Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.07.2001, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 27.07.2001, Qupperneq 19
FÖSTUPAGUR 27. júlí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 19 Spænsk listakona í Selinu: Tekur að sér að mála og teikna fólk mynplist Spænska listakonan Marijo Murillo opnar í dag sýn- ingu í Selinu, Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16. Hún hefur fengist við teiknun og málun módelmynda og skyndiportretta við menningarmiðstöðina Cir- kolo de Bellas Artes í Madrid. Marijo mun taka að sér að mála og teikna fólk og einnig eftir ljósmyndum, meðan á sýning- unni stendur. Marijo stundaði nám við Escuela de Arte y Oficio de Mar- drid þar sem hún sérhæfði sig í hönnun og myndskreytingu. Marijo hefur starfað sem graf- ískur hönnuður frá árinu 1985. Málverk Marijo má finna í gall- eríum í Brussel, Barcelona, Ma- drid, Berlín, Köln, Houston og fleiri stöðum. Hún býr og star- far í Reykjavík. Sýningin er opin frá kl. 13-18 virka daga og frá kl. 13-17 laug- ardaga til 7. ágúst. ■ MARIJO MURILLO Árið 1996 hóf hún störf hjá hinum virta spænska hönnuði Roberto Turegano. SÝNINGAR___________________________ Sýning á grænlenskum tréskurðar- myndum hefur verið sett upp í Sjó- minjasafninu í Hafnarfirði. Myndirnar sýna mannfólk og lifnaðarhætti í Kangaamiut á vesturströnd Grænlands, heimabyggð listamannsins fyrir um 100 árum. Höfundur sýningarunnar er Birte Hagen mannfræðingur. Þjóðmenningarhúsið er opið frá 11.00-17:00 alla daga. Þar er fjöldi sýn- inga m.a. sérsýning á skjölum sem tengjast Þjóðfundinum 1851, auk þess sem fundargerð Þjóðfundarins er ein af föstu sýningum hússins. Aðrar sýningar í húsinu er m.a. Kristni í 1000 ár, Landnám og Vínlandsferðir, mynt og ísland á gömlum landakortum. Handritasýning í Stofnun Árna Magn- ússonar stendur í Árnagarði við Suður- götu. Sýningunni er ætlað að minna á þann hlut sem sagnalist og bókagerð fyrri alda á í vitneskju okkar um helstu merkisatburði þjóðarsögunnar og beina athygli sérstaklega að handritum og sögum um fólk og viðburði sem fyrir rúmum þúsund árum ollu aldahvörfum, þ.e. kristnitökunni og landafundunum. Sýningin er opin mánudaga til laugar- daga til 25. ágúst. Á efri hæð Hafnarborgar stendur Þjóð- minjasafn íslands fyrir sýningu á Ijós- myndum eftir Hans Malmberg frá því um 1950. Sýningin nefnist fsland 1951. Sýningin er opin alla daga nema þriðju- daga og henni lýkur 6. ágúsL í Sverrissal Hafnarborgar er sýning á vegum Þjóðminjasafns Islands á skot- skífum úr fórum Det Kongelige Kjobenhavnske Skydeselskab og Danske Broderskab. Sýndar eru um 15 skotskífur frá árunum 1787-1928 með íslensku myndefni eða frá íslenskum fé- lögum skotfélagsins. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 6. ágúst. í Árbæjarsafni standa yfir nokkrar sýn- ingar. í Lækjargötu 4 er sýningin Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. f Kjöthúsi er sýningin Saga bygginga- tækninnar. í Líkn er sýningin Minn- ingar úr húsi. Sýningin í Suðurgötu 7 ber yfirskriftina: Til fegurðarauka. Sýn- ing á útsaumi og hannyrðum. ÍEfsta- bæ má sjá hvernig tvær fjölskyldur bjuggu í húsinu um 1930. f Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur Ijósmyndasýning Henri Cartier- Bresson í Grófarsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sýnd eru verk franska Ijósmyndarans sem nú er á tíræðis- aldri. Sýningin er opin vírka daga frá kl. 12-17 og um helgar kl. 13-17 og stendur til 29. júlí. Ari Magg sýnir Ijósmyndir á Atlantic í Austurstræti og er þetta er fyrsta einka- sýning Ara. Þema sýningarinnar á Atl- antic er íslenski fáninn. Gengið er inn frá Austurvelli. í Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf víkinganna í York . Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu í víkingaþorpi og hins vegar sýn- ingu þar sem má sjá beinagrind og hauskúpur víkinga sem féllu i bardög- um. Sýningarnar eru opnar alla daga frá 13 til 17 og standa til 1. október. Ljósmyndasýning grunnskólanema sem í vetur hafa unnið undir hand- leiðslu Marteins Sigurgeirssonar stendur yfir í Gerðubergi. Opnunartími sýningarinnar er virka daga frá 12 til 17 og stendur sýningin til 17. ágúst. MYNPLIST____________________________ Guðný Rósa Ingimarsdóttir heldur sýningu á galleri@hlemmur.is. Þetta er hennar sjötta einkasýning. Sýningin ber yfirskriftina Tognuð tunga en þar ferðast listakonan á rriílli nokkurra augnablika með aðstoð verka frá þessu og síðasta ári. Opnunartími galleri@hlemmur.is er frá fimmtudegi til sunnudags, kl. 14-18. Sýningunni lýkur 12. ágúst. Ólöf Björk Bragadóttir, Lóa, hefur opnað myndlistarsýningu i sal félagsins Islensk grafik í Hafnarhúsinu, hafnarmegin. Á sýningunni eru Ijós- myndir í lit teknar á flóamarkaðnum í borginni Montpellier í Suður- Frakklandi. Á myndunum má finna hluti sem teknir eru úr sínu vanalega samhengi. Sýning franska myndlistarmannsins Paul-Armand Gette Mind the vol- cano! - What volcano? stendur nú í Ljósaklifi vestast í Hafnarfirði. Aðkoma að Ljósaklifi er frá Herjólfsbraut. Sýningin stendur til 6. ágúst og er opin daglega frá kl. 14.00 til 18.00. í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, stendur sýning á teikningum eftir Erlu Reynisdóttur van Dyck. Erla notar auk blýants ýmis óhefðbundin áhöld eins og reyrstifti, fjaðrir og fingurna Hún notar einnig báðar hendur jafnt í list- sköpun sinni. Sýningin er opin á verslu- nartíma og stendur til 8. ágúst. Líf og dauði. Hvaðan komum við - hvert förum við? Heiga Birgisdóttir og Olga Pálsdóttir sýna í listasalnum Man, Skólavörðustíg 14. Listakonurnar hafa nýlokið námi frá Listaháskóla íslands og tengist yfirskrift sýningarin- nar þema sem þær unnu að í lokaverkefnum sínum. Sýndir eru leirskúlptúrar og grafísk verk. Sýningin er opin virka daga kl. 10 til 18 og kl. 14 til 18 um helgar. Henni lýkur 29. júlí. Ungur Norðmaður, Stian Rönning, sýnir nú í Gallerí Geysi við Ingólfstorg. Sýningin hefur yfirskriftina Sérð Þú það sem Ég sé. Hann sýnir Ijósmyndir sem eru teknar á Thailandi, Laos, Noregi og (sland á árunum 1999 til 2001. Sýningin stendur til loka ágúst. Þóra Sígurþórsdóttir leirlistarkona sýnir í Gullsmiðju Hansínu Jens að Laugavegi 20b. í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum er sýning sem ber nafnið Flogið yfir Heklu. Sýningarstjóri er Einar Garibaldi Eiríksson myndlistarmaður og prófes- sor við Listaháskóla (slands. Á sýningunni getur að líta mismunandi myndir Heklu sem sýndar eru hlið við hlið. Sýningin stendur til 2. september. ( miðrými Kjarvalsstaða er sýning sem ber yfirskriftina 1461 dagur. Þar sýnir Grétar Reynisson vaxtarverkefni af þeirri tegund sem á ensku væri kallað „work in progress." Sýningin stendur til 19. ágúst. Hafliði Sævarsson sýnir i Gallerí Geysi í Hinu húsinu. Sýninguna nefnir hann Kínakrakka og sýnir hann aðal- lega málverk en einnig skúlptúra og teiknaðar skissur. Yfirlitssýning Errósafnsins stendur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Málverkasýning Lárusar H. List, Vitundarástand stendur í Veislugallery og Listacafé í Listhúsinu í Laugardal. Sýningin er opin alla daga frá kl. 9.00 til 19.00 og stendur til 31. júlí. Sýningin List frá liðinni öld stendur yfir í Listasafni ASÍ. Á sýningunni eru öndvegisverk úr eigu safnsins. Sýningin stendur til 12. ágúst. Svipir