Fréttablaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 18
18
FRETTABLAÐIÐ
23. ágúst 2001 FIIVIIVITUPAGUR
HVERIU MÆLIR PÚ MEÐ?
Árni Heiðar Karlsson,
djasspíanisti
Ég mæli með plötunni hans Agnars Más
Magnússonar sem heitir 01. Það er ansi
góð plata.
| METSÖLUBÆKURNAR j
METSÖLULISTI PENNANS YFIR
ÍSLENSKAR BÆKUR
U Páll Ásgeir Ásgeirsson
HÁLENDISHANDBÓKIN
B
9
O
©
o
o
o
©
©
Ýmsir
KORTABÓK MM
Ymsir
AMAZING ICELAND
Ýmsir
RAUÐA SERÍAN - PAKKI
Ýmsir
RAUÐA SERÍAN - SAGA
MÁNAÐARINS
Ýmsir
FERÐAKORTABÓK LAND-
MÆLINGA ÍSLANDS
Arnaldur Indriðason
MÝRIN
Helen Fielding
DAGBÓK BRIDGET IONES
María Garðarsdóttir og Sigríður
Þorvaldsdóttir
LEARNING ICELANDIC
Jamie Oliver
KOKKUR ÁN KLÆÐA
Metsölubækur Pennans:
Sumarið er
ekki búið
METsðLunsTi Það fei’ ekki á milli
mála að enn er talsvert eftir af
sumrinu ef marka má íslenskar
metsölubækur Pennans. í efsta
sæti trónir margrómuð hálendis-
handbók Páls Ásgeirs Ásgeirsson-
ar sem er afar nauðsynlegur ferða-
félagi um hálendi íslands. Korta-
bók Máls og menningar kemur fast
á hælana, en með þessar tvær
bækur í farteskinu eru manni allir
vegir og vegleysur færar.
Erlendir ferðamenn eru greini-
lega duglegir að kaupa bækur því
bókin Amazing Iceland er í þriðja
sæti og bókin Learning Icelandic
er í því níunda. Mýrin eftir Arnald
Indriðason er prýðilegasta sumar-
bústaðalesning og greinilegt er að
bókapakkar með ástarsögum eru
vinsælir í sumarfríinu. ■
Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju:
Atli Heimir, Jónas Tómasson og Hándel
tónleikar f hádeginu í dag bjóða
Guðrún Lóa Jónsdóttir
messósópran og organistinn Sig-
rún Magna Þórsteinsdóttir upp á
endurnærandi stund í Hall-
grímskirkju. Á efnisskrá tón-
leikanna eru sönglög eftir Atla
Heimi Sveinsson og kaflar úr
orgelverkinu Dýrð Krists eftir
Jónas Tómasson. Einnig flytja
tónlistarkonurnar nokkrar af
þekktustu aríum barokkmeistar-
ans Georgs Friedrichs Handels,
Lascia chíio pianga úr óperunni
Rinaldo og How beautiful are the
feet og He shall feed his flock úr
Messíasi þannig að breiddin er
nokkur í vali á efnisskrá.
listakonurnar
Þetta er í fyrsta sinn sem
Guðrún Lóa Jónsdóttir
messósópran og Sigrún
Magna Þórsteinsdóttir
organisti vinna saman
en ekki er ólíklegt að
framhald verði á sam-
starfinu.
Guðrún Lóa
Jónsdóttir stund-
aði söngnám við
Tónlistarskólann í
Garðabæ og út-
skrifaðist þaðan
með burtfararpróf
í söng vorið 1996. Hún hefur
sungið með kór Digraneskirkju
frá 1994 og verið einsöngvari í
kirkjunni við mörg tækifæri.
Jafnframt hefur hún sungið með
Kór íslensku óperunnar frá
1996. Þá hefur hún komið fram
sem einsöngvari með mörgum
kórum og við ýmsar kirkjuat-
hafnir.
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir
hóf nám í orgelleik hjá Birni
Steinari Sólbergssyni á Akur-
eyri. Hún stundaði kirkjutónlist-
arnám við Tónskóla Þjóðkirkj-
unnar og lauk þaðan kantors-
prófi vorið 2000. Sigrún er nú
organisti við Breiðholtskirkju. ■
STANDA Á SÍNU
Nokkrir aðstandenda tónleika Atónal hópsins: Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Jón
Guðmundsson, Snorri Heimisson, Valgerður Ólafsdóttir, Egill Sæbjörnsson, Berglind
María Tómasdóttir, Kristín María Gunnarsdóttir og Hanna Loftsdóttir.
