Fréttablaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 8
FRETTABLAÐIÐ
25. ágúst 2001 FIMMTUDAGUR
Snjóflóðaeftirlitsmaður:
Fylgist með
skriður Tómas Zoega, eftirlits-
maður snjóavarna á Neskaupstað,
sagði menn hafa verið í viðbragðs-
stöðu og fylgst vel með lækjum í
nágrenni bæjarins. Sagði hann
einn lækinn hafa aurlitast en þar
sem hætti að rigna hafi engin
hætta skapast. Ljósleiðari fór í
sundur á Neskaupstað vegna
vatnavaxtanna sem urðu og við
það varð farsímasambandslaust
auk þess sem truflanir voru á fast-
línusambandi. Sagði Tómas baga-
legt ástand skapast við svona at-
burði og sagði það bitna fyrst og
fremst á útkalli slökkviliðsins,
sjúkrabifreiða og björgunarsveita
en þau byggðust fyrst og fremst á
farsímasambandi. ■
ALEXANDER LÚKASJENKÓ
Forsetinn fékk blómvönd við upphaf kosn-
ingabaráttunnar í síðustu viku.
Forseti Hvíta-Rússlands:
Lofar
öllu fögru
minsk. hvíta-rússlandi. ap Alexand-
er Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rúss-
lands, birti í gær kosningastefnu-
skrá sína, en þann 9. september
næstkomandi fara fram kosningar
þar í landi. Lúkasjenkó lofar öllu
fögru í stefnuskránni, þar á meðal
að skipaður verði umboðsmaður
mannréttinda og að málfrelsi verði
í heiðri haft þrátt fyrir að hann
hafi jafnan þaggað niður í allri
gagnrýni á forsetatíð sinni.
„Hver maður á rétt á eigin
skoðun, og hann mun einnig öðlast
rétt til þess að tjá hana opinskátt
og án takmarkana. Allar tilraunir
ráðamanna og embættismanna til
þess að „loka fyrir munninn" á
borgurunum verða kæfðar í fæð-
ingu,“ segir í stefnuskránni sem
birt var í helsta dagblaði stjórnar-
innar, Soviet Belarus.
Ríkisstjórn Lúkasjenkós hefur
gert óháðum fjölmiðlum erfitt fyr-
ir í hvívetna og stjórnarandstæð-
ingar hafa iðulega verið handtekn-
ir um leið og þeir hafa sig eitthvað
í frammi. Frammistaða Lúk-
asjenkós í mannréttindamálum
hefur enda verið gagnrýnd harð-
lega af alþjóðlegum mannréttinda-
samtökum. ■
Úkraínskur morðingi í
Bandaríkj unum:
Sonurinn
fannst látinn
í pappakassa
5ACRAMENTO.KALIFORNiU.AP. LÖgregl-
an í Kaliforníu fann í gær þriggja
ára gamlan son mannsins, sem er
grunaður um að hafa
á mánudaginn myrt
vanfæra eiginkonu
sína ásamt fjórum
fjölskyldumeðlim-
um í æðiskasti, lát-
inn í pappakassa í
norðurhluta fylkis-
ins. Dánarorsök
drengsins hefur
ekki fengist staðfest
en að sögn yfirvalda
var hann annaðhvort
skorinn eða stung-
inn til bana. Er faðir-
inn grunaður um
verknaðinn, en hann
lagði á flótta með drenginn eftir at-
burði mánudagsins. Leitin að hon-
um stendur enn yfir um gjörvöll
Bandaríkin og er ein milljón króna í
boði fyrir vísbendingu sem leiðir til
handtöku mannsins. ■
LÁTIN
FRÆNKA
Lítíl frænka
Nicolay Soltys,
sem hann er
grunaður um að
hafa myrt sl.
mánudag.
Læknaminjasafn við Nesstofu:
Erfðafé kastað á glæ
EKKERT MINJASAFN
Arkitektarnir Ásdís Helga Ágústsdóttir og Sólveig Berg Björnsdóttir hjá Yrki arkitektar urðu
hlutskarpastar í keppni sem efnt var til um hönnun læknaminjasafns sem til stóð að
myndi rísa við Nes við Seltjörn. Byggingarnefnd safnsins afsalaði síðar rétt sínum til þess
að byggja á reitnum en þjóðminjavörður telur að nefndin hafi ekki haft heimild til þess
fyrir hönd þjóðminjasafnsins.
ácreinincur Arkitektar nýs lækna-
minjasafns, sem til stóð að risi við
Nes við Seltjörn, segja að verið sé
að kasta 10 milljónum af erfðarfé
Jóns Steffenssens á glæ komi
safnið ekki til með rísa á þeim stað
sem því hafði verið úthlutað; að
ekki komi til greina að notast við
teikningar af safninu á öðrum
stað.
„Það sem er hvað erfiðast í
þessu máli er það að Jón Steffens-
sen gaf peninga til uppbyggingar
læknaminjasafns í formi erfðar-
fjár. Hluti af þessu fé fór í okkar
hönnunarþóknun þannig að það er
búið að eyða erfðarfé þessa manns
í hönnun á húsi sem verður síðan
ekki byggt,“ sagði Sólveig Berg
Björnsdóttir, annar arkitektanna í
samtalið við Fréttablaðið í gær.
Sólveig Berg bendir einnig á
það að ekki komi til greina að færa
bygginguna til þar sem öll hönnun
miðast við þann sérstaka halla
sem er í landslaginu, afstöðu
byggingarinnar til sólar og teng-
inguna við Nesstofu.
