Fréttablaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 22
HRAÐSOÐID [
MAGNÚS MÁR MAGNÚSSON
Veðurstofu fslands
Skipti mestu
hvað úrkoman
kom hratt niður
HVAÐ er það sem veldur
aurskriðum?
Það eru fyrst og fremst jarðlög-
in, hvernig undirlagið er og síðan
er það úrkoman, hversu hratt
hún kemur og svo skiptir tíðar-
farið sem á undan er máli. Ef
t.a.m. miklir þurrkar eru búnir
að vera þá getur það haft áhrif
hversu mikið vatn fer niður og
bindingin inn í jarðlögunum. Það
getur haft stór áhrif. En það sem
gerðist þegar aurskriðurnar voru
á Austfjörðunum er að úrkomu-
magniö var mikið, hvað það kom
hratt niður.
HVAÐA byggðarlög eru það
fyrst og fremst sem verða fyrir hamför-
um að þessu tagi?
Það eru engin sérstök byggðar-
lög, þetta getur gerst út um allt
land. Það eru reyndar þessir úr-
komustaðir, þar sem mikil úr-
koma er, sem eru hættara við
þessu frekar en aðrir staðir en
við getum ekki tekið út neina
landshluta eða nein byggðarlög.
Þetta er mismikið og það fer
mikið eftir úrkomunni.
HVAÐA varúðarráðstafana er
hægt að grípa til varnar aurskriðum?
Það er ýmislegt hægt að gera.
Það sem hefur verið gert er að
setja upp varnargarða. Einnig
hefur verið gengið frá ræsum og
séð til þess að farvegir séu
hreinir. Það sem vill oft gerast er
að það koma einhverjar aurskrið-
ur og þá hreinsa farvegirnir sig,
síðan gróa þeir og fyllast þá aft-
ur og þegar næsta flóð gerist er
ekki fyrir hendi eðlilegur far-
vegur fyrir skriðurnar.
Magnús Már Magnússon er jarðeðlis-
fræðingur að mennt og sérfræðingur í
snjóflóðum. Hann hefur unnið á Veður-
stofu íslands síðan árið 1988.
22
W’V*, PP&'f
FRETTABLAÐIÐ
23. ágúst 2001 FIIVIIVITUDAGUR
'Karl Bretaprins og Gamilla Parker Bowles:
Meirihluti Breta
vill giftingu
london. ap. Þrátt fyrir að Karl
Bretaprins þurfi að fá leyfi frá
móður sinni til að giftast ástkonu
sinni til margra ára, Camillu Park-
er Bowles, þá hefur hann þegar
fengið samþykki almennings í
Bretlandi. Samkvæmt skoðana-
könnun sem birt var í breska dag-
blaðinu The Guardian í gær eru
43% Breta samþykkir því að Karl
giftist Parker Bowles. 32% Breta
eru hins vegar á öndverðri skoðun
og 26% eru ekki vissir í sinni sök.
Svo virðist sem almenningur í Bret-
landi sé smám saman að taka sam-
band þeirra í sátt því í svipaðri
könnun árið 1998, aðeins ári eftir
lát Díönu, voru 46% Breta á móti
því að Karl gifti sig aftur en aðeins
35% voru því samþykkir. Fari svo
að Karl og Parker Bowles giftist er
ljóst að meirihluti Breta, eða 70%,
eru á móti því að Parker Bowles
verði drottning um leið og Karl tek-
ur við krúnunni.
Erfingjar bresku krúnunnar
þurfa samþykki konungsveldisins
til að giftast, en Karl stendur fyrir
KARL OG PARKER BOWLES
Breskur almenningur virðíst vera búinn að taka samband þeirra i sátt.
öðru vandamáli sem er það að fyrr- þeim toga. Auk þess er hætta talin á
verandi eiginmaður Parker Bowles því að Karl muni sverta minningu
er enn á lífi og líta ensk kirkjuyfir- Díönu heitinnar prinsessu með því
völd illum augum á hjónabönd af að giftast aftur. ■
FRÉTTIR AF FÓLKI I
Borgarráð Reykjavíkur sam-
þykkti á föstudag að ráða
Sigurð Ármann Snævarr í stöðu
borgarhagfræðings. Sigurður er
þjóðþekktur hagfræðingur úr
starfi hjá Seðlabankanum en
ráðning hans mætti nokkurri
andstöðu borgarráðsfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins sem bók-
uðu að í raun hefði embætti
borgarhagfræðings verið lagt
niður við stjórnkerfisbreytingar
1998 en fram að þeim tíma var
borgarhagfræðingur yfirmaður
fjármála- og hagsýsludeildar
borgarinnar. Nú sé þetta hins
vegar orðið undirmannsstarf á
fjölskyldu- og þróunarsviði, sem
sé hvergi að finna í skipuriti
borgarinnar. Þótti minnihluta-
mönnum sérkennilegt að undir-
mannsstarfið fengi svo fínan tit-
il, með tilliti til þeirrar sögu.
Þó svo KR-ingum gangi illa í
fótbolta þá er ástandið ekki
svo slæmt að þeir reyni ekki
fyrir sér í öðrum íþróttum. Á
laugardag ætla þeir að reyna
með sér í golfi - en árlegt golf-
mót KR fer fram á Hellu á laug-
ardag - en keppni hefst snemma
dags - eða um hálf ellefu. Miðað
við gengi fótboltamanna félags-
ins er KR-ingum kannksi hollast
að keppa hver við annan. Þá er
allavega öruggt að KR-ingur fer
með sigur af hólmi. Golfmótið
er í umsjón tveggja félags-
manna, en það eru félagarnir
Guðmundur Kr. Jóhannesson í
Nærmynd og Sæbjörn Guð-
mundsson tannlæknir.
