Fréttablaðið - 27.07.2001, Síða 6
SPURNING DAGSINS
Hefur þú smakkað hvalkjöt?
Já, já, hrefnukjöt getur verið mjög gott, ef
það er vel matreitt er hægt að gera góðar
steikur úr því. Það þarf að láta það liggja i
mjólk þvi það er ekkert varið í það ef lýsis-
bragð er af því. Hins vegar er höfrungurinn
ekki mjög góður og heldur ekki rengi, sem
er spiklagið af hvalnum súrsað.
Þorsteinn Tómasson, gælunafn Steini Flipper
Hann er öryggisvörður hjá Securitas
U mferðaröryggi:
Notkun
bílbelta
ábótavant
ÖRYGGI Þriðji hver ökumaður not-
ar ekki bílbelti í þéttbýli sam-
kvæmt könnun lögreglunnar og
Umferðarráðs. Á smærri þéttbýl-
isstöðum úti á landi er bílbelta-
notkun mun minni eða allt niður í
30%. Á þjóðvegum landsins er
notkun bílbelta talsvert meiri eða
um 90%.
Vanræksla á notkun bílbelta
eru ein meginástæða þess að fólk
lætur lífið í umferðarslysum. Á
síðasta ári létust 21 karl og 11
konur og voru 40% þeirra ekki í
beltum. Meirihluti umferðarslysa
átti sér stað í dreifbýli, eða 74% á
móti 26% í þéttbýli.
Algengustu tegundir banaslysa
í umferðinni á síðasta ári voru
þegar ekið var framan á bíl og við
útafakstur.
í ár eru þegar 10 einstaklingar
látnir í umferðarslysum. ■
♦
RÆNINGJADROTTNING SYRGÐ
Harmi slegnir syrgjendur við lík Phoolan
Deví. Hún átti sér fjölmarga stuðnings-
menn, einkum á meðal fátækari stétta
Indlands.
Indland:
Óeirðir við
bálför
ræningja-
drottningar
lucknow, ap. Stuðningsmenn
Phoolan Devi, ræningjadrottning-
arinnar svokölluðu sem myrt var
í fyrradag, lentu í átökum við lög-
reglu í Varanasi í norðurhluta Ind-
lands þar sem bálför hennar mun
fara fram.
Að minnsta kosti einn liðs-
manna flokks Devis lést í átökun-
um og nokkrir lögreglumenn
særðust. Stuðningsmenn hennar
kröfðust sólarhrings verkfalls í
mótmælaskyni við dáðleysi
stjórnvalda við verndun Devi.
Lögreglan hefur ekki haft upp á
morðingjunum en Devi var skotin
fyrir utan heimili sitt. ■
6
FRÉTTABLAÐIÐ
27. júlí 2001 FÖSTUDAGUR
Grikkland:
Eriginn
slasaðist
í öflugum
jarðskjálfta
AÞENA. GRIKKLANDI. AP. Öflugur
neðansjávarjarðskjálfti reið yfir
Grikkland í gærnótt. Jarðskjálft-
inn, sem mældist 5,7 á Richter,
olli skemmdum á um 60 heimil-
um auk þess sem fólk flúði úr
húsum sínum í almenningsgarða
og út á strendur.
Átti skjálftinn upptök sín rétt
fyrir dögun nálægt eyjunni
Skyros í Eyjahafi en engar meiri-
háttar skemmdir urðu á nær-
liggjandi eyjum. Skjálftinn
fannst hann einnig í Tyrklandi og
Búlgaríu. Seint á miðvikudags-
kvöld reið jarðskjálfti sem var
4,4 á Richter yfir Grikkland og
átti hann upptök sín norðan við
Skyros eyju, en um 3000 manns
búa á eyjunni, sem einnig er fjöl-
BÍLL f RÚST
Þessi sjónvarpsmynd náðist eftir að gríðar-
stór steinn féll úr kastala fyrir ofan bílinn á
eyjunni Skyros.
sótt af ferðamönnum.
Síðast reið stór jarðskjálfti
yfir Grikkland fyrir tveimur
árum og mældist hann 5,9 á
Richterskvarða. 143 manns létu
þá lífið. ■
Bandarísk yfir\'öld:
Fresta ekki
eldflauga-
vörnum
moskva. ap. Condoleezza Rice, ör-
yggisráðgjafi Bandaríkjanna
sagði í gær að Bandaríkin og
Rússland væru að undirbúa
strangar viðræður um vopnamál
á komandi mánuðum, en viðræð-
urnar myndu ekki hafa áhrif á
áform Bandaríkjanna um að byg-
gja upp öflugt eldflaugavarnar-
kerfi. „Þær nýju hættur sem við
stöndum frammi fyrir.munu
ekki bíða eftir okkur og við höfum
þegar ákveðið að leggja hart að
okkur í því að vinna í málinu
næstu mánuði,“ sagði Rice. ■
V‘ i
weÉmm
EKKI f LOFTINU
Fyrirtækið Halló - Frjáls fjarskipti býður nú upp á fjórar mismunandi tegundir þjónustu: símtöl til útlanda, símtöl innanlands, Nettengingu fyrir heimili og fyrirtæki og mintkort sem not-
ast í farsíma erlendis. Lárus Jónsson, stjórnarmaður hjá Halló, segir Ijóst að ekki fengjust 625 manns til þess að manna höfuðstöðvar þjónustuvers MintTelecom hér á landi.