Menntamálaráðherra hefur
sagt að um leið og framkvæmdum
lýkur við Þjóðminjasafnið muni
verkefnum aftur verða forgangs-
raðað og fljótlega komi að bygg-
ingu læknaminjasafns. Þetta end-
urtók menntamálaráðherra 16.
ágúst í fyrra þar sem hann sagði
að hvergi nærri væri horfið frá
þeim hugmyndum um að byggja
læknaminjasafn á Seltjarnar-
nesi.B
Norðfj arðarbrúin
opin fyrir fólksbílum
íbúar EskiQarðar finna fyrir óöryggi vegna aurskriðanna. Mátti ekki tæpara standa
hamfarir Allir aðalvegir voru
orðnir færir á milli Reyðarfjarð-
ar og Eskifjarðar fyrir hádegi í
gær en eins og fram hefur komið
féllu aurskriður á veginn síðdegis
í fyrradag vegna mikillar úr-
komu. Að sögn Páls Elíssonar hjá
Vegagerðinni voru vegir enn
ófærir til Mjóafjarðar og Helgu-
staðarhrepps í Eskifirði en unnið
var að viðgerð og taldi Páll víst að
þeim myndu ljúka í gær. Þá var
farið að hleypa smærri fólksbíl-
um yfir brúnna á Norðf jarðará en
eins og komið hefur fram grófst
undan einum stöpli brúarinnar
skemmdist hún þó nokkuð við
það. Að sögn
Páls var ekki
hægt að segja
til um hvenær
viðgerði á
brúnni yrði lok-
ið en sérfræð-
ingar frá brúar-
deildinni og
brúarvinnu-
flokkur væru
komnir á stað-
inn til að meta
aðstæður.
Björgunarsveitin á Eskifiröi
kom eriendu pari til aðstoðar þar
sem það gisti tjaldsvæðið á Eski-
firði í fyrradag
og kom því í
húsaskjól að
sögn Gísla Arn-
ars Gíslasonar
sem hefur um-
sjón með svæð-
inu. Sagði hann
fólk hafa mikið
til verið búið að
yfirgefa svæðið
deginum áður
vegna úrkom-
unnar sem þá
var. Gísli sagði ákveðið óöryggi
myndast meðal íbúanna vegna at-
burðanna en svipað ástand varð í
fyrra þegar aurskriður urðu á
nánast sama stað. „Það mátti ekki
tæpara standa nú í ár að rigning-
in gengi niður því annnars hefði
brúin yfir Ljósá sem staðsett er
inni í bænum farið.“ Sagði Gísli
alla læki í bænum vera fulla af
grjóti sem borist hefðu frá skrið-
unum sem orsakað gætu rof í
vegum. Sagði hann að unnið væri
að hreinsun. Gísli sagði að lokum
að vel hefði verið staðið að öllum
aðgerðum og almannavarnar-
nefnd komið strax saman með
rýmingaráætlun ef á þyrfti að
halda.
kolbrun@frettabladid.is
AURSKRIÐA Á AUSTFJÖRÐUN
Mikil mildi þótti að engin slasaðist vegna
aurskriðanna sem féllu í fyrradag.
Tilvonandi
Noregsprinsessa:
Viðurkennir
æskuglöpin
osló. ap Mette-Marit Tjessem
Hoiby, sem á laugardaginn ætlar
að giftast Hákoni Noregsprinsi
viðurkenndi í gær að hafa ekki
hagað sér sem best á „villtu árun-
um“ sínum, og sagðist sjá óskap-
lega eftir því öllu saman.
Hún og Hákon Magnús héldu í
gær blaðamannafund þar sem hún
sagðist hafa farið yfir strikið og
meðal annars neytt ólöglegra
fíkniefna. Jafnframt bað hún
landa sína afsökunar á framferði
sínu.
Norðmenn virðast ekki kippa
sér upp við það, þótt prinsessan
tilvonandi sé einstæð móðir.
Neysla ólöglegra fíkniefna er hins
vegar litin alvarlegri augum þar í
landi.
„Uppreisn mín í æsku var
miklu öflugri en margra ann-
arra,“ sagði hún. „Þetta var mér
dýrkeypt reynsla, sem ég var
lengi að komast yfir.“ Hún sagðist
nú vera alfarið á móti neyslu ólög-
legra fíkniefna.
Mette-Marit sagði undirbún-
STYTTIST í BRÚÐKAUPIÐ
Hákon og Mette-Marit stilltu sér upp fyrir
blaðamannafund í gær.
inginn undanfarna mánuði hafa
verið erfiðan. „Ég hef verið í
prinsessuskóla síðustu níu mán-
uði,“ sagði hún. ■
Berlingske Tidende:
Ritstjórnin
í verkfalli
kaupmannahöfn. ap Danska dag-
blaðið Berlingske Tidende kem-
ur ekki út í dag vegna eins dags
verkfalls fréttamanna á ritstjórn
blaðsins. Blaðamennirnir eru að
mótmæla uppsögn 18 starfs-
manna, sem boðuð var í síðustu
viku. Blaðið kom heldur ekki út á
laugardag, sunnudag og mánu-
dag vegna verkfalls blaðamanna
af sömu ástæðu.
Til uppsagnanna var gripið
vegna minnkandi auglýsinga-
tekna, en blaðamennirnir segja
norska stórfyrirtækið Orkla
ASA, sem er eigandi blaðsins,
ekki vera nauðbeygt til að grípa
til þessara aðgerða. Ekki sé ver-
ið að koma í veg fyrir gjaldþrot
blaðsins, heldur vilji eigendurn-
ir einungis hámarka hagnað
sinn. ■