Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.07.2001, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 27.07.2001, Qupperneq 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 27. júlí 2001 FÖSTUDACUR HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? Áslaug Hauksdóttir Ijósmóðir Um helgar yfir sumarmánuðina mæli ég með því að fólk fari út úr bænum, elti veðr- ið og verði þar sem er best er hverju sinni. Ég mæli einnig með því að fóik leyfi sér að borða góðan mat og njóti Iffsins. Einnig vil ég mæla með þvf að fólk fari sér hægt í umferðinni. PICASSO Málverkið „Etude pour nu dans une foret," sem er eitt verkanna sem boðið verður upp í New York. Málverkauppboð í New York: Verk Picasso og Miro boðin upp parís. ap. Þann sjötta nóvember næstkomandi verða málverk eftir meistara eins og Picasso og Miro boðin upp á málverkauppboði í New York í Bandaríkjunum. Á meðal verkanna sem verða til sölu er málverk Picasso „Etude pour nu dans un foret,“ (rannsókn á nekt í skógi) auk þess sem þó nokkur fleiri verk sem aldrei hafa sést opinberlega verða til sölu. Verkin voru í eigu belgíska við- skiptajöfursins Rene Gaffe, sem nú er látinn og er verðmæti þeirra talið nema um 40 milljónum Bandaríkjadala. ■ Aukakílóin burt! • Ertu að leita að mér? • Vantar þig vörur? • Otrulegur árangur! • Eg missti 11 kg á 9 vikum! Alma Hafsteinsdóttir Sjálfst. Herbalife dreif. S: 694-9595 www.heilsulif.is www.heilsulif.is Grænlensk alþýðulist: Tímalaus kynning á manneskjum sýninc Sýning á grænlenskum tré- skurðarmyndum eftir Johannes Kreutzmann „Ujuaannaat" verður opnuð í dag kl. 17 í Sjóminjasafn- inu í Hafnarfirði. Myndirnar sýna mannfólk og lifnaðarhætti í Kangaamiut á vesturströnd Grænlands, heimabyggð lista- mannsins, fyrir um 100 árum. Höfundur sýningarinnar er Birte Hagen mannfræðingur við Nationalmuseet í Kaupmanna- höfn. Sýningin var opnuð 16. janúar sl. í Handels- og Spfartsmuseet pá Kronborg en fór síðan til Finn- lands, Noregs og Færeyja. Kreutzmann var uppi á árun- um 1862-1940. Þykja myndir hans mjög sérstakar en þær eru um 35- 120 cm háar, skornar í rekavið og málaðar skærum litum. Þær sýna okkur hvernig fólkið í græn- lenskri byggð leit út fyrir hund- rað árum, hvernig það var klætt og hvað það fékkst við. Fyrir okk- GRÆNLENSKAR TRÉSKURÐARMYNDIR Myndirnar sýna fólk að störfum; flá sel, skafa skinn eða mýkja kamíkusóla. ur sem ekki þekktum þessa ein- staklinga og sérkenni þeirra er þetta almenn og tímalaus kynning á manneskjum og tilveru þeirra. Sagt er að upphaflega hafi Kreutzmann gert brúður handa börnum sínum en fólk sóttist eftir þeim svo tréskurðarmyndirnar urðu lífsviðurværi hans á efri árum. Þær voru sýndar á græn- lenskum farandsýningum í Róm, París og New York. ■ Ungir breskir og íslenskir tónlistarmenn: Flytja tónaljóðið Geysir eftir Jón Leifs tónlist Cumbria, sinfóníuhljóm- sveit ungmenna frá norðvestur- Englandi, er á leið í vikulanga tónleikaför til íslands og er þetta í fyrsta sinn sem þessi sextíu manna hljómsveit heimsækir landið. Hljómsveitin heldur tón- leika í Hallgrímskirkju næst- komandi sunnudagskvöld og hefjast þeir klukkan 20.00. Há- punktur tónleikanna verður flutningur á