lands og sagna er yfirskrift sýningar á verkum Ásmundar Sveinssonar í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundarsafni. Á sýningunni eru verk sem spanna allan feril listamannsins. Safnið er opið daglega 10-16 og sten- dur sýningin til 10. febrúar á næsta ári. Bílasýning hjá B&L: Gestir fá að reynsluaka jepplingi bIlasýninc B&L gengst fyrir sýn- ingarhelgi dagana 28. og 29. júlí nk. Auk þess sem sýningargest- um býðst að kynna sér það nýjasta frá Land Rover, BMW, Hyundai og Renault, verða ýmis tilboð á boðstólum, m.a. á Renault Mégane. í upplýsingum fi'á B&L kem- ur fram að sem fjölskyldubíll þyki Mégane sameina öryggi og þægindi og sem áhugavert dæmi þess megi nefna, að f jarstýringu fyrir útvarp og hljómtæki er komið fyrir í stýri bílsins, auk þess sem öll fimm bílbelti séu búin út með sérstökum dempara. Þeir sem mæta á sýninguna eru hvattir til að reynsluaka Santa Fe jepplingi frá Hyundai sem umboðsaðilar segja að hafi hvar- vetna hlotið lofsamlega dóma fyrir hönnun, verð og gæði. ■ SANTA FE JEPPLINGUR Gestir fá að spreyta sig í akstri á jepplingi frá Hyundai Hreyfing: Laugardalslaug heilsa Ilmur af bakkelsi á morgn- ana og pylsum á einhverjum öðrum tímum dagsins, er líklega það sem greinir aðkomu við Laugardalslaug frá flestum öðrum laugum á höfuð- borgarsvæðinu. En á móti kemur að laugin er meira krefjandi, sé sundíþróttin notuð sem líkamsrækt, en flestar aðrar laugar á svæðinu, þar sem hún er 50 metra löng, en hinar 25 metrar. Fyrir yngri kynslóðina og þá sem frekar kjósa að slaka á í heitum pottum, er aðstaðan og val- kostir góðir; stór rennibraut er fyr- ir hina fyrrnefndu eða jafnvel ung- ar sálir í eldra hulstri. Með „góðum vilja“ má ef til vill finna lauginni það til foráttu að vera ekki sérlega hentug ungbarnalaug en það kemur varla að sök, því aðrar laugar á höf- uðborgarsvæðinu geta uppfyllt slíkar þarfir. Hvað búnings- og sturtuaðstöðu varðar, þá fullnægja þær í það minnsta mínum kröfum og það er hægt að hafa val um að fara úr og í flíkurnar sínar utan eða innan dyra. Ég verð þó að játa vits- munalega takmörkun mína að því leyti sem ég skil ekki skífusystem- ið til hlítar. Er ekki bara einfaldara að hafa venjulega lykla að fata- skápum svo maður losni við að biðja um aðstoð baðvarða við að leysa skífuvandamál? Bryndis Valsdóttir BORGARSKIFULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Grafarvogur, Spöng, tillaga að breytingu á deili- skipulagi Spangarinnar varðandi lóðina nr. 3-5 (merkt eining G í gildandi deiliskipulagi). í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar í Grafarvogi varðandi lóðina nr. 3-5 (merkt eining G í gildandi deiliskipulagi). Um er að ræða lóð á móts við Dísarborgir. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að byggt verði kvikmyndahús á lóðinni með 4 sölum er rúmi um 950 manns. Jafnframt er gert ráð fyrir að í húsinu verði veitingasala og bankaútibú. Byggingin getur orðið allt að 4000 fermetrar á þremur hæðum skv. tillögunni og nýtingarhlutfall allt að 0,45. Mesta hæð útveggja má vera 11 m yfir gólfkóta aðalgólfs. Tillagan liggur frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 27. júlí til 24. ágúst 2001. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 7. september 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 27. júlí 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur OataUna Stórdansleikur með ARA JÓNSSYNI og HILMARI SVERRISSYNI á CATAUNU Hamraborg 11 Kópavogi Föstudags- og laugardagskvéld 27. og 28. júlí FRITT INN. LaMmmkkL bw&ið deyja a vcrum hennar Ökum varlega! IUMFERÐAR r. IRAÐ www.umferd.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.