Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.07.2001, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 27.07.2001, Qupperneq 8
Flugsamgöngur: Farþegum í milli- landaflugi íjölgar SAMCðNCUR Farþegafjöldi til og frá íslandi er svipaður fyrstu sex mánuði ársins og í fyrra. Hins vegar hefur farþegum í millilandflugi almennt fjölgað um 2,5% þar sem mest munar um 5% fjölgun farþega á leið um ísland yfir Norður-Atlantshafið. Á þessu tímabili hefur sætanýt- ing aukist um rúm 3% og hefur verið 71%. Sætaframboð var 1,5% minna en í fyrra og sala jókst um rúm 3%. Farþegafjöldi hjá Flugfélagi íslands hefur dregist saman um tæp 11% frá því á sama tíma í fyrra. ■ FRÉTTABLAÐIÐ Ariel Sharon, forsætisráðherra Israels : 27. júll 2001 FÖSTUPACUR f Verst hugscinlegri málsókn í Belgíu jerúsalem. ap. Ariel Sharon, forsæt- isráðherra ísrael, hefur ráðið belgískan lögfræðing til að fást við hugsanlega lögsókn þar í landi að því er ísraelsk dagblaðið Ha’aretz greindi frá í gær. Lögð var fram kæra á hendur Sharon í Belgíu í júní sl. vegna meintrar ábyrgðar hans á fjöldamorðunum í Líbanon árið 1982, en Sharon var varnar- málaráðherra þá. Samkvæmt belgískum lögum er hægt að leggja fram kærur á hendur stríðsglæpa- mönnum, hverrar þjóðar sem þeir eru. Belgískir dómstólar hafa ekki ákveðið hvort að málið verður tekið fyrir dómstóla en ráðningin bendir til þess að Sharon ætli að beita sér gegn því. Talsmenn Sharons neit- uðu að svara hvort rétt væri að hann hefði ráðið lögfræðing. ísraelsku embættismaður sagði blaðamanni AP í gær að þarlend stjórnvöld hefðu sett saman lista yfir lönd þar sem ráðamenn þeirra eiga á hættu að verða sóttir til saka fyrir stríðsglæpi. Listinn er gerður að beiðni embættismanna sem vilja Nýjasta farartækið í Malasíu: Með eiginleika þyrlu og hraða flugvélar putrajaya. malasíu. ap. Um þessar mundir stendur yfir í Malasíu sérstök—leikfangasýning fyrir stóra stráka (the Big Boys Toys Exhibition) í bænum Putrajaya skammt frá Kuala Lumpur. Þar gefur m.a. að líta frumgerð frem- ur óvenjulegs farartækis sem nefnt hefur verið Moller flugbíll- inn. Hann býr yfir eiginleika þyrlu og hraða flugvélar, og getur hann ferðast á 350 mílna hraða á klukkustund í 25 þúsund feta hæð. ■ SKILUR EKKI DANI Shimon Peres, utanrlkisráðherra fsrael, undrast viðbrögð Dana að þvl er Politiken hefur eftir Israelsku dagblaði. Sendiherradeilur: Danir handtaka ekki sendiherra JERúsalem. ap. Frank Jensen, dóms- málaráðherra Dana, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að næsti sendiherra ísraela í Dan- mörku, Carmi Gilons, verði ekki handtekinn þegar hann kemur til Danmerkur eins og áður hefur verið látið að liggja. Gilon nýtur friðhelgi sendiherra. Útnefning Gilons er umdeild í Danmörku vegna frásagna hans um að hann hafi lagt blessun sína yfir pynt- ingar á aröbum þegar hann var yf- irmaður ísraelsku leyniþjónust- unnar. ■ 23 þeirra sem lifðu af fjöldamorðin I flóttamannabúðunum I Sabra og Shatila standa að kærunni á hendur Sharon. vera vissir um að þeim sé óhætt á ferðum sínum. Auk hugsanlegrar málsóknar á hendur Sharon hefur mál væntanlegs sendiherra ísraels í Danmörku verið í sviðsljósinu. Eftir að Carmi Gilon viðurkenndi að hafa lagt blessun sína yfir pynt- ingar á aröbum hafa danskir þing- menn hótað að höfða mál á hendur honum. ■ Smáralind: MacDonalds dregur sig tilbaka SmAralind Veitingastaðurinn MacDonalds, sem áður hafði ákveðið að opna veitingastað í Smáralind í haust, hefur dregið þá ákvörðun til baka. Að sögn Kjartans Arnar Kjartanssonar, annars tveggja eigenda MacDonalds á íslandi, er