Fréttablaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTABLAÐIÐ FIIVIMTUPACUR 23. ágúst 2001 11 Forseti ASI: Þróun verðlags farin að minna á fyrri tíma | lögreglufréttir~T rotist var inn í verslunina Músík og myndir í Mjóddinni í fyrrinótt. Lögreglan kom fljótt á vettvang en voru þjófarnir þá farnir og höfðu með sér eitthvað af geisladiskum úr búðargluggan- um. innuslys átti sér stað í Straumsvík um hádegisbilið í gærdag. Maður sem var við vinnu á lyftara meiddist á fæti þegar hann stökk niður af honum. Ástæðan fyrir því var sú að skammhlaup myndaðist þegar lyftarinn fór utan í tvö ker sam- tímis. Kallað var á sjúkrabifreið og maðurinn fluttur á slysadeild. landbúnapur Grétar Þorsteinsson forseti ASI segir að það komi í sjálfu sér ekki alveg í opna skjöl- du að einhver hækkun geti orðið á landbúnaðarvörum eins og t.d. mjólk. Hann telur hins vegar að þær tölur sem nefndar hafa verið, eða allt að 9% , eins og fram kom á aðalfundi Landssambands kúa- bænda séu ansi ríflegar. Grétar bendir á að slík hækkun mundi hafa veruleg áhrif á vísitöluna og þar með á skuldastöðu heimila. Forseti ASÍ áréttar þó að það sé sitthvað væntingar bænda annars vegar og raunveruleg ákvörðun um verðhækkun á land- búnaðarvörum hins vegar. Engu að síður sé alveg hægt að setja sig í spor bænda eins og annarra sem búa væntanlega ekki við allt of góð kjör frekar en kannski margur annar. Hann geldur hins vegar varhug við þeirri verð- bólguhugsun sem verið hefur, enda sé sú þróun farin að minna á fyrri tíma. Ef það fær að þroskast sé hætta á að menn missi tökin á stöðugleika efna- hagsmála. ■ GRÉTAR ÞORSTEINSSON FORSETI ASÍ Segist vona að menn fari að staldra við í sinni verðbólguhugsun. Landið sem um ræðir - og sést hér handan Iðntæknistofnunar - mun verða tengt Vesturlandsveg og því 'geta væntanlegir verslunareigendur þjónað gríðarlegum fjölda fólks verði ráð- ist I framkvæmdirnar. Landið er i vestasta hluta Mosfellsbæjar og liggur alveg upp að Grafarvogi, undir kílómeter frá svæði sem ætlað var undir þjónustu- og verslanasvæði I Grafan/ogi. Byggja risastóra verslanamiðstöð Til stendur að reisa risastóra verslanamiðstöð í landi Blikastaða í Mosfellsbæ. Verslunareigendur tregir til þess að Qárfesta í Grafarvogi vegna hennar. Eigandi verslunar- og þjónustulóðar í Grafarvogi vill fá henni breytt í íbúðarlóð. verslun Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa verslunareig- endur og þjónustuaðilar verið tregir til þess að fjárfesta í hús- næði að Barðarstöðum í Grafar- vogi vegna fyrirætlana íslenskra aðalverktaka um að byggja risa stóra verslanamiðstöð í landi Blikastaða í Mosfellsbæ. Þessar fyrirætlamr fengust ekki stað- festar hjá ÍAV en í aðalskipulagi Mosfellsbæjar er svæðið sýnt sem blandað svæði fyrir stofnan- ir, verslanir og aðra þjónustu. „Það er alveg ljóst að þeir sem eru með verslun og þjónustu vilja vera við Vesturlandsveginn en hann er lífæð á milli þessarra sveitarfélaga," sagði Ásbjörn Þor- varðsson, byggingarfulltrúi Mos- fellsbæjar. Hann sagði að á þessu skipulagi ætti að vera vegtenging við Vesturlandsveg frá landi Blikastaða en bætti því einnig við að umræður um verslunarmiðstöð á svæðinu