Meira um KR. Meðal félags-
manna eru hafnar miklar
vangaveltur hvað taki við þegar
þessari hörmungartíð félagsins
lýkur. Sumir vilja leita eftir
hæfustu þjálfurum landsins - á
meðan aðrir vilja umfram allt
að einhverjum KR-ingi verði
falið það hlutverk að rífa fót-
boltaliðið upp á afturendandum.
Til þess hafa flestir nefnt Will-
um Þór Þórsson, en hann er
þjálfari Hauka og er að ná því
ágæta liði upp um tvær deildir á
tveimur árum. Hvar sem KR
endar þessa göngu, í fyrstu
deild eða úrvaldsdeild, má ör-
uggt teljast að mikilla frétta sé
að vænta úr herbúðum núver-
andi íslandsmeistara. Aðeins
tveir leikmenn félagsins eru
með lausa samninga, en það eru
gamlingjar liðsins; Þormóður
Egilsson fyrirliði og Sigursteinn
Gíslason.
Enn og aftur KR. Slakt gengi
liðsins hefur orðið til þess að
heimasíða KR-klúbbsins hefur
verið morandi í athugasemdum
- bæði nettum og grófum frá
hinum og þessum - bæði KR-
ingum sem stuðningsmönnum
annarra liða. Nú hafa KR-ingar
gripið til þess ráðs að aftengja
spjallið. Þar er ekki lengur
hægt að lesa hug þeirra sem
hafa tjáð sig og ekki er heldur
hægt að setja inn nýjar athuga-
semdir eða segja sínar skoðanir.
Annar vefur, sem heitir kr-ing-
ar.is hefur einnig aftengt spjall-
svæði sitt. Þögnin hefur tekið
völdin í vesturbænum.
TÓBAKSVERSLUNIN BJÖRK
Gluggaútstilling verslunarinnar hefur vakið töluverða athygli vegfarenda.
Varúd, Vctrúð,
tóbaksvöruverslun
Tóbaksverslun med nýstárlega gluggaútstillingu.
Segir tilganginn augljósan.
verslun Þeir sem hafa lagt leið
sína í Bankastrætið undanfarna
daga hafa ekki komist hjá því að
sjá gluggaútstillingu Tóbaksversl-
unarinnar Bjarkar en þar hefur
verið tjaldað fyrir nema að tvö göt
hafa verið gerð á dúkinn og þar má
sjá tölvu sem sýnir hinar ýmsu
upplýsingar um varninginn sem
verslunin selur. Fréttablaðinu lék
forvitni á að vita hvað eigendum
gengi til og hafði samband við
Sölva Óskarsson. „Okkur þótti
sjálfsagt að láta vita af þessari sjö-
tíu og fimm ára gömlu verslun og
benda í leiðinni á það sem er að
gerast í kringum okkur í þjóðfé-
laginu.“ Sölvi var spurður að því
hvort þetta væri einhvers konar
andóf gegn tóbaksvarnarlögunum.
„Það hlýtur hver að sjá tilganginn
með þessu en hér er um að ræða
verslun sem hefur verið gefið
leyfi til að selja tóbaksvörur sem
lögum samkvæmt mega síðan ekki
sjást.“
Sölvi sagðist hafa fengið feiki-
lega góð viðbrögð vegfarenda við
útstillingunni en hugmyndasmið-
SÖLVI ÓSKARSSON
Segir tilganginn útstillingarinnar augljósan og tala sfnu máli.
urinn að henni er verslunarstjór-
inn Óskar Sölvason sem jafnframt
er sonur Sölva. Sagði hann fólk
hafa verið að koma inn alla helgina
og þakka gott framtak og þar
hefðu ekki einungis reykingarfólk
verið á ferðinni. Sölvi hefur jafn-
framt komið fyrir viðvörunarskilti
fyrir ofan búðina sem á stendur
Varúð, varúð, tóbaksvöruverslun.
„Þarna gefum við fólki kost á að
fara yfir götuna ef því skyldi mis-
líka það sem verslunin býður upp
á - þannig að það ætti að vera lýð-
um ljóst að ég er ábyrgur kaup-
maður,“ sagði hann glettnislega.
Sölvi vildi að lokum koma á
framfæri varnarorðum til blaða-
mannsins og benda honum á að
samkvæmt nýju tóbaksvarnarlög-
unum sé ekki heimilt að fjalla um
tóbak á jákvæðan hátt. Blaðamað-
ur þakkar varnaðarorðin en þykist
ekki vera með þessum skrifum að
mæla reykingum bót.
kolbrun@frettabladid.is
Samfylkingarfólk þarf að leita
að eftirmanni
Agústs Einars-
sonar, en hann
hefur gefið út að /
hann verði ekki H W • 7
áfram formaður
framkvæmda-
stjórnar flokks-
ins. Ekki er ljóst
hvort hinn al-
menni flokksmaður sé áhyggju-
fullur um hver muni gegna
þessu hlutverki í
næstu framtíð.
Þrátt fyrir það er
verið að leita að
arftakanum. Þau
nöfn sem helst
eru nefnd eru
riöfn Marðar
Árnasonar og
Ásu Richards-
dóttur. Áður hafa Helgi Hjörvar
og Einar Már Sigurðarson verið
nefndir.
Líttu á þetta svona.
Þú hækkar útgjaldarliðinn
minn, þannig höldum við
peningunum innan
fjölskyldunnar.