Fréttablaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN 2 FRÉTTABLAÐIÐ 23. águst 2001 FIMIVtTUPAGUR ANNAR HVER TIL BERJA Liðlega helmingur kjósenda segist ætla I berjamó í haust Ætlar þú til berja í haust? Niðurstöður gærdagsins á www.vlsir.is iá 52% Nei Spurning dagsins í dag: Ætlar þú að horfa á beina sjónvarps- sendingu frá brúðkaupi norska krónprinsins? Farðu inn á vlsi.is og segðu þlna skoðun I _______ Hafró: Svipuð stofnstærð úthafsrækju sjávarútvegur Samkvæmt fyrstu útreikningum Hafrannsóknastofn- unar á stofnmælingu úthafsrækju er vísitala stofnstærðar sú sama og á síðasta ári og 40% hærri en 1999. Miðað við stofnmælinguna árið 2000 hefur meðalstærð rækju auk- ist umtalsvert á öllum svæðum norðan og austan lands nema við Grímsey. Þar virðist nýliðun miklu meiri en árið 2000. Á öllum svæðun- um þar fyrir austan er hins vegar minni nýliðun en árið 2000. Mun minna var nú af þorski miðað við sama tíma árið 2000. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að upphafsafli úthafsrækju verði 17 þús. tonn fyrir næsta fisk- veiðiár. Enn er eftir að vinna úr ýmsum gögnum sem safnað hefur verið í stofnmælingu úthafsrækju. Einnig verður farið yfir öll gögn sem safnað er um úthafsrækju, svo sem afla á togtíma frá rækjuskip- um og þau lögð til grundvallar end- anlegum tillögum um hámarksafla úthafsrækju fyrir fiskveiðiárið 2001/2002. ■ —♦— SVÆÐIÐ MÆLT ÚT Tveir tékkneskir herforingjar hyggja að undirbúningi svæðisins þar sem höfuð- stöðvar Natóliðsins I Makedóníu eiga að rlsa. Afvopnunarsveitir NATÓ: Á leið til Makedóníu SKOPJE. makedóníu. ap Ríkisstjórn Makedóníu fagnaði í gær ákvörð- un Atlantshafsbandalagsins um að senda 3.500 manna herlið til þess að safna saman vopnum al- bönsku uppreisnarsveitanna. Talsmaður uppreisnarmanna, sem kallar sig Besniku, sagðist einnig fagna ákvörðun Nató, en þó með þeim fyrirvara „að Nató komi eins fram við báða aðila.“ Atlantshafsráðið, æðsta valda- stofnun Nató, samþykkti í gær að hersveitirnar fari til Makedóníu þrátt fyrir að vopnahlé hafi ekki í einu og öllu verið virt. Joseph Ral- ston, yfirmaður herafla Nató í Evrópu, hafði mælt með því að Nató sendi herliðið til Makedóníu. Fjögur hundruð hermenn voru sendir af hálfu Nató til Makedón- íu fyrir nokkrum dögum til þess að undirbúa komu afvopnunar- liðsins, en búist var við að afgang- urinn af herliðinu verði farinn af stað til Makedóníu í síðasta lagi á föstudaginn. ■ Vandræði hjá Landssímanum: Tölvuþrjótur tefur tölvupóst tölvupóstur Landssíminn vann í gær úr yfir 30 þúsund tölvupóst- sendingum sem sendar voru á einn ákveðinn notanda hjá fyrirtækinu. Um var að ræða svokallaða „spam- sendingu" sem eingöngu er ætlað að verða viðtakandanum til óþurft- ar og bárust upprunalega yfir 100 þúsund skeyti. Skeytin flæddu yfir póstþjón með þeim afleiðingum að verulega hægðist á tölvupóstsend- ingum hjá Landssímanum og í gær var unnið hörðum höndum að því að fara handvirkt yfir hvert og eitt skeyti. Sökum þessa urðu við- skiptavinir fyrirtækisins fyrir því að eitthvað af tölvupóst sem hafði verið sendur á þriðjudaginn var að berast því fram eftir degi í gær. „Það er rétt að benda á það að allar nýjar póstsendingar hafa far- ið fram með eðlilegum hætti og við verðum búin að vinna úr öllum þessum pósti fyrir kvöldið [í gær],“ sagði Heiðrún Jónsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Landssímans í gærdag. Búið er að rekja hvaðan póstur- inn var sendur og vitað er að hann ÍOO ÞÚSUND SKEYTI Einhver óprúttinn aðili sendi yfir 100 þús- und tölvupóstskeyti til viðskiptavinar Landssímans í gær með þeim afleiðingum að allar tölvupóstsendingar töfðust og bár- ust sum skeyti sem send voru á mánudag- inn ekki fyrr en í gær. kom frá aðila í Bandaríkjunum. Sá aðili má eiga von á því að fá heim- sókn frá þarlendum yfirvöldum þar sem búið er að kæra málið hérna heima og í Bandaríkjunum eru svona brot gjarnan litin alvarlegum augum. ■ DV semur við Skjáeinn: Aftur fréttir á Skjáeinum fjölmiðlar Skjáreinn hefur samið við DV og Viðskiptablaðið um fréttaflutning. DV mun sjá um almenna fréttaþjónustu á sjónvarpsstöð- inni en Viðskiptablaðið sinnir fréttum um viðskipti og efnahags- líf. í frétt frá þessum nýju sam- starfsaðilum á fjömiðlamarkaði segir að stefnt sé að enn nánara samstarfi á næstunni. Haft er Árna Þór Vigfússyni sjónvarps- stjóra að fyrst um sinn verði