sinfóníu nr. 3, ópus 78 eftir Saint Saéns þar sem hinn ungi og efnilegi organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir kemur fram sem einleikari. Undir stjórn gestahljómsveitarstjór- ans Timothy Redmond mun hljómsveitin einnig flytja verk eftir enska tónskáldið Elgar auk þess sem hún mun í fyrsta sinn flytja verk Jón Leifs, Geysir. Lára Bryndís er rúmlega tví- tugur orgelleikari. Hún lauk námi í píanóleik árið 1998 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og vorið 2001 lauk hún kantors- prófi frá Tónskóla Þjóðkirkj- unnar með hæstu einkunn sem gefin hefur verið. Kennari hennar var Hörður Áskelsson. Lára hefur verið aðstoðar- organisti í Hallgrímskirkju frá síðasta hausti. I stuttu spjalli við Fréttablaðið sagðist Lára hlakka til að takast á við Orgels- infóníuna. „Ég er búin að vera með tónlistina í eyrunum dag- inn út og inn og mér finnst þetta LARA BRYNDfS EGGERTSDÓTTIR „Þriðji þátturinn í orgelsinfóníunni er sólóatriði og þá fæ ég að yfirgnæfa hljómsveitina og skemmta mér svolítið." alveg svakalega flott stykki." Lára sagði verkið rúmlega hálftíma langt og að mest mæddi á henni í 1. og 3. þætti. „Þriðji þátturinn er sólóatriði og þá fæ ég að yfirgnæfa hljómsveitina með orgelinu og skemmta mér svolítið." Þess má geta að Lára verður einnig með hádegistón- leika kl. 12 á morgun í Hallgríms- kirkju. Aðalstjórnandi Cumbria Youth Orchestra er Noel Bertram. Hann segir svo um efnisvalið. „Eftir að ég sá uppfærsluna á verkinu „Baldur“ á Listahátíð Reykjavíkur vildi ég að kynna mér tónlist tónskáldsins betur. í framhaldi af því ákvað ég að það gæti orðið mikil áskorun fyrir hljómsveitina að flytja verkið „Geysir. Noel segir meðlimi hljómsveitarinnar hlakka mikið til að flytja tónlist Jóns sem bæði sé spennandi og mikilúðleg. Bætti hann því við að eftir tón- leikana á íslandi muni hljóm- sveitin flytja „Geysi“ á Englandi en tónlist hans hefur ekki verið oft flutt þar. Á meðan á viku- langri dvöl hljómsveitarinnar hér á landi stendur mun hún einnig halda tónleika í herstöð NATO í Keflavík auk þess sem fluttir verða einleikstónleikar í breska sendiráðinu. ■ FÖSTUDAGURINN 27. JÚLÍ LEIKHÚS__________________________ 20.30 Söngleikurinn Hedwig er sýndur i Loftkastalanum f kvöld. Aðal- hlutverkið er í höndum Björgvins Franz Gíslasonar en Magnús Geir Þórðarson leikstýrir sýningunni. Höfundur er John Cameron Mitchell. 20.00 Stórfarsinn Með vífið í iúkunum er sýndur í Borgarleikhúsinu. Höfundurinn er Ray Cooney og með hlutverk fara helstu gaman- leikarar landsins. Þess má geta að þetta er síðasta sýningin í sumar. TÓNLEIKAR_________________________ 20.00 Breska harðkjarnahljómsveitin Stampin ' Ground verður með tónleika í kvöld í Tónabæ. Um kvöldið koma einnig fram hljóm- sveitirnar I adapt, Klink og Snafu. Miðaverð er 1.000 kr. SKEMMTANIR__________________________ Á Vídalíns bistró í kvöld leikur hljóm- sveitin Fiðringurinn með Edda Lár í fararbroddi. Á efnisskránni er akústík blús/rokk. