýnt aðhald," segir Ellert B. Schram, formaður framkvæmdastjórnar ÍSÍ, um orð Birgis Guðjónssonar að lyfjaeftirlit og dómar á íslandi séu sýndar- mennska ein. Hann segir það með öllu tilhæfulaust að framkvæmda- stjórnin hafi afskipti af lyfjaeftir- liti. íslendinga eru með sínar lyfja- reglur sem eru samdar að mestu leyti af Birgi Guðjónssyni sjálfum, segir Ellert. Hann veit ekki betur en reglugerðin sé meira og minna í samræmi við það sem gildir í al- þ jóðasamböndunum. Hvað varðar málaferli vegna lyfjanotkunar körfuknattleikskonu segir Ellert það ljóst að reglum var ábótavant. Það þurfi að skýi-a betur málatilbúnað, viðurlög og áfrýjun. Birgir hafnaði þátttöku í nefnd til að endurskoða þessa reglugerð. „Að því er varðar stúlkuna þá er hún samkvæmt læknisráði að taka astma innöndunarlyf," segir Ellert. Hann staðfestir að hún hafi ekki gef- ið upp lyfið þegar hún var spurð að því við lyfjapróf. „Hún lagði fram vottorð þegar málið var dómtekið og það segir í reglugerð að það megi veita undanþágu þegar verið er að taka lyf samkvæmt læknisráði.“ Ellert segir að dómurinn hafi lit- ið svo á að þar sem það lægi ekki fyrir hvort það ætti að leggja fram vottorð fyrir eða eftir lyfjapróf þá væri nægilegt að það hafi verið lagt fram þegar það var tekið til dóms. „Þetta er niðurstaða dómsins. Það er hann sem tekur þessar ákvarðanir. Sumir eru sáttir með niðurstöðuna, aðrir ekki. Ég hef sagt við Birgi að viðbrögð okkar hljóta að vera þau að breyta reglugerðinni eins og við teljum að réttlætinu verði fullnægt en ekki fara í fýlu,“ segir Ellert. ELLERT B. SCHRAM Rétt að breyta reglugerðinni í stað þess að fara í fýlu. Ellert bendir á að það megi gagn- rýna að dómstóllinn hafi veitt þessa undanþágu því samkvæmt reglum ÍSÍ þá geti heilbrigðisráð eitt veitt þessa undanþágu. ■ ORÐRÉTT Lög og hefðir og ábyrgð stjórnmálamanna stjórnmál „Eftir að Árni Johnsen sagði af sér þingmennsku er at- hyglinni beint að öðrum stjórn- málamönnum og þar á meðal mér. Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, fullyrðir í forystugrein í blaði sínu í dag, að í nágrannaríkjum okkar væru ráðherrar menntamála og fjármála búnir að segja af sér, enn fremur embættismenn ráðuneyt- anna, sem höfðu með Árna að gera, svo og forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Hér beri hins vegar enginn neina ábyrgð og allra síst stjórn- málamenn. Fullyrðingar af þessu tagi eru innantómar enda settar fram til að heimta meira pólitískt blóð af rit- stjóra, sem löngum hefur fylgt þeirri stefnu, að hann selji blað sitt því meira sem hann geti traðkað meira á stjórnmálamönnum. Upp- hrópanir um að ráðherrar segi af sér eru þess vegna ritstjóranum tamar. Forvitnilegt væri að vita, hvort hann vissi um nokkurt sam- bærilegt mál og það, sem hér hefur verið til umræðu síðustu daga, í ná- grannaríkjunum. Veit hann um það?“... .. „Margir hafa heiður að verja, þegar rætt er um mál eins og þetta, ekki aðeins stjórnmálamenn heldur einnig þeir, sem sækja að þeim. Ég hef verið spurður, hvort Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórn- málafræði, sé að verja heiður sinn sem fræðimanns, þegar hann setur upp spekingssvip í sjónvarpssal og kemst að þeirri niðurstöðu í beinni útsendingu, að það séu helst þing- menn Sjálfstæðisflokksins, sem tengist ámælisverðri framgöngu með opinbert fé. Þessari spurningu gat ég ekki svarað, enda veit ég ekki hvaða fræðilegum grunni nið- urstaða prófessorsins byggist. Stjórnmálamenn eiga vafalaust eftir að takast á um þetta mál næstu daga og vikur. Ef menn eiga að víkja úr embættum vegna sam- anburðar við það, sem gerist í út- löndum, hlýtur þó í stjórnmálaum- ræðum á heimavelli að vera tekist á um mál af þessu tagi í ljósi ís- lenskra laga og hefða. Verði miklar stjórnmálaumræður eftir afsögn Árna Johnsens og í framhaldi af því að mál hans er upplýst, hljóta þær að ná til fleiri mála af svipuðum toga frá fyrri tíð og hvernig við þeim var brugðist." Af bjorn.is 21/7 2001 Engar afsak- anir eftir á lyfjapróf Við lyfjapróf er íþróttamað- ur beðinn um að skýra frá öllum Iyfj- um og fær þannig tækifæri til að upp- lýsa um sjúkdóma og lyfjatöku hafi vottorð gleymst. Undirriti íþrótta- maðurinn hins vegar yfirlýsingu um að engin lyf séu notuð og síðan finn- ast lyf á bannlista í þvagsýni telst lyfjaprófið jákvætt. Niðurstaða já- kvæðs lyfjaprófs er einnig send til IOC [Alþjóðaólympíunefndin] og við- komandi alþjóðasérsambands og verður því aldrei lítið prívatmál. Al- þjóða-sérsamböndin hafa lokaorð um refsingar í viðkomandi íþróttagrein. Það vakti nokkra furðu þegar reyndum íþróttamanni og forystu- mönnum KKÍ var skýrt frá fundi Ter- butalíns í þvagi að þeir vissu ekkert um lyfjareglur eigin sérsambands. íþróttamaðurinn sagði þá fyrst frá astma og viðurkenndi notkun lyfsins. Könnuð voru viðhorf nokkurra al- þjóðasérsambanda og IOC til slíkrar stöðu og var svarið afdráttarlaust, af- sakanir eftir á eru ekki teknar til greina. Úr greinagerð Birgis Guðjónssonar vegna lyfja- mála BJÖRN BJARNASON Umræður hljóta að ná til fleiri mála af svipuð- um toga frá fyrri tíð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.