Fréttablaðið - 14.09.2001, Blaðsíða 1
SAMVINNA
Hver er
samábyrgðin?
bls 22
HETJA
Réðst gegn
ojbeldismönnum
bls 4
ARNI
Engar sérstakar
athugasemdir
bls 2
ÖRYGGISMIÐSTÖÐ ÍSLANDS
HEIMAGÆSLA
Sími S30 2400
FRETTAB
L _
101. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 14. september 2001
FOiSTOPAGyt
Þögn í 3 mínútur
SAMÚÐ Landsmenn eru hvattir til
að sýna fórnarlömbum hryðjuverk-
anna í Bandaríkjunum og aðstand-
endum þeirra samúð sína með því
að taka þátt í þriggja mínútna þögn
sem hefst klukkan 10 um morgun-
inn i dag, föstudag.
Viðbrögð við
brunabótamati
veðhæfni Sparisjóður Reykjavíkur
mun í dag ákveða hvort hann fari
yfir 85 prósent af brunabótamati
við veðmat á fasteignum.
Utboðslýsing
opinberuð
útboð Gert er ráð fyrir að útboðs-
lýsing verði birt í dag vegna sölu á
hlut í Landssímanum.
IVEÐRIÐ í DACI
REYKJAVÍK Norðvestan 5-10
m/s og skúrír. Hiti 8 til 12
stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
ísafjörður ^ 8-13 Súld ©8
Akureyri o 8-13 Rigning O9
Egílsstaðir O 8-13 Rigning O9
Vestmannaeyjar O 5-8 Skúrir O"
Operan
og ráðherrarnir
fbamlag Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra, Geir
H. Haarde f jármála-
ráðherra og stjórn
fslensku óperunnar
undirita í dag samn-
ing ríkis og Islensku
óperunnar um óp-
erustarfsemi.
Ekkert og
Allt og ekkert
sÝningar Bjarni Sigurbjörnsson
sýnir í Hafnarborg og er yfirskrift
sýningarinnar; Ekkert. Anrgunnur
Ýr sýnir í Gallerí Sævars Karls og
nefnist sýningin Allt og ekkert.
1KVÖLDIÐ í KVÖLPl
Tónlist 18 Bíó 16
Leikhús 18 (þróttir 14
Myndlist 18 Sjónvarp 20
Skemmtanir 18 Útvarp 21
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
FRÉTTABLAÐIÐ
Hvað les fólk
á aldrinum
25 til 49 ára?
Meðallestur
á virkum
dögum.
70.000 esm&
70% xjíks 'es b'.aðið
,«5 TIL 67 ÁRA LESA FRÉHABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI SAMKVÆMTj!
II KÖNNUN PRIŒWATERHOUSECOOPERS FRÁ JÚLÍ 2001. r
Bandaríkin undirbúa
innrás í Afganistan
Bandarísk stjórnvöld undirbúa aðgerðir gegn bin Laden í Afganistan þó rannsókn á hryðjuverk-
unum á þriðjudag sé ekki lokið. Rannsóknin er sú umfangsmesta í sögu Bandaríkjanna. Ljóst er að
um 50 manns voru viðriðnir hryðjuverkin og hafa verið borin kennsl á nær alla flugræningjana.
áráS Á ameríku Bandarísk stjórn-
völd virðast hafa komist að þeirri
niðurstöðu að Osama bin Laden
standi að baki hryðjuverkunum á
þriðjudag sem kostuðu þúsundir
manna lífið. Nú stendur yfir um-
fangsmesta rannsókn í sögu
Bandaríkjanna en þrátt fyrir að
henni sé ekki lokið hafa bandarísk
stjórnvöld þegar þrýst á paki-
stönsk yfirvöld um að veita sér að-
stoð sem líklegt er talið að sé und-
anfari þess að Bandaríkjamenn
sendi herlið til Afganistans. Colin
Powell sagði bin Laden í gær efst-
an á lista yfir grunaða og að
stjórnvöld undirbyggju aðgerðir
sem ráðist yrði í ef sekt hans verð-
ur staðfest. í sjónvarpaðri ræðu
sagði George W. Bush að heimur-
inn hefði séð fyrsta stríð 21. aldar-
innar og að hann ætlaði sér að
leiða heimsbyggðina til sigurs.
Osama bin Laden skipti um
dvalarstað fljótlega eftir árásirn-
ar á þriðjudag og neitaði að gefa
stuðningsmönnum sínum upp
hvert hann ætlaði. Síðan þá hefur
ekki spurst til hans þó fregnir hafi
borist af því að hann hafi verið
hnepptur í stofufangelsi. Þær
hafa verið bornar til baka.
