Fréttablaðið - 28.08.2001, Side 6

Fréttablaðið - 28.08.2001, Side 6
SPU-RN1NG DAGSINS 6 FRÉTTABLAÐIÐ 28. ágúst 2001 PRIÐJUDAGUR Hverjír eru óvinir skattgreið enda? fé skattgreið- enda en þeir sjálfir og veita þeim í áhuga- mál sín, sem þeim finnst merkilegri en áhugamál skatt- greiðenda, og vilja hafa vit fyrir þeim. Skattgreiðendur eiga fáa talsmenn og með þessu er réttur þeirra til afraksturs eigin vinnu vanvirtur. Það eru þeir sem telja sig fara betur með Gunnlaugur Jónsson er 25 ára framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækis. BÍLFLAKIÐ Spænskur lögreglumaður fylgist með á meðan dráttarbíll dregur bílflakið í burtu. Enginn slasaðist alvarlega í sprengingunni og ekki þurfti að fresta neinu flugi. Öflug bílsprengia sprakk í Madría: ETA lýsti yfir - ábyrgð á verknaðinum MAÐRID.5PÁNI.AP KrÖftUg bíl- sprengja sprakk á bílastæði við alþjóðlega flugvöllinn í Madrid í gær, aðeins nokkrum mínútum eftir að viðvörun barst til lögregl- unnar frá ETA, aðskilnaðarhreyf- ingu Baska. Einn lögreglumaður slasaðist lítillega í sprengingunni en lögreglunni tókst að rýma svæðið rétt áður en sprengjan sprakk. Talið er að sprengjan hafi innihaldið 50 kíló af sprengiefni. Ekki þurfti að fresta neinu flugi vegna sprengjunnar, sem talin er vera hluti af herferð ETA gegn vaxandi ferðamannaiðnaði á Spáni, en um þessar mundir er há- annatími í geiranum. í síðasta mánuði aftengdi spænska lögregl- an m.a. öfluga bílsprengju við flugvöllinn í Malaga á suðurhluta Spánar eftir viðvörunarhringingu fráETA. ■ Pólskur vinnukraftur: Bandarísk rannsókn: Greinilega lögreglumál atvinnuleyfi Þetta er greinilega lögreglumál," sagði Gissur Pét- ursson, forstjóri Vinnumálastofn- unar, um málefni Pólverjans sem skýrt var frá í Fréttablaðinu í gær en þar kom fram að Pólverj- inn, sem einungis hefur ferða- mannaleyfi, stundi málningar- vinnu hjá verktakafyrirtæki hér í borg. Sagði annar eigandi fyrir- tækisins störf Pólverjans einung- is hafa verið unnin í sjálfboða- vinnu. Gissur var spurður að því hvort útskýringar á borð við þær sem eigandi lét í té séu að hans mati trúanlegar og sagði hann svo ekki vera. „Þessi maður hefur greinilega ekki dvalarleyfi og hvað þá atvinnuréttindi og er þetta sennilega brot á hegningar- lögum að ráða menn með þessum hætti. Sagðist hafa vita af svip- uðu dæmi þar sem pólskir ferða- menn hefðu verið ráðnir til vinnu til fyrirtækis úti á landi. Sagði hann það tilfelli hafa orðið að lög- reglumáli. ■ GISSUR PÉTURSSON Telur útskýringar eiganda verk- takafyrirtækisins um sjálfboða- vinnu Pólverjans ekki trúanlegar. Insúlínpillur væntanlegar chicaco.ap Bandarískir vísinda- menn telja sig nú hafa fundið út leið til að gefa sykursjúklingum insúlín í pilluformi, en hingað til hafa þeir þurft að sprauta sig með lyfinu daglega. Pillan hefur þegar verið prófuð á hundum og rottum með góðum árangri. Efnið sem er í pillunni er þannig úr garði gert að pillan stendur af sér áhrif frá sýrum í meltingarveginum og kemst insúlínið þannig inn í blóð- ið. Rannsóknin var birt á ráðstefn- unni „American Chemical Soci- ety“ sem haldin er um þessar mundir í Chicago í Bandaríkjun- um. ■ Mótorkrossbraut veldur fjaðrafoki á Kjalcirnesi Framkvæmdir sem hafnar voru án leyfis við lagningu mótorkrossbrautar á Kjalarnesi hafa verið stöðvaðar eftir kæru nágranna sem telja mótorhjólakappakstur ekki fara saman við hænsnfugla- rækt sína. Eigandinn segir brautina til einkanota og hann hafi ekki órað fyrir því að hann þyrfti leyfi fyrir henni. MÓTORKROSS Undirritaðan óraði aldrei fyrir því að slíkar jarðvegsframkvæmdir, sem stuðla að uppgræðslu og skógrækt væru leyfisskyldar", segir eig- andi Dalsmynnis sem hefur verið skikkaður til að stöðva lagningu mótorhjólabrautar í landi sínu. skipulacsmál Byggingarfulitrú- inn í Reykjavík