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar ætlar sjá um fjörið á veitingastaðnum Player's í Kópavogi. Gaukur á Stöng er með lifandi tónlist eins og svo oft áður. I kvöld leikur stór- hljómsveitin Land og synir í samstarfi við Promo, Skifuna, FM-957, Popp Tí Ví og Visir.is. í kvöld ætlar Doddi litli að taka sér stöðu í búrinu á Club 22 á miðnætti og halda uppi villtri partístemningu að hætti hússins alla nóttina og fram und- ir morgun. Fritt inn til klukkan 2 og frítt inn alla nóttina fyrir handhafa stúd- entaskírteina. í Kópavogi er skemmtistaður sem heitir Catalína og er f Hamraborg. Staðurinn býður upp á lifandi tónlist og í kvöld ætla þeir félagar Ari Jóns- son og Hilmar Sverrisson að leika fyr- ir dansi. Gullöldin í Grafarvogi ætlar að sjá gestum sinum fyrir miklu stuði í kvöld en þá leikur hljómsveitin Léttir sprett- ir. Nikkabar er íbúum Breiðholts að góðu kunnur. í kvöld ætlar Kolbeinn Þor- steinsson, trúbador, að leika fyrir gesti staðarins. Hljómsveitin Dans á rósum spilar í kvöld á Kaffi Reykjavík. Dj. Elliot spil- ar í hléum. Þeim sem ætlar norður um helgina er ráðlagt að skella sér á dansleik með Stuðmönnum í kvöld. Þessi lífsseiga hljómsveit leikur f Miðgarði í Skaga- firði í kvöld. Og fyrir hina sem stefna í austurátt er tilvalið að reka niður tjaldhælana á Vopnafirði þar sem hljómsveitin Butt- ercup verður með dansleik. I Vestmannaeyjum nánar tiltekið á Lundanum sér Skugga-Baldurum tón- listina í kvöld. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens leikur á miðnæturtónleikum í kvöld á veitingastaðnum Kristjáni X., Hellu. Tónleikarnir hefjast kl. 23. Hljómsveitin Hafrót ætlar að vera í banastuði á Ránni í Keflavík í kvöld. FRANSKIR DAGAR Albert Eiríksson lætur ekki sitt eftir liggja með að auglýsa Franska daga. Uppátækjum Al- berts eru engin takmörk sett, og þeir sem leggja leið sína um Fáskrúðsfjörð og sjá skreyt- ta rúllubagga eða blómumprýtt WC, geta verið vissir um að þar hefur Albert verið að verki. Franskir dagar á Fáskrúðsfirði: Búist er við að íbúð- arfjöldi margfaldist hátíð Bæjarhátíðin Franskir dagar verða haldnir um helgina á Fá- skrúðsfirði og er þetta sjötta árið í röð sem þeir eru haldnir. Einn af þeim sem koma að skipulagningu daganna er Albert Eiríksson. „Það sem er svo skemmtilegt við þessa daga er að bærinn lifnar við meira en venjulega og hamast heima- menn við að snurfusa í kringum og mála jafnvel húsin sín.“ Albert sagði margt í boði um helgina. „Hér ætla ofurhugar að sýna listir sínar á sjóskíðum og svo má geta þess að hún Guðrún Einarsdóttir, sem er íbúi hér og heldur upp á sjötugsaf- mæli sitt, ætlar að halda sína fyrstu málverkasýningu en hún tók upp á því á gamalsaldri að fara í listnám." Albert sagði hefðbundna dag- skrárliði einnig verða og nefndi varðeld sem verður í kvöld, boðið verður upp á akstur á heyvögnum, harmonikudansleik og svona mætti lengi telja. Albert sagðist búast við fjölda manns. „Þetta verður að öllum lík- indum stærsta hátíðin sem haldin hefur verið og mun íbúafjöldi margfaldast. Til dæmis vei'ður hér um 300 manna ættarmót og svo hittast gamlir skólaárgangar alltaf um þetta leyti og í ár eru þeir fimm talsins." Albert vildi geta þess að lokum að hátíð á borð við þessa gæti aldrei gengið ef ekki kæmi til aðstoðar heimamanna og sagði hann þá vei'a um 100 talsins. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.