Fréttablaðið - 14.09.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.09.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN ÖRYGGI FREKAR EN FRELSI Rúmum helmingi þótti rétt að takmarka per- sónufrelsi til að auka öryggi almennings Er rétt að takmarka persónu- frelsi til að auka öryggi al- mennings? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Verður erfiðara að ferðast með flugi vegna hertra öryggisráðstafana? Farðu inn á vísi.is og segðu I þlna skoðun I ____________ RITAÐ f MINNINGARBÓK Margir hafa lagt leið sína i bandaríska sendiráðið til að votta virðingu sína. Minningarbók: Votta virð- ingu sína BANDARÍSKA SENDIRÁÐIÐ í banda- ríska sendiráðinu er minningar- bók þar sem að fólk getur ritað nafn sitt, til minningar um þá sem fórust í árásinni á Ameríku. Margir hafa lagt leið sína í sendiráðið til að votta fórnarlömb- um árásar- innar virð- ingu sína. Mikill við- búnaður er við banda- ríska sendi- ráðið vegna árásanna. Augljóst er að öryggisreglur hafa verið hertar til muna. Öryggisverðir eru á hverju strái og sprengju- leit er gerð á þeim sem koma í sendiráðið. Myndavélar mynda- tökumanna fjölmiðlanna eru þar ekki undanskildar. Miða er nuddað á vélarnar til að kanna hvort þær innihaldi sprengiefni. Innihaldi tækið sprengiefni lit- ast miðinn. ■ SPRENGJULEIT Mikill viðbúnaður er við sendiráðið og þurfa gestir að gangast undir sprengjuleit. FRÉTTABLAÐIÐ Leyniþjónustur í Bandaríkjunum: Fylgjast ekki með tímanum Irás Á AMERI'KU Ymsir hafa á und- anförnum mánuðum og árum gagnrýnt Bandarísku öryggis- stofnunina (NSA) fyrir að sitja enn í hinu gamla fari kalda stríðsins og jafnvel ekki fylgjast nógu vel með tækniþróun. Árásirnar á Bandaríkin á jriðjudag ýta að einhverju leyti itoðum undir þessa gagnrýni. Hryðjuverkamenn geta nú á dög- nm auðveldlega hlaðið niður ókeypis dulkóðunarforritum af Internetinu, þannig að sífellt erf- iðara verður að fylgjast með því sem þeirra fer á milli. Mike Hayden, yfirmaður NSA, viðurkenndi fyrr á þessu ári að stofnunin hafi dregist aft- ur úr í tækniþróuninni og að öll- um líkindum ráði Osama bin Laden, sá sem Bandaríkin gruna helst um að standa á bak við hryðjuverkin, yfir betri tækni en hún. Vandinn er samt ekki síður sá að hópar hryðjuverkamanna séu „hafðir litlir og mjög sjálfstæðir þannið að leyniþjónustur geta ekki fundið nein tengsl á milli þeirra," segir Wayne Madsen, fyrrverandi starfsmaður NSA. Hryðjuverkastarfsemin, sem Osama bin Laden er talinn stan- da á bak við, er að miklu leyti saman sett af hópum gamalla vina sem hafa haldið hópinn ára- tugum saman. Hver hópur veit jafnvel ekki af tilvist hinna hópanna og hugsanlegt er að flugræningjarnir sem stóðu að árásunum á þriðjudag hafi ekki einu sinni vitað að öðrum flug- vélum hafi verið rænt en þeirri sem þeir voru í. Madsen segir að NSA ætti að „einbeita sér meir að hryðju- verkastarfsemi og koma sér út úr baráttunni gegn eiturlyfjum og upplýsingasöfnun um önnur ríki.“ ■ Nefnd í Eyjum fann ekki fjárdrátt hjá Arna Sérstök skoöunarnefnd í Vestmannaeyjum telur ekki „tilefni til sérstakra athugasemda“ vegna Qárhagslegra umsýslustarfa Árna Johnsen fyrir bæjarfélagið. Nefndin ræddi við Qölda manna og skoðaði mörg verkefni en fann aðeins eitt þar sem Árni fór með fjárráð. stjórnsýsla Skoðunarnefnd sem bæjarráð Vestmannaeyja skipaði í sumar telur ekki „tilefni til sér- stakra athugasemda" vegna fjár- hagslegra umsýslustarfa Árna Johnsen fyrir bæjarfélagið. Verkefnið sem skoðunarnefnd- in fékk var að kanna hvort Árni Johnsen hafi haft með höndum fjárhagsleg umsýslustörf fyrir bæjarsjóð Vestmannaeyja og stofnana hans. Þessari spurningu er ekki svarað í niðurstöðu nefnd- arinnar sem lögð var fyrir bæjar- ráðið á þriðjudag heldur aðeins sagt að ekki sé tilefni til sérstakra at- hugasemda. Þorgerður Jó- hannsdóttir, full- trúi Vestmanna- eyjalistans, sem bað um útttekt- ina, segist skilja niðurstöðu skoð- unarnefndarinnar þannig að Árni hafi engin fjárhagsleg umsýslu- störf haft með höndum. „Mér finnst svarið vera þannig að þessu máli sé lokið,“ segir hún. Skilningur Þorgerðar er hins vegar ekki réttur miðað við það sem Fréttablaðið fékk upplýst hjá Hafsteini Gunnarssyni endur- skoðanda sem leiddi þriggja manna skoðunarnefndina. Haf- steinn segir að fundist hafi eitt til- vik sem fellur að áðurnefndri skil- greiningu. Það sé verkefnið Hraun og menn sem Árni hafi sjálfur gengist fyrir á árinu 1999 og fengið til þess fjármagn úr ýmsum áttum, m.a. frá bæjarsjóði og Þróunafélagi