þetta þeirra viðskiptalega ákvörðun. Hann vildi halda ástæðum hennar innan fyrirtæk- isins og vildi ekki tjá sig um þau rök sem búa þar að baki. ■ Reykjavíkurborg og SI: Skuldbinding sem hlutafé REYKJAVÍKURBORC Við stofnun hlutafélagsins íþrótta- og sýn- ingarhöllin hf. var ákveðið að endurvekja skuldbindingu Reykjavíkurborgar til sýningar- samtaka atvinnuveganna um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna sýningarhúsnæðis við hlið Laugardalshallar. Hlutafélagið er í eigu Reykjavíkurborgar og Samtaka iðnaðarins, sem eiga S milljónir hvort £ félaginu. Niðurfelling gatnagerða- gjaldanna er metin á 23,7 millj- ónir króna og verður litið á sem hlutafjárframlag Samtaka iðn- aðarins í íþrótta og sýningahöll- inni hf. þegar stjórn félagsins tekur ákvörðun um hækkun hlutafjár. Verið er að vinna að kostnað- aráætlunum og gerð rekstrar- og viðskiptaáætlunar vegna sýn- ingarhallarinnar. Unnið hefur verið að hönnun hússins, tengi- byggingar við Laugardalshðll, UIKUIK UJUKOVINSbUN Sjómenn standa I eilífri baráttu til að baeta kjör sjómanna á erlendum hentifánaskipum þar sem borguð eru smánarlaun og réttindi öll eru brotin. Stríð er hafið ge sj ór æningj askipum Alþjóðaflutningamannasambandið herðir tökin. Rússneskt skemmtiferðaskip verður stöðvað í Reykjavík. Fylgst með öllum olíuskipum. Atlantsskip er á kortinu. sjómenn „Þetta er eilíf baráttá, ekki bara fyrir eðlilegum launum, heldur ekki síður fyrir þær þjóðir sem búa við þetta þrælahald," sagði Birgir Hólm Björgvinsson hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur. En hann, ásamt fleirum, undirbúa nú, í nafni Alþjóðaflutningmanna- sambandsins, að kyrrsetja rúss- neska skemmtiferðaskipið, Clipp- er Adventure, sem á að koma til Reykjavíkur 7. ágúst. Birgir segir að þetta skip sé það síðasta á aðgerðarskrá Al- þjóðaflutningamannasambands- ins. Útgerðir flestra skemmti- ferðaskipa hafa gert samninga um laun sjómanna - en þær út- gerðir sem það hafa ekki gert - eiga von á aðgerðum ámóta þeim sem skipulagðar eru í Reykjavík 7. ágúst. „Við stöðvuðum erlent olíuskip um daginn og það er alveg klárt að öll þau skip sem hingað koma og sigla með olíu á ströndina verða stoppuð. Við sjáum enga ástæðu til annars en að herða tökin. Það eru miklir hagsmunir undir, bæði fyr- ir íslenska sem erlenda sjómenn,“ sagði Birgir Hólm Björg- vinsson. Hann segir að óðum styttist í að farið verði í aðgerðir gegn Atlants- skipum, en það félag hef- ur með meirihluta flutn- inga fyrir bandaríska her- inn að gera. Það er sam- kvæmt samningi um að ís- lenskt skipafélag hafi meirihluta flutninganna. Barátta gegn Atlantsskipum er framundan en sjómönn- um þykir lang- lundargerð yf- iivalda til fyrir- tækisins með ólíkindum. —«— Fram hefur komið að Atlantsskip gerir ekki út neitt skip - heldur eru flutningarnir á vegum er- lendrar útgerðar sem Atl- antsskip kaupir þjónustu af. „Það er kominn tími á aðgerðir. Við höfum beðið alltof lengi,“ segir Birgir. Hann segist undrast að ís- lensk stjórnvöld skuli láta rekstur Atlantsskipa óá- reittan þar sem fyrirtæk- ið starfi ekki samkvæmt ákvæðum í samningi ís- lands og Bandaríkjanna um flutninga frá Bandaríkjunum til herstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli. | SYNINGARHÖLL FRAMTlÐARINNAR Samtök íðnaðarins og Reykjavlkurborg hafa sameinast um byggingu sýningarhall- ar við Laugardalshöll. lóðarinnar og bílastæða. Gert er ráð fyrir að innan tíðar verði £t- arleg göng kynnt fyrir eigendum hlutafélagsins áður en frekari ákvarðanir verða teknar. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.