Ekki til tveir millj-
arðar fyrir Halló
Halló - Frjáls Qarskipti segja að ekki séu til þeir tveir milljarðar sem þurftu til þess að stofna
GSM-kerfi. Höfuðstöðvar þjónustuvers MintTelecom ekki á Islandi, segir stjórnarmaður.
Skýrist með haustinu, segir sölustjórinn.
fjarskipti Fyrirtækið Halló -
Frjáls fjarskipti, sem sagði við
stofnun fyrirtækisins að ísland
yrði „miðstöð alþjóða GSM-fjar-
é skipta MintTel-
ecom“, segir að
ekki sé til það fjár-
magn sem til
þurfti til þess að
hleypa af stokkun-
um GSM-þjónustu
sinni. Guðlaugur
Magnússon, sölu-
stjóri hjá Halló,
samsinnir því að
íslenski farsímamarkaðurinn sé
mettur. Hann bætir því við að til
standi að bjóða lægri kjör en
Um 625
manns áttu að
vinna í mið-
stöðinni sem
enn hefur ekki
verið komið á
laggirnar.
——.
landsmenn hafa hingað til kynnst
á farsímagjöldum - rétt eins og
nú sé boðið á símtölum til útlanda
- þegar einstaklingar geti fært
símanúmer sín frá einu símafyr-
irtæki til annars.
Þann 9. maí 2000 sögðu for-
svarsmenn Halló að þeir áætluðu
að fjárfestingar fyrirtækisins hér
á landi vegna nýs farsímakerfis
yrðu um 2020 milljónir króna og
að hingað til lands myndu „tugir
sérfræðinga" koma.
„Þessir peningar eru ekki til,
það gefur alveg auga leið að ef
þeir væru til yrði þeim fljótt
eytt,“ sagði Guðlaugur. Þegar
hann var spúrður að því hvernig
Halló hyggðist snúa sér í þessu
máli sagði hann að það væri
„spurning hvað við gerum, það er
margt í gangi, og ég ætla ekki að
segja neitt um það á þessari stun-
du. Það er ýmislegt sem skýrist
með haustinu."
Til stóð að Halló og MintTel-
ecom myndu sameinast og að höf-
uðstöðvar þjónustuvers MintTel-
ecom myndu flytjast til íslands
og í kjölfarið á því yrði rekin hér
alþjóðlega símamiðstöð sem átti
að þjóna fimm milljónum við-
skiptavina. Um 625 manns áttu að
vinna í miðstöðinni sem enn hefur
ekki verið komið á laggirnar.
„Það hefur ekkert orðið úr því
enn þá. Það er í uppbyggingu það
fyrirtæki [MintTelecom] og er í
Bretlandi. Ekkert varð af sam-
einingunni en við eignuðumst 50
prósent í MintTelecom og þar af
leiðandi breyttist landslagið,"
sagði Guðlaugur og bætti því við
að erfiðara hefði reynst að fá
fjármagn inn í fyrirtækið
MintTelecom heldur en búist var
við. Talsmenn MintTelecom í
London segja að gert sé ráð fyrir
því að á næstu fjórum árum verði
viðskiptavinir fyrirtækisins
fimm milljónir en nú þegar
hlaupi þeir á hundruðum þús-
unda.
omarr@frettabladid.is
Hægt að sækja tilbúna lyíjaskammta í apótekið:
Vandamál vegna
ruglings úr sögunni
lyf Þeir sem taka lyf að staðaldri
geta nú fengið þeim pakkað þannig
að skammtað verði fram í tímann
til allt að 28 daga í sérstaklega
merktar umbúðir.
Lyf & heilsa samdi í gær við
Lyfjaver um slíka tölvustýrða
lyfjaskömmtun sem sögð er hafa í
för með sér aukið öryggi við inn-
töku og hagræðingu fyrir neytend-
ur ^g heilbrigðiskerfið.
í fréttatilkynningu segir að við
handtalningu lyfja í skömmtunar-
box fylgi hætta á ruglingi, auk
þess sem það sé tímafrekt og kom-
ið hafi upp dæmi um tvískömmtun.
„Hér eftir verða þessi vandamál
úr sögunni," segir í tilkynningunni.
TILBÚNIR SKAMMTAR
Aðstandendur langveikra og hjúkrunar-
fólk verja miklum tíma við að útbúa ná-
kvæma lyfjaskammta fyrir sjúklingana.
Nú verður hægt að sækja skammtana
tilbúna í apótekið.
„Tölvustýrð lyfjaskömmtun er ör-
uggasta aðferð við skömmtun lyfja
sem völ er á.“ Boðið verður upp á
þessa þjónustu í 25 apótekum Lyf
& heilsu um land allt, eða tæplega
helmingi allra apóteka á landinu og
geta neytendur sótt eða fengið
senda tilbúna skammta á tveggja
eða fjögurra vikna fresti. ■