hefur stöðvað gerð mótorkrossbrautar á jörð- inni Dalsmynni á Kjalarnesi. Ábúendur tveggja nágranna- jarða, Melgerðis og Melavalla, kærðu framkvæmdina til borgar- yfirvalda. Þeir segja m.a. að mót- orkross geti ekki farið saman við þann viðkæma búskap sem rek- inn sé á landi þeirra en á Mela- völlum er hænsnabú og í Mel- gerði er útungunarstöð. Þeir segja brautina vera á milli búa sinna og í aðeins 200 til 300 metra fjarlægð frá hvoru búi. Eigendur Meigerðis og Mela- valla segjast hafa það eftir starfsmanni við brautarlagning- una að þar eigi að vera starfsemi flesta daga, æfingar á virkum dögum og keppnir um helgar. „Umbjóðendur mínir telja að þetta sé starfsemi sem óhugsandi sé að hafa svo nálægt búunum vegna ýmis konar truflunar, t.d. af hávaða og útblæstri auk þess sem keppni muni verða til þess að umferð aukist og enn frekari truflun verði,“ segir iögmaður kærendanna í bréfi til byggingar- fulltrúans í Reykjavík Eigandi Dalsmynnis segir hins vegar í bréfi til byggingarfulltrú- ans að brautin, sem eigi að verða 1000 metar löng, sé ekki ætluð undir atvinnustarfsemi heldur til einkanota hans enda sé hann áhugamaður um „hjólreiðar", sem hann reyndar nefnir mótor- kross innan sviga. Hann segir ennfremur að hluti framkvæmd- anna felist í að græða upp melinn sem brautin liggur í og bendir á að enginn mannvirki eigi að reisa. „Undirritaðan óraði aldrei fyrir því að slíkar jarðvegsframkvæmd- ir, sem stuðla að uppgræðslu og skógrækt og þ.m.t. auka notkunar- möguleika landsins til hvers konar tómstundaiðkunar væru leyfis- skyldar,“ segir eigandi Dalsmynn- is í bréfi til byggingarfulltrúans og óskar um leið eftir samþykki fyrir „jarðaumbótunum". Umrætt svæði á Kjalarnesi er ætlað til landbúnaðar samkvæmt skipulagi og með vísan til þess hefur byggingarfulltrúi um sinn stöðvað framkvæmdirnar. gar@frettabladid.is ILÖGREGLUFRÉTTIR Leysa varð upp unglingateiti í heimahúsi í Vesturbænum um miðnætti á sunnudag. Meðal veislugesta voru sex ungmenni um fjórtán ára aldur og voru þau keyrð heim. Á sama stað lagði lögregla hald á tvær haglabyssur og 150 haglaskot sem lágu á glámbekk. Lögreglan vill koma þeim ábendingum á framfæri að það sé ábyrgðarhluti að foreldrar samþykki veisluhöld unglinga án þess að nokkur fullorðinn sé á staðnum. Brotist var inn í nýbyggingu á Kjalarnesi og þaðan stolið vélum og verkfærum. Maður var sleginn niður á Ing- ólfstorgi rúmlega fjögur að morgni laugardags. Hann var fluttur á slýsadeild en ekki er vit- að hver árásarmaðurinn var. Svangir feðgar á ferð: Ekki tilbúnir að borga fyrir matvörurnar INNBRQT Afskipti þurfti að hafa af feðgum eftir þjófnað og líkams- árás. Höfðu feðgarnir farið í mat- arinnkaupaleiðangur síðdegis á sunnudag en voru ekki á því að greiða fyrir vörurnar sem þeir týndu í pokana. Þegar starfsmað- ur verslunarinar fann að hátterni feðganna gerði sonurinn sér lítið fyrir og sló hann í andlitið. Kalla þurfti á lögregluaðstoð og í ljós kom að vörurnar sem feðgarnir svöngu höfðu týnt til voru að verð- mæti rúmlega 30 þúsund krónur. Um helgina var tilkynnt um tuttugu innbrot til lögreglunnar í Reykjavík og voru flest þeirra í bifreiðar sem staðsettar voru á nokkrum stöðum í borginni og þá aðallega við útivistarsvæði, al- menningsbílastæði eða bíiageymsl- ur. Þá var brotist inn á heimili í Breiðholti og þaðan stolið verð- mætum, skartgripum og fleira. Á laugardagsmorgun var karl- maður handtekinn inni í fyrirtæki í Hlíðunum en mannsins varð vart þegar öryggiskerfi fór í gang. Maðurinn gat ekki gert grein fyr- ir veru sinni í fyrirtækinu og var því færður til yfirheyrslu. ■ KEYPT í MATINN Óhætt er að fullyrða að fólkið á myndinni hafi greitt fyrir matvörurn- ar, en svo var ekki um feðgana sem ákváðu að birgja sig upp.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.