Atónal er ekki atónal:
Bræðingur
í Salnum
tónleikar „Verkin á tónleikunum
eru allt frá því að vera „hardcore
módernismi" yfir í popp,“ segir
Jón Guðmundsson gítarleikari í
Atónal hópnum og eitt tónskáld-
anna sem eiga verk á tónleikum
hópsins í kvöld. Nafngift hópsins
bendir til þess að tónlistin sé ekki
mjög lagræn, en Jón neitar því al-
farið. „Nafngiftin er eins konar
grín, en stefna hópsins var í upp-
hafi að spila ekki þessa alvarlegu
nútímatónlist, heldur hlustunar-
vænni verk. Þróunin er hins veg-
ar sú að hópui'inn spilar allt.“
Þetta eru ekki bara tónleikar
heldur verða myndbönd sýnd
undir tónleikunum. „Það er sama
sagan þar,“ segir Jón „Þetta er
allt frá stuttmyndum upp í óhlut-
bundnari myndverk." Auk Jóns
eiga tón og myndverk á sýning-
unni þeir Áki Ásgeirsson, Hugi
Guðmundsson og Egill Sæ-
björnsson. Jón segir að mynd-
böndin verði sýnd meðan tón-
verkin eru flutt. „Það vei’ða því
lítil tækifæri til að klappa á milli
þátta, en fólk verður þá bara að
safna klappinu þar til í lokin."
Aðstandendur tónleikanna
eru ungt tónlistarfólk sem hefur
verið í námi víða um heim. „Eitt
einkenni hópsins er hvað við
erum ósamála og hvað hver og
einn er óhræddur við að standa á
sínu. Við erum ekki steypt £
sama mót. Verkin eru líka úr
ólíkum áttum og mörg mjög að-
gengileg. Við virðum engin
landamæri." Jón hefur sjálfur
verið við nám í Noregi og segir
ánægjulegt hve duglegt fólk er
hér á landi við að sækja tónleika.
Atónal hópurinn er skipaður
níu tónlistarmönnum, þeir eru:
Berglind María Tómasdóttir
flauta, Kristín María Gunnars-
dóttir klarinett, Snorri Heimis-
son fagott, Valgerður Ólafsdóttir
víóla, Hanna Loftsdóttir selló,
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson
bassi, Jón Guðmundsson gítar,
Hlynur Aðils Vilmarsson slag-
verk og Áki Ásgeirsson trompet
og tölvur. Atónal hópurinn hefur
starfað frá 1998 og staðið fyrir
árlegum sumartónleikum í
Reykjavík við góðan orðstír og
mikla aðsókn.
Tónleikai’nir verða sem áður
segir í kvöld klukkan 20:30 í
Salnum í Kópavogi.
haflidi@frettabladid.is
FIMMTUDAGURINN
23. ÁGÚST
FYRIRLESTUR________________________
16.00 Fyrirlestur hjá lífefna- og sam-
eindalíffræðistofu læknadeildar. [
kennslustofu 3. hæð í Lækna-
garði mun dr. Francesca Pignoni,
Assistant Professor, Dept. of
Ophthalmology, Harvard Medical
School, Boston, halda fyrirlestur
er hún nefnir: Genetic Control of
Eye Development in Drosophila.
Allir velkomnir.
TÓNLEIKAR__________________________
21.30 Hljómsveitin Santiago heldurtón-
leika á Kringlukránni í kvöld.
Hljómsveitin flytur að mestu
frumsamið efni. Sveitin spilar
framsækið melódískt rokk í róleg-
um, þungum takti.
Hljómsveitin Spútnik spilar á Gauknum
í kvöld. Sveitin, sem gaf nýlega út lagið
Tundurdufl, leggur metnað sinn í
skemmtilegan og vandaðan tónlistar-
flutning.
LEIKHÚS____________________________
20.00 Einleikhúsið sýnir leikritið Fröken
Júlía - enn og aftur alveg ó í
Smiðjunni Sölvhólsgötu 13.
20.00 Leikritið Diskópakk eftir írska
leikskáldið Enda Walsh er sýnt í
hínu nýja leikhúsi Vesturport við
Vesturgötu. Karl Ágúst Úlfsson
þýðir verkið, leikstjóri er Egill
Heiðar Anton Pálsson og leikarar
eru Nanna Kristín Magnúsdóttir
og Víkingur Kristjánsson.
SÝNINGAR___________________________
í Hafnarborg, menningar- og lista-
stofnun Hafnarfjarðar, stendur yfir sýn-
ing á Ijósmyndum sænska Ijósmyndar-
ans Hans Malmberg, en hann var á
sinni tíð í hópi fremstu blaðaljósmynd-
ara Svía. Ljósmyndasýningin fsland
1951 sýnir Islendinga við leik og störf
jafnt í sveit sem í borg á árunum
1947-1951. Sýningin er í samvinnu
Hafnarborgar og Þjóðminjasafns fs-
lands og er opin alla daga nema
þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Sýningin
stendur til 27. ágúst.