væru á svipuðu stigi og árið 1992 þegar skipulagið var lagt fram. Einn verslunareigandi sem Fréttablaðið ræddi við sagði að það væri þess virði að bíða eftir því að nýja svæðið yrði byggt upp þar sem þaðan gæti hann þjónað mun stærri hóp. Hann sagðist hafa horfið frá fyrirætlunum sín- um um rekstur í Grafarvogi vegna þeirra „gríðarlegu mögu- leika“ sem skapast verði Blika- staðasvæðið byggt upp. Framkvæmdir að Barðarstöð- um hafa legið niðri í eitt ár en á svæðinu átti að rísi stórt þjón- ustu- og verslunarhúsnæði. Sem stendur er á svæðinu spýtnabrak og rusl og segja íbúar að kröfum þeirra um að svæðið sé þrifið hafi engu verið sinnt. Snorri Hjaltason er eigandi lóðarinnar Barðastaðir 1 til 5. Hann segir að lóðin sé byggingar- svæði og snyrtilegri en flest byggingarsvæði á höfuðborgar- svæðinu. Hann bendir á að rekst- ur verslunar sem var á svæðinu hafi gengið erfiðlega, en eins og fram kom í blaðinu í gær lagðist rekstur matvöruverslunarinnar 11/11 nýverið af. Hann bíður nú eftir því að borgin taki afstöðu til þess hvort hægt sé að breyta skipulagi svo lóðin nýtist undir íbúðarbyggð og fram að því er óvíst hvort verði framkvæmt. omarr@frettabladid.is Damgaard og Navision: Sameining keppinauta hugbúnaður. Dönsku hugbúnaðar- fyrirtækin Navision og Dam- gaard sameinuðust í lok síðasta árs og héldu forsvarsmenn hins nýja fyrirtækis fyrirlestra hér á landi í gær um hvernig tókst til auk þess að upplýsa um framtíð- aráform. Erik Damgaard, stjórn- armaður Navision a/s, sagði að harðari samkeppni frá Oracle og SAP hafi verið meðal þess sem ýtti undir sameininguna, þau hafi á undaförnum misserum fært sig í auknum mæli inn á markað lít- illa og meðalstórra fyrirtækja sem markaðssetning Navision beinist helst að. Hann sagði fyrir- tækið stefna að því að halda við- unandi markaðshlutdeild sinni í ýmsum löndum Evrópu og áher- sla væri lögð á að auka við hlut- deildina í Suður-Ameríku og jafn- vel Bandaríkjunum ef tækifæri gæfist. ERIK DAMGAARD Hann stofnaði fyrirtæki sitt í Danmörku árið 1983, aðeins 22 ára að aldri. Markmiðið með sameiningunni við Navision i lok síðasta árs var meðal annars að svara harðari samkeppni frá SAP og Orade á alþjóðavettvangi. Vaxtabroddurinn hér á landi felst í útflutningi samstarfsaðila Navision íslands á hugbúnaði sem er sérhæfður fyrir ákveðnar at- vinnugreinar. Einn af samstarfsað- ilunum, Landsteinar ísland, gerðu til dæmis nýlega samning við Landsapotekarin um nýtt lyfjaaf- greiðslukerfi í Færeyjum. Þá hefur fyrirtækið HSC einbeitt sér að markaðssetningu í Bandaríkjunum á alhliða Navision hugbúnaði fyrir hótel og ferðamannaiðnað. ■ Sendill óskast til almennra sendistarfa þarf einnig að sinna blaðburði í hverfum þar sem blaðberar forfallast Umsóknir sendist á valdimar@postflutningar.is sða til Póstflutninga, Suðurhrauni 3.' 210 Garðabæ merkt „sendfH" SUÐURHRAUNI 3 • 210 GARÐABÆ • SÍMI: 595 6500 FAX: 595 6503 • e-mail: postflutningar@postflutningar.is INTER newbalance INTER SPORT Bíldshöfða 20 • 110 Reykjavík • 510 8020 • w.intersport.is • — VINTERPÍir VINTER»0«r VINTERiPÖRf VINTERiWW VINTERiPOIff VINTERiPWff VINTERSPOBT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.