Vestmannaeyja. Verkefnið fólst í komu á annan tug norrænna listamanna til Eyja sem unnu þar höggmyndir úr stei- ni en verkefnið fór hressilega fram úr áætluðum kostnaði. „Það er hægt að gera al- mennar at- hugasemdir við störf Árna Johnsen án þess að hann hafi stolíð nokkru," segir Hafsteinn Gunnarsson. —♦— ARNI JOHNSEN „Það var farið yfir öll kostnaðarskjöl vegna þess verkefnis og það var engin ástæða til at- hugasemda vegna þess," segir Hafsteinn Gunnarsson um verkefnið Hraun og menn sem Árni Johnsen stýrði í Vestmannaeyjum. „Það var farið yfir öll kostnað- arskjöl vegna þess verkefnis og það var engin ástæða til athuga- semda vegna þess,“ segir Haf- steinn. Að því er Hafsteinn segir var orðalagið um að ekki væri tilefni til „sérstakra" athugasemda valið með tilliti til þess að um væri að ræða mildilegt orðalag. „Það er hægt að gera almennar athugasemdir við störf Árna Johnsen án þess að hann hafi stolið nokkru en okkar starf sneri að því hvort hann hefði verið með einhverja fjárdráttarstarfsemi," segir Hafsteinn. Meðal annarra verkefna sem skoðunarnefndin horfði sérstak- lega til voru framkvæmdir á Skanssvæðinu, endurbygging vegna bátsins Blátinds, Herjólfs- bæjarfélagsins og undirbúnings- framkvæmdir vegna fyrirhugaðs menningarhúss. Skoðunarnefndin ræddi við ýmsa stjórnendur bæjarins og stofnana. Meðal þeirra voru bæj- arstjórinn, bæjartæknifræðingur, hafnarstjóri, aðalbókari, veitu- stjóri og framkvæmdastjóri Þró- unarfélags Vestmannaeyja. Ekkert var rætt við Árna Johnsen sjálfan. gar@frettabladid.is Múslimar og arabar: 14. september 2001 FÖSTUDAGUR FYLGST MEÐ UMFERÐINNI Lögreglumaður skoðar I flutningabifreið áður en henni er hleypt í gegnum umferð- argöng milli New York og New Jersey í Bandaríkjunum. Bæjarfulltrúar segja af sér: Lofa að bjóða sig ekki fram bæjarmál Gísli Páll Pálsson og Haf- steinn Bjarnason sögðu af sér í bæjarstjórn Hveragerðis í gær. Gísli vildi ekki upplýsa ástæð- una fyrir brott- hvarfi sínu, en sagðist vera bú- inn að fá nóg og alveg eins gott að hætta núna eins og í vor. H e i m i 1 d i r Fréttablaðsins herma að sam- starfsörðugleikar við Knút Bruun, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafi hrakið Gísla úr bæjarstjórn. Þeir deildu hart fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar með þeim afleiðingum að Sjálfstæðis- flokkurinn klofn- aði. Klofnings- framboðið hlaut fjóra fulltrúa en Knútur var eini sem komst inn af lista Sjálfstæðis- flokksins. í sumar tók- ust sættir og var stofnað nýtt sjálfstæðisfélag, sem bæjarfull- trúarnir sameinuðust í. Gísli segir að hann hafi ekki gengið úr því fé- lagi þrátt fyrir að hafa hætt í bæj- arstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn muni bjóða fram einn lista í vor og ekki sé von á klofningsframboði. Knútur tók í sama streng. Bæði Knútur og Gísli hafa skrif- að undir yfirlýsingu að þeir muni ekki bjóða sig fram í næstu sveita- stjórnarkosningum í Hveragerði. ■ ~ STJÓRNIWÁL Vinstri-grænir munu halda áfram samningaviðræðum við Framsóknarflokkinn og Sam- fylkinguna um sameiginlegt framboð í Reykjavík. Það er vilji samninganefndar flokksins og á félagsfundi í gærkvöldi, sem var ekki búinn þegar blaðið fór í prentun, var allt útlit fyrir sam- þykki áframhalds viðræðna. ■ GÍSLI PÁLL PÁLS- SON Mun ekki bjóða sig fram aftur. KNÚTUR BRUUN Mun ekki bjóða sig fram aftur. Eg hef alltaf hatað arabana Qpið í Austurveri frá 8:00 á morgnana til 2:00 eftir miðnætti Lyf&heilsa BRIDGEVIEW, iLUNOis. ap í Brisbane í Ástralíu grýtti hópur fólks skóla- bifreið sem var full af íslömskum börnum í gær. Ekkert barnanna slasaðist en svo virðist sem þau hafi orðið fyrir þessu aðkasti vegna þess að múslimar eru grun- aðir um að bera ábyrgð á hryðju- verkunum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um aðkast sem múslimar og arabar víða um heim, og ekki síst í Bandaríkjunum, hafa orðið fyrir frá því á þriðjudaginn. Þrjú hundruð manna hópur reyndi að ráðast á mosku í Chicago seint á miðvikudags- kvöld, en lögreglan sneri hópnum til baka og handtók þrjá menn. „Ég er stoltur af því að vera Bandaríkjamaður og ég hata araba og hef alltaf gert það,“ sagði 19 ára piltur í hópnum. Bensínsprengju var kastað á húsakynni félags múslima í Dent- on í Texas snemma í gær og sprengju kastað á félagsheimili araba í Chicago. ■ EKKI ÓHULTAR Þessar stúlkur eru nemendur við háskóla I Tennessee. Þær segjast hafa orðið fyrir ýmsu aðkasti síðustu daga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.