Þeir sem vinna að rannsókn
málsins í Bandaríkjunum fylgja
nú eftir þúsundum vísbendinga
sem hafa borist. Rannsóknin nær
einnig til Mexíkó og nokkurra
landa i Evrópu og hefur leitt til
þess að tveir menn hafa verið
teknir til yfirheyrslu í Þýskalandi
og einn í Bretlandi. Nokkrir hafa
verið teknir til yfirheyrslu í
Bandaríkjunum vegna rannsókn-
ar málsins en enginn hefur verið
handtekinn enn sem komið er.
Einn maður sem var á lista grun-
aðra var í gær sagður vera að
vinna með yfirvöldum að rann-
sókn málsins. í ljós hefur komið
að bróðir hans, sem einnig var tal-
inn til grunaðra, lést í flugslysi 11.
september á síðasta ári, réttu ári
fyrir atburði þriðjudagsins.
John Ashcroft dómsmálaráð-
herra sagði í gær að um 50 manns
hafi verið viðriðnir hryðjuverkin.
Kennsl hafa verið borin á flesta
flugræningjana og vitað er að
einn flugmaður, að lágmarki, í
hverri hinna fjögurra flugvéla
sem rænt var hafði hlotið þjálfun
í bandarískum flugskóla og að
sumir þeirra höfðu flugstjórnar-
réttindi. Einnig er vitað að flug-
ræningjarnir notuðu bæði reiðufé
og greiðslukort til að greiða með-
al annars flugmiða og hótelher-
bergi. ■
LEITAÐ f RÚSTUNUM Enn binda sumir vonir við að finna megi fólk á lifi. Fréttir hafa borist af því að fólk sem er fast í rústunum hafi
haft samband í gegnum farsíma. Fréttir af að fimm slökkviliðsmenn hafi fundist á lífi hafa þó verið bornar til baka.
Látnir og saknað:
4.763
saknað
árás Á ameríku Rudy Guiliani,
borgarstjóri í New York, greindi
frá því í gær að tilkynningar
hefðu borist um 4.763 einstak-
linga sem ekki væri vitað hvar
væru niður komnir. í gærkvöldi
höfðu lík 70 einstaklinga fundist í
rústum World Trade Center en
einungis hafði reynst unnt að bera
kennsl á um 30 þeirra. Mögulegt
var talið að eitt þeirra líka sem
fannst væri af einum flugræn-
ingjanna.
Talsmenn bandaríska varnar-
málaráðuneytisins staðfestu í gær
að 190 manns hefðu látið lífið þeg-
ar farþegaþotu var flogið á bygg-
ingu ráðuneytisins á þriðjudag. 64
þeirra sem létust voru farþegar
og áhöfn flugvélarinnar en 126
manns voru í Pentagon bygging-
unni þegar árásin var gerð. ■
Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík:
Leigubann á íbúð
F élagsþjónustunnar
reykjavíkurborg Heilbrigðiseftir-
lit Reykjavíkurborgar hefur farið
fram á, að leigubann verði sett á
íbúð í eigu Reykjavíkurborgar
vegna lélegs ásigkomulags. Lág-
marks heilbrigðiskröfum er ekki
fullnægt og íbúðin ekki hæf
mönnum lengur.
Árný Sigurðardóttir, heilbrigð-
isfulltrúi, segir að almennu við-
haldi hafi ekki verið sinnt, ástand
íbúðarinnar lélegt og vatn leki.
Erfitt hefur verið að sinna nauð-
synlegu viðhaldi vegna íbúanna,
sem eru skjólstæðingar Félags-
þjónustunnar. Því hefur þessi leið
verið valin og var heilbrigðis-
nefnd Reykjavíkur gert viðvart,
sem fjallaði um málið í dag.
Hrannar B Arnarsson, sem á
sæti í heilbrigðisnefnd, sagði
nefndina hafa samþykkt leigubann
í gær og nú verði ráðist í að rýma
íbúðina. „Það er ljóst að ástandið
mátti ekki vera áfram með þessum
hætti,“ sagði Hrannar. ■
| FÓLK 1
Atakaverk
um lifið
og ástina ,s
SÍÐA 18
| ÞETTA HELST |
*
Israelsher hefur raðist bæði á
Jeríkó og Jenín. Þrír Palestínu-
menn hafa látist og fleiri særst.
bls. 4
Bæjarráð Vestamannaeyja
klagar Samskip vegna mein-
tra brota á skilmálum. bls. 6
Hrafn Óli Sigurðsson fór inn á
lokaða svæðið á Manhattan.
Aska, ryk og eyðilegging. bls. 8
Flugleiðir flugu fyrst allra frá
Kennedyflugvelli. Auknar ör-
yggiskröfur. bls. 11