einn kvöldfréttatími í Skjáeinum en að stefnan sé að fjölga fréttatímun- um fljótlega. ■ Of mikil spenna fyrir vaxtalækkun Seðlabankinn ætlar ekki að lækka vexti í bráð. Skilningur á óánægju stjórnmálamanna og atvinnulífs með háa vexti. Nánast ekkert atvinnuleysi, aukning í útlánum og mikill hagvöxtur. SEÐlabanki Birgir ísleifur Gunn- arsson seðlabankastjóri segir að samkvæmt efnahagsupplýsing- um bankans bendi margt til þess að það sé ennþá mikil spenna í þjóðfélaginu og því séu ekki efni til að lækka vexti í bráð. Hann segist hins vegar skilja vel að stjórnmálamenn og forystu- menn í atvinnulífi og einstak- lingar séu óánægðir með háa vexti. Hins vegar sé það mark- mið Seðlabankans að halda verð- bólgunni í skefjum. Hann bendir á að efnahagslífið sé að ganga í gegnum verðbólguhrinu sem vonandi sér fyrir endann á áður en langt um líður. efnahagsmál Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins gagnrýnir vaxtastefnu Seðlabankans harkalega í leið- ara í íslenskum iðnaði nýlega og spyr hvort Seðlabankinn ætli að lækka ekki vexti fyrr en gjald- þrotahrina ríði yfir. Sveinn að vaxtahækkanir sem ætlað var að sporna við verð- bólgu hafi komið of seint og því gert illt verra; ýtt upp gengi krónunnar fram eftir ári 2000 og Að undan- förnu hefur Seðlabankinn legið undir mikilli gagn- rýni fyrir að lækka ekki vexti. Meðal annars hefur Halldór Ás- Segir að forsendur grímsson ut- séu ekki enn komnar anríkisráð- fyrir lækkun vaxta herra lýst yfir að hann sé orðinn mjög óþolin- móður að bíða eftir vaxalækkun bankans og látið að því að liggja að háir vextir séu eitt helsta mein efnahagslífsins. Þá hefur aukið innstreymi erlends láns- fjármagns vegna „fáránlegs vaxtamunar innan lands og utaiT'. í undirkafla undir fyrirsögn- inni „Vextir sem drepa“ segir Sveinn að „taprekstur og þar með minnkandi lánstraust og fá- ránlega háir vextir mun[i] fyrir- sjáanlega verða banabiti ein- hverra fyrirtækja á næstu mán- uðum. Seðlabankinn virðist vera að slást við þenslu sem hvarf Sveinn Hannesson fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins lýst yfir furðu sinni á há- vaxtastefnu Seðlabanka og hef- ur gefið í skyn að bankinn sé jafnvel að bíða eftir því að ný gjaldþrotahrina gangi yfir áður en kemur að vaxtalækkun. Sömuleiðis hafa Samtök atvinnu- lífsins ítrekað áréttað nauðsyn á lækkun vaxta. Ari Edwald fram- kvæmdastjóri þeirra hefur m..a bent á að vaxtalækkun mundi stuðla að því að fyrirtæki velti síður kostnaðarhækkunum út í verðlagið. í rökstuðningi sínum um að mikil spenna sé ennþá í efna- I SVEINN % w hannesson l —~_1_ minnkandi láns- háa vexti verða banabita einhverra 3 fyrirtækja á næstu | mánuðum. eins og dögg fyrir sólu með gengislækkun krónunnar". Sveinn segir að í Seðlabank- anum segi menn að vextirnir eigi að bíta en segir óljóst hvort þeir eigi að drepa. „Enginn at- vinnurekstur þolir þetta vaxta- stig til lengdar. Það er orðið meira en tímabært að lækka vexti hér á landi umtalsvert en það er þó sennilega orðið of seint fyrir þau fyrirtæki sem tæpast standa." ■ hagslífinu bendir Birgir ísleifur m.a. á að atvinnuleysi sé nánast ekkert og enn sé töluverður straumur af erlendu vinnuafli hingað til lands. Þá hafi orðið 1,3% auking í útlánum í sl. mán- uði miðað við mánuðinn þar á undan. Hann bendir einnig á að það sé bráðabirgðamat Þjóð- hagsstofnunar að hagvöxtur hefði verið 7,7% á fyrsta árs- fjórðungi í ár í samanburði við 4 - 5% hagvöxt á undanförnum árum svo nokkuð sé nefnt af þeim hagrænum stærðum sem gefa til kynna þá miklu þenslu sem enn sé fyrir hendi. -grh@frettabladid.is Landsbankinn: Vaxtamunur jókst um 0,3% uppgjör Hagnaður Landsbanka- samtæðunnar fyrri hluta árs nam 272 milljónum króna fyrir skatta en það er nær hálfum milljarði minna en á sama tíma í fyrra. Hagnaður eftir skatta nam 162 milljónum. Hagnaður á sama tímabili í fyrra var 706 milljónir króna og 503 millj- ónir eftir skatta. Arðsemi eiginfjár nam 4% fyrir skatta og 2,4% eftir skatta, en var 12,4% fyrir skatta og 8,8% eftir skatta á fyrstu sex mán- uðum ársins 2000. Hreinar rekstrartekjur sam- stæðunnar á fyrri hluta ársins voru 5.253 milljónir króna en voru 4.520 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Vaxtamunur jókst úr 2,9% í 3,2%. ■ Vaxtastefna Seðlabankans: Meðvituð gjald- þrotastefna? : 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.