MYNDLIST___________________________
Sýning Bjarna H. Þórarinssonar sjón-
háttarfræðings stendur nú í Reykjavíkur
Akademíunni í JL-húsinu Hringbraut
121 en hann er meðal þeirra listamanna
sem hljóta starfslaun Reykjavíkurborgar
á þessu ári. Bjarni sýnir úrval af verkum
sínum undanfarin ár. Sýning Bjarna er
opin 9 til 17 virka daga og stendur til 1.
október.
Guðrún Vera Hjartardóttir sýnir fígúra-
tifa skúlptúra í gallerí@hlemmur.is,
Þverholti 5. Sýningin ber yfirskriftina
Rætur og eru skúlptúrarnir gerðir eru út
frá löngun listamannsins til að skilja
tengsl manneskjunnar við náttúruna.
Sýningin stendur til 9. september og er
opin frá kl. 14.00 til 18.00, fimmtudaga
til sunnudaga.
Gunnar Gunnarsson sálfræðingur og
myndlistamaður sýnir í Lóuhreiðrinu
í Kjörgarði. Sýningin er opin virka
daga frá 9 til 18 og stendur út sep-
tember.
Myndlistarmaðurinn Díana Hrafnsdóttir
hefur opnað sýningu á verkum sínum í
Selinu, Galleri Reykjavík, Óðinsgötume-
gin. Díana sýnir tréristur sem unnar eru
á þessu ári og ber sýningin yfirskriftina
Undir niðri. Sýningin er opin frá kl. 13 til
18 virka daga og kl. 13 til 16 laugardaga.
Sýningin stendur til 25. ágúst 2001.
Margrét Reykdai sýnir málverk í
Sverrissal Hafnarborgar, menningar-
og listastofnunar Hafnarfjarðar, sýning á
málverkum Margrétar Reykdal. Sýningin
er opin alla daga nema þriðjudaga og
hún stendur til 27. ágúst.
Árni Rúnar Sverrisson opnaði um hel-
gina málverkasýningu í Gallerí
Reykjavík sýningarsal Skólavörðustíg 16.
Yfirskrift sýningarínnar er Land og land-
brot. Á sýningunni eru olíumálverk,
unnin á síðastliðnum tveimur árum.
Sýningin er opin alla virka daga frá kl.
10 til 18 og laugardaga frá kl. 11 til 16.
Sýningin stendur til 5. september.
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir sýnir
leirverk í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg
5, Reykjavfk. Opið virka daga frá 10 til
18 og laugardaga 11 til 16. Sýningin til
29. ágúst.
Höfuðbeina- og
sp j a 1 d h ryggs j öf n u n
Cranio-Sacral-Therapy
3ja ára heildamám
Jt |k ■ | A. hluti 1. stig 10.-15. nóv. '01
CRANIO C. hluti 3. stig 16.-22. nóv. '01
FÉLAG HÖFUÐ8EINA- B’ hlut’ 2’ Sti§ 23-'28- teb- 02
OG SPJALDHRYGGSJAFNARA D. hluti 4. stig 2.-07. mars. '02
Aðalkennari Thomas Attlee MRO, RCST, skólastjóri
Coilege of cranio Sacrai Therapy London.
Námið veitir full réttindi innan bresku
og evrópsku samtakanna.
cranio.simnet.is - cranio@simnet.is
Gunnar Margeir
699 8064 867 7469
ALVEG ÓÐ OG ALVEG AÐ HÆTTA
Sýningin Fröken Júlía, enn og aftur alveg óð er að hætta. Hún er í húsnæði leiklistardeíld-
ar Listaháskólans sem þarf að nota húsnæðið.
Sumarleikhús að enda:
Júlía að
hætta
leiksýning Nú fer hver að verða
síðastur að sjá hina bráð-
skemmtilegu sýningu: Fröken
Júlía - enn og aftur alveg óð, en
sýningin er byggð á Fröken Júlíu
eftir August Strindberg. Einung-
is eru þrjár sýningar eftir: í
kvöld, annað kvöld og á laugar-
dagskvöldið. Sýningin er bráð-
skemmtileg og hefur hlotið ein-
róma lof gagnrýnenda og áhorf-
enda. Verkið er sýnt í Smiðjunni
að Sölvhólsgötu 13, en þar er leik-
listardeild Listaháskólans til
húsa. Nú eru skólar að hefjast og
skólinn þarf á húsnæðinu að
halda fyrir eigin starfsemi. Verk-
ið var sýnt tvisvar á menning-
arnótt fyrir fullu húsi og þurftu
margir frá að hverfa. Það er því
ástæða til þess að hvetja fólk til
að tryggja sér miða í tíma.
Aðalleikendur sýningarinnar
eru Pálína Jónsdóttir, Sigrún Sól
Ólafsdóttir og Árni Pétur Guð-
jónsson. Leikstjóri er Rúnar